Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kristinn Sigmundsson öðru sinni á Metropolitan „Þeir vita núna hver ég er“ KRISTINN Sig- mundsson bassasöngv- ari söng í Metro- politan-óperunni í New York í fyrrakvöld en skemmst er að minnast frumraunar hans í því fræga óperuhúsi í apríl síðastliðnum. Að þessu sinni söng hann hlut- verk II Commentatore í Don Giovanni eftir Mozart. Hann kveðst hafa verið beðinn um það í sumar að hlaupa inn í tvær sýningar, þá á miðvikudagskvöldið og aðra á morgun, laugardag. „Þetta er bein afleiðing af því sem ég var að gera hér í vor,“ segir Kristinn og bætir við að það hafi verið hljómsveitarstjórinn James Levine sem bað sérstaklega um að fá hann í hlutverkið. „Þetta er mjög mikill heiður og gaman að því að ég virðist vera búinn að ná inn í húsið. Þeir vita núna hver ég er,“ segir hann. Allt eins og best verður á kosið Hér er um að ræða tíu ára gamla upp- færslu Zeffirellis á Don Giovanni. „Þetta er ein af þessum uppfærslum sem ganga hér ár frá ári, mjög falleg og vel gerð eins og allt sem Zeffírelli hefur gert,“ segir Kristinn. I öðrum helstu hlutverkum í sýningunni eru þau Bryn Terfel, Ferruccio Furlanetto, Renée Fleming, Paul Groves og Solveig Kringel- bom. „Það gerist ekki betra. Svo er hljómsveitin hérna alveg meiriháttar og sömuleiðis húsið, svo allt er þetta eins og best verður á kosið,“ segir Kristinn. Hann upplýsir jafnframt að hann muni syngja aftur undir stjórn Lev- ines í Múnchen í sumar, í fimm tón- leikauppfærslum á Othello eftir Verdi. Kristinn Sigtnundsson Gluggi til austurs í Hafnarborg MARGRÉT Guð- mundsdóttir opnar sýningu laugardaginn 21. október kl. 16 í Kaffistofu Hafnar- borgar. Sýningin nefnist Gluggi til aust- urs - blönduð tækni/ infusion technique. Sýningin er í tengslum við þátttöku Margrétar í þremur alþjóðlegum mynd- listarsýningum í Kína á næstunni. Fyrsta sýningin, Shanghai Art Fari, verður opn- uð 3. nóvember, því næst í Guangzhou 7. desember og að lokum í Macao Museum of Art 14. desember. Síðastnefnda sýningin stendur í þrjá mánuði. Sýningin í Kaffístofu Hafnar- borgar verður opin frá kl. 11- 18 alla daga nema þriðjudaga fram til 6. nóvember. Morgunblaðið/Halltlór B. Runólfsson Sjálfsmynd eftir Georg Guðna getur ekki kallast annað en afar óvenjulegl framlag af hans hálfu. Frostpollur Heklu Daggar Jónsdóttur er meðal fjöhnargra athyglisverðra ljósmynda á sýning- unni í Gerðubergi. Afmælissýning MYNDLIST M e n n i n g a r m i ð s t ii ð i n G e r ð ii b e r g i BLÖNDUÐ TÆKNI 28 LISTAMENN; FYRR- VERANDINEMENDURFB Til 22. október. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-21; föstudaga frá kl. 9-19 og frá kl. 12-16 um helgar. ÞAÐ verður að teljast til tíðinda þegar safnað er saman á sýningu tuttugu og átta listamönnum sem eiga það allir sammerkt að hafa num- ið við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Tilefnið er aldarfjórðungsafmæli Fjölbrautaskólans sem haldið var upp á dagana 4. til 7. október. Svo undarlega hljótt hefur verið um þessa sýningu að það var engu líkara en til- viljun ein réði að vitneskja um hana barst vestur fyrir Elliðaár. Þótt stutt sé þar til hún hættir er vert að vekja sérstaka athygli á henni því það er ekki oft sem þessir gömlu skólafélagar sýna saman. Nú má segja að betur hefði farið um öll þessi verk í stærra rými. Þótt Menningarmiðstöðin Gerðubergi sé góðra gjalda verð sem miðstöð marg- háttaðrar menningarstarfsemi og sé einhver þróttmesti samkomustaður almennings á öllu höfuðborgarsvæð- inu þá fer ekki vel um myndlist í húsa- kynnum hennar. Gestir þurfa að elta verkin inn hliðarganga uppi og niðri og sjálfsagt eiga mai’gir erfitt með að henda reiður á hvar sýningin endar eða hitt, hvort þeim hafi tekist að skoða allt sem var á boðstólum. Þá er birtan á mörgum verkanna hörmuleg. En það er skiljanlegt að Breiðhylt- ingar hafi Uljað hafa svona sýningu hjá sér og hvergi annars staðar, og við því er svo sem ekkert að segja. Það má færa rök fyrir því að þetta sé frekar áminningarsýning í tilefni af eftirminnilegum áfanga Fjölbrauta- skólans en bein kynning á hlutaðeig- andi listamönnum. Alltént verða gest- ir að taka forsendur sýningarinnar með í reikninginn; annað væri óheið- arlegt. Og skoði menn sýninguna í fram- haldi af vangaveltum um Fjölbrauta- skólann í Breiðholti hlýtur sú spum- ing að vakna: Ja, hver skollinn, það er aldeilis álitlegur hópur sem hefur fengið sína undirstöðumenntun í myndlist við þessa kvartaldargömlu menntastofnun! Um leið sækja fleiri spumingar á gesti svo sem sú hvort búast megi við jafn kjarngóðu liði úr samsvarandi deildum annarra fjöl- brautaskóla? Vissulega lá leið flestra síðan í Myndlista- og handíðaskóla Is- lands - nú Listaháskóla Islands - og því hljóta enn aðrar spumingar að vakna, nefnilega hvort sambland beggja skóla hafi tryggt listamönnun- um 28 það viðurværi sem varð þeim svo ágætt veganesti, eða er það jafn- vel framhaldsnámið erlendis, beggja vegna Atlantsála, sem tryggði þann árangur sem blasir við gestum Gerðubergs? Einu má þó ekki gleyma og það er að engin menntastofnun getur gert listamann úr einstaklingi sem ekki hefur neistann í sér. Tuttugu- og áttamenningamir em ákveðnum kostum gæddir sem eng- inn skóli getur búið þeim upp úr þuiTU. En hinu verður þó ekki móti mælt að góð myndlistardeild á fram- haldsskólastigi er nauðsynleg til að hlú að hæfileikum, og það er ekki sama hvemig það er gert. Sýningin í Gerðubergi er því góður vitnisburður um farsælt starf kenn- ara við myndlistarbrautina í Fjöl- bi-autaskólanum í Breiðholti. Fjölbreytni sýningarinnar ber með sér að engin einstefna hefur ráðið þar ferðinni. A stigagangi og öðram göngum og sölum Gerðubergs má sjá málverk, ljósmyndir, vefnað, lág- myndir, höggmyndir, myndbönd og útskurð, og má segja að megnið beri höfundum sínum fagurt vitni. Þá er fjölmargt nýstárlegt í tækni og fram- setningu sem hlýtur að vekja forvitni þeirra sem koma og sjá. Gestir verða aðeins að hafa hraðan á því sýningunni lýkur um næstu helgi og sýna sýningarplássinu þolin- mæði þótt sum verkin séu í hálf- rökkri, stundum til helminga, svo þau virðast sum hver köflótt í birtuskilun- um. Sé horft framhjá svona smámun- um er sannkölluð skemmtun að sjá margt af því sem listamennimir úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hafa fram að færa. Til hamingju FB og megirðu útskrifa annan eins fjölda á komandi aldarfjórðungi! Halldór Björn Runólfsson Með myndarlegum hvelli TONLIST S a I n r í ii ii ART 2000 Raf- og tölvuverk eftir Gyðu Valtýsdóttur, Magnús Blöndal Jóhannsson, Ríkharð H. Friðriks- son, Ililmar Þórðarson, Þorstein Hauksson, Þorkel Sigurbjörnsson, Lárus H. Grímsson, Jóhann G. Jóhannsson og Áke Parmerud. Gyða Valtýsdóttir, harmónikka; Peter Máté, píanó; Camilla Söder- berg, blokkflautur. Miðvikudaginn 18. október kl. 20. FÁTT kvað nýtt undir sólu. 1749 samdi maður að nafni Hándel tónlist fyrir flugeldasýningu. 1808 forritaði J. M. Jacquard gataspjöld fyrir vef- stóla. Og fyrir hálfri annarri öldvelti Richard Wagner fyrir sér í riti tónlist framtíðar. En þó að flugeldatónlist, forritun og framtíðarhugleiðingar á upphafstónleikum Alþjóðlegrar raf- og tölvutónlistarhátíðar (ART) í Salnum sl. miðvikudagskvöld hafi þannig séð allar verið „gamlar lumm- ur“, verður hinu varla neitað, að leift- urör þróun einkatölvutækninnar síð- ustu áratugi hefur opnað nýrri tónsköpun möguleika sem enginn gat séð fyiir þegar fyrst var kveikt á 18.000 lampa rafeindareiknivélinni ENIAC í Pennsylvaníu 1946. Verður án efa komið nánar inn á þær víddir í fyrirlestram tengdum þessari fyrstu íslenzku raftónlistarhátíð á næstunni. Komung stúlka birtist fyrst atriða á sviði meðan dapurlegur fellinískur vals leið úr hátöluram, setti upp dragspil og fór að draga löturhægar tregablendnar undirleiksakkorður. Heitið, „Ég er hætt að finna fyrir hendinni á mér en það er allt í lagi, liggðu bara lengur", sagði óneitan- lega sitthvað fleira en verkið sjálft, en þessi frumraunj?] Gyðu Valtýsdóttur bauð samt af sér góðan þokka. Að loknum ávörpum Hilmars Þórðarsonar, framkvæmdastjóra ART 2000, og Þórunnar Sigurðar- dóttur, stjómanda Reykjavíkur menningarborgar Evrópu 2000, sett- ist Peter Máté við slaghörpuna og flutti ásamt tónbandi Sonorities III eftir frumherja íslenzkrar raftónlist- ar, Magnús Blöndal Jóhannsson. Tónleikaskráin var því miður þögul sem gröfin um bæði verk og höfunda og greindi ekki einu sinni frá tilurðar- ári, en við síðbúna endurheym birtist manni samt óumflýjanlegur ein- kennisblær ofanverðs 7. áratugar, sérstaklega í „psýkedeh'sku" skyn- víkkunarhlutum verksins af tón- bandi, sem minntu í bland á geimfar- armynd Kubricks 2001, þó að hinn meginþátturinn bæri mest keim af hringiðu mambóbara Manhattans 15-20 árum fyrr. Hið síðara kom að- allega fram í lipurri túlkun Mátés (þó að sveiflan hefði kannski mátt vera meiri) utan sem innan loks, ýmist með fingram eða matarskeiðum á la cimbalom. Það var eftirtektarvert hvað stykkið hélt vel ferskleika sín- um eftir þau rúmu 30 ár sem liðið hafa frá sköpun þess skv. ársetningu í Heildarlista ITM, þó að eflaust haíl sumum frumhlustendum á sínum tíma þótt það uppákomulegt og tjalda aðeins til einnar nætur. Þessu næst afhenti dr. Bjarki Sveinbjömsson viðstöddum mennta- málaráðherra fyrsta eintakið af væntanlegum geisladiski með verk- um Magnúsar, og Hilmar Þórðarson lét ráðherra í té nýútkomna bók Hreins heitins Steingrímssonar um Kvæðaskap, en þar á milli flutti Kjartan Olafson, formaður Tón- skáldafélagsins, ávarp. Síðan setti ráðherra hátíðina. Öll íslenzku verk dagskrár höfðu heyrzt hér áður þótt misgömul væru og bötnuðu flest við endurheym. Það gilti t.d. um hið skondna 8 rása verk Ríkharðs H. Friðrikssonar, Brot, sem sýndi skemmtilega nýtingu á rúmferli þar sem hlustandinn eltist í huganum við nærri hljóðfráar mosk- ítóflugur er hentust í ofboði milli sal- arhoma. Að öðru leyti birtist verkið sem e.k. etýða um ofurútfærða ágmentasjón og dímínúsjón; dæmi- gert rafmeti sem engum mannlegum flytjanda væri fært að gera skil. Framsækin náttúruvísindaróman- tíkin í 3. þætti af Sononymous II eftir Hilmar Þórðarson fyrir hljóðnumda kontrabassablokkflautu og tónband bar með sér svolítið einmanalegan blæ af m.a. farskipaflutu úr óravídd úthafsins og var eitt af þremur verk- um kvöldsins þar sem Camilla Söder- berg lagði til fornaldarhljóðfæri við rafsegultækni framtíðar. Hin tvö vora Fléttur eftir Þorstein Hauksson - að mínu viti svolítið langdregið í heild þrátt fyrir ýmsar góðar hugmyndir - og Þar sem syndin er falleg eftir Lár- us H. Grímsson, þar sem auk kontra- bassaflautu upphafshlutans komu síð- ar við sögu glimrandi vel leiknar alt- og sópranflautur. Verkið var í áheyri- legum og allt að tónölum stfl sem blandaði m.a. saman austurlenzku lagferli við enduróm af framsæknum rokksveitum 8. áratugar með oftast nær greinilegum púlsrytma. Á milli seinni tveggja blokkflautu- verka flutti tónband Fípur, hreint rafeindaverk eftir Þorkel Sigur- bjömsson, sem því miður vora ekki tök á að flytja í upprunalegri „víðóma" fjögurra rása mynd, heldur aðeins í tvírása stereó. Gat þar að heyra bráðskemmtilega, að maður segi ekki beinlínis fyndna, útfærslu á sínustónagrunni sem eins hefði getað heitið „Vel tempraði hljóðgervillinn“; barn síns tíma (væntanlega ca. 1970), en engu að síður tiplandi vel upplagt stykki. Áheyrendur drifu sig nú út undir bert næturloftið til að hlýða á síðustu tvö atriði dagskrár. Þar vora á boð- stólum 3 pýramídar eftir Jóhann G. Jóhansson, sem áður hefur getið sér orð jafnt í hrynbundinni tónlist sem myndlist. og Target eftir hinn sænska Áke Parmerud (f. 1953), sem á sér ekki ósvipaðan bakgrann í rokki og Jjósmyndun. Hin stutta en efnilega frumraun Jóhanns á sviði raftónlistar myndaði dulúðugan for- leik að ágengu margmiðlunarverki Parmerads fyrir tónband og flug- elda, sem skók augu og eyru tón- leikagesta með kraftmikilli sýningu fyrir bæði skilningarvit svo undir tók um allt Digranes. Er því varla hægt að segja annað en að upphafstónleik- um RAF 2000 lyki með myndarleg- um hvelli. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.