Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ I ______________________________________ I s , I dag er miðvikudagur 1. nóvem- | ber, 306. dagur ársins 2000. Allra , -------------------------------------- |_ heilagi'a messa. Orð dagsins: Fyrst þér því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. Skipin Reykjavíkurhöfn: Lud- vig Andersen kemur í dag. Hilda Knutsen og i Freri fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss fer í dag. Fréttir Styrkur, samtök J krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. J Svarað er í síma f Krabbameinsráðgjafar- I innar, 800-4040, frá kl. í 15-17. ! Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sóivalla- götu 48. Flóamarkaður 1 og fataúthlutun. Opið | frákl. 14-17. Mannamót Félög eldri borgara í Garðabæ, Bessastaða- hreppi, Hafnarfirði og Kópavogi efna til sam- eiginlegs fundar, laug- ardaginn 4. nóvember nk. kl. 14 í Safnaðar- heimilinu, Kirkjuhvoli, Garðabæ. Fundarefni: Kjaramál eldri borgara. Umræðustjóri: Helgi K. Hjálmsson, varafor- maður Landssambands eldri borgara. Ræðu- menn: Stefán Ólafsson prófessor, Benedikt Daviðsson, formaður Landssambands eldri borgara. Félögin hvetja félagsmenn til að fjöl- menna á fundinn. Aflagrandi 40. Haust- hátíð verður haldin föstudaginn 3. nóvem- ber og hefst kl. 14, bingó, góðir vinningar, börn frá Tónlistaskóla Suzuki leika, tískusýn- ing, Reynir Jónasson kemur með harm- ónikkuna, Hátíðarkaffi. Allir velkomnir. Bólstaðarhlið 43. K. 8- 13 hárgreiðsla, kl. 8- 12.30 böðun, kl. 9-12 vefnaður, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. kl. 9 hárgreiðslustofan og handavinnustofan opn- ar, kl. 13 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara, ; Kópavogi. Viðtalstími í , Gjábakka í dag kl. 15- ; 16. Skrifstofan í Gull- J smára 9 opin í dag kl. | 16.30-18. f Félagsstarf aldraðra, | Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- j un, kl. 10 hársnyrting 'p- og verslunin opin til kl. y 13, kl. 13 föndur og | handavinna, kl. 13.30 1 enska, byrjendur. | Félag eldri borgara í (Kól. 3,1) Reykjavík, Ásgarði Giæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeg- inu. Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söngfé- lag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Kór FEB heldur tónleika í Salnum Kópa- vogi fimmtud. 2. nóvem- ber kl. 20. Fjölbreytt söngskrá. Árshátíð FEB verður haldin 10. nóvember. Miðar seldir á skrifstofu FEB. Silf- urlínan opin á mánu- dögum og miðvikudög- um frá kl. 10-12. Ath. þeim tíma sem skrif- stofa FEB verður opin verður breytt frá og með 1. nóvember, opið verður frá kl. 10-16. Upplýsingar á skrif- stofuFEBís. 588-2111 kl. 10-16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11. Mynd- mennt kl. 13. Pílukast og frjáls spilamennska kl. 13:30.1 fyrramálið er púttæfing í Bæjarút- gerðinni kl. 10-12. Þeir sem hafa áhuga á að vera með söluvarning á „Markaðsdegi" 5. nóv. vinsamlegast hafið sam- band í síma 555-0142. Gerðuberg, félags- starf, kl. 9-16.30 vinnu- stofur opnar, kh 10.30 gamlir leikir og dansa hjá Helgu Þórarins- dóttur, kl. 11.20 „Kyn- slóðirnar mætast 2000“ börn úr Olduselsskóla í heimsókn, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 Tónhornið, kl. 13.30-14.30 bankaþjón- usta. Myndlistarsýning Hrefnu Sigurðardóttur verður opnuð föstudag- inn 3. nóv. kl. 16, Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar, Benedikt Egilsson leik- ur á harmónikku, Unn- ur Eyfells leikur á píanó, Vinabandið skemmtir með hljóð- færaleik og söng. Veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Allar upplýsing- ar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- umfrákl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 fé- lagsvist, ki. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb og tréskurður. hand- verksmarkaður verður í Gjábakka kl. 10 og fram eftir degi. Margt nytjahluta og skraut- muna til sölu. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Mat- arþjónusta á þriðju- og föstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan opin frá kl. 10. Leikfimi kl. 9 oglO, vefnaður kl. 9, keramikmáiun kl. 13, enska kl. 13.30. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-16.30 klippimyndir, útsaumur o.fl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sai, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, 9-12 útskurður, kl. 9-17 hár- greiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hæðargarður 31. Kl. 9 opin vinnustofa, og fóta- aðgerð, kl. 13 böðun. Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau, og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 15 teiknun og málun. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast í Keilu í Mjódd á morgun, fimmtudag, kl. 10. Spiluð verður keila, spjallað og heitt á könn- unni. Allir velkomnir. Upplýsingar veitir Ingi- björg Sigurþórsdóttir í síma 545-4500. Norðurbrún 1. Kl. 9-16 fótaaðgerðastofan opin, ki. 9-12.30 útskurður, kl. 9-16.45 handavinnu- stofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13-13.30 bankinn og kh 14 félags- vist, kaffi ogverðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl.9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13-16 myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 13- 14 spurt og spjallað. Helgistund verður fimmtudaginn 2. nóv- ember, kl. 10:30, í umsjá sr. Jakobs Ágústs Hjáimarssonar dóm- kirkjuprests. Kór fé- iagsstarfs aldraðra, Söngfuglar, syngur undir stjórn Sigur- bjargar Hólmgríms- dóttur. Aliir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund, söngur með Sigríði. Böðvar Magnússon har- monikkuleikari kemur í heimsókn ásamt kór, kl. 10 bókband og búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Bústaðarkirkja starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13-16.30 spilað, fóndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. ITC-deildin Fífa. Fund- ur í kvöld i Safnaðar- heimilinu Hjallakirkju Álfaheiði 17, Kópavogi, kl. 20.15. Gestir vel- komnir. Kvenfélag Hall- grímskirkju fundur verður fimmtudaginn 2. nóvember. Gestir fund- arins verða Pétur Pét- ursson, fyrrv. útvarps- þulur, og séra Jón Dalbú. Gestir velkomn- ir. Sjálfsbjörg, félags- heimili Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavik. Fé- lagsfundur verður fimmtudaginn 2. nóv. kl. 20 í Sóltúni 20. Gestur fundarins verður Val- garður Einarsson mið- ill. Hvítabandsfélagar. Nóvemberfundurinn verður haldinn í kvöld kl. 20 á Hallveigarstöð- um. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, iþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innaniands. I lausasölu 150 kr. eintakið. DAGBÓK VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Morgunblaðið/Ásdís í Hveragerði. Endur- flutningur? ER ekki hægt að endur- flytja þáttinn hans Illuga Jökulssonar, Frjálsar hendur, sem fluttur er í Ríkisútvarpinu á sunnu- dagskvöldum kh 23, að deg- inum til? Hann er svo seint á kvöldin að oft missir mað- ur af honum en þetta er svo frábær þáttur. Margrét Matthíasdóttir. Að gefnu tilefni MIG langar að koma á framfæri að gefnu tilefni, svari við níðvísu um Finn Ingólfsson, sem birtist í Vel- vakanda 26. október sl., sem er lýsandi ljóð um höfund- inn Indriða Aðalsteinsson: Frændum verstur var sem pest / vinarnesti dvina / eignar flestum einna mest / eðlislesti sína. Til hins nafn- lausa, hann er beðinn að kynna sér hvað Indriði og fleiri hafa verið að aðhafast og kynna fyrir lesendum Velvakanda að rannsókn lokinni. Indriða mun aukast smán / út um byggðir lands- ins / þinglýsir og reynir rán / að ráði sýslumannsins. Með þökk fyrir svarið. Lárus. Til Alþingis ÉG borga 17-19.000 kr. í skatt á mánuði. Ég legg til að jaðarskattarnir verði lækkaðir, til þess að hægt sé að lifa í þessu landi. Eg lifi við fátækt. Örorkubæt- urnar duga ekki út mánuð- inn. Svo eru tvær konur, þær Vigdís Finnbogadóttir og Halldóra Eldjám, með eina milljón í laun á mánuði og láta öryrkja og gamla fólkið horfa upp á það. Ég er búinn að missa ýmislegt úr íbúðinni upp í skuldir. Svo segir Geir Haarde og ríkisskattstjóri að öryrkjar og gamla fólkið eigi bara að taka lán til þess að lifa. Sæmundur Kristjánsson, Álfhólsvegi 43a, Kóp. Frábær þáttur KATRÍN hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa yfir ánægju sinni með þátt Arnþórs Helgasonar, Ur austurátt, í Ríkisútvarpinu á mánudagsmorgnum. Þetta er aiveg frábær þáttur. Tapað/fundid Barbour-mokka- síur töpuðust GRÆNN plastpoki með svörtum Barbour-mokka- síum, tapaðist um miðjan september sl. einhvers stað- ar á leiðinni frá strætisvagn- astöðinni á mótum Löngu- hlíðar og Miklubrautar, eða með Leið 11 upp í Selja- hverfi. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 557-2034 á kvöidin. Fjallahjól í óskilum BLÁTT fjallahjól fannst í Öskjuhlíðinni um síðustu helgi. Upplýsingar hjá Þór- dísi í síma 562-9941. Dýrahald Gulbröndóttur fress týndist ÁRSGAMALL gulbrönd- óttur fress hvarf frá Hjalla- braut 58 í Hafnarfirði fimmtudaginn 26. október sl. Hann er með bláa ól og bjöllu en merkispjaldið var dottið af ólinni. Ef einhver veit hvar hann er niðurkominn, vinsamlegast hafið sam- band í síma 555-0549. Krossgáta LÁRÉTT: 1 tilviljunaraðferðar, 8 mannsnafn, 9 telja úr, 10 kraftur, 11 ósar, 13 veð- urfarið, 15 skoðunar, 18 sjá eftir, 21 op á ís, 22 japla á, 23 svipað, 24 grautarhaus. LÓÐRÉTT: 2 atburður, 3 kosta mikið, 4 heilnæmt, 5 fumið, 6 mynni, 7 forboð, 12 blóm, 14 vætla, 15 kvísl, 16 voru á hreyfingu, 17 slark, 18 listamaður, 19 fatnaður, 20 mjög. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 horsk, 4 næpan, 7 arkar, 8 síðar, 9 tík, 11 næði, 13 áðan, 14 notar, 15 jafn, 17 assa, 20 far, 22 tangi, 23 jakar, 24 reiða, 25 losar. Lóðrétt: 1 hrafn, 2 ríkið, 3 kært, 4 nísk, 5 peðið, 6 nýrun, 10 ístra, 12 inn, 13 ára, 15 játar, 16 fenni, 18 sekks, 19 aurar, 20 fima, 21 rjól. Víkverji skrifar... STUNDVÍSI er meðal dyggða sem sumir telja að íslendingum sé ekki beint eiginleg. Ríkur sé sá ósiður að koma sér of seint á fundi og mannamót, m.a. bíó, og þá þurfi hinir seinu að troðast inn í bekkina þegar sýning er hafin við vægast sagt litlar vinsældir hinna sem vilja fylgjast með frá byrjun. Víkveiji er ekki alls kostar sam- mála þessu því hann hefur reynslu af því að mjög margir búa yfir þess- um eiginleika, stundvísinni. Sem dæmi má nefna ákveðna fundi sem haldnir eru reglulega í Reykjavík um flugöryggismál. Að þeim standa Flugmálafélag íslands, Flugmálast- jóm, öryggisnefnd Félags ísl. at- vinnuflugmanna og Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík. Þessir fundir hefjast alltaf á réttum tíma, kl. 20, og eru fundarmenn löngu komnir í sætin og salurinn þéttsetinn. Þurfa yfirleitt einhverjir að standa á þess- um fundum. Ekki skal Víkverji fullyrða hvort þessi stundvísi tengist eitthvað þeirri ögun sem flugmenn hljóta að búa yfir og temja sér, kannski skil- ar hún sér svona rækilega í svona hversdagslegum hlutum. En auðvit- að er þetta bara eðlilegasti hlutur í heimi, að mæta á fund þegar hann á að byrja og ekki síður hitt hjá fund- arboðendum: að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er líka stund- vísi. xxx EN aftur að flugöryggisfundun- um. Fastur liður þar hefur verið yfirlit frá Skúla Jóni Sigurð- arsyni, formanni Rannsóknanefndar flugslysa, um flugatvik, óhöpp og slys mánuðina á undan. Hefur hann verið óþreytandi við að greina frá þessum atburðum og útskýra hvað hefur farið úrskeiðis í því skyni einu að menn gætu lært af þeim. Það er enda grundvallaratriði í starfi Rannsóknanefndarinnar, að grafast fyrir um orsakir flugatvika til að draga af þeim lærdóm og benda á hvað gæti þurft að gera til að auka öryggi. Setur nefndin jafnan fram í skýrslum sínum tillögur í öryggisátt ef hún telur ástæðu til. Áreiðanlegt er að þessi erindi Skúla Jóns hafa í senn opnað augu flugnema og flugmanna fytir ýms- um atriðum sem að gagni koma í fluginu eftir að hafa skoðað þessi atvik um leið og erindin hafa verið þeim almenn áminning um öguð vinnubrögð. Skúli Jón lætur í lok næsta árs af starfi sínu og hefur þegar verið auglýst eftir eftirmanni hans. Þetta tilkynnti hann á fundin- um og þökkuðu fundarmenn honum sérstaklega fyrir elju hans á þessu sviði síðustu áratugina. xxx LÍTIL frétt í laugardagsblaði Morgunblaðsins vakti athygli Víkverja, nefnilega um malbikunar- framkvæmdir í Heiðmörk, nánar til- tekið sunnan undir Vífilsstaðahlíð. Þarna hafa sem sagt staðið yfir veg- arbætur, endurbygging vegarins, og lýkur verkinu með því að mal- bikað er yfir nýjan og betri veg. Heiðmörk er slík útivistarparadís að sjálfsagt er að greiðfært sé þar um aðalvegi. Þar eru líka fjölmörg útskot og stæði til að leggja bflum fyrir þá sem vilja hreyfa sig og stíg- ar víða merktir. Ástæða er til að fagna þessu framtaki Vegagerðar- innar því lengi vel hefur vegakerfið um Heiðmörk verið lítið spennandi. Um leið þarf kannski að vara við því að menn lendi ekki í öfgunum í hina áttina; að ekki verði lagðir veg- ir þvers og kruss um svæðið því Heiðmörkin er nú einu sinni þannig að hún hlýtur að teljast útivistar- svæði og göngusvæði. Því þurfa fyrst og fremst að vera þar aðal- vegir á nokkra helstu upphafsstaði gönguleiðanna en varla meira en það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.