Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 65 Heimsmeistaramót barna Guðmundur Kjartans- son nálgast toppinn SKAK Oropesa del Mar HEIMSMEISTARAMÓT BARNA 11.-23. okt. 2000 UM þessar mundir stendur yfir heimsmeistaramót barna í Oropesa del Mar á Miðjarðarhafsströnd Spánar, en þetta er í fjórða skipti sem mótið er haldið þar. Teflt er í tíu flokkum — fimm aldursflokkum stúlkna og fimm aldursflokkum drengja. Tveir afar efnilegir íslensk- ir skákmenn eru meðal þátttakenda. Dagur Arngrímsson teflir í flokki 14 ára og yngri og Guðmundur Kjart- ansson í flokki 12 ára og yngri. Sjö umferðum er lokið á mótinu. í flokki Dags eru 95 keppendur, þar af 38 með alþjóðleg skákstig, en Dagur er ekki þar á meðal. Hann er með 4 vinninga eftir 7 umferðir og er í nánd við 30. sætið. Hann byrjaði fremur illa á mótinu og fékk einungis einn vinning úr fyrstu þremur um- ferðunum, en í fjórum síðustu um- ferðum hefur honum gengið mjög vel og fengið þrjá vinninga, sigrað í tveimur skákum og gert jafntefli í tveimur. Úrslit í skákum Dags hafa orðið sem hér segir: Dagur - S. Stajner (Slóvenía) 1-0 Dagur - H. Nakamura (Bandar.) 0-1 Dagur - L. Milman (Bandar.) 0-1 Dagur-A Kralovic (Slóvakía) Vz-Ví Dagur- H. Wakefield (Wales) 1-0 Dagur - C.A Obregon (Argent.) 1-0 Dagur-A Bellaiche (Frakkl.) 'k-'k Andstæðingur Dags í annarri um- ferð, Hikaru Nakamura, er 11. stiga- hæsti keppandinn í riðlinum með 2.281 stig. Nakamura er einn allra efnilegasti skákmaður Bandaríkj- anna og er yngsti skákmaðurinn þar í landi til að ná 2.200 (bandarískum) skákstigum, en það gerði hann þegar hann var 10 ára gamall. Andstæðing- ur Dags í sjöundu umferð, Anthony Bellaiche, er 17. í stigaröðinni með 2.225 stig. Hinir andstæðingar hans eru ekki með alþjóðleg skákstig. Guðmundi Kjartanssyni hefur Dagur Arngrímsson Guðmundur Kjartansson gengið vel það sem af er móti. í hans flokki, 12 ára og yngri, tefla 90 skák- menn, þar af 23 með alþjóðleg skákstig. Guðmundur, sem fékk sín fyrstu alþjóðlegu skákstig á þessu ári, er fjórði stigahæsti keppandinn í þessum flokki með 2.248 stig. Hann er með 5 vinninga eftir 7 skákir og er í grennd við 10. sætið í riðlinum. Guðmundur - T. Maenhout (Belgía) 1-0 Guðmundur - AH. Fier (Brasilía) 0-1 Guðmundur - M. Zelba (Þýskal.) 1-0 Guðmundur - D. Jojua (Georgíu) 0-1 Guðmundur - C.H. Duque (Spánn) 1-0 Guðmundur - J. Priborsky (Tékkl.) 1-0 Guðmundur - M. Dignam (írl.) 1-0 Svipað og Dagur var Guðmundur frekar brokkgengur í byrjun móts- ins, en hefur nú heldur betur skipt um gír og unnið þrjár skákir í röð. Þar með er hann kominn í baráttuna um efstu sætin á mótinu og spenn- andi verður að fylgjast með hvernig honum vegnar í síðustu umferðun- um. Enginn andstæðingur Guð- mundar í fyrstu sjö umferðunum er með alþjóðleg skákstig. Áttunda umferð mótsins var tefld í gærkvöldi, en í dag er frídagur. Alls verða tefldar 11 umferðir á mótinu, sem lýkur 23. október. Fararstjóri í ferðinni er Sigurbjöm Björnsson. Bragi Þorfinnsson efstur á Haustmótinu Sjöunda umferð Haustmóts Tafl- félags Reykjavíkur var tefld á mið- vikudagskvöld. Þessi umferð ein- Málþing um framtíð án Evrópu- sambandsins MÁLÞING Sósíalistafélagsins um baráttuna gegn aðild fslands að Evrópusambandinu fer fram laug- ardaginn 21. október kl. 14 í MÍR- salnum, Vatnsstíg 10. Sérstakur gestur málþingsins verður Carine Rohr Sorensen, stjómarmaður í Alþýðuhreyfing- unni gegn Evrópusambandinu í Danmörku (Folkebevægelsen mod EU). Framsögumenn auk hennar verða Anna Ólafsdóttir Björnsson og Ögmundur Jónasson. Að loknum framsögum verða fyrirspumir og umræður. Mál danska fyrirlesarans verður þýtt á íslensku svo allir geti fylgst með. Heitt verður á könnunni. Nýir fé- lagar og gestir em velkomnir," segir í fréttatilkyningu frá Sósíal- istafélaginu. VG ræðir um Evrópusam- bandið LAUGARDAGSKAFFI VG í Reykjavík 21. október verður helgað umræðunni um það sem framundan er hjá Evrópusam- bandinu. Anna Ólafsdóttir Bjömsson blaðamaður mun leiða umræðuna og fjalla um framhald Maastricht- og Amsterdam-sáttmálanna sem til stendur að imdirrita í Nice í desember á þessu ári, væntanleg- an mannréttindasáttmála Evrópu- sambandsins og Evrópuherinn. Sérmerktar gjafavörur Ókeypis bæklingur ^ www.postlistinn.is síml 557 1960 Islenskí Postlistinn kenndist af því að þremur af sex skák- um var frestað og er nú svo komið, að átta af tólf keppendum em með frestaðar skákir. Staðan er því nokkuð óljós á mót- inu. Sem stendur er Bragi Þorfinnsson efstur með 5 vinn- inga, en hann hefur teflt 7 skákir. Næstir koma Stefán Krist- jánsson og Kristján Eðvarðsson með 414 vinning, en þeir eiga báðir eina frestaða skák. Úrslit 7. um- ferðar: Sævar Bjarnas. - Sigurður D. Sig- fúss. (fr.), Kristján Eðvarðss. - Sig- urður Steindórss. (fr.), Björn Þor- finnss. - Stefán Kristjánss. (fr.), Arnar Gunnarss. - Páll Agnar Þórar- insson 14:14, Júlíus Friðjónss. - Davíð Kjartanss. 0-1, Jón Á. Halldórss. - Bragi Þorfinnss. 0-1. Staða efstu manna: 1. Bragi Þorfinnsson, 5 v. 2.-3. Stefán Kristjánsson, Kristján Eðvarðsson 414 v. + fr. 4.-5. Davíð Kjartansson, Sigurður Daði Sigfús- son 4 v. + fr. 6.-7. Páll Agnar Þórar- insson, Sævar Bjamason 314 + fr. o.s.frv. I opna flokknum er Guðni Stefán Pétursson efstur með sex vinninga, en röð efstu manna er þessi: 1. Guðni Stefán Pétursson 6 v. 2. Guðfríður L. Grétarsdóttir 5 v. 3.-5. Andrés Kolbeinsson, Halldór Garð- arsson, Kristján Ö. Elíasson 414 v. 6.-9. Aslaug Kristinsdóttir, Bjarni Magnússon, Ólafur Kjartansson, Al- dís Rún Lárasdóttir 4 v. 10.-11. Rún- ar Gunnarsson, Páll Sigurðsson 314 v. o.s.frv. Vfldngur Fjalar unglingameistari TR Víkingur Fjalar Eiríksson sigraði á Unglingameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur, 14 ára og yngri. Tefld- ar vora sjö umferðir eftir Monrad- kerfi og var umhugsunartíminn 20 mínútur á skák. Víkingur hlaut 614 vinning í sjö skákum. Keppt var um veglegan farandbikar, Árnórsbika- rinn, en auk þess fengu sigurvegarar veglega eignarbikara ásamt bóka- verðlaunum. Allir þátttakendur fengu medalíu til eignar. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Víkingur Fjalar Eiríksson 614 v. 2. Aron Ingi Óskarsson 6 v. 3. Árni Jakob Ólafsson 5 v. 4. Ólafur Evert 414 v. 5. -8. Ásgeir Mogensen, Matthías Trausti Sigurðsson, Árni Gunnar Eyþórsson, Helgi Brynjarsson 4 v. 9.-10. Erlingur Atli Pálmarsson, Alexander Lúðvíksson 314 v. 11.-12. Ámi Gestsson, Öm Ágústsson 314 v. o.s.frv. Þátttakendur vora 19. Skákstjóri var Torfi Leósson. Hlynur Hafliðason efstur á Unglingameistaramóti Hellis Hlynur Hafliðason er efstur á Unglingameistaramóti Hellis þegar fjóram umferðum af sjö er lokið. Röð efstu manna: 1. Hlynur Hafliðason 4 v. 2.-3. Örn Stefánsson og Garðar Sveinbjörns- son 314 v. 4.-11. Sigurjón Kjærnest- ed, Hafliði Hafliðason, Benedikt Örn Bjamason, Erlingur Atli Pálmars- son, Anna Lilja Gísladóttir, Birgir Örn Grétarsson, Atli Freyr Kri- stjánsson og Helgi Brynjarsson 3 v. 12.-21. Halldór Heiðar Hallsson, Grímur Daníelsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Hjörvar Steinn Grét- arsson, Öm Ágústsson, Ásgeir Mog- ensen, Örn Reynir Ólafsson, Ólafur Evert, María Lena Sigurðardóttir og Stefán Möller 2 v. o.s.frv. Þátttak- endur era 33, þar af 8 stúlkur. Skák- stjóri er Vigfús Ó. Vigfússon. Meistaramót læknanema í skák m Ein af skemmtilegri nýjungunum í skáklífinu hér á landi á þessu áii er Meistaramót læknanema í skák,sem verður haldið þriðjudaginn 24. októ- ber og hefst kl. 20. Læknanemar halda skákmótið í samvinnu við Tafl- félagið Helli og verður teflt í Hellis- heimilinu í Þönglabakka 1 í Mjódd (ofan við Keilusalinn í Mjódd). Keppnisfyrirkomulag verður á sömu nótum og mánaðarleg atkvöld Hell- ismanna. Fyrst verða tefldar 3 hrað- skákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síð- an verður hægt á ferðinni og tefldar 3 atskákir með 20 mínútna umhugs- un. Mótið er í boði Hellismanna, sem sjá um stjórn skákmótsins, og er þátttaka því ókeypis. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og léttar veitingar verða í boði Félags lækna- nema. Viktor Davíð Sigurðsson tek- ur við skráningum í mótið með tölvu- pósti: vds@hi.is. Það er íþróttaráð Félags lækna- nema sem á framkvæðið að þessu móti, en tilgangur íþróttaráðsins er að „viðhalda almennri heilsu lækna- nema“, eins og segir á vefsíðu ráðs- ins. Læknanemar ættu ekki að láta þetta skákmót framhjá sér fara, enda er þetta einstakt tækifæri til að kynnast því hversu jákvæð áhrif skákiðkun hefur jafnt á líkama sem sál. Skákmót á næstunni 24.10. Hellir. Skákmót lækna- nema 26.10. TK. Haustmót TK. 27.10. SÍ. Ólympíuskákmótið. 29.10. TR. Haustmótið-hraðskák. 29.10. SA Hausthraðskákmót. 30.10. Hellir. Atskákmót RVK. Daði Örn Jónsson COMPACl Compaq EY turnvél 650Mhz Intol PIU örgjörvi 64 Mb vinnsluminni Geisladrif & hljóðkort 10 Gb harðux diskur Windows 98 stýrikerfi 17“ Compaq skjér 3 ára ábyrgð Aukahlutir Stœkkun úr 17“ i 19“ skjá Epson Laser EPL 5700 3Com XL 10/100 netkort Vinnustöd 119,900." verdm.vsk* Kr.15.000.-m.vsk Kr.44.900.-m.vsk Kr.6.000,- m.vsk Intel EtherEzp Pro 10/100 netkort Kr.6.800, m.vsk *Sértilhoðsverö meðan birgðir endast. Tæknival
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.