Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Ibúum fjölgar í Svalbarðs- strandarhreppi Fimm íbúðar- hús í byggingu ÍBÚUM Svalbarðsstrandar- hrepps hefur verið að fjölga undanfarin misseri en þann 1. desember sl. voru íbúar hrepps- ins 341 og hafði fjölgað um 14 frá árinu á undan. Þá fluttu 16 íbúar í Svalbarðsstrandarhrepp fyrstu níu mánuði þessa árs en 14 íbúar fluttu í burtu, sam- kvæmt yfirliti frá Hagstofunni. Þá hefur verið nokkuð um byggingaframkvæmdir í hreppnum og þar eru nú fimm íbúðarhús í byggingu. Fólksfjölgnn Eins og fram kom í Morgun- blaðinu nýlega var niðurstaða búferlaflutninga neikvæð í sex af ellefu sveitarfélögunum í Eyjafirði. Ami K. Bjarnason sveitarstjóri Svalbarðsstrand- arhrepps sagði að ástæða fólks- fjölgunarinnar væri vafalaust sú að fólk teldi að í hreppnum væri gott að búa, auk þess sem þar væri fallegt um að litast. Hann sagði að það færðist í vöxt að fólk vildi búa utan þéttbýlis- ins en eiga þó stutt í alla þjón- ustu. „Ég vonast til að íbúatal- an verði eitthvað hærri þegar árið verður gert upp en það stefnir í, miðað við þau bygg- ingaáform sem eru uppi, að hér fjölgi enn frekar á næsta ári. Þrýstingur á enn frekari byg'g'ingaframkvæmdir Þrjú íbúðarhús eru í bygg- ingu í landi Sólbergs og tvo hús í Veigarstaðalandi og þá stefnir í að framkvæmdir við byggingu parhúss á Svalbarðseyri hefjist áður en langt um líður. Ami sagði að auki væri vaxandi þrýstingur á enn frekari bygg- ingaframkvæmdir í hreppnum. „Við eigum nokkrar óseldar lóðir á Svalbarðseyri, þar sem gert er ráð íyrir húsum á tveim- ur hæðum en það er meiri eftir- spum eftir lóðum fyrir hús á einni hæð. Malbikun gatna og gang- stétta á Svalbarðseyri er lokið og sagði Ámi að framtíðarverk- efnin snéru að því fegra og bæta umhverfið enn frekar. Einnig þyrfti að vinna að úrbót- um í vatnsmálum. Heildartekjur bæjarsjóðs 4.652 milljónir samkvæmt fjárhagsáætlun 2001 Breytinga krafist á úthlut- unarreglum Jöfnunarsjóðs FYRRI umræða um fjárhagsáætl- un Akureyrarbæjar og stofnana hans fór fram á fundi bæjarstjórn- ar síðdegis í gær. Samkvæmt rekstrar- og framkvæmdayfirliti bæjarsjóðs er gert ráð fyrir að heildartekjur sjóðsins á næsta ári verði 4.652 milljónir króna. Þar af eru skatttekjur áætlaðar um 2.748 milljónir króna og tekjur mála- flokka 1.904 milljónir. Tekjunum er ráðstafað þannig að rekstur málaflokka kostar 4.168 milljónir króna og greiddir vextir nema um 55 milljónum. Þannig em til ráð- stöfunar eftir rekstur og fjár- magnsgjöld um 484 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að verja 700 milljónum króna til fjárfestinga á næsta ári, 200 milljónum í gjald- færða fjárfestingu og 500 milljón- um í eignfærða fjárfestingu og verður fjárhæðum skipt á milli verkefna á milli umræðna um fjár- hagsáætlun. Samkvæmt frumvarp- inu er gert ráð fyrir að tekið verði lán að upphæð 300 milljónir króna til að brúa fjárvöntun sem fram- varpið felur í sér. Framsækin stefna Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði þegar hann fylgdi framvarpinu úr hlaði að helstu áherslur þess væru í raun fram- hald þeirrar framsæknu stefnu sem þegar hefur verið mörkuð á sviðum félags-, fræðslu-, íþrótta- og menningarmála. Bæjarstjóri sagði ljóst að áherslur í þeim málaflokkum sem og á fleiri svið- um hefðu skipað Akureyri þann sess meðal sveitarfélaga landsins „að hér í bæ er að flestra áliti rek- in ein öflugasta grunnþjónusta sveitarfélaga í landinu." Markmið áætlunarinnar væri að veita íbúum eins góða þjónustu og fjárhagur sveitarfélagsins leyfði. Oskir og kröfur íbúanna um þjón- ustu færu stöðugt vaxandi, en Ak- ureyrarbær hefði einnig nokkra sérstöðu sem stærsta sveitarfélag- ið á landsbyggðinni. „Bærinn verð- ur að kosta meira til en sveitar- félög af sambærilegri stærð til að geta veitt íbúum sínum sambæri- leg búsetuskilyrði og þjónað jafn- framt nokkurs konar höfuðborgar- hlutverki fyrir stórt landssvæði. Bæjarstjóri gerði breytingar á tekjustofnum og álögðum gjöldum að umtalsefni og sagði þær vekja ágengar spurningar um byggða- mál, hlutverk Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga og stöðu Akureyringa. Tvær orðabækur e-i n n i í fyrsta sinn á íslandi er komin út ensk-íslensk/ íslensk-ensk veltiorðabók. Bókin er tvískipt í kilju og er henni velt viS til a& skoSa hvorn hluta fyrir sig þannig að hún er afar handhæg í notkun. Hún er einnig með hraðvirku uppflettikerfi og inniheldur 72.000 uppflettiorð þannig að auðvelt er að finna það sem leitað er að. Kynningarverb: 5800 kr. ORÐABÓKAÚTGÁFAN Akureyrarbær: Skipting skatttekna 2001 [— Jöfnunarsjóður (5%) Fasteignagj. Skattekjur og rekstrargjöld 1994-2001 \ Skatttekjur 1 1 i - m.kr. 2.800 1994 1995 1996 1997 féllu þangað sem 65% íbúanna byggju, en því ylli hærra tekjustig á því svæði en á landsbyggðinni. Til að bæta sveitarfélögunum utan áhrifasvæða höfuðborgarinnar upp mismuninn hefði 1.400 milljónum króna verið veitt í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í tvö ár, 700 milljón- um hvort ár. Þegar að ráðstöfun fjárins kæmi bæri svo við að Akur- eyri teldist ekki lengur til sveitar- félaga á landsbyggðinni. Reglur sjóðsins væra með þeim hætti að skerðingarákvæði vegna fólks- fjölda draga framlögin svo niður að úthlutun til Akureyrar á hvern íbúa er undir landsmeðaltali og sagði bæjarstjóri það langt frá því að vera viðunandi. Landsbyggð eða höfuðborgarsvæði? Hann benti á að tekjur bæjar- sjóðs á hvern íbúa væru undir landsmeðaltali, þjónustuhlutverk við landshlutann væri viðurkennt, „en ógæfan í þessu tilviki er sú að hér skuli ekki búa töluvert færra fólk til að þjóna. Staða okkar er einstök: í einu orðinu eram við hluti landsbyggðar en þegar kem- ur að Jöfnunarsjóði þá teljumst við með höfuðborgarsvæðinu," sagði Kristján Þór. Hann sagði að hefði 700 milljónunum verið skipt í réttu hlutfalli við íbúafjölda þeirra sveit- arfélaga sem teljast utan höfuð- borgarsvæðisins væri hlutur Akur- eyrar rúm 15% sem svaraði til þess að 110 milljónir fengjust úr sjóðnum í stað 7,6 milljóna eins og staðan er nú. „Þetta er með öllu ólíðandi og við krefjumst breyt- inga á þeim úthlutunarreglum sem hér hafa ráðið ferð,“ sagði bæjar- stjóri. í umræðu um breytingar á tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga hefði því stundum verið haldið fram að andstaða við miklar breyt- ingar þar á stafi af því að við völd sé vinstri meirihluti í höfuðborg- inni en hægri stjórn við völd hjá ríki. Sagði bæjarstjóri eflaust ein- hvern fót fyrir því að þar færu ekki öll sjónarmið saman en hann myndi ekki blanda sér í þá um- ræðu. Astæða væri hins vegar til að minna á að þetta verklag hefði tíðkast hjá Jöfnunarsjóði sveitar- félaga í alllangan tíma. Vinnuregl- ur sjóðsins væru með þeim hætti að þess væri gætt að við úthlutanir ýmissa framlaga væri frumfor- sendan sú að Reykjavík fengi ekki eina einustu krónu úr sjóðnum, „og spyrja má hvort það sé eðlilegt að núllstilla eitt sveitarfélag með þessum hætti við úthlutun þessara fjármuna. Þessu sama verklagi er síðan beitt á höfuðborg lands- byggðarinnar þegar kemur að aukaúthlutuninni úr Ójöfnunar- sjóðnum," sagði Kristján Þór. Iðnvélar gefa VMA rennibekk HJORTUR P. Jónsson frá Iðnvél- um hefur afhent Hjalta Jóni Sveinssyni.skólameistara Verk- menntaskólans á Akureyri, nýjan rennibekk sem notaður verður við kennslu í byggingadeild VMA. IJalldór Torfi Torfason, kennari við byggingadeild VMA, sagði að um væri að ræða rennibekk sem notaður væri til að renna fleiri en eitt stykki, fyrirmyndin væri sett á ákveðinn stað á bekknum og síðan væri hægt að gera af henni eins margar eftirmyndir og menn kysu. Slíkur bekkur var ekki til í deildinni áður og sagði Halldór Torfi að hann myndi nýtast vel við kennslu og sérstaklega þegar kennsla í húsgagnasmíði yrði tck- in upp að nýju en stefnt er að því að bjóða upp á slíkt nám innan Mqrgunblaðið/Kristján Hjörtur P. Jónsson frá Iðnvélum afhendir Hjalta Jóni Sveinssyni, skóla- meistara Verkmenntaskólans, rennibekkinn góða. fárra ára. „Við erum afskaplega hamingjusöm þegar við fáum gjafir sem þessa. Við erum svo lánsöm að hafa notið stuðnings frá atvinnulífinu, en það hafa fjöl- margir gefið okkur vélar og tæki og erum við þakklát fyrir það,“ sagði Halldór Torfi. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorð fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi vegna brota á lögum um virðisauka- skatt, en fullnustu refsingar var frestað og mun hún falla niður að liðnum þremur áram haldi maður- inn almennt skilorð. Þá var mannin- um gert að greiða fjórar milljónir króna í sekt til ríkissjóðs eða sæta ella þriggja mánaða fangelsi. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn var ákærður vegna brota á lögum um virðisaukaskatt með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem hann innheimti í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum á árunum 1996, 1997 og 1998, sam- tals tæplega tvær milljónir króna. Maðurinn var úrskurðaður gjald- þrota vegna ógreiddra opinberra gjalda í september árið 1998. Skipt- um var lokið í apríl 1999 og fundust engar eignir í búi hans, en lýst var í það kröfum að upphæð um 20 millj- ónir króna. Játaði maðurinn sakargiftir fyiár dómi og greindi frá því að vegna viðvarandi fjárhagserfiðleika og eignaleysis hefði hann freistast til þess að eyða innheimtum virðis- aukaskatti til heimilisrekstrar og eigin þarfa. Maðurinn var dæmdur í héraðs- dómi Reykjavíkur sumarið 1999 vegna skattalagabrota á árunum 1993-1995 í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi og til tveggja millj- óna króna sektar í ríkissjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.