Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR í. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þrír geimfarar farnir til langdvalar í Alþjóðlegu geimstöðinni Upphafið að hinu eiginlega geim- ferðaævintýri Baikonur. Reuters, AFP. TVEIR Rússar og Bandaríkja- maður lögðu í gær upp í sögulega ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinn- ar sem hnitar hringi um jörðu í 368 km hæð. Munu ferðalangamir tengjast stöðinni á morgun og þá munu þeir heíjast handa við að leggja drög að hinu eiginlega ferðalagi manna á milli sljarnanna. Fjörutíu metra há Soyuz TM-31- geimflaugin vaknaði til lífsins klukkan 7.52 að meðaltíma og geystist upp í þokudrunginn haust- himininn yfir Baikonur-geimferða- miðstöðinni í Kasakstan. Sjón- varpsmyndavélar inni í Soyuz- geimfarinu sýndu þá félaga, Bandaríkjamanninn William Shepherd og Rússana Júrí Gídz- enko og Sergei Kríkaljov, takast í hendur átta mínútum eftir brottför og í þann mund er geimfarið losn- aði frá síðasta eldflaugarþrepinu. Um hálftíu í fyrramálið eiga þeir svo að tengjast Alþjóðlegu geim- stöðinni, ISS, þessu mikla mann- virki sem hugsanlega mun kosta eitthvað á níunda þúsund milljarða fslenskra króna. Samvinna í geimnum Daniel Goldin, yfírmaður NASA, bandarísku geimferðastofnunar- innar, sagði í gær, að nú hefðu menn í nokkrum skilningi tekið sér bólfestu úti í geimnum um aldur og ævi. „Saman munum við koma upp stöðvum á Mars, tunglinu og smástirnum. I stað þess að bítast og beijast ætlum við að læra hveij- ir af öðrum.“ Margt fólk var samankomið í Baikonur-geimferðamiðstöðinni í gærmorgun og áhöfuin, í hvítum og bláum geimbúningi, brosti og veifaði áður en hún hvarf inn í geimfarið. Áður hafði hún skálað í kampavíni með öllu samstarfsfólk- inu og fengið blessun hjá presti rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. „Drífum í þessu,“ var það síðasta sem Shepherd sagði fyrir brottför- ina. Það var einmitt frá Baikonur sem fyrsta geimfaranum, Júrí Gag- arín, var skotið á loft fyrir 39 ár- um. „Þetta er söguleg stund. Rússar, sem áttu fyrsta geimfarann, og Bandaríkjamenn, sem komu fyrst manni til tunglsins, hafa tekið sam- an höndum," sagði Valerí Alav- erdov, aðstoðaryfirmaður rúss- nesku geimferðamiðstöðvarinnar. „Þessi tvö miklu ríki munu kanna saman geiminn á nýju árþúsundi." Skærasta „stjarnan" Alþjóðlega geimstöðin er sam- starfsverkefni 16 ríkja en auk Bandaríkjanna og Rússlands er um að ræða Kanada, Brasilíu, Japan og aðildarríki Evrópsku geim- ferðastofnunarinnar. Er stöðin lík- lega mesta verkfræðiafrek manna hingað til og fullsmíðuð verður hún skærasta „sijarnan“ á nætur- himninum og eini smíðisgripurinn á braut sem sjáanlegur verður með berum augum. Smíði stöðvarinnar á að Ijúka 2005 og þá verður hún sjö hæðir, 418 tonn og rýmið í henni jafnmik- ið og í Boeing 747-breiðþotu. Áhöfn Soyuz-farsins mun koma sér fyrir í Zvezda-álmunni, sem skotið var upp frá Baikonur fyrr á árinu, en tvær aðrar álmur, sú rússneska Zaija og sú bandaríska Unity hafa verið á braut frá 1998. Geimfararnir þrír eiga að vera í stöðinni fram í febrúar en þá verð- ur skipt um áhöfn. Tímann eiga þeir að nota til að koma nauðsyn- legum kerfum í gang auk þess sem þeir munu gera ýmsar læknis- fræðilegar, líffræðilegar og tækni- legar tilraunir. Er Shepherd leið- togi hópsins en hann talar reiprennandi rússnesku og þeir Sergei og Júrí eru ekki síðri í enskunni. Zjúganov lofar stuðningi Kostnaðurinn við geimstöðina verður líklcga þrefalt meiri en AP Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu. Hér er hún yfir Baíkal-vatni. Geimfararnir þrír. Sergei Kríkaljov efstur, þá Bill Sheph- erd og siðan Júrí Gídzenko. upphaflega var áætlað og hafa Rússar kveinkað sér nokkuð vegna útgjaldanna. Þeim er það að vfsu mikið metnaðarmál að vera engir eftirbátar Bandarfkjamanna en Valerí Rjúmín, einn starfsmanna rússnesku geimferðastofnunarinn- ar, sagði í gær, að Rússar yrðu að hætta þátttöku í þessu verkefni AP Lagt upp frá Baikoiiur-geim- ferðamiðstöðinni f Kasakstan. ekki síðar en í apríl ef rússneska þingið legði stofnuninni ekki til meira fé. Gennadí Zjúganov, leið- togi kommúnistaflokksins, stærsta flokksins á þingi, sagði hins vegar í viðtali við fréttamann AFP- fréttastofunnar, að flokkurinn styddi ISS-áætlunina og myndi samþykkja auknar fjárveitingar. Rannsókn á leynisamn- ingi um KGB í Eistlandi Tallinn. AFP. STJÓRN Eistlands hóf í gær rann- sókn á því hvort fyrsta stjórn landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Sovét- ríkjunum hefði gert leynilegan samn- ing um að fyrrverandi starfsmönnum sovésku leyniþjónustunnar KGB yrði veitt friðhelgi og viðkvæm leyniskjöl yrðu send tO Moskvu. Samningurinn finnst hvergi í skjalasöfnum í Eistlandi en Tarmo Loodus innanríkisráðherra virtist staðfesta að hann hefði verið gerður. Hann sagði að rannsókn væri nauð- synleg til að hægt yrði að leggja „lög- fræðilegt mat á hversu bindandi samningurinn er fyrir Eistland nú“. Edgar Savisaar, fyrrverandi inn- anríkisráðherra Eistlands, og innan- ríkisráðherra Sovétríkjanna eru sagðh’ hafa undirritað samninginn ár- ið 1991. Samningurinn gæti haft áhrif á stjómmálabaráttuna í Eistlandi því flokkur Savisaars, Miðflokkurinn, er nú í þann mund að fella meirihluta eistnesku stjómarflokkanna í borgar- stjórn höfuðborgarinnar, Tallinn. Starfsemi KGB er enn mjög við- kvæmt málefni í Eistlandi sem fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum í ágúst 1991 og það gæti reynst mjög vand- ræðalegt fyrir eistnesku stjómina ef hún neyddist til að afturkalla brott- vísanh- fyirverandi starfsmanna KGB úr landinu. Talsverð spenna er enn í samskiptum landsins við stjóm- völd í Moskvu vegna deilna um stöðu rússneska minnihlutans í Eistlandi. Samningurinn kom fram í dags- ljósið í vikunni sem leið þegar réttað var í máli fyrrverandi starfsmanns KGB sem áfrýjaði ákvörðun yfirvalda um að framlengja ekki dvalarleyfi hans. Skjöl send til Moskvu? Eistnesk dagblöð segja að samn- ingurinn hafi meðal annars kveðið á um að Eistland fengi ýmis tæki og vopn sem vom í eigu KGB. Ennft-em- ur hefur því verið haldið fram að eistneska stjórnin hefði samþykkt að skjöl KGB yrðu send til Moskvu og eistneskir stjórnmálamenn eigi því á hættu að vera beittir fjárkúgunum. „Ef það reynist rétt að samningur- inn hafi kveðið á um flutning skjala til Moskvu er þetta mikið hneyksli,“ sagði Júrí Adams, formaður laga- nefndar eistneska þingsins. Stórt ítalskt tankflutningaskip sökk vegna óveðurs á Ermarsundi Óttast að eiturefni leki í hafíð Reuters Ievoli Sun sekkur í Ermarsundið í gærmorgun. Indónesía Tugir manna farast í aurskriðum Jakarta. AFP, AP. AÐ MINNSTA kosti 40 manns hafa látið lífið af völdum aur- skriðna og flóða á Jövu, fjölmenn- ustu eyju Indónesíu, og hundruð húsa hafa skemmst eða eyðilagst, að sögn indónesískra yfírvalda í gær. Embættismaður í Cilaeap-héraði sagði að 27 manns hefðu beðið bana í nokkrum aurskriðum í hér- aðinu á mánudag eftir úrhelli sem hófst á laugardag. Hann bætti við að björgunarstarfinu hefði verið frestað í gær vegna steypiregns á hamfarasvæðinu. Urhellið hefði einnig valdið flóðum í afskekktum þorpum og rúmlega 3Ó0 þorpsbúar hefðu flúið heimili sín. Óttast er að dánartalan í héraðinu hækki. Sex manns fórust í grannhér- aðinu Banyumas þegar aurskriður féllu á nokkur þorp á mánudag. Þá fórust sjö manns í skriðu í hérað- inu Tasikmalaya á sunnudag. Linnulaust úrhelli hefur einnig valdið flóðum í tveimur öðrum hér- uðum á Jövu. Hundruð húsa hafa skemmst eða eyðilagst í flóðunum og að minnsta kosti 4.000 manns hafa misst heimili sín. Cherbourg, Rennes. AFP, AP. ÍTALSKA flutningaskipið Ievoli Sun, sem er með um 6.000 tonn af eiturefnum innanborðs, sökk á Ermarsundi í gær og liggur nú á 60 til 80 metra dýpi. Óttast er að eitur- efnin leki úr skipinu, en það gæti valdið miklum skaða á lífríki hafsins í kring. Áhöfn skipsins sendi út neyðar- kall á mánudag og tilkynnti að gat væri komið á skrokkinn, en veður var þá mjög slæmt. Var öllum skip- verjunum 14 bjargað frá borði með þyrlum. Reynt var að sigla skipinu til hafnar í Rúðuborg í Frakklands í fyrrinótt, en það sökk um klukkan átta í gærmorgun, um 20 km norð- vestur af Ermarsundseynni Ald- erney. í farmi skipsins eru 4.000 tonn af eiturefninu stýreni, en það er fljót- andi kolvatnsefni sem notað er í gúmmí- og plastefni. Það leysist ekki upp í vatni, er mjög ætandi og vitað er til þess að það hafi áður valdið skaða á lífríki sjávar. Að auki eru samtals um 2.000 tonn af tveim- ur öðrum eiturefnum um borð, en þau eru ekki eins skaðleg og stýren. Olivier Lajous, talsmaður frönsku strandgæslunnar, sagði í gær að sterkir hafstraumar væra á svæðinu og því myndi reynast erfitt að koma í veg fyrir Ieka úr skipinu. Umhverf- isverndarsamtök fullyrtu að ekki væri spuming um hvort eiturefni lækju út, heldur hvenær, og vöraðu við því að stórfellt umhverfisslys væri í uppsiglingu. Stýren-farmur- inn er á vegum Shell-olíufyrirtækis- ins, en talsmenn þess sögðu í gær að efnið ógnaði ekki lífríki hafsins í kring. Ef það tæki að leka úr skip- inu myndi það fljóta upp á yfirborðið og gufa þar upp á nokkrum klukku- stundum. Hin eiturefnin um borð era í eigu Exxon Mobil olíufyrirtæk- isins, og vísuðu forsvarsmenn fyrir- tækisins því á bug að hætta væri á ferðum vegna þeirra. Eigandinn taldi skipið „ósökkvandi" Flutningaskipið Erika frá Möltu sökk á svipuðum slóðum í desember í fyrra. Mikið magn af olíu lak í sjó- inn og olli talsverðum umhverfis- spjöllum. Denis Baupin, talsmaður franska Græningjaflokksins, sagði í gær að það væri mikið áfall að sjá harmleikinn endurtaka sig. Sama ít- alska fyrirtækið sá um viðhald á báðum skipunum, en Ievoli Sun er í eigu ítalska skipafyrirtækisins Marnavi, sem hefur aðsetur í Nap- ólí. Eigandi fyrirtækisins, Domenico Ievoli, kvaðst í gær hafa orðið afar undrandi er hann frétti af örlögum skipsins, og sagðist hafa talið það „ósökkvandi." Ievoli Sun var smíðað árið 1989 og var síðast yfirfarið fyrir ári. Það var á leið frá bresku hafnarborginni Fawley til olíuvinnslustöðvarinnar í Berre á Miðjarðarhafsströnd Frakklands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.