Morgunblaðið - 20.10.2000, Side 65

Morgunblaðið - 20.10.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 65 Heimsmeistaramót barna Guðmundur Kjartans- son nálgast toppinn SKAK Oropesa del Mar HEIMSMEISTARAMÓT BARNA 11.-23. okt. 2000 UM þessar mundir stendur yfir heimsmeistaramót barna í Oropesa del Mar á Miðjarðarhafsströnd Spánar, en þetta er í fjórða skipti sem mótið er haldið þar. Teflt er í tíu flokkum — fimm aldursflokkum stúlkna og fimm aldursflokkum drengja. Tveir afar efnilegir íslensk- ir skákmenn eru meðal þátttakenda. Dagur Arngrímsson teflir í flokki 14 ára og yngri og Guðmundur Kjart- ansson í flokki 12 ára og yngri. Sjö umferðum er lokið á mótinu. í flokki Dags eru 95 keppendur, þar af 38 með alþjóðleg skákstig, en Dagur er ekki þar á meðal. Hann er með 4 vinninga eftir 7 umferðir og er í nánd við 30. sætið. Hann byrjaði fremur illa á mótinu og fékk einungis einn vinning úr fyrstu þremur um- ferðunum, en í fjórum síðustu um- ferðum hefur honum gengið mjög vel og fengið þrjá vinninga, sigrað í tveimur skákum og gert jafntefli í tveimur. Úrslit í skákum Dags hafa orðið sem hér segir: Dagur - S. Stajner (Slóvenía) 1-0 Dagur - H. Nakamura (Bandar.) 0-1 Dagur - L. Milman (Bandar.) 0-1 Dagur-A Kralovic (Slóvakía) Vz-Ví Dagur- H. Wakefield (Wales) 1-0 Dagur - C.A Obregon (Argent.) 1-0 Dagur-A Bellaiche (Frakkl.) 'k-'k Andstæðingur Dags í annarri um- ferð, Hikaru Nakamura, er 11. stiga- hæsti keppandinn í riðlinum með 2.281 stig. Nakamura er einn allra efnilegasti skákmaður Bandaríkj- anna og er yngsti skákmaðurinn þar í landi til að ná 2.200 (bandarískum) skákstigum, en það gerði hann þegar hann var 10 ára gamall. Andstæðing- ur Dags í sjöundu umferð, Anthony Bellaiche, er 17. í stigaröðinni með 2.225 stig. Hinir andstæðingar hans eru ekki með alþjóðleg skákstig. Guðmundi Kjartanssyni hefur Dagur Arngrímsson Guðmundur Kjartansson gengið vel það sem af er móti. í hans flokki, 12 ára og yngri, tefla 90 skák- menn, þar af 23 með alþjóðleg skákstig. Guðmundur, sem fékk sín fyrstu alþjóðlegu skákstig á þessu ári, er fjórði stigahæsti keppandinn í þessum flokki með 2.248 stig. Hann er með 5 vinninga eftir 7 skákir og er í grennd við 10. sætið í riðlinum. Guðmundur - T. Maenhout (Belgía) 1-0 Guðmundur - AH. Fier (Brasilía) 0-1 Guðmundur - M. Zelba (Þýskal.) 1-0 Guðmundur - D. Jojua (Georgíu) 0-1 Guðmundur - C.H. Duque (Spánn) 1-0 Guðmundur - J. Priborsky (Tékkl.) 1-0 Guðmundur - M. Dignam (írl.) 1-0 Svipað og Dagur var Guðmundur frekar brokkgengur í byrjun móts- ins, en hefur nú heldur betur skipt um gír og unnið þrjár skákir í röð. Þar með er hann kominn í baráttuna um efstu sætin á mótinu og spenn- andi verður að fylgjast með hvernig honum vegnar í síðustu umferðun- um. Enginn andstæðingur Guð- mundar í fyrstu sjö umferðunum er með alþjóðleg skákstig. Áttunda umferð mótsins var tefld í gærkvöldi, en í dag er frídagur. Alls verða tefldar 11 umferðir á mótinu, sem lýkur 23. október. Fararstjóri í ferðinni er Sigurbjöm Björnsson. Bragi Þorfinnsson efstur á Haustmótinu Sjöunda umferð Haustmóts Tafl- félags Reykjavíkur var tefld á mið- vikudagskvöld. Þessi umferð ein- Málþing um framtíð án Evrópu- sambandsins MÁLÞING Sósíalistafélagsins um baráttuna gegn aðild fslands að Evrópusambandinu fer fram laug- ardaginn 21. október kl. 14 í MÍR- salnum, Vatnsstíg 10. Sérstakur gestur málþingsins verður Carine Rohr Sorensen, stjómarmaður í Alþýðuhreyfing- unni gegn Evrópusambandinu í Danmörku (Folkebevægelsen mod EU). Framsögumenn auk hennar verða Anna Ólafsdóttir Björnsson og Ögmundur Jónasson. Að loknum framsögum verða fyrirspumir og umræður. Mál danska fyrirlesarans verður þýtt á íslensku svo allir geti fylgst með. Heitt verður á könnunni. Nýir fé- lagar og gestir em velkomnir," segir í fréttatilkyningu frá Sósíal- istafélaginu. VG ræðir um Evrópusam- bandið LAUGARDAGSKAFFI VG í Reykjavík 21. október verður helgað umræðunni um það sem framundan er hjá Evrópusam- bandinu. Anna Ólafsdóttir Bjömsson blaðamaður mun leiða umræðuna og fjalla um framhald Maastricht- og Amsterdam-sáttmálanna sem til stendur að imdirrita í Nice í desember á þessu ári, væntanleg- an mannréttindasáttmála Evrópu- sambandsins og Evrópuherinn. Sérmerktar gjafavörur Ókeypis bæklingur ^ www.postlistinn.is síml 557 1960 Islenskí Postlistinn kenndist af því að þremur af sex skák- um var frestað og er nú svo komið, að átta af tólf keppendum em með frestaðar skákir. Staðan er því nokkuð óljós á mót- inu. Sem stendur er Bragi Þorfinnsson efstur með 5 vinn- inga, en hann hefur teflt 7 skákir. Næstir koma Stefán Krist- jánsson og Kristján Eðvarðsson með 414 vinning, en þeir eiga báðir eina frestaða skák. Úrslit 7. um- ferðar: Sævar Bjarnas. - Sigurður D. Sig- fúss. (fr.), Kristján Eðvarðss. - Sig- urður Steindórss. (fr.), Björn Þor- finnss. - Stefán Kristjánss. (fr.), Arnar Gunnarss. - Páll Agnar Þórar- insson 14:14, Júlíus Friðjónss. - Davíð Kjartanss. 0-1, Jón Á. Halldórss. - Bragi Þorfinnss. 0-1. Staða efstu manna: 1. Bragi Þorfinnsson, 5 v. 2.-3. Stefán Kristjánsson, Kristján Eðvarðsson 414 v. + fr. 4.-5. Davíð Kjartansson, Sigurður Daði Sigfús- son 4 v. + fr. 6.-7. Páll Agnar Þórar- insson, Sævar Bjamason 314 + fr. o.s.frv. I opna flokknum er Guðni Stefán Pétursson efstur með sex vinninga, en röð efstu manna er þessi: 1. Guðni Stefán Pétursson 6 v. 2. Guðfríður L. Grétarsdóttir 5 v. 3.-5. Andrés Kolbeinsson, Halldór Garð- arsson, Kristján Ö. Elíasson 414 v. 6.-9. Aslaug Kristinsdóttir, Bjarni Magnússon, Ólafur Kjartansson, Al- dís Rún Lárasdóttir 4 v. 10.-11. Rún- ar Gunnarsson, Páll Sigurðsson 314 v. o.s.frv. Vfldngur Fjalar unglingameistari TR Víkingur Fjalar Eiríksson sigraði á Unglingameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur, 14 ára og yngri. Tefld- ar vora sjö umferðir eftir Monrad- kerfi og var umhugsunartíminn 20 mínútur á skák. Víkingur hlaut 614 vinning í sjö skákum. Keppt var um veglegan farandbikar, Árnórsbika- rinn, en auk þess fengu sigurvegarar veglega eignarbikara ásamt bóka- verðlaunum. Allir þátttakendur fengu medalíu til eignar. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Víkingur Fjalar Eiríksson 614 v. 2. Aron Ingi Óskarsson 6 v. 3. Árni Jakob Ólafsson 5 v. 4. Ólafur Evert 414 v. 5. -8. Ásgeir Mogensen, Matthías Trausti Sigurðsson, Árni Gunnar Eyþórsson, Helgi Brynjarsson 4 v. 9.-10. Erlingur Atli Pálmarsson, Alexander Lúðvíksson 314 v. 11.-12. Ámi Gestsson, Öm Ágústsson 314 v. o.s.frv. Þátttakendur vora 19. Skákstjóri var Torfi Leósson. Hlynur Hafliðason efstur á Unglingameistaramóti Hellis Hlynur Hafliðason er efstur á Unglingameistaramóti Hellis þegar fjóram umferðum af sjö er lokið. Röð efstu manna: 1. Hlynur Hafliðason 4 v. 2.-3. Örn Stefánsson og Garðar Sveinbjörns- son 314 v. 4.-11. Sigurjón Kjærnest- ed, Hafliði Hafliðason, Benedikt Örn Bjamason, Erlingur Atli Pálmars- son, Anna Lilja Gísladóttir, Birgir Örn Grétarsson, Atli Freyr Kri- stjánsson og Helgi Brynjarsson 3 v. 12.-21. Halldór Heiðar Hallsson, Grímur Daníelsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Hjörvar Steinn Grét- arsson, Öm Ágústsson, Ásgeir Mog- ensen, Örn Reynir Ólafsson, Ólafur Evert, María Lena Sigurðardóttir og Stefán Möller 2 v. o.s.frv. Þátttak- endur era 33, þar af 8 stúlkur. Skák- stjóri er Vigfús Ó. Vigfússon. Meistaramót læknanema í skák m Ein af skemmtilegri nýjungunum í skáklífinu hér á landi á þessu áii er Meistaramót læknanema í skák,sem verður haldið þriðjudaginn 24. októ- ber og hefst kl. 20. Læknanemar halda skákmótið í samvinnu við Tafl- félagið Helli og verður teflt í Hellis- heimilinu í Þönglabakka 1 í Mjódd (ofan við Keilusalinn í Mjódd). Keppnisfyrirkomulag verður á sömu nótum og mánaðarleg atkvöld Hell- ismanna. Fyrst verða tefldar 3 hrað- skákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síð- an verður hægt á ferðinni og tefldar 3 atskákir með 20 mínútna umhugs- un. Mótið er í boði Hellismanna, sem sjá um stjórn skákmótsins, og er þátttaka því ókeypis. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og léttar veitingar verða í boði Félags lækna- nema. Viktor Davíð Sigurðsson tek- ur við skráningum í mótið með tölvu- pósti: vds@hi.is. Það er íþróttaráð Félags lækna- nema sem á framkvæðið að þessu móti, en tilgangur íþróttaráðsins er að „viðhalda almennri heilsu lækna- nema“, eins og segir á vefsíðu ráðs- ins. Læknanemar ættu ekki að láta þetta skákmót framhjá sér fara, enda er þetta einstakt tækifæri til að kynnast því hversu jákvæð áhrif skákiðkun hefur jafnt á líkama sem sál. Skákmót á næstunni 24.10. Hellir. Skákmót lækna- nema 26.10. TK. Haustmót TK. 27.10. SÍ. Ólympíuskákmótið. 29.10. TR. Haustmótið-hraðskák. 29.10. SA Hausthraðskákmót. 30.10. Hellir. Atskákmót RVK. Daði Örn Jónsson COMPACl Compaq EY turnvél 650Mhz Intol PIU örgjörvi 64 Mb vinnsluminni Geisladrif & hljóðkort 10 Gb harðux diskur Windows 98 stýrikerfi 17“ Compaq skjér 3 ára ábyrgð Aukahlutir Stœkkun úr 17“ i 19“ skjá Epson Laser EPL 5700 3Com XL 10/100 netkort Vinnustöd 119,900." verdm.vsk* Kr.15.000.-m.vsk Kr.44.900.-m.vsk Kr.6.000,- m.vsk Intel EtherEzp Pro 10/100 netkort Kr.6.800, m.vsk *Sértilhoðsverö meðan birgðir endast. Tæknival

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.