Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 61 U ngir j afnaðar- menn og ESB PEGAR Danir höfn- uðu aðild að Mynt- bandalagi Evrópu töldu margir að Evrópuumræðan á ís- landi hefði orðið fyrir miklu áfalli og jafnvel svo að hún myndi ekki ná sér á strik á þessu kjörtímabili. Það er hins vegar að koma í Ijós að sú athygli sem ósigur evrunnar fékk á íslandi hefur einungis orðið til þess að magna upp umræðuna. Reyndar heyrist hæst í andstæðingum ESB sem telja ósigurinn vera vatn á myllu sína, líkt og danskur al- menningur hafi fengið umboð til að ESB Ungir jafnaðarmenn munu ræða, segir Kol- beinn Stefánsson, hvort ítreka beri þá afstöðu að Island eigi að vera aðili að Evrópusambandinu. kjósa um aðild íslands að Evrópu- sambandinu. Hins vegar er enn mikil stuðningur á íslandi við aðild að Evrópusambandinu. Ungir jafn- aðarmenn hafa haft á steftiuskrá sinni að íslendingar eiga að sækja um aðild að sambandinu og bera samninginn undir atkvæði bjóðar- innar. Fkki framsal á fullveldi Andstæðingar ESB sjá gjaman ofsjónum yfir því hve starf og rekst- ur Evrópusambands- ins er umfangsmikill. Þeir óttast að aðild að sambandinu feli í sér framsal fullveldis þjóð- arinnar til yfirþjóðlegs skriffinnskubákns. Fátt gæti verið fjær sannleikanum. EES- samningurinn felur í sér mun meira framsal fúllveldis enda neyð- umst við nú til að taka við meginþorra tilskip- ana ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja. Með aðild að ESB hefðum við rödd innan sambandsins og gætum haft áhrif á stefnumótun þess. íslenskt atvinnu- og viðskiptalíf yrði einnig betur sett ef við gengj- um í ESB. Flestar tilskipanir sam- bandsins miða að því að skapa eðli- legt viðskiptaumhverfi þar sem eðlileg samkeppni ríkir en óeðlileg- um utanaðkomandi afskiptum er haldið niðri. Einnig hlýtur afnám tolla á ýmsan útflutning íslendinga að vera eftirsóknarverður fýrir markaðinn. Landsþing Ungra j afnaðarmanna A þingi Ungra jafnaðarmanna laugardaginn 21. október næstkom- andi verður m.a. fjallað um Evrópu- málin og rætt hvort ítreka beri þá afstöðu okkar að ísland eigi að vera aðili að Evrópusambandinu. Ég sé ekki hvemig höfnun Dana á Evr- unni getur verið merki um að svo sé ekki. Þingið hefst klukkan 10.00 og er haldið á Komhlöðuloftinu við Lækjarbrekku í Reykjavík. Þingið er opið öllum félögum. Höfundur er formaður félags Ungra jafnaðarmannn íReykjavík. Kolbeinn Stefánsson Halldór Björn Runólfsson! - að „gratúlera“? í FRAMHALDI af umfjöllun Halldórs Björns Runólfssonar um málverkasýningu mína „Rís úr sæ“ í Listasafni ASÍ, Ás- mundarsal, vil ég koma eftirfarandi skilaboðum á fram- færi: Að halda einka- sýningu á verkum sín- um er fyrir mynd- listarmann það sama og fyrir rithöfund að gefa út bók. Að sjálf- sögðu les bókmennta- gagnrýnandi bókina áður en hann gagn- Gagnrýni Eru það fagleg vinnu- brögð, spyr Helga Magnúsdóttír, að gagn- rýnandi mæti á mynd- listarsýningu í fímm mínútur? rýnir hana, myndlistarmaður væntir hins sama af myndlistar- gagnrýnanda. Ég spyr því: „Eru það fagleg vinnubrögð að gagnrýn- andi mæti á myndlistarsýningu í fimm mínútur, taki nokkrar ljós- myndir og hverfi síðan á braut með orðunum „ég gratúlera"? Eftirfarandi má lesa í gagnrýni Halldórs í Morgunblaðinu 18. októ- ber sl: „Þeir Bonnard, Klee og Matisse náðu að miðla þeirri dýpt andrúmsloftsins við Miðjarðarhafið sem Helga er væntanlega á höttunum eftir.“ í viðtali við mig í Morg- unblaðinu 15. október sl. gerir blaðamaður- inn hins vegar grein fyrir því sem ég er raunverulega „á hött- unum eftir“ eins og eftirfarandi tilvitnun í viðtalið ber með sér: „Helga kýs að lýsa framsetningu þessara verka sem leit, leit að perlunni, Ijósinu eða hverju því tákni sem menn geyma í huga sér yfir lok leitar sinnar, uppfyllta þrá eða unninn áfanga. [...] Hún telur and- rúmsloftið og umhverfið í Grikk- landi vissulega hafa mótað leit sína og ber allt í senn, litavalið, form og táknnotkun í verkunum, þess merki. Á hinn bóginn telur hún leit sína hafa getað farið fram í allt annars konar umhverfi og þá ekki síður borið árangur. Árangurinn hefði aftur á móti litið allt öðru vísi út að forminu til en inntakið verið það sama.“ Hvers vegna eru myndirnar mínar með gagnrýni þinni á hlið? Síðasti sýningardagur er sunnu- daginn 22. október. Vertu hjartan- lega velkominn að skoða sýning- una mína, Halldór! Höfundur er listmálari. Helga Magnúsdóttir Vanþakklátur, eigin- gjarn og dýr í rekstri 1 FRÓÐLEGT að bera saman fréttir síðustu viku. Fyrri hluti vik- unnar einkenndist af umræðum um geðheil- brigðisdaginn 10 okt. og var frekar jákvæður, menn voru að tala um nauðsyn geðmeðferðar og það hve mikið samfé- lagið hagnaðist á því að grípa fljótt inn í og að fá fólk til meðferðar eins fljótt og hægt er. Talað var um að í því sam- bandi mætti líta á með- ferð sem hagnað fyrir samfélagið. Þ.e. ef hægt væri að koma viðkomandi undir læknishendur áður en til alvarlegra geðraskana kæmi. Brýnt væri að losna við fordóma og koma þessum málaflokki fram í dagsljósið. Allir kepptust við að taka undir þessi sjón- armið og voru jákvæðir í okkar garð. En hvað svo. Seinni hluta sömu viku hélt Tryggingastofnun ríkisins ein- hvers konar ráðstefnu þar sem lögð var áhersla á að lyfjakostnaður vegna geðlyfja hefði aukist um einhver hundruð prósenta á síðustu árum. Slegið upp í æsifréttastíl og gefið í skyn að íslendingar væru á einhverju Prozac-fylleríi sem væri enginn grundvöllur fyrir. Allir að prófa ný lyf sem lyfjafyrirtækin prönguðu inn a fólk með því að bjóða lækn- um upp á sukk og svín- arí. Okkur sem væru að éta þessi lyf væri betur farið efvið héldum okk- ur við gömlu ódýru lyfin og þessi nýju lyf væru ekkert betri, bara dýr- ari. Skilaboðin sem ég sá út úr þessu voru þau að íslendingar væru að éta tískugeðlyf án þess að hafa nokkra þörf fyr- ir það og ef við ætluðum að halda því áfram væri það hið minnsta sem við gætum gert að halda okkur við gömlu ódýru lyfin til að hið opinbera þyrfti ekki að punga of miklu út. Ég er einn þeirra sem að staðaldri þarf að nota geðlyf, því miður er því þannig farið að ég get ekki notað nýju lyfin sem hafa verið að koma á mark- að en ég vildi það svo sannarlega. Kannski gæti ég þannig losnað undan aukaverkunum sem hrjá mig í dag og kannski gæti ég lifað þægilegra lífi, ég þarf að taka töluvert af lyfjum ein- mitt vegna þess að þau geðlyf sem ég tek hafa miklar aukaverkanir. Lík- lega væri ódýrara ef hægt væri að finna lyf sem væru laus við þessar aukaverkanir. En líklega væri þó Geðvernd Mér fínnst, segir Einar Björnsson, að Trygg- ingastofnun ætti að gera könnun á því hvort þessi ónauðsynlegi lyfjaaustur á sér stað á * fleiri sviðum. best ef ég hætti þessari vitleysu og tæki mig á, sennilega er ég ekkert frekar geðveikuren allir hinir. Mér finnst nú að Tryggingastofnun ætti að gera könnun á því hvort þessi ónauðsynlegi lyfjaaustur á sér stað á fleiri sviðum, það gæti verið að t.d. hjartalyfjanotkun sé komin út fyrir allt velsæmi og þar séu lyfjafyrirtæk- in á sama hátt að koma ónauðsynleg- um lyfjum á framfæri. Það er ekki skemmtilegt að vera með geðsjúk- dóm og ekki hafa samskiptin við Tryggingastofnun gert það skemmti^ legra, fólk er ekki að gera sér frekar upp veikindi í þessu en einhverju öðru. Höfundur erfélagi íGeysi. Einar Björnsson Stórfelld hætta stafar af glerbrotum eftir helgarskemmtan borgarbúa. Starfsmenn í hreinsunardeild borgarinnar gera sitt besta viö að hreinsa áður en borgin vaknar. En nú hafa skemmtistaðir opið lengur svo þetta næst ekki alltaf. Börnin fara snemma á kreik og eru í mestri hættu á að meiða sig á brotunum. Hugsaðu áður en þú hendir. ^^EVKJAVÍK r i SPARIFÖTIN Borgarstjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild Gatnamálastjóra sw eftw BROT & 1ÍiS5S»*|IAB LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA t V AUGLfSINCASTOFf l. BACKVAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.