Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðni Ágústsson kynnir ákvörðun um innflutning á fósturvísum úr norskum kúastofni Afmörkuð tilraun heimiluð Selfossi. Morjj^unblaðið. GUÐNI Agústsson landbúnaðarráð- heiTa hefur ákveðið að heimila af- markaða tilraun með innflutning á fósturvísum úr NRF-kúastofninum norska sem leitt gæti í Ijós hvort hag- kvæmt væri að taka kýr af þeim stofni eða blendingsgripi af íslenskum og norskum stofni til notkunar við mjólk- urframleiðslu á íslandi. Gert er ráð fyrir að það taki 8-10 ár þar til ákveð- ið verður hvort kýr af hinum erlenda stofni verða teknar til mjólkurfram- leiðslu hér á landi. Samhliða þessari tilraun með inn- flutning á fósturvísum hefur landbún- aðairáðherra ákveðið að fram fari önnur rannsókn, m.a. á afurðasemi og líftíma íslenskra kúa. „Ég átti mína síðustu nótt undú feldinum og svaf veí,“ sagði Guðni Ágústsson er hann kynnti ákyörðun sína í tilraunaijósinu á Stóra-Ármóti og vísaði til þess er hann sagðist leggjast undir feld til að íhuga umsókn Bændasamtaka ís- lands og Landssambands kúabænda um leyfi til tilraunainnflutnings á fósturvísum úr norska NRF-kúa- stofninum. Þórólfur Sveinsson, for- maður Landssambands kúabænda, fagnaði þessum áfanga og kvaðst von- ast til að þessi ákvörðun skapaði sátt sem nauðsynlegt væri að ná um málið. Fyrri hluti tilraunarinnar með inn- flutning á fóstui-vísunum hefst með því að í janúar 2001 verður erfðaefnið flutt frá Noregi og því komið íyrir í fósturmæðram í einangrunarstöð Landssambands kúabænda í Hrísey. Þessum hluta tilraunarinnar Iýkur væntanlega um mitt ár 2003 þegar fósturvísum af hinum erlenda stofni verður komið íyrir í fósturmæðrum á tilraunabúunum á Stóra-Armóti og að Möðruvöllum. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þennan fyrri hluta til- raunarinnar verði um 25 milljónir króna. Þegar erfðaefnið hefur verið flutt í Fjöldi og hlutfall framteljenda = sem eiga hlutabréf 1990-99 % ýfy FJöldi framleijenda Eigendur hlutabréfa 1990 188.729 38.845 1991 191.306 49.151 1992 202.416 48.965 1993 204.788 50.498 1994 202.416 52.570 1995 204.788 55.362 1996 207.606 58.514 1997 210.167 66.788 1998 213.610 71.805 1999 217.326 79.421 36,5% Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðni Ágústsson lætur vel að íslensku kúnum í fjósinu á Stóra-Ármóti. land eftir mitt ár 2003 hefst hin eigin- lega samanburðartilraun og mun fag- hópur fjalla um hvaða þætti beri að rannsaka. Rannsóknin mun ná til flestra þátta er varða ræktun, fóðrun, afurðasemi og heilbrigði kúa og til þátta er varða gæði og efnainnihald mjólkur og kjöts. Að tilrauninni lok- inni og þegar nægilegar upplýsingar hggja fyrir um niðurstöður hennar, að mati landbúnaðarráðherra, verður tekin ákvörðun um hvort heimilað verður að taka gripi af hinum erlenda stofni til notkunar við mjólkurfram- leiðslu á Íslandi. Áætlaður tilrauna- tími er 8-10 ár. Hin rannsóknin sem landbúnaðar- ráðherra ákvað að færi fram mun ná til mögulegrar hámarksafurðasemi íslenskra kúa, fóðurþarfar íslenskra kúa miðað við hámarksafurðasemi, heilsufar og líftíma kúa við álag sem fylgir fullnýtingu á afúrðasemi og áhrifum framleiðslustýringar í mjólk- urframleiðslunni á rekstur kúabúa borið saman við óhefta framleiðslu. Þessi tilraun fer fram á Möðravöll- um og á Stóra-Armóti og að auki hjá tveimur kúabændum sem valdir verða sérstaklega og þeim gefið tæki- færi til að reyna framleiðslugetu kúa sinna án takmarkana sem fram- leiðslustýring í rnjólkurframleiðsl- unni setur. Mun fleiri konur en karlar óánægð- ar með launin MUN fleiri konur en karlar eru óánægðar með laun sín samkvæmt könnun sem Pricewaterhouse- Coopers ehf. framkvæmdi í októ- ber sl. Af þeim sem tóku afstöðu era 47,9% kvenna mjög eða frekar óánægð með laun sín samanborið við 28,5% karla. AIls tólf hundrað íslendinga af landinu öllu voru í úr- taki könnunarinnar og voru þeir á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfallið var 63,9%. Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni er þó ánægður með laun sín. Af þeim sem tóku af- stöðu eru 49,9% frekar eða mjög ánægð með laun sín en 38,3% era frekar eða mjög ónáægð með laun sín. Rúmlega ellefu prósent svör- uðu því til að þau væru hvorld óánægð né ánægð með laun sín. í niðurstöðum könnunarinnar vekur einnig athygli hve fólk í ald- urshópnum 68-75 ára er óánægt með laun sín. Af þeim sem svöraðu í þessum aldurshópi segjast 67,4% vera mjög eða frekar óánægð með laun sín. 8,7% kveðast hvorki vera óánægð né ánægð með launin en 23,9% segjast vera mjög eða frekar ánægð með launin. Fólk í öðrum aldurshópum virðist hins vegar vera ánægðara með laun sín þvi um og yfir helmingur svarenda í þess- um hópum kveðst vera frekar eða mjög ánægðir með launin. Þegar litið er á niðurstöður könnunarinnar eftir atvinnugrein- um kemur í ljós að 52,1% þeirra sem eru í opinberri þjónustu eru mjög eða frekar óánægð með laun sín. Þeir sem starfa í iðnaði virðast hins vegar mun ánægðari með launin því rúm 70% þeirra sem af- stöðu tóku í þessum geira segjast mjög eða frekar ánægð með launin. Um 80 þúsund manns áttu hlutabréf 1999 EIN STAKLIN GAR sem töldu fram hlutabréfaeign á skattframtali árs- ins 1999 voru tæplega 80 þúsund talsins eða tvöfalt fleiri en fyrir ára- tug, að því er fram kemur í skrif- legu svari Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Einars K. Guðfínnssonar alþingismanns. Skv. svari Qármálaráðherra töldu 39.845 einstaklingar fram hluta- bréfaeign á árinu 1990, og var það 21,1% allra framteljenda á landinu, en 79.421 í fyrra. Einstaklingum sem töldu fram hlutabréfaeign hef- ur fjölgað á hverju ári allt frá 1990. í fyrra var fjöldi þeirra kominn í 79.421, sem eru 36,5% framteljenda. Útlán í bankakerfinujukust um 26,8% á síðustu 12 mánuðum BANKASTJÓRN Seðlabanka ís- lands ákvað í gær að hækka stýri- vexti bankans um 0,8%. Birgir ísleif- ur Gunnarsson seðlabankastjóri segir þetta m.a. tilkomið vegna þess að ekki hafi dregið úr útlánum í bankakerfinu. Tölur um útlán í sept- ember hafi valdið stjómendum bank- ans vonbrigðum. Þó dregið hafi úr útlánum vegna bílaviðskipta hafi út- lán aukist á öðrum sviðum, eins og t.d. á byggingamarkaði. Á síðustu 12 mánuðum hafa útlán bankakerfsins aukist um 26,8%. Hækkun Seðlabankans á stýri- vöxtum, þ.e. ávöxtun í endurhverfum viðskiptum hans við lánastofnanir, mun koma fram í næsta uppboði sem fram fer þriðjudaginn 7. nóvember n.k. Búast má við að þessi ákvörðun Seðlabankans leiði til vaxtahækkun- Seðlabankinn hækkar vexti um 0,8% ar hjá viðskiptabönkunum á næstu dögum. „Frá því að Seðlabanki íslands hækkaði vexti í júní sl. hafa horfur um verðbólgu á næsta ári versnað vegna lækkunar á gengi krónunnar og mikillar spennu á innlendum vöra- og vinnumarkaði. Þá er lítið lát á útlánaaukningu bankanna,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Birgir ís- leifur sagði að vextir hefðu almennt verið að hækka i nágrannalöndum okkar að undanfömu. Evrópubank- inn hefði nýverið hækkað vexti og vextir hefðu einnig hækkað í Dan- mörku og Noregi og þess vegna hefði vaxtamunur milli Islands og helstu viðskiptalanda okkar minnkað um 0,6-0,7% frá miðju þessu ári. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að vaxta- munurinn skipti miklu máli varðandi gengi krónunnar. Þess væri þess vegna að vænta að þessi vaxtahækk- un ætti eftir að styrkja stöðu krón- unnar á gjaldeyrismörkuðum. Óhjákvæmilegl að herða að í peningamálum Birgir ísleifur sagði að Seðlabank- inn teldi óhjákvæmilegt að herða að í peningamálum í því skyni að ná verð- bólgu niðui' á viðunandi stig. Jafn- framt leitaðist bankinn með þessu við að stuðla að minni lánsfjáreftir- spurn. Gengi íslensku krónunnar lækkaði í gær um 0,28%. Gengi krónunnar hefur þá lækkað um 7,3% frá ára- mótum. 8SÍMIIK • ► f VERINU í dag er m.a. fjallaö um aukinn útflutning J á óunnum þorski, skipasmíðar fyrir íslenskar útgerðir í J Kína og rætt við John Efford, sjávarútvegs- og land- J búnaðarráðherra Nýfundnalands. J Sögulegur sigur Bjarnarins/C4 Óvænt úrslit í enska deildarbikarnum/C3 ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.