Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Spurningum um framtíð Kosovo svarað í nýútkominni skýrslu óháðrar alþjóðlegrar nefndar Sjálfstæði að uppfylltum skilyrðum ✓ Skýrsla Oháðu alþjóðanefndarínnar um málefni Kosovo (IICK) kom út á dögunum og kveður hún á um að Kosovo eigi að hljota „sjálfstæði að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum“. Hrund Gunnsteinsdóttir sat blaða- mannafund um skýrsluna 1 London og fjall- ar hér um helstu niðurstöður hennar. AP fbúi í Kosovo heldur á myndum af Ibrahim Rugova, leiðtoga Lýðræðisbandalagsins, og Bill Clinton Banda- ríkjaforseta, á pólitískum fundi fyrir kosningarnar um síðustu helgi. KOFI Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), fagnaði útgáfu skýrslunnar er honum var afhent hún í New York 23. októ- ber sl. í skýrslunni leitast nefndin við að svara mikilvægum spumingum varðandi framtíð Kosovo og afskipti alþjóðasamfélagsins af héraðinu. Að sögn nefndarinnar erum við „nú á mikilvægum tímamótum hvað fram- tíð héraðsins og samband þess við ríkisstjómina i Belgrad varðar.“ Koma verður á sáttum milli Kosovo, sem sjálfstæðs ríkis, og Serbíu, sem lýðræðisríkis. Leiðtogar beggja aðila verða að hafa hugrekki til að ræða saman og viðurkenna vilja hvor ann- ars. Ennfremur verður alþjóðasam- félagið, þ.e. Sameinuðu þjóðimar (SÞ) og Evrópusambandsríkin, að taka afgerandi ákvarðanir um af- stöðu sína til framtíðar héraðsins. Nefndin var stofnuð að frumkvæði Görans Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, en honum fannst skorta hlutlausa umfjöllun um loftárásir NATO á Júgóslavíu og þróun mála sl. áratug í Kosovo. Nefndin saman- stendur af þrettán sérfræðingum frá Palestínu, Rússlandi, Benín, Suður- Afríku, Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Japan, Frakk- landi, Þýskalandi og Tékklandi. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London School of Economics í síð- ustu viku var skýrsla nefndarinnar kynnt af fjóram meðlimum hennar. Þeir vora Richard Goldstone, for- maður nefndarinnar og dómari við stjómlagadómstólinnn í Suður-Afr- íku, Carl Tham, varaformaður nefnd- arinnar og framkvæmdastjóri Olof Palme stofnunarinnar í Svíþjóð, Michael Ignatieff, rithöfundur og fræðimaður og Mary Kaldor, prófessor við London School of Economics og sérfræðingur í málum tengdum Balkansskaga. Mistök alþjóðasamfélagsins í tengslum við málefni Kosovo Einn megintilgangur skýrslunnar er að „leggja línumar fyrir upp- byggileg samskipti ríkisstjórna við Kosovo svo að koma megi á friði í héraðinu til lengri tíma“. Þá eigi að líta á þær tillögur sem nefndin leggur fram í skýrslunni sem „fordæmi fyrh- íhlutun til verndar mannréttindum í framtíðinni." Rauður þráður í gegn- um skýrsluna era tillögur nefndar- innar um að ríkisstjórnir Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna auki hlut sinn í friðargæslu og uppbyggingar- starfi um allan heim. Segir að ef grip- ið hefði veríð til fyrirbyggjandi að- gerða í Kosovo hefði þróun mála að öllum líkindum orðið allt önnur. I þessu sambandi era tildrög stríðsins í Kosovo rakin og segir í niðurstöðum að líklega hefði mátt koma í veg fyrir loftárásir NATO hefði alþjóðasamfé- lagið gripið nógu snemma til aðgerða gegn stefnu stjórnvalda í Belgrad gagnvart Kosovo. Hins vegar hefði svo verið komið snemma árs 1999, að ioftárásimar vora óumflýjanlegar. Og í dag, segir í skýrslunni, á það sama við um sjálfstæði Kosovo. Sú ákvörðun að útiloka Kosovo í Dayt- on-friðarsamkomulaginu árið 1995 varð til þess að málefnum Kosovo var skotið á frest, sem ýtti frekar undir þau mannréttindabrot sem átt höfðu sér stað gegn Kosovo-Albönum frá árinu 1989. Ennfremur hafi skortur á alþjóðlegum stuðningi við friðsam- legar mótmælaaðgerðir Kosovo-Alb- ana leitt marga íbúa héraðsins til þess að draga þá ályktun að eina leið- in til að ná athygli alþjóðasamfélags- ins væri með vopnuðum átökum. Upp úr 1997 fóra nokkrir meðlimir Frels- ishers Kosovo (UCK) að vopnast og frá febrúar 1998 má segja að stríðs- ástand hafx ríkt í héraðinu. Eftir að Kosovo var svipt sjálf- stjóra árið 1989 af ríkisstjóm Slobod- ans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hófu serbnesk yfirvöld aðgerðir sem leiddu til gífurlegra mannréttindabrota gagnvart alb- önskum íbúum Kosovo. Þessar að- gerðir fólu meðal annars í sér að Kosovo-Albönum var meinaður að- gangur að menntun, heilsu- og lög- gæslu og störfum hjá hinu opinbera. I kjölfarið hófu Kosovo-AIbanar að byggja upp sitt eigið „opinbera kerfi“, með fjármunum sem bárast frá Kosovo-Albönum búsettum er- lendis. Að sögn Kaldor var það ekki skortur á sönnunargögnum um mannréttindabrot sem dró íhlutun á langinn, heldur hafi pólitískxxr vilji ekki verið til staðar meðal ríkis- stjóma á Vesturlöndum til að grípa til aðgerða fyrr. Á endanum hefðu hótanir NATO um að beita hervaldi gegn serbneskum stjómvöldum og vaxandi óvild milli stjómvalda í Belgrad og Frelsishei-s Kosovo leitt til þess að stríð var óhjákvæmilegt. Hernaðaríhlutun NATO réttlætanleg Að mati nefndarinnar vora loft- árásir NATO ólöglegar, en ekki óréttlætanlegar. Þær vora ólöglegar því þær bratu í bága við alþjóðalög, sem kveða á um að slíkar aðgerðir verði að hljóta samþykki fastanefnd- ar öryggisráðs SÞ. NATO hóf hins vegar loftárásir án slíks samþykkis. Nefndin telur aðgerðimar hafa verið réttlætanlegar í þeim skilningi að all- ar hugsanlegar samningaleiðir höfðu verið í-eyndar, en án árangurs. Á heildina litið, segir í skýrslunni, vora loftárásir NATO hvorki „árangurs- ríkar, né mislukkaðar; þær vora blanda af hvora tveggja.“ Það sem segja má að hafi borið árangur, var sú staðreynd að serbnesk yfirvöld drógu her og lögreglu frá Kosovo og skrifuðu undir friðarsamning. Loft- árásimar urðu einnig til þess að binda enda á kerfisbundna kúgun á Kosovo-Albönum. Hins vegar náði íhlútun NATO ekki fram yfirlýstu markmiði sínu að koma í veg fyrir þjóðemishreinsanir, auk þess sem Slobodan Milosevic var áfram við völd. í skýrslunni segir að „loftárásir NATO hafi ekki ýtt undir árásir á óbreytta borgara í Kosovo, heldur hafi þær skapað það umhverfi sem gerði slíkar árásir fýsilegar. Serbn- eska þjóðin tapaði mestu í þessu stríði", segir í skýrslunni. Kosovo féll undir stjóm alþjóðasamfélagsins, fjölmargir Serbar flúðu Kosovo eða vora reknir úr héraðinu, auk þess sem efnahagstjón og eyðileggingar á byggingum og samgönguleiðum í Serbíu af völdum loftrárásanna vora gífurlegar. Almennt jók serbneska ríkisstjórnin kúgun heima fyrir og það vora helst óháðir fjölmiðlar og frjáls félagasamtök sem áttu undir högg að sækja. Samkvæmt skýrslunni gerði NA- TO ranglega ráð fyrir að loftárásirn- ar myndu standa yfir í skamman tíma þar til friðarsamningar tækjust. Raunin varð önnur, en loftárásimar stóðu yfir frá 24. mars til 19. júní 1999. Með þessu hafi NATO vanmet- ið hrapalega þann möguleika að serbnesk stjómvöld myndu auka ár- ásir sínar á Kosovo-AIbana eftir að loftárásimar hæfust. I kjölfarið hóf bandalagið loftárásir á Serbíu (utan Kosovo) sem jók hættima á falli með- al óbreyttra borgara. Þrátt fyrir að NATO hafi lagt áherslu á að forðast mannfall meðal óbreyttra borgara, áttu nokkur „alvarleg mistök“ sér stað. Samkvæmt skýrslunni létust 500 óbreyttir borgarar í loftárásun- um. Hvoi'ki ríkisstjómir né hjálpar- samtök, undir stjórn Flóttamanna- ráðs Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), vora viðbúin þeim flóttamannastraumi sem varð til Alb- aníu og Makedoníu í kjölfar loftárás- anna. Upplýsingar frá NATO um stöðu mála skorti, auk þess sem hjálparstarfið einkenndist að mörgu leyti af samkeppni milli hjáparsam- taka í stað samvinnu, sem hamlaði starfinu veralega. Skýrsluhöfundar mæla með að auknu fé verði varið til UNHCR í framtíðinni til að auka við- brögð við neyðarástandi og styrkja samvinnu milli hjálparsamtaka. Þörf á endurskoðun alþjóðalaga Brýn þörf er að mati skýrsluhöf- unda á að reglur séu settar sem liggi til grandvallar íhlutun til verndar mannréttindum í framtíðinni, en nefndin bendir á SÞ sem leiðandi afl í því sambandi. Ný reglugerð myndi .. kveða á um ströng skilyrði fyrir því að hervaldi sé beitt til vemdar mann- réttindum, auk þess sem vægi mann- réttindasáttmála SÞ yrði aukið. Leggur nefndin til að ströng skilyrði verði sett fyrir því að slíku hervaldi sé beitt. Að sögn Goldstone þarf að „brúa það bil milli siðferðis og laga sem svo glögglega kom í ljós í alh-i umfjöllun um lagalegt og siðferðilegt gildi loftárásanna." I skýrslunni leggur nefndin til að þrjú grandvall- arskilyrði séu sett fyrir því að hern- aðaríhlutun sé lögleg. Fyrir hendi þurfa að vera sannanir um að alvar- leg mannréttindabrot hafi átt sér stað, mai'kmið slíkra aðgerða verða að beinast að því einu að vernda fórn- arlömb ofbeldisverka, auk þess sem slík íhlutun verður að vera byggð á nákvæmum útreikningum til að koma í veg fyrir fall meðal óbreyttra borgara. Richard Goldstone, formað- ur nefndarinnar, sagði þetta mundu vera mikilvægan þátt í að tryggja að ákvörðun um að beita hemaðaríhlut- un í framtíðinni yrði ekki bundin „því pólitíska ástandi er n'kir á hverjum tíma, til að mynda í Bandaríkjunum eða annars staðar." Loftárásirnar á Serbíu hafi ennfremur sýnt fram á takmarkanir alþjóðalaga hvað varðar rétt óbreyttra borgara annars vegar, og rétt ríkja hins vegar. Það sem gerðist í Kosovo var að rikisstjórn Serbíu hóf þjóðernishreinsanii' gegn ákveðnum hópi íbúa landsins. Kos- ovo-Albanar áttu samkvæmt lögum að geta sótt rétt sinn hjá sömu yfii'- völdum og bratu á þeim. Álíka at- burðir hafa einkennt stríð víðsvegar um heim síðastliðin ár og er það mat nefndarinnar að slíkt verði að forðast í framtíðinni með því að endurskoða alþjóðalög. Tillögur nefndarinnar um framtíð Kosovo í skýrslunni fjallar nefndin um nokkra valkosti varðandi hugsanlega framtíð Kosovo. Einn þeirra er að stöðunni verði haldið óbreyttri, þ.e.a.s. að Kosovo haldi áfram að vera undir stjóm alþjóðasamfélagsins samkvæmt ákvörðun SÞ númer 1244. Þessi hugmynd fær hljóm- grann meðal þeirra fimm ríkja sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu, sem era Bandaríkin, Bretland, Rússland, Kína og Frakkland, auk nokkurra meðlimaríkja Evrópu- sambandsins. Nefndin telur þennan kost hins vegar óæskilegan þar sem Ijóst þykir að Kosovo-Albanar sem búsettir era í héraðinu og erlendis muni aldrei samþykkja slíka tilhög- un. Á endanum myndi slíkt að öllum líkindum leiða til enn frekari átaka um stjómun Kosovo. Sú framtíð sem nefndin sér hvað vænsta fyrir Kosovo er að héraðið fái „sjálfstæði byggt á ákveðnum skil- yrðum“. Segir í skýrslunni að „íbúar Kosovo verði að fá tækifæri til að ákveða hver pólitísk framtíð héraðs- ins verður“, en talið er víst að ef Kosovo-AIbanar gengju til þjóðar- :atkvæðagreiðslu í dag, myndu þeir ífflffbsa sjálfstæði. Hins vegar telur nefndin að ótakmarkað sjálfstæði í allra nánustu framtíð sé ekki raun- hæfur kostur. Margt kemur þar til. Til að mynda getur Kosovo ekki var- ist gegn utanaðkomandi árás í því ástandi sem það er í í dag, án vemdar KFOR og NATO. Þá verður að koma á pólitísku, félagslegu og efnahags- legu jafnvægi í héraðinu til að tryggja lög og reglu og friðsamleg samskipti ólíkra hópa innan samfé- lagsins. í skýrslunni er áhersla lögð á mik- ilvægi þess að sættir náist milli Serba, sígauna og Albana sem búa í Kosovo. Væri sjálfstæði komið á í dag, er hætta á að sígaunar og Sei'b- ar verði fómarlömb ofbeldisverka Kosovo-Albana, sem era í meirihluta. í þessu sambandi leggur nefndin fram nokkrar tillögur í skýrslunni um það hvemig best megi sjá til þess að ólíkir hópar innan samfélagsins hafi ákvörðunaiTétt um þróun mála í héraðinu. Yrðu það úrslit þjóðai'a- tkvæðagreiðslu að Kosovo fái sjálf- stæði væri fyrsta stigið að koma á stjórnarnefnd, sem samanstæði af kjörnum fulltrúum minnihluta- og meirihlutahópa í Kosovo auk fulltrúa SÞ. Hlutverk þessarar nefndai’ væri fyrst og fremst að sjá til þess að rétt- indi minnihlutahópa í Kosovo væra tryggð. Smám saman myndi almenn stjórn yfir Kosovo svo færast yfir í hendur fulltrúa þjóðkjörins þings undir umsjá UNMIK og allar meiri- háttar ákvarðanir um stjóm héraðs- ins og samskipti þess við önnur ríki yrðu að vera samþykktar af fulltrú- um SÞ. Slíkt sjálfstæði myndi binda enda á stjóm Júgóslavíu yfir Kosovo, en myndi ekki hafa í for með sér að Kosovo fengi réttindi fullvalda ríkis. Fullt sjálfstæði myndi ekki eiga sér stað fyrr en Kosovo hefur sýnt fram á að ólíkir hópar geti búið þar í sátt og samlyndi og að Kosovo virði landamæri nærliggjandi ríkja. Friðsamleg samskipti við Serbíu lykilatriði Lykillinn að friðsamlegri þróun Kosovo í átt að fullvalda ríld er, að mati nefndarinnar, uppbyggilegt samband héraðsins við Serbíu. „Að lokum,“ segir Ignatieff, „verða Kos- ovo-Albanar að ræða við yfirvöld í Belgrad." Er skýrslan var skrifuð var Milosevic enn við völd og viðræð- ur um friðsamlegar lausnir um fram- tíð Kosovo ekki uppi á pallborðinu. Með tilkomu Vojislav Kostunica í for- setaembætti Júgóslavíu hafa hins vegar ýmsar tUlögur verið viðraðar um hugsanlega framtíð Kosovo og samband héraðsins við Serbíu. Kost- unica hefur sagst vilja leysa Kosovo- deiluna á friðsamlegan hátt, og ítrek- að að endurskipuleggja verði sam- bandslýðveldið Júgóslavíu, ekki síst með tilliti tU Svartfjallalands. Kostunica er hins vegar ekki reiðubúin til að samþykkja sjálfstæði Kosovo. Ignatieff og Kaldor sögðust vantrúuð á að stjórnarskiptin komi til með að breyta miklu um viðhorf serbneskra stjórnvalda tU héraðsins. Þó svo að Kostunica væri boðberi lýðræðis, hefði hann sterka þjóðern- iskennd og ýmislegt benti tU að sumt af því sem einkenndi stefnu MUosevic gagnvart Kosovo myndi halda velli. Ignatieff sagðist ennfremur ekki telja annan kost vænni en að Kosovo fái sjálfstæði á endanum því hann ef- aðist stórlega um að Kosovo-Albanar væra tilbúnir til að fara undir stjórn serbneskra stjórnvalda aftur; „reynsla sl. tíu ára væri hreinlega búin að afskrifa slíkan möguleika". Nánari upplýsingar um skýrsluna er að finna á slóðinni www.kos- ovocommission.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.