Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kúrekar í geimnum KVIKMYIYDIR Bíóhöllin, Bíóbnrgin n g K r i n g I u b í ð GEIMKÚREKAR „SPACE COWBOYS" ★ ★% Leikstjóri: Clint Eastwood. Aðal- hlutverk: Clint Eastwood, Donald Sutherland, James Garner, Tommy Lee Jones, James Cromwell. Hand- rit: Ken Kaufman og Howard Klausner. Warner Bros. 2000. ÞAÐ tekur svolítinn tíma að venjast því að horfa á síðasta kúrekaleikarann, Clint Eastwood, í geimnum í nýjustu mynd hans, Space Cowboys eða Geimkúrekum. Hann er svo jarðbundinn og hefur alltaf verið það að maður tekur hann kannski ekki beint alvarlega í geimbúningi úti á meðal stjarn- anna. Kannski er það líka vegna þess að Clint er alltaf Clint sama hvað hann leikur, hvort sem hann er kúreki eða Dirty Harry, og hann er líka einkanlega Clint í þessari mynd og virkar svolítið ankanna- lega sem geimfari. En út á það gengur grínið að nokkru leyti. Þeir eru heldur ekk- ert sérstaklega geimfaralega vaxn- ir, leikararnir rosknu sem hann hefur fengið í lið með sér, Donald Sutherland, James Garner og Tommy Lee Jones, en það er part- ur af öllu gamninu og með þeim gengur grínið á vissan hátt upp. Þetta er mynd um hið ómögulega og óhefðbundna, mynd sem brýtur öll boðorð um ellina og sýnir að aldurinn er einkanlega afstæður og hvað er betra en að fá fjóra dá- indisleikara til þess að segja okkur það og skemmta í leiðinni? Dæmið gengur að vísu ekki alveg upp en tilraunin er góðra gjalda verð. Geimkúrekar segir frá því hvernig bandaríska geimvísinda- stofnunin beitir vægast sagt frum- legum meðulum til þess að forða því að gamalt gervitungl hrapi til jarðar. Fjórir tilraunaflugmenn af gamla skólanum, sem áttu að verða fyrstu bandarísku geimfar- arnir á sjötta áratugnum en sá draumur rættist aldrei, eru fengn- ir til þess að fara út í geiminn og bjarga þvi sem bjargað verður. Þeir ganga í gegnum strangt æf- ingaprógramm og er svo skotið út til stjarnanna. Myndin hikstar nokkuð lengi framan af. Það er vandræðagangur á stjörnunum enda hlutverkin með eindæmum yfirborðskennd; þetta eru allt saman ótrúlegir töffarar og Clint þeirra mestur. Mennirnir virðast fyrst og fremst vera að leika sjálfa sig enda er það sáralít- ið sem handritið gefur þeim úr að moða. Geimfarinn sem Tommy Lee Jones leikur er líklega einna skýrast mótaður af aðalpersónun- um fjórum en saga hans er samt hroðvirknislega unnin. Þegar myndin er komin út fyrir lofthjúp jarðar og við tekur sagan um björgunarleiðangurinn hressist hún nokkuð við enda taka þá við tæknibrellur og geimævintýri og Clint fer æ meira að líkjast sjálf- um sér þegar hætturnar steðja að. Brellur allar eru unnar af miklu hugviti og gamla kúrekaleik- stjóranum tekst að mynda raun- verulega spennu í geimnum. Hér er þó brokkgeng mynd á ferðinni. Það er ákveðið ánægju- efni að sjá gömlu stjörnurnar leika saman og skemmta sjálfum sér en þær hefðu mátt skemmta áhorf- endum meira. Arnaldur Indriðason Hvað heldur hann lengi út? Mikil vinna, andlegt álag og slysahætta einkenna störf lögreglumanna. Til þess að halda fullum lífeyri þurfa íslenskir lögreglumenn að starfa þar til þeir ná 70 ára aldri. í nágrannalöndum okkar er fullt tillit tekið til þess álags sem hvílir á lögreglumönnum. Þar eru starfslok lögreglumanna miðuð við 58 til 62 ára aldur og þeir halda fullum lífeyri eftir það.* Álag á íslenska lögreglumenn er ekki minna en á starfsbræður þeirra erlendis. Landssamband lögreglumanna telur eðlilegt að starfslok lögreglumanna séu miðuð við 60 ár og þeir njóti óskerts lífeyris eftir það. . . ”, .? ■ ■ i ‘ * 5Ƨ LANDSSAMBAND LÖGREGLUMANNA 1 (Noregi er starfsaldur lögreglumanna miðaöur við 58 ár og i Danmörku 60 ár. [ Englandi fara lögreglumenn á fullan lífeyri eftir 30 ár f starfi. -----»-M------- Tónleikar í Grundar- fjarðarkirkju TÓNLEIKAR verða í Grundarfjarð- arkirkju í Stykkishólmi á laugardag, og á sunnudag, hvorirtveggju kl. 17. Þetta eru þau Ildikó Varga mezzó- sópransöngkona frá Ungverjalandi sem ætlar að ílytja ungversk þjóðlög og óperuaríur eftir Gluck, Mozart, Thomas, Saint-Saéns og Rossini, og Pawel Dziewonski frá Póllandi sem ætlar að flytja hornkonsert nr 1 í D- dúr KV 412 eftir Mozart. Þetta er ungt fólk og hefur menntast í sínum heimalöndum, en hefur einnig sótt menntun til annarra landa. Ildikó kennir einsöng og píanóleik í Stykkishólmi, en Pawel hefur tekið við lúðrasveitarkennslu af Daða Þór Einarssyni. Pawel hefur starfað sem hornleikari í Kraká og Varsjá í Pól- landi. ---------------- Með söng í hjarta SÖNGFÉLAG FEB í Reykjavík heldur tónleika í Salnum á fimmtu- dag kl. 20. Þetta er 14. starfsár kórsins og verður efnisskráin mjög fjölbreytt. Undirleikarar á tónleikunum eru Halldóra Aradóttir á píanó og Grett- ir Björnsson á harmónikku. Sérstak- ur gestur Söngfélagsins á tónleikun- um er Sveiflukvartettinn. Kórstjóri er Kristín S. Pjetursdóttir. ------^#-4------ Nýjar bækur • Ut er komin skáldsagan Inga og M/ra eftir sænska rithöfundinn Marí- anne Fredriksson. Aður hafa tvær skáldsögur hennar komið út í íslenskri þýðingu, Símon og eikm’nar, sem kom út í fyrra, og metsölubókin Anna, Hanna og Jó- hanna, sem hlaut mikið lof og seldist upp á skömmum tíma er hún kom út hér á landi fyrir tveimur árum. Inga og Míra segir frá tveimur konum með afar ólíkan bakgrunn sem kynn- ast fyrir tilviijun. Önnur er sænsk kennslukona á miðjum aldri, hin er flóttakona frá Chile sem flúði á sínum tíma ógnarstjóm Pinoehets og settist að í Svíþjóð. I fréttatilkynningu seg- ir: „Inga og Míra er áhrifarík og á stundum átakanleg frásögn um vin- áttu tveggja kvenna, drauma þeirra og sorgir, vonir og vonbrigði. Inga hin sænska og Míra hin suður- ameríska eru ólíkar - í þeim mætast kalt norðrið og heitt suðrið - en þær verða engu að síður nánar vinkonur. Vinátta þeirra krefst einlægni og hreinskilni og því opnast sár sem ekki voru eins gróin og vonir stóðu til. Og fyrr en varir verða þær að horfast í augu við liðna atburði, hvor með sínum hætti.“ Þýðandi bókarinn- ar er Sigrún Ástríður Eiríksdóttir. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in var pren tuðí Odda hf. og er 254 bls. að lengd. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði bókarkápu. Leiðbeinandi verð er 3.990 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.