Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 27 ERLENT Bandaríkjaþing samþykkir lög sem heimila matvæla- og lyfjaútflutning til Kúbu Kúbumenn segja við- skiptabannið enn gilda Washington. AP. Kúbumenn mótmæla viðskiptabanni Bandarílganna á Kúbu í miðborg Havana. Nokkrir mótmælenda héldu á myndum af Abraham Lincoln sem er mjög dáður á Kúbu fyrir að afnema þrælahald í Bandaríkjunum. OLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í fyrrakvöld laga- frumvarp sem heimilar sölu á bandarískum matvælum og lyfjum til Kúbu í fyrsta sinn í tæpa fjóra áratugi. Hundruð þúsunda manna gengu um miðborg Havana til að mótmæla frumvarpinu og Kúbu- menn segja að því fari fjarri að það mildi viðskiptabannið á Kúbu frá 1962. BUl Clinton Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að staðfesta frum- varpið og gert er ráð fyrir því að út- flutningurinn til Kúbu geti hafist fjórum mánuðum eftir að það verð- urað lögum. í frumvarpinu er fjallað um út- gjöld til landbúnaðarmála og var það samþykkt í öldungadeildinni með 86 atkvæðum gegn 8. Þótt það kveði á um að heimilt sé að selja matvæli og lyf til Kúbu hefur það að mestu leyti aðeins táknræna þýð- ingu því stjóminni í Washington og bandarískum bönkum er ekki heim- ilt að fjármagna viðskiptin. Samtök bændu sögðu að frum- varpið væri skref í rétta átt. „Vonandi verður þetta aðeins fyrsta skrefið í þá átt að opna þennan markað," sagði öldungadeildar- þingmaðurinn Tim Hutchinson, repúblikani frá Arkansas. Bændur í heimaríki hans vonast til þess að geta selt Kúbumönnum hrísgrjón. Ætla ekki að kaupa bandarísk matvæli Frumvarpinu hefur verið lýst í Bandaríkjunum sem fyrsta tæki- færinu í 38 ár til að flytja út banda- rísk matvæli til Kúbu og fyrsta skrefinu í þá átt að milda viðskipta- bannið. En þar sem bandarískum stjórnvöldum og bönkum er bannað að fjármagna viðskiptin þurfa Kúbumenn að greiða fyrir vörurnar með reiðufé eða fá erlend lán. „í raun verður það algjörlega ómögulegt að kaupa matvæli og lyf frá Bandaríkjunum," sagði í for- ystugrein Granma, málgagns kommúnistastjórnarinnar á Kúbu. „Land okkar hyggst ekki kaupa bandarísk matvæli og lyf fyrir eitt einasta sent.“ Mikill mannfjöldi safnaðist sam- an í Havana í fyrradag til að mót- mæla frumvarpinu með Fidel Castro í broddi fylkingar. Embætt- ismenn í borginni áætluðu að 800.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælunum, eða tæpur helmingur íbúa borgarinnar. „Það er helber lygi að þetta harðneskjulega viðskiptabann hafi verið rnildað," sagði í forystugrein Granma. Bandarískir demókratar lýstu frumvarpinu sem „skrefi aftur á bak“ vegna bannsins við fjármögn- un viðskiptanna og einnig vegna þess að það kæmi í veg fyrir að Clin- ton eða eftirmaður hans gæti dregið úr takmörkunum á ferðum til Kúbu. „Harðlínumennirnir hafa sigrað í Kúbumálinu," sagði Byron Dorgan, demókrati frá Norður-Dakóta. „Hvers vegna ættu ekki bændur að hafa aðgang að markaðnum á Kúbu?“ Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts, repúblikani frá Kans- as, viðurkenndi að ólíklegt væri að frumvarpið leiddi til mikilla við- skipta. Greitt fyrir útflutningi til Ir- ans, Líbýu og Norður-Kóreu Frumvarpið á einnig að auka sölu á matvælum og lyfjum til írans, Líbýu, Norður-Kóreu og Súdans þar sem það heimilar að slíkur út- flutningur verði niðurgreiddur í Bandarílgunum. Frumvarpið kveður einnig á um aðstoð við bandaríska bændur að andvirði 3,6 milljarða dala, rúmlega 300 milljarða króna, vegna þurrka. Þá er heimilað að flytja inn banda- rísk lyf sem seld eru á lægra verði erlendis. Demókratar gagnrýndu ákvæðið um lyfjainnflutninginn og sögðu að í því væru svo margar gloppur að ávinningur neytenda yrði lítill. Unglingar sakaðir um hópnauðgun á Strikinu í Kaupmannahöfn Skekkt mynd innflytjenda af kynlífi sögð orsökin Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Bretar boða stjórnmála- tengsl viö N-Kóreu Scoul. Reuters. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að breska stjórnin hygðist taka upp stjórn- málatengsl við Norður-Kóreu í fyrsta sinn frá því að kommúnista- ríkið var stofnað fyrir rúmum 50 árum. Þetta gæti orðið til þess að Norður-Kóreumenn stofnuðu sendiráð eða ræðismannsskrifstofu í Bretlandi í fyrsta sinn frá því að Bretar viðurkenndu kommúnista- ríkið árið 1949. Cook sagði að bresku stjórninni hefði borist beiðni um stjórnmála- samband við Norður-Kóreu í gegn- um breska sendiráðið í Peking í siðasta mánuði. Hann sagði að breska stjórnin hefði í hyggju að samþykkja beiðnina en bætti við að það myndi taka langan tíma að koma á stjórnmálasambandi milli ríkjanna. „Fyrst munum við ná samkomu- lagi um stjórnmálasamband og síð- an um að fullgilda stjórnarerind- reka. Við erum að íhuga þann möguleika að stofna embætti í Norður-Kóreu en það mál tekur lengri tíma.“ Yfirlýsing leiðtogafundar milduð Cook skýrði frá þessu í Seoul þar sem hann var staddur vegna leið- togafundar 25 Evrópu- og Asíu- ríkja sem hefst í dag. Ríkin sam- þykktu í gær að milda orðalag yfirlýsingar, sem ráðgert er að samþykkja á fundinum, og sleppa setningu þar sem hvatt er til þess „að dregið verði úr hættunni á út- breiðslu gereyðingarvopna á Kór- euskaga11. í staðinn var bætt við setningu þar sem ríkin segjast vilja „stuðla að aðgerðum til að byggja upp traust og tryggja frið og ör- yggi á Kóreuskaga og grannríkjun- um“. Stjórnarerindrekar sögðu að breytingin hefði verið samþykkt að beiðni Kínverja, dyggustu banda- manna Norður-Kóreustjórnar. MIKLUM óhug hefur slegið á Dani vegna nauðgunarmáls sem upp kom í síðustu viku en fjórir unglingspilt- ar eru grunaðir um að hafa nauðgað þrítugri konu á almenningssalerni á Strikinu. Allir eru piltamir af er- lendu bergi brotnir og er þetta í þriðja sinn á innan við ári sem hópur innflytjenda fremur nauðgun. Fé- lagsfræðingar segja ástæðuna skekkta mynd drengjanna af kynlífi vegna uppeldis þeirra og segja allar líkur á því að atburðurinn muni end- urtaka sig. Þá veldur ungur aldur drengjanna áhyggjum en refsilög- gjöfin nær ekki nema til eins þeirra. Nauðgunin átti sér stað snemma kvölds á Gamlatorgi á Strikinu fyrir um viku. Konan var á göngu ásamt systur sinni er hópur táninga hóf að áreita þær. Við torgið hélt einn þeirra annarri systurinni en fjór- menningarnir drógu hina inn á sal- ernið og nauðguðu. Tveir eru þrett- án ára, einn fjórtán og einn fimmtán ára. Þeir eru góðkunningjar lög- reglunnar þrátt fyrir ungan aldur. Enginn vaktmaður Venjulega er vakt á salerninu en svo var ekki þetta kvöld. Tökuvél er þar en drengirnir huldu hana á með- an verknaðurinn var framinn. Hefur einn borgarfulltrúanna krafist þess að Kaupmannahafnarborg greiði konunni bætur vegna þess að ekki var vaktmaður á staðnum. Eftir að fréttist um málið lofaði óþekktur aðili að greiða hverjum þeim sem gæti upplýst málið sem svarar til hálfrar milljónar ísl. kr. og það varð til þess að ábending barst um piltana. Þeir hafa allir viður- kennt að hafa verið á staðnum en neita því að hafa nauðgað konunni, benda hver á annan. Keld Andersen rannsóknarlög- reglumaður segir í samtali við Berl- ingske Tidende að yngri piltarnir hafi verið einkar afslappaðir við yf- irheyrsluna, „enda vissu þeir fullvel að við gátum ekki gert neitt og gáfu það fyllilega til kynna“. Vilja refsilöggjöfina herta Það sem veldur ef til vill mestum áhyggjum eru hugmyndir unglinga úr hópi innflytjenda um kynlíf. Ahmet Demir, sem hefur starfað með ungum innflytjendum í sautján ár, segir að herða verði refsilöggjöf- ina og ræða málið við fjölskyldur drengjanna, annars muni fleiri nauðgunarmál koma upp. Fyrr á þessu ári var tveimur konum nauðg- að af hópum innflytjenda í Árósum. Demir segir hugmyndir margra unglingspilta um konur vera firrtar. „í starfi mínu verð ég á hverjum degi var við svo ömurlegt viðhorf til kvenna og kynlífs að mér býður við því,“ segir Demir í samtali við Jyl- lands-Posten. Ástæðuna segir hann þá að í múslimskum fjölskyldum sé kynlíf ekki rætt og hugmyndir drengjanna um kynlíf fái þeir úr sjónvarpi, blöðum og tímaritum. Þær hugmyndir séu oftar en ekki þær að danskar konur séu léttar á bárunni, engu betri en vændiskon- ur. Segist hann oftar en einu sinni hafa farið með hópa ungra innflytj- enda í miðbæinn en gefist upp og orðið að halda með hópinn heim því drengirnir hafi gert sífelld hróp að konum. Lausnin er að mati Demirs og fé- lagsfræðingsins Ole Hammersen, sú að ræða málið við unglingspiltana og fjölskyldur þeirra, að gera þeim grein fyrir vandanum. Ekki megi gleyma því að múslimar líti mjög al- varlegum augum á nauðgun. Þá telur Demir að breyta þurfi refsilöggjöfinni svo hún nái til yngri afbrotamanna, vandinn nú sé sá að piltar sem hafi lent á betrunarstofn- unum fyrir unglinga, telji danska réttarkerfið veikt og að slík vist verði ekki til þess að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Þetta sé ekki síst mikilvægt vegna þess að innflytjendur óttist mjög að atburður sem þessi muni ýta undir hatur í garð þeirra og vilji að hart verði tekið á brotamönnum úr þeirra hópi. Skráðu þig í síma 570 4000 eða á www.redcross.is Landssöfnun. . f . A___/ Rauða kross Islands gegn alnæmi í Afríku 28. október 2000 Alnæmi er alvarlegasta heilbrigðisvandamál sem Afríkubúar standa frammi fyrír. Reynslan sýnir að með markvissrí fræðslu er hægt að draga verulega úr smiti og bjarga fólki þannig frá bráðum dauða. Rauði kross íslands gengst fyrir landssöfnun 28. október til að berjast á móti þessum mikla vágesti. Fjöldi sjálfboðaliða ætlar að ganga í hús og safna framlögum meðal landsmanna. Okkur vantar fleiri sjátfboðaliöa. Átt þú stund aflögu? Rauði kross ísiands www.redcross.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.