Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Sambands íslenskra sparisjóða Reynt að ná sáttum um formann Hvatningarverðlaun Auðar í krafti kvenna afhent Frumkvöðlar hver á sínu sviði Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bergljót Arnalds, Guðrún Stella Gissurardóttir, Guðrún Pétursdóttir og systurnar Elísabet Rún 7 ára og Elín Edda 5 ára, sem tóku við verðlaunun- um fyrir hönd móður sinnar, Erlu Sólveigar Óskarsdóttur. Þær höfðu föður sinn, Þorstein Jónsson, sér til halds og trausts. EINS OG greint var frá í Morgun- blaðinu í gær stefnir í fyrsta sinn í kosningu um formann Sambands ís- lenskra sparisjóða á aðalfundi sam- bandsins í dag. Þór Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða og sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar, SPH, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að í framboði væru tveir menn, hann sjálfur og Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Þór staðfesti einnig að reynt hafi verið að ná sátt svo ekki þurfi að koma til kosninga og sagði að hann teldi sáttaleiðina ekki full- reynda. Hann lýsti þó jafnframt þeirri skoðun sinni að kosning sé lýðræð- isleg aðferð sem ekkert væri við að athuga. Nú standi hins vegar fyrir dyrum miklar breytingar á fjár- málamarkaðnum, s.s. vegna vænt- anlegrar sameiningar Búnaðar- banka og Landsbanka og að hugsanlegt sé að ný lög um spari- sjóðina verði samþykkt á yfirstand- andi þingi. Af þessum sökum segist hann telja kosningu óheppilega nú. Þór hefur setið sem formaður Sambands íslenskra sparisjóða í fjögur ár, en á undan honum gegndi Baldvin Tryggvason, sem þá var sparisjóðsstjóri SPRON, emb- ættinu í átján ár. í stjórn með Þór sitja Björn Jónasson, Sparisjóði Siglufjarðar, Geirmundur Kristins- son, Sparisjóði Keflavíkur, Gísli Kjartansson, Sparisjóði Mýrasýslu, Guðmundur Hauksson, SPRON, Hallgrímur Jónsson, Sparisjóði vél- stjóra, og Sólberg Jónsson, Spari- sjóði Bolungarvíkur. Auk stjómar- manna situr Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sparisjóða og bankastjóri Sparisjóðabankans, stjórnarfundi með full réttindi, þar með talinn at- kvæðisrétt. Varastjórnarmenn sitja einnig stjórnarfundi og þeir eru Halldór Arnason, Sparisjóði Kópa- vogs, og Páll Sigurðsson, Sparisjóði Húnaþings og Stranda. Félagslegur samvinnu- vettvangur sparisjóðanna Mikil tengsl eru milli Sambands íslenskra sparisjóða og Sparisjóða- bankans og má þar fyrst nefna, eins og fram kemur hér að ofan, að sami maður, Sigurður Hafstein, er fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða og um leið bankastjóri Sparisjóðabankans, auk þess sem skrifstofan er sameiginleg. Sam- bandið og bankinn eru þó óháð að því leyti að sérstök stjórn er yfir sambandinu og bankaráð yfir bank- anum. Segja má að Samband ís- lenskra sparisjóða sé félagslegur samvinnuvettvangur sparisjóðanna en Sparisjóðabankinn fjárhagslegur samvinnuvettvangur. I gegnum sambandið reka sparsjóðimir meðal annars hagsmunagæslu sína gagn- vart stjómvöldum, sinna fræðslu- málum, sameiginlegum markaðs- málum og kjarasamningum. Sparisjóðabankinn er viðskipta- banki allra sparisjóða landsins nema SPRON, sem á viðskipti við Seðlabankann, hann sér um alþjóð- leg viðskipti fyrir sparisjóðina og tekur stundum þátt í lánveitingum með sparisjóðunum, en það gerir þeim kleift að taka þátt í stærri lán- veitingum en ella. Formaður bankaráðs Sparisjóða- bankans er Hallgrímur Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vél- stjóra. ÞRJÁR konur hlutu Auðar-verð- launin í gær en þetta er í fyrsta skipti sem hvatningarverðlaun Auð- ar í krafti kvenna eru veitt. Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjómar Auðar í krafti kvenna, afhenti verðlaunin í gær á ráðstefnunni Virkjum kraft kvenna, sem á þriðja hundrað konur sóttu. Að sögn Guðrúnar em verðlauna- hafarnir, þær Guðrún Stella Gissur- ardóttir, forstöðumaður Svæðis- vinnumiðlunar Vestfjarða, Erla Sól- veig Óskarsdóttir, húsgagnahönnuð- ur, og Bergljót Amalds, stofnandi og framkvæmdastjóri útgáfufyrirtæk- isins Virago og Stúdíó íslands ehf., frumkvöðlar hver á sínu sviði og hafa sýnt aðdáunarvert frumkvæði við nýsköpun og virkjun hugvits. Guðrún Stella hefur undanfarin ár starfað ötullega að málum sem varða nýsköpun og atvinnusköpun á Vest- fjörðum. Hún hefur starfað og unnið að verkefnum eins og atvinnumálum kvenna og almennt nýsköpunarverk- efnum í atvinnu, eins og að efla frum- kvæði og breytingarvilja fólks á af- skekktu og harðbýlu landsvæði. Að sögn Guðrúnar Pétursdóttur hefur Guðrún Stella unnið að upp- byggingu þróunar- og þekkingar- setra og einnig að fá fólk, sem aflað hefur sér menntunar, aftur heim í hérað og að stuðla að því að fólk úr erlendum menningarheimum sé við- urkennt og sýnilegt og búi og starfi í sátt við innfædda Vestfirðinga og sköpunarkraftur og sérstaða þess njóti sín. Meðal verkefna sem Guðrún Stella hefur komið að era AT-konur, átakverkefni í atvinnumálum kvenna. AT- konur stóðu fyrir stofn- un á Atvinnuþróunarfélagi Vest- fjarða hf. sem nú er rekið núna með 4-6 starfsmenn og það hefur aðsetur í Þróunarsetri Vestfjarða en Guðrún Stella er í stjóm atvinnuþróunarfé- lagsins fyrir hönd AT-kvenna. Guðrún Stella stóð, ásamt Soffíu Vagnsdóttur, fyrir hvatningarráð- stefnu fyrir ungar vestfiskar konur í nóvember 1999 undir kjörorðinu „Býr Þuríðiir í þér?“ Þar var til- gangurinn að styrkja ungar konur til framkvæðis og framkvæmda. Guð- rún Stella hefur verið einn af for- svarsmönnum fyrir stofnun nýbúa- miðstöðvar á Vestfjörðum. Þá hefur hún verið í forsvari fyrir og skipulagt ásamt öðram menningarhátíðir fyrir nýbúa undir heitinu þjóðahátíð Vest- fjarða. Guðrún Stella hafði framkvæði að og stóð fyrir verkefninu „Bömin heim“ sem unnið var á þessu ári á vegum Svæðisvinnumiðlunar Vest- fjarða og var styrkt af Nýsköpunar- sjóði námsmanna. Verkefnið miðar að því að kanna áhuga brottfluttra Vestfirðinga á að koma til baka og skoða hvað veldur því að ungt fólk flytur burt. Erla Sólveig Óskarsdóttir lærði húsgagnahönnun í Kaupmannahöfn en að sögn Guðrúnar Pétursdóttur valdi Erla Sólveig að fara í nám í húsgagnahönnun þar sem faðir hennar er húsgagnasmiður og hún naut þess að fylgjast með á verk- stæðinu og sjá hluti verða til. Þegar hún kom heim byrjaði hún strax á því að starfa sjálfstætt að hönnun undir nafninu Óskars-de- sign. Hún hefur hlotið miklar viður- kenningar fyrir stóla sína sem nefn- ast Jaki og Dreki. Má þar nefna Menningarverðlaun DV 1998. Fyrir Dreka fékk hún Rote Punkt fur Hohe Designqualitat 1998, Köln og IF Product Design Award 1999, Industrie Foram Design, Hannover. Fyrir Jaka hefur hún fengið silfur- verðlaun í keppninni Best of NeoCon 99, Chicago og Verðlaun hönnunar- dags 1999, Reykjavík. Þar fékk hún einnig viðurkenningu fyrir Dreka. Erla Sólveig hefur tekið þátt í mörgum hönnunarsýningum innan- lands sem utan. Frumkvöðull í tölvuleikjum og tölvubókum á íslandi Bergljót Arnalds er framkvöðull að útgáfu íslenskra tölvubóka og tölvuleikja. Hún samdi og gaf út fyrsta íslenska margmiðlunardisk sinnar tegundar þar sem bók lifnar við með tónlist, leiklestri, hreyfi- myndum og þrautum. Bergljót er stofnandi og fram- kvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Virago sf. Fyrirtækið hefur ráðið til sín fjölda starfsmanna í ýmis verkefni bæði við tölvuleikjagerð og ýmsa framleiðslu. Þetta era forritarar, myndlistarmenn, leikarar, tón- listarmenn, upptökumenn, fólk í dreifingu og kynningu o.fl. Þá hefur Virago sf. gefið út tvo margmiðlunardiska, Stafakarlana og Talnapúkann. Bergljót Amalds er einnig stofn- andi og stjómarformaður nýs fyrir- tækis, Stúdíó Islands ehf. Það fram- leiðir meðal annars sjónvarps- þættina 2001 nótt sem sýndir era á SkjáEinum. -------PM---------- Verðbréfaþing íslands Aðild SPV felld niður AÐILD Sparisjóðs vélstjóra að Verðbréfaþingi Islands hefur verið felld niður frá og með gærdeginum. Á fundi stjómar Verðbréfaþings 19. október síðastliðinn var tekin fyrir beiðni Sparisjóðs vélstjóra um að fella niður aðild hans að þinginu og var hún samþykkt. Þingaðilar eru þar með orðnir 21 talsins. ► Þriðjudaginn 24. október 2000 verða hlutabréf í Lyfjaverslun íslands hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. ► Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Lyfjaverslun íslands hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. ► Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkum vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Lyfjaverslunar íslands hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Lyfjaverslunar íslands hf., Borgartúni 7,105 Reykjavík eða í síma 540 8000. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. ► Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verð- bréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu fslands hf, fyrir skráningardag. ► Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. ► Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu með stofnunVS reiknings. Hluthöfum félagsins hefur verið kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Lyfjaverslunar Islands hf. LYFJAVERSLUN ISLANDS H F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.