Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Elliða- \ rogur 7. Wöstöo ']*r-| (Varaaflstöðfffí) 6. Viö Kjat (Göngubrú ipéjttjhfbnilis):? Wi ÁRBÆR 5. Ofan Vatnsveitubrúi BREIDHOLT 14. Neöra ræsi 2. Ifiö Vatnsendaveg (Ofan við brú) Elíiðavatn Lífríki Elliðaáa við hættumörk á sumrin vegna álmengunar Elliðavatn hefur verið töluvert í fréttum, vegna áforma bæjaryfir- valda í Kópavogi um byggingar- framkvæmdir í Vatnsendalandi. Sigurður Ægisson var því mættur á fund á mánudagskvöld til að hlýða á erindi um efnafræði Elliðaáa og Elliðavatns. Morgunblaðið/Sverrir Dr. Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla fslands. eðlilegt að draga þá ályktun að það sama gerðist við hátt pH þegar styrkur áls væri mikill í vötnum. Rannsóknar á því hafi ekki verið gerðar til þessa og þá fyrst og fremst vegna þess að aðstæður eins og í Elliðavatni væru ekki al- gengar á yfirborði jarðar. Skarpir mengunarpúlsar í máli Sigurðar Reynis kom einnig fram að rennsli úr of- anvatnsræsum eða regn- vatnslögnum borgarinnar, sem fara á um 30 stöðum út í Elliðaárnar, hefur áhrif á efnasamsetningu ánna. Birt- ist það einna gleggst í styrk natríums, klórs og zinks, en allt eru þetta efni sem koma m.a. frá salti af götum, hjól- börðum og vatnsrörum. Hafi styrkur klórs og natríums aukist á öllum sýnatöku- stöðunum í Elliðaánum miðað við fyrri rannsóknir og aukn- ingin veríð mest neðst á vatnasviðinu eða um 10%. Mest væri hættan þegar fyrst rigndi í uppsafnaðan snjó; það myndaði skarpa mengunar- púlsa. Ef settjarnir kæmu til, yrði álagið ekki eins snöggt á vatnið, og slík framkvæmd yrði mikið framfaraspor. Síð- an væri betra að veita af- rennslinu ekki í vatnið sjálft heldur árnar, þar sem hreyf- ingin er meiri. Mun Kópa- vogsbær vera að huga að því að útbúa slíkar tjarnir. Styrkur flúors hafi hins vegar lítið sem ekkert breyst í Elliðaánum miðað við árin 1969, 1970, 1973-1974 og 1997-1998. Því væri ekki að sjá að um 30 ára starfsemi ál- versins í Straumsvík hafi haft áhrif á styrk flúors í Elliðaán- um. I lok erindis síns benti Sig- urður Reynir á það, að enn vantaði að gera samþætta rannsókn á Elliðavatni til að fá nánari vitneskju um marga hluti og því fyrr sem hún yrði gerð, því betra. Á skjön við upplýsingar nýrrar skýrslu Að erindinu loknu var boðið upp á fyrirspurnir og not- færðu sér margir það. Sér- staka athygli vakti sú ábend- ing eins fundargesta, að í greinargerð sem Kópavogs- bær hefur nýverið látið vinna komi fram að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af ál- mengun í Elliðavatni. Styi’kur áls sé lágur og ál hafi ekki eit- uráhrif á fisk við það sýrustig sem jafnan sé í vatninu (7,0- 9,4). Á1 sé einungis hættulegt fiskum ef pH er lægra en 6,5. Ekkert bendi heldur til að byggð við Elliðavatn ógni fiskistofnum í vatninu um þessar mundir eða komi til með að gera það í nánustu framtíð. Var ekki laust við að þessar upplýsingar vektu furðu, mið- að við það sem á undan hafði farið. • Utrásir regnvatnslagna út í Elliöaár (ræsi) - Sýnatökustaöir Morgunblaðið/Golli Nýtt borgar- hverfi rís LÖNGUM hefur þótt eftir- sóknarvert að búa í Reykja- vík og kannski þó aldrei sem nú á tímum. Fyrir vikið er mikil þörf á góðu byggingar- landi, eins og t.a.m. þessu í forgrunni myndarinnar, Grafarholtinu, þar sem er að rísa nýjasta hverfi borgar- innar. Borgarráð fjallaði um skipu- lag á Kjalarnesi Nýtt íbúða- hverfí taki mið af staðháttum Kjalarnes SAMÞYKKT var í borgar- ráði í gær tillaga sjálfstæðis- manna með breytingartil- lögu borgarstjóra um skipulag og uppbyggingu á Kjalarnesi. Verður skipu- lags- og umferðarnefnd falið í samvinnu við Samstarfsráð Kjalarness að vinna að und- irbúningi að nýrri gerð íbúðahverfis á Kjalarnesi sem taki mið af staðháttum og því rými sem Kjalarnes hefur uppá að bjóða. í breytingartillögu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra var bætt við að höfð skuli hliðsjón af þeirri framtíðarsýn sem framur kemur í tillögu samstarfs- nefndar u'm sameiningu Kjalarneshrepps og Reykja- víkur frá 1997 um vistvæna byggð á Kjalarnesi. I greinargerð með breyt- ingartillögu borgarstjóra er vitnað í tillögur samstarfs- nefndarinnar þar sem gert er ráð fyrir því að byggð á Kjalarnesi verði m.a. þróuð í takt við nýjar hugmyndir um vistvæna byggð. „Með vist- vænni byggð er m.a. átt við að horft sé til orkunýtingar, notkunar byggingarefna, hvernig staðið sé að sorp- málum og umferðarmálum, hver séu tengsl manns við náttúru og land og hvernig sé háttað samskiptum manna á meðal, menntun og upplýsingamiðlun," segir í tillögunum. Áhersla á tengsl við náttúru Þá segir í greinargerð breytingartillögunnar: „Til dæmis mætti þróa alveg nýja gerð íbúðahverfa, sem tæki mið af staðháttum og því rými sem þar er. Þannig væri hægt að skipuleggja íbúðahverfi, sem legðu mikla áherslu á tengsl við umhverfi og náttúru, þar sem lóðir væru stærri en almennt ger- ist og möguleikar til ræktun- ar og dýrahalds væru til staðar,“ og var svipað orða- far í greinargerð með tillögu sjálfstæðismanna í borgar- stjórn sem lögð var fram á fundi borgarráðs fyrir viku. Elliðavatn SETTJARNIR gætu komið í veg fyrir að skaðleg efni bær- ust út í Elliðaámar frá regn- vatnslögnum höfuðborgarinn- ar og myndað skarpa mengunarpúlsa, eins og nú gerist í byrjun rigninga og þá sérstaklega eftir langvarandi frost. Þetta kom fram í fræðsluerindi Sigurðar Reyn- is Gíslasonar, jarðefnafræð- ings hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands, um efna- fræði Elliðaáa og Elliðavatns sem haldið var í fyrrakvöld í sal Tónlistarhúss Kópavogs, á vegum Hins íslenska náttúru- fræðifélags, Náttúrufræði- stofu Kópavogs og Náttúi-u- verndarsamtaka íslands. í upphafi máls síns nefndi Sigurður Reynir, að erindið byggðist mikið til á rannsókn- um sem Raunvísindastofnun Háskólans vann fyrir Reykja- víkurborg á árunum 1997- 1998. Þar var skilgreindur styrkur ólífrænna efna í straumvatni á vatnasviði Elliðaánna frá Hólmsá ti! ósa frá nóvember 1997 til október 1998, og ennfremur styrkur sömu efna í vatni sem rennur í Elliðaárnar úr regnvatns- ræsum austan Efra-Breið- holts. Að þeirri rannsókn unnu með honum þau Björn Þór Guðmundsson og Eydís Salome Eiríksdóttir. Enn fremur gat hann þess, að Raunvísindastofnun Háskól- ans væri í samvinnu við verk- fræðistofuna Hönnun að vinna að rannsókn á efna- fræði Elliðavatns fyrir Kópa- vogsbæ. Erindi Sigurðar Reynis skiptist í fjóra hluta. Fyrst bar hann saman efnasamsetn- ingu Elliðaánna og annarra straumvatna á Suðurlandi. í öðram hluta fjallaði hann um breytingar á efnasamsetn- ingu Elliðaánna síðastliðin 30 ár. í þriðja hluta sagði hann frá efnum sem berast með regnvatnslögnum út í Elliða- árnar og breytingum á efna- samsetningu Elliðaánna niður vatnasviðið. Síðasti hlutinn fjallaði um samspil kísilþör- unga og efnasamsetningar Elliðaánna og hugsanleg eit- uráhrif uppleysts áls á fiska. Álstyrkurinn við hættu- mörk á sumrin Niðurstöður hans varðandi efnasamsetninguna voru þær, að styrkur uppleystra aðal- efna í Elliðaánum væri meiri en í Bráará, Tungufljóti, Hvítá, og Ölfusá á Suðurlandi, svipaður og í Soginu en minni en í Þjórsá og Ytri-Rangá. Styrkur uppleystra aðalefna var minni í öllum ofangreind- um ám en meðaltal ómeng- aðra straumvatna, sem renna af meginlöndunum til sjávar. Stýrkur klórs og natríums í Elliðaánum var meiri en í sunnlensku ánum að undan- skilinni Ytri-Rangá en þar hefur Hekla áhrif á efnasam- setningu vatnsins. Hár styrk- ur klórs og natríums í Elliða- ánum endurspeglar minni fjarlægð vatnasviðs Elliða- ánna frá sjó en þeirra sunn- lensku og áhrif byggðar. Styi’kur kísils er hins vegar minni í Elliðaánum en sunn- lensku ánum að undanskildu Soginu. Hlutfallslega lítill styrkur kísils í Elliðaám og Sogi stafar af kísilnámi kísil- þöranga í Þingvallavatni og Elliðavatni. Efnasamsetning Elliða- ánna breytist með árstíðun- um, að sögn Sigurðar Reynis, og er mestur styrkur ýmissa efna í lágrennsli. Gildi pH nær hámarki í júní og júlí þegar líf er í blóma í Elliða- vatni. Styrkur kísils og ann- arra næringarsalta er minnst- ur að sumrinu, en styrkur áls hins vegar mestur í júní-júlí, þegar pH vatnsins er hvað hæst og tillífun í hámarki. Hækkun pH verður vegna til- lífunar kísilþöranga í vatninu. Þegar pH-gildið er hvað hæst leysist ál úr læðingi í vatninu. Þá verður álstyrkurinn það mikill að hann nálgast hættu- mörk fyrir seiði og fiska. Sagði hann alþekkt, að við lágt pH (5-6) í álríkum vötn- um falli álhydroxíð út á tálkn fiska og við það kafna þeir hægt og rólega. Þetta stafar af pH breytingum sem verða á vatninu við tálknin. Leysni álhydroxíða er minnst við pH 7 en meiri við hærra og lægra pH. En pH vatns við tálknin er nálægt 7, þar sem leysni ál- hydroxíða er minnst. Þvá væri Rekstrarafgangurinn eykst enn Kópavogur REKSTRARKOSTNAÐUR bæjarsjóðs Kópavogs lækkar í ár úr um 66% árið 1999 í um 62% af skatttekjum, sam- kvæmt endurskoðaðri fjár- hagsáætlun ársins, sem bæj- arráð samþykkti nýlega. Nettóskuldir bæjarins munu lækka um rámlega 200 milljónir á árinu, úr 3.676 milljónum í 3.439 milljónir króna. Vegna örrar fjölgunar íbúa í bænum er lækkun skulda sem hlutfall af skatt- tekjum veraleg og fer úr 93% á árinu 1999 í 79% á þessu ári. í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að svo virðist sem fjárhagsáætlun ársins standist í meginatrið- um þegar hún er borin saman við raunkostnað. Helstu breytingar sem gerðar vora á áætluninni lúta að framkvæmdum og fjár- festingu. „Ákveðið var að greiða stofnframlag til Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins í einu lagi á árinu og auka fé til nýframkvæmda við leikskóla í vesturbæ og í Lindahverfi. Af þeim kostn- aðarliðum er tóku breyting- um í rekstraráætlun má nefna framfærslustyrki, dagvistun barna, heimilis- hjálp, verkefni um sjálfstæði grannskóla og snjómokstur. Nokkrir tekjuliðir vora hækkaðir, mest útsvör. Þess- ar leiðréttingar auka rekstr- arafgang til greiðslu fyrir aukna fjárfestingu um 57 m.kr. eða úr 1.294 m.kr. í 1.351 m.kr., fjárfesting eykst úr 1.399 m.kr. í 1.646 m.kr. og er þess vænst að framlag til sjóða og niðurgreiðslu skulda minnki sem nemur fjárfest- ingarframlagi til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eða úr 303 m.kr. í 210 m.kr,“ segir í fréttatilkynningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.