Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 53 stofnana. Hvað er svona flókið við að berja saman lög sem kveða á um að þegar banki eða lánastofnun samþykkir greiðslufrest án sam- ráðs við ábyrgðarmann sé sú hin sama stofnun bara sjálf ábyrg fyrir þeim viðbótarkostnaði sem þannig skapast? Eg er 75% öryrki eftir tvö bílslys en ég bað ekki um að verða öryrki, ég vil ekki vera öryrki og það tók mig tveggja ára erfitt sálarstríð að kyngja þessari staðreynd að geta ekki lengur unnið utan heimilis. Og það vill gjarnan gleymast að það að stríða við erfíð veikindi eða erfíðar afleiðingar eftir slys - eða hafa fæðst öryrki - er endalaus barning- ur við að reyna að leiða hjá sér allt sem hamlar manni að lífa lífínu til fulls á sama hátt og áður var og til jafns við aðra. Öryrkjar hafa sömu þörf og aðrir fyrir að eiga notalegt heimili, kaupa sér föt og aðrar nauðsynjar, borða góðan mat, kom- ast í bíó, leikhús og utanlandsferðir eins og aðrir og svo má lengi telja. Og svo eru verkir, aflleysi, úthalds- leysi, spítalalegur og óteljandi önn- ur óþægindi sem örorku fylgja - að ógleymdu því allra versta: Að vera ekki fjárhagslega sjálfbjarga. Hvað stendur eiginlega í vegi fyrir að reiknuð sé út meðalfram- færsla og lífeyrir miðaður við þær tölur? Er það kannski vegna þess að þá kæmi berlega í ljós að ör- yrkjum og ellilífeyrisþegum er ætl- að að lifa á tekjum sem eru vel fyr- ir neðan framfærslumörk. Og hvernig geta þingmenn ákveðið að öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafi úr nógu að spila fyrst raunverulegur framfærslukostnaður virðist hvergi liggja ljós fyrir? Finnst þeim kannski að öryrkjum og öldruðum sé bara engin vorkunn að spara við sig alla hluti til hins ýtrasta? Ætli þingmenn að nota svona lágkúrulega afsökun, óreglu og peningabruðl, til að halda þessum hópum í lægstu fátæktarmörkum og vel þar fyrir neðan verða þeir að minnsta kosti að sanna að áfengis- vandamál og önnur óreiða sé hlut- fallslega meiri hjá öryrkjum og öldruðum en þjóðinni allri. Þeim þingmönnum - og -konum - sem hafa reynt að benda á hversu smánarlega lágar þessar bætur eru sendi ég hlýjar hugsanir og þakkir. Höfundur er 75% öryrki eftir tvö bílslys. Nýbúar íbúar hvers lands eru eins og sinfónía, segir Andri Ottesen, ef ein- ungis er um að ræða eina tegund hljóðfæris verður hljómurinn þröngur og einhæfur. heims státa sig af því að um 10% af íbúum landsins séu fædd utan þess. Sem dæmi um verðmæti þessa vinnuafls er að innflytjendur til Bandaríkjanna eru yfír tvöfalt lík- legri til að hafa meistara- og dokt- orsgráðu en innfæddir. Því miður byggist viðhorf margra íslendinga á stolti en ekki viðskiptalegri skynsemi. Enda er stoltið alltaf varnarstaða og undir slíkum aðstæðum er erfítt að aðlag- ast og þróast sem þjóð að síbreyti- legu umhvei-fi. Þó að enn hafí ekki verið mikið um hatursglæpi gegn útlendingum virðist andstaða gegn nýbúum rista nokkuð djúpt. Skemmst er þar að minnast yfir- lýsingar ungliðahreyfingu stjórn- málaflokks sem bar fyrirsögnina „ísland fyrir íslendinga". Annað dæmi er að það þykir ekkert til- tökumál að segja niðurlægjandi brandara um annað þjóðarbrot eða kynþátt, en slíkt er flokkað undir hatursræðu í mörgum löndum og er bannað með lögum sums staðar. Einnig gerði ríkisfjölmiðill sér að fréttaefni hatursheimasíðu nokk- urra unglingsstráka á móti fyrir- Sykur - óæskilegur og/eða hættulegur? SVO virðist sem ný- afstaðið málþing N áttúrulækningafé- lags Islands, þar sem varpað var fram þeirrí spurningu hvort sykur væri hættulaus orkugjafi eða skaðvaldur, hafi þjónað tilgangi sínum, þ.e. að vekja almenn- ing til umhugsunar um mataræði sitt. Misvísandi ráðlegg- ingar og fullyrðingar frá hinum ýmsu sér- fræðingum um það hvað telst hollt og óhollt valda hinum al- menna borgara verulegum vand- ræðum. Það gefur auga leið að það er ákaflega slæmt þegar uppi er ágreiningur um grundvallaratriði varðandi hollustu matvæla. Sprenglærðir sérfræðingar, bæði hér heima og erlendis, tala um að sykur sé ekkert annað en fíkniefni og bera fyrir sig ýmsar rannsóknir til að styðja mál sitt. í blaðagrein í Mbl. 7. október sl. segir forstöðumaður Manneldis- ráðs m.a. að ekki verði um það deilt að bæði ávaxtasafar og sykr- aðir mjólkurdrykkir séu bráðhollir án þess að tilgreina magn í því sambandi. Þá segir vinsæll nær- ingarfræðingur í Mbl. 25. október sl. að sykur sé ekki fíkniefni held- ur einfaldlega bragðgóður orku- gjafi. Að vísu kemur jafnframt fram í grein næringarfræðingsins að hann og allir kollegar hans séu sammála um að óhófleg sykur- neysla sé óæskileg en bætir síðan við að þeir séu einnig sammála um að óhófsneysla á hverju sem er sé hættuleg! Hvernig í ósköpunum á að skilja þessar fullyrðingar öðru- vísi en svo, að óhófsneysla á sykri sé aldrei hættuleg heldur aðeins óæskileg meðan óhófsneysla á öllu öðru sé hættuleg? Hvernig í ósköpunum eiga foreldrar og al- menningur yfírleitt að draga sjálfstæðar ályktanir varðandi hollustu og óhollustu þegar „sérfræðinga- samfélagið" er allt út og suður, gefur mis- vísandi upplýsingar og notar fræðiheiti í málflutningi sínum sem venjulegt fólk skilur ekkert í? Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa al- mennings að ríkis- valdið sjái til þess að Gunnlaugur magn viðbætts sykurs K. Jónsson sé alltaf tilgreint á umbúðum matvæla og einnig að tryggt sé að innihalds- lýsingar séu sannleikanum sam- kvæmar. Að þessu tilskildu hefur almenningur a.m.k. eitthvert val og getur valið og hafnað þó misvís- andi upplýsingar frá „sérfræðinga- samfélaginu“ fljúgi eins og gallað- ar rakettur í allar áttir. Jónas Kristjánsson læknir (f. 1870 d. 1960) og helsti brautryðj- andi náttúrulækningastefnunnar hér á landi átti oft í deilum við kollega sína varðandi þær megin- áherslur sem hann hélt á lofti í „heilsutrúboði" sínu eins og and- stæðingar hans kölluðu jafnan málflutning hans. Jónas stóð fyrir stofnun fyrsta tóbaksvarnarfélags á íslandi og barðist hatrammlega gegn tóbaki, Fæða Misvísandi ráðleggingar og fullyrðingar valda, að mati Gunniaugs K. Jónssonar, hinum almenna borgara veru- legum vandræðum. m.a. á þeim tíma sem tímarit Læknafélags Islands auglýsti tób- ak. Hann barðist gegn innflutn- ingshöftum á grænmeti og ávexti og hvatti almenning til að borða meira af grænmeti enda taldi hann að heilbrigðir lífshættir stuðluðu að betra heilsufari, nokkuð sem kollegar hans gerðu almennt lítið úr. I dag fínnst okkur einkennilegt að tekist hafi verið á um þessa hluti á sínum tíma en þannig var það nú samt. Þá varaði Jónas mjög við notkun viðbætts sykurs, taldi hann mikinn skaðvald, nokkuð sem vísindamenn framtíðarinnar ættu eftir að sýna fram á þegar þeir hættu að einblína á afleiðingar og færu að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum. Jónas hélt því m.a. fram að stóraukin sykurneysla landsmanna ætti eftir að haldast í hendur við mikla aukningu ýmissa sjúkdóma eins og sykursýki, kransæðasjúkdóma og offitu. Margir telja að ekki sé langt í það að sýnt verði fram á, án nokkurs vafa, að Jónas Kristjánsson læknir hafði rétt fyrir sér í þessum efnum eins og svo mörgu öðru sem hann hélt fram og barðist fyrir á sínum tíma. Höfundur er stjómarformaður Nátt- úrulækningafélags íslands. OSTUR ER GÓÐUR FYRIR TENNURNAR Ostur er kalkríkur og kalkið styrkir tennur og bein. fi.uk þess er gott að enda hverja máltíð með osti því hann skapar ákjðsanlegt sýrustig ( munninum og ver tennumar þannig fyrir skemmdum. OSTURINN Á ALLTAF VIÐ ÍSLENSKIR OSTAK. • „íilNASI, y&t <® www.ostur. tækjum sem ráða til sín útlendinga. í kjölfarið var tekið viðtal við stjórnanda bakarísins Myllunnar sem sagði að fyrirtækið væri að breyta vinnuháttum til að aðlaga sig erlendu vinnuaíli. Það að ís- lenskt fyrirtæki væri að aðlaga sig erlendu vinnuafli, en ekki einungis öfugt, hefur farið fyrir brjóstið á mörgum þjóðernissinnum. Þó er þetta alls ekki einsdæmi. Þar má nefna að tveir háskólar bjóða nú sitt hvora námsgráðuna þar sem einungis er kennt á ensku og hefur líka verið unnið við að alþjóðavæða starfsumhverfi. Þetta er gert í því skyni að laða erlenda kennara og nemendur að skólunum og gera ís- lendinga samkeppnisfærari í heimi án landamæra. Tölvufyrirtæki hafa líka tekið ensku sem aðaltungumál innan veggja fyrirtækjanna og haf- ið þjálfun í menningarsamskiptum. Það ætti að líta á þessi fyrirtæki sem fyrirmyndir fyrir það sem koma þarf. Enda eru útlendingarn- ir ekki bara gestir heldur líka kennarar. Svo má deila um hvor sé atvinnubetlarinn íslensk fyrirtæki eða erlent vinnuafl, sér í lagi með hliðsjón af neikvæðum kynslóða- reikningum, viðhaldi byggða og eigna á landsbyggðinni, og áfram- haldandi hagvexti og hagsæld ís- lensku þjóðarinnar. íbúar hvers lands eru eins og sinfónía, ef einungis er um að ræða eina tegund hljóðfæris verður hljómurinn þröngur og einhæfur, en ef margvísleg hljóðfæri spila í einu er hægt að ná mun fyllri og ríkari hljóm, en slíkt krefst sam- hæfingar allra í hljómsveitinni. Höfundur skrifor nú doktorsritgerð- um viðskiptaumhverfi fyrirtækja. „Afi missti sjónina vegna gláku. Pabbi greindist með gláku en fékk lyf og gat haldið henni niðri alla sína ævi. Gláka er ættlæg og ég greindist nýverið með hana sjálfur. Ef þessi lyf væru ekki til yrði ég sennilega blindur." Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun fslands Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.