Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 51 UMRÆÐAN 890. zent kr - pr 140. pr 290.- pr 690. pr 490 pr 590. pr structure Ijóst kr. 2.890.- prnV erbau valin kr. 4.290.- prnv Öl! verð raiðasl viö staðgieiðslu TEPPABUÐIN Suðurlandstoraut 26 Sími: 56S 1050 Fax: 568 75tH Ncifang: \v\uv.g)\.ts er norskt fyrsta flokks 15 mm. þykkt gæðaparket Er norska kýrin bjargvættur? UNDANFARIN misseri hefur hópur kúa- bænda haft uppi óskir um innflutning norskra kúa til landsins. Myndu þær smám saman koma í stað landnámskúnna, sem þeir telja ekki nógu arðsamar. Þetta sé nauðsynlegt til þess að geta mætt verðandi samkeppni við bændur á meginlandi Evrópu. Um þetta eru að vísu skiptar skoðanir meðal bænda, og dýralæknar vara við nýjum búfjársjúkdóm- um. Fjárkláði, karakúl, riða og mæðiveiki eru hjóm eitt hjá þeim nýju sjúkdómum, sem herja úti í Evrópu. Og innflutn- ingur nýs loðdýrs 1931, minksins, varð bændum landsins ekki til blessunar. Landbúnaðarráðherra lá lengi undir feldi og íhugaði, hvað gera skyldi. Fyrir 47 árum var ég „aðstoðar- fóðurmeistari" vetrarlangt á mynd- arbýlinu Melvanggárd hjá Askov á Jótlandi. Þar hafði sama ættin setið frá 1827 og ræktað upp afbragðs kúastofn rauðra mjólkurkúa, og var meðalársnyt um 4.500 h'trar. Síð- sumars vann ég um tveggja mánaða skeið á öðru skemmtilegu býli, Kön- igsfeld, á merskilandinu á vestari bakka Weser-fljóts í Þýzkalandi. Þar voru svartskjöldóttar kýr og meðalnyt svipuð og á bænum í Dan- mörku. Nú í október gerði ég mér ferð á þessar fornu slóðir til þess að kynn- ast því, hvaða breytingar hefðu orð- ið á búskaparháttum síðan ég var þar fyrir nær hálfri öld. Á Melvanggárd á Jótlandi Gömlu hjónin, Frederik og Ing- eborg, voru nú látin og sonur þeirra, Frede Melvang og Karen, kona hans, hafa rekið búið frá 1955. Hann sagðist hafa hætt kúabúskapnum fyrir 20 árum og svínabúskap fyrir 6 árum. Ástæðan hefðu verið erfið- leikar við að fá fólk til skepnuhirðingar. En nú flykktust hol- lenskir bændur til Jótlands og keyptu upp góðbýlin. Þeir væru hagsýnir og ynnu myrkranna á milli. Þá hefði hann snúið sér að kom- rækt eingöngu með miklum og góðum vélakosti. Þetta væri lífræn ræktun, og því mætti hann hvorki nota tilbúinn áburð né sveppalyf. Samt gengi þetta ágæt- lega, og hann fengi nær helmingi hærra verð fyrir kornið. Aðspurður um kjör bænda á Jót- landi sagði hann: Mjólkurframleiðendur fá greiddar fyrir mjólkurhtrann 2,40 dkr., sem eru 24 ísl. krónur. Kvóti er á framleiðslunni, og er lítrinn seldur á 3,00 dkr. sem em tæpar 30 ísl. krónur. Búin hafa farið mjög stækkandi, og er algengt, að bænd- ur séu með 100 mjólkurkýr, sem einn maður sér um. Þegar ég sagði honum, að íslenzk- ir bændur fengju 67,70 ísl. krónur fyrir mjólkina eða 6,80 dkr. sagði hann: „Mikið lifandis ósköp er gott að vera bóndi á Islandi!" Um óskir íslenzkra bænda að flytja inn norskar kýr sagði hann: „Hvers vegna norskar? Þær em alls ekki þær beztu! Þetta myndi engum detta i hug hér úti í Evrópu. Langbeztu mjólkurkýrnar em Hol- stein Friesian." Á Königsfeld í Þýzkalandi Frá Danmörku fór ég síðan með lest til smábæjarins Dorum fyrir norðan Bremerhaven til Guðrúnar frænku Hafsteinsdóttur, sem þar býr með manni sínum, Davíð Jó- hanni Davíðssyni, og tveimur böm- um þeirra. En hann er sölumaður hjá Isey, sem selur ferskan fisk frá Guðmundur Kristinsson Ef kvartað væri við þá, væri svarið: Þetta er bara svona!“ Um ósk bændaflokksins að vilja fara með bændur inn í Efnahagsbandalagið, sagði frúin: „Það er meginstefna bandalags- ins að jafna lífskjör og almenn rétt- indi þegnanna. Og þegar hinar fjöl- mennu og fátæku þjóðir Aust- ur-Evrópu verða komnar inn, þá verður að skerða stórlega lífskjör hinna ríkari þjóða, svo sem Þjóð- verja og einnig Islendinga, ef þeir verða svo vitlausir að ganga í það, til þess að jafna þennan mun. Þegar kommúnisminn hrundi í Austur-Þýzkalandi, var þar fjöldi mjög stórra samyrkjubúa, þar sem unnu kannski 30-40 fjölskyldur. Þá flykktust hollenzkir bændur, sem em frægir fyrir dugnað og hagsýni, þangað og keyptu þessar stóm jarð- ir og settu þar upp risabú með 3-400 mjólkurkúm af Holstein kyni með ársframleiðslu upp á 2-3 milljónir lítra mjólkur á hverju býli.“ Horft til framtíðar Það er kannski ekki timabært að óska sunnlenzkum bændum til ham- ingju með norsku kýrnar. En ef af þeim innflutningi yrði og við væram einnig komnir inn í Efnahagsbanda- lagið með fullum réttindum og skyldum, þá gætu bændur þurft að keppa við hollenzka bændur með heimsins beztu kýr á víðáttumiklum grasflákum Suðurlands. Þá dygðu 50 einyrkjabú eins og á Königsfeld til þess að framleiða alla þá mjólk, sem nú berst til Mjólkurbús Flóa- manna. Það yrði byggðastefna, sem segði sex. Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi féhirðir. Kynningar verða á eftirfarandi stöðum: Domus 30.10 Melhagi 0 2.11 Glæsibær 03.11 Austurver 0 3.11 Austurver 04.11 Kringlan Melhagi Kringlan 31.10 01.11 02.11 \/Lyf&heilsa ▼ J APÓTEK Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema PARKET TILBOÐ 1.-11. november LÍF MEÐ GÆ APARKETI Fósturvísar Það er kannski ekki tímabært að óska sunn- lenzkum bændum til hamingju með norsku kýrnar, segir Guðmundur Krístins- son, En ef af þeim inn- flutningi yrði þá dygðu 50 einyrkjabú til þess að framleiða alla þá mjólk, sem nú berst til Mjólk- urbús Flóamanna. íslandi á fiskmarkaðnum í Brem- erhaven. Föstudaginn 13. október fómm við Davíð Jóhann með Weser-ferj- unni yfir til Nordenham og að góð- býlinu Königsfeld. Georg Suhren og kona hans vom bæði látin, en sonur þeirra, Gerd, hefur búið þar síðan með konu sinni, Gunda. Gamla fjós- ið hafði verið rifið og stórt hjarðfjós reist. Og þar gaf á að líta: Þetta er 56 hektara jörð en þau hafa auk þess 40 hektara á leigu af næstu jörð. Og þama búa þau með 120 kýr - af Holstein-Friesian kyni. Þetta em stórar og sterkbyggðar kýr, svartskjöldóttar, vega um 650 kg og mjólka að meðaltali um 7.000 lítra á ári og einstaka kýr nær 10.000 lítrum og komast í 40 lítra á dag eftir burð. Ársframleiðsla bús- ins er 800.000 lítrar mjólkur. Fyrir lítrann fá þau 0,65 þýzkt mark eða 24,50 ísl. krónur. Og um þetta sjá hjónin ein með aðstoð ungs Pól- verja, sem verið hefur hjá þeim í rúmt ár. Kýrnar vora þama um miðjan október enn á beit á loðnum túnunum. Ég spurði frúna, hvernig einyrkjahjón gætu þetta, og hvort þau væru ekki allan daginn að mjólka. „Nei, nei. Við eram með mjalta- bás fyrir 14 kýr og þetta tekur að- eins 2 V4 tíma í hvort mál. Og fjósið er opið allt árið, og kýrnar ganga út eftir vild. Og það þýðir ekkert að vera með minna til þess að hafa sæmilega afkomu. En til þess að þetta gangi þarf maður að vera í þessu af lífi og sál og hafa búskap- inn einnig sem áhugamál, hobbý. Kvóti var settur á árið 1983 og miðað við framleiðsluna það árið að frádregnum 22,5 %. Síðan höfum við verið að kaupa kvóta, sem kostar nú 1,60 til 2 þýzk mörk eða 60 til 75 krónur íslenzkar lítrinn og fer lækk- andi.“ Ég sagði þeim frá því, að nú vildu íslenzkir bændur fá afurðameira mjólkurkyn og berðust fyrir því að fá norskar kýr fluttar til landsins. Og íslenzki bændaflokkurinn væri spenntur fyrir því að ganga í Efna- hagsbandalagið. „Jæja! Svo þeir vilja norskar kýr! Ég hef aldrei heyrt minnzt á þær. Og þeir vilja láta skriffinnana í Briissel stjóma sér? Við höfum ekk- ert fengið frá Brussel nema álögur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.