Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Delta gerir stórsamning við indverskt fyrirtæki
Sala á hugviti metin
á 400 milliónir króna
LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta í
Hafnarfírði gerði í gærmorgun
samning til fimm ára við indverska
fyrirtækið Dr. Ready sem er þriðja
stærsta lyfjafyrirtæki landsins. í
samningnum felst að fyrirtækin ætla
að þróa saman þrjú samheitalyf. Sú
vinna fer fram á Indlandi en þegar
þar að kemur verður öll fí-amleiðsla í
verksmiðju Delta í Hafnarfirði. Ein-
ungis salan á hugviti í þessu sam-
bandi er metin á um 400 milljónir
króna.
Það var W. Róbert Wessman,
framkvæmdastjóri Delta, sem skrif-
aði undir samninginn fyrir hönd íyr-
iitækisins í Delhí á Indlandi í morg-
un og Halldór Asgrímsson utan-
ríkisráðheiTa, sem er í fylgdarliði
Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í
opinberri heimsókn hans til Ind-
lands, var viðstaddur og vottaði
samninginn.
Róbert sagðist í samtali við Morg-
unblaðið meta samninginn - „bara
söluna á lyfjahugvitinu næstu árin,“
eins og hann orðaði það - á um 400
milljónir króna.
„Starfsmenn Dr. Ready eru um
3.500 og fyrirtækið er með starfs-
stöðvar bæði í Ameríku og Evrópu.
Það sem Delta leggur fram er þekk-
ing okkar á lyfjaþróun og samstarfið
felur það í sér að megnið af vinnunni
er unnið hér á Indlandi en undir
verkstjóm Delta. Við framleiðum lyf-
in svo á íslandi og munum nota okkar
nafn í Evrópu, okkar sterku stöðu
þar, til að selja lyfin,“ sagði Róbert.
Að sögn Sigurðar Óla Ólafssonar,
verkefnisstjóra hjá Delta, felur
samningurinn í sér þróun þessara
þriggja lyfja og möguleika á þróun
tveggja í viðbót sem einnig verða ætl-
uð til markaðssetningar, einkanlega í
Evrópu.
Þetta er annar þróunarsamningur-
inn sem Delta gerir en fyrirtækið
hefur áður samið við kanadískt fyrir-
tæki á svipuðum nótum. „Við erum
að auka það magn af lyfjum sem við
erum með í þróun. Við viljum helst
þróa tíu lyf á ári en erum nú að þróa
fjögur til fimm,“ sagði Sigurður.
Róbert sagði að vöxtur félagsins
réðist meira og minna af fjölda þró-
unarverkefna. „Umsvif fyriríækisins
hafa nánast þrefaldast á tveimur ár-
um og það ræðst mikið af fjölda verk-
efna hverju sinni. Það að fjölga verk-
efnunum er því liður í því að styrkja
framtíð okkar. í dag eru um 65% af
tekjum okkar vegna útflutnings og
hann verður enn stærra hlutfall af
sölu okkar í framtíðinni. Vöxturinn
er fyrst og fremst erlendis, við höfum
góðan aðgang að evrópska markaðn-
um, nafn okkar er sterkt þar þannig
að við eigum tiltölulega auðvelt með
að selja ný lyf sem við þróum og setj-
um á markað þar,“ sagði Róbert við
Morgunblaðið.
Eldur í
verkstæði í
Hafnarfirði
TALSVERÐUR eldur kom upp á
verkstæði í Trönuhrauni í Hafnar-
firði í gær. Kallað var á slökkvilið
kl. 14.38 og fóru fjórir slökkvibíl-
ar á staðinn frá Hafnarfirði og
Reykjavík. Eigandi verkstæðisins
hafði verið við logsuðuvinnu og
virðist sem neisti hafi hlaupið í
eldsmat í einu horni hússins.
Þorvaldur Geirsson, stöðvar-
stjóri í Hafnarfirði, sagði að mik-
ill reykur og eldur hefði verið í
einu horni hússins þegar að var
komið. Húsið er um 200 fermetr-
ar stálgrindarhús. Eigandi verk-
stæðisins hafði reynt að slökkva
eldinn með handslökkvitæki án
árangurs. Þorvaldur segir að hús-
ið sé töluvert skemmt. Tveir til
þrír menn voru inni í húsinu þeg-
ar eldurinn kom upp og sakaði þá
ekki. I húsinu var lyftari og alls
kyns tæki en Þorvaldur telur að
litlar skemmdir hafi orðið á tækj-
um.
Borgarráð fjallar um kostnað
vegna byggingarframkvæmda
Óskað eftir skýr-
ingum frá borgar-
endurskoðun
FRAM kemur í bókun borgarráðs-
fulltrúa Reykjaríkurlistans, sem lögð
var fram á fundi borgarráðs í gær, að
hvorki byggingadeild borgarverk-
fræðings né sérstök bygginganefnd
um Hafnarhúsið og Safnahúsið hafi
verið kunnugt um að kostnaður við
byggingarframkvæmdir vegna hús-
anna hafi farið fram úr áætlun fyrr en
komið var fram á mitt þetta ár. Eins
og fram hefur komið í Morgunblaðinu
hefur kostnaður við byggingarfram-
kvæmdir vegna menningarmála hjá
Reykjavíkurborg farið samtals 286
milljónum króna fram úr áætlun á
þessu ári. Þar af eru um 100 milljónir
vegna Listasafns Reykjavíkur í Hafn-
arhúsinu, 167 milljónir vegna bfla-
geymslu og tengibyggingar ríð
Kringluna og 20 milljónir vegna
Safnahússins við Tryggvagötu.
I bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, sem lögð var fram á
fundinum í gær, er þrí m.a. haldið
fram að viðbrögð borgarstjóra við
„framúrkeyrslu á byggingarfram-
kvæmdum menningarmála," sýni svo
ekki verði um villst að eftirliti borgar-
stjóra með framkvæmdum og fjár-
málum sé verulega áfátt.
í fytmefndri bókun fulltrúa R-list-
ans er rifjað upp að sérstök bygg-
inganefnd hafi verið skipuð hinn 28.
janúar 1997 til að hafa umsjón með
forsögn, hönnun og byggingarfram-
kvæmdum við Hafharhúsið og Safna-
húsið. R-listinn hefði tilnefnt tvo full-
trúa í nefndina en D-listi sjálf-
stæðismanna hefði tilnefnt einn.
„Báðum aðilum var þrí gert kleift að
fylgjast grannt með framkvæmdum
allt frá fyrstu tíð. í október sam-
þykkti borgarráð jafnframt að fela
byggingadeild borgarverkfræðings í
samrínnu við bygginganefnd... að ríð-
hafa stranga kostnaðargát ríð fram-
kvæmdina. Svo virðist sem það hafi
gengið nokkuð vel eftir þar til á loka-
spretti framkvæmda á þessu ári.
Fram hefur komið að hvorki bygg-
ingadeild né bygginganefnd var Ijóst
hvert stefndi fyrr en komið var fram á
mitt þetta ár og þ.a.l. var hvorki borg-
arstjóra né borgarráði gerð grein fyr-
ir þrí fyrr en við 6 mánaða uppgjör í
júh' sl.“ í bókun R-hstans kemur einn-
ig fram að borgarstjóri hafi þegar
óskað eftir þrí við borgarendurskoð-
un að farið verði yfir alla þætti máls-
ins til að varpa ljósi á hvað valdi þeim
umframkostnaði „sem borgaryfirvöld
standa nú andspænis."
'GÆÐAKFRFt
ISO 9001
ISO 9001 er alþjóðlegur staðall
um gæðakerfi sem tryggir þér
fyrsta flokks vöru. Kynntu þér
sérstöðu okkar á www.bmvalla.is
Söltideild í Fomalundi
Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050
www.bmvalla.is
Samvinnuferðir-Landsýn fækka sætum um nokkur þúsund
Starfsmönnum
fækkar um 25
STJÓRN Samrínnuferða-Landsýnar
samþykkti á fundi sínum á mánudag
hagræðingaraðgerðir í rekstri ferða-
skrifstofunnar sem hafa það m.a. í för
með sér að um 20 starfsmönnum
verður sagt upp nú um mánaðamótin.
Að auki hafa nokkrir starfsmenn hætt
að eigin frumkvæði og að sögn Guð-
jóns Auðunssonar, verðandi fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins, mun
starfsmönnum fækka um 25 manns, í
allt. Fyrirtækið hefur átt við rekstr-
arörðugleika að stríða og gera áætl-
anir ársins ráð fyrir tapi. Fyrstu sex
mánuðina tapaði ferðaskrifstofan
tæpum 100 milljónum króna.
Alls hafa um 120 manns starfað hjá
Samrínnuferðum-Landsýn, SL, fyrir
utan starfsmenn erlendis. Um há-
annatíma yfir sumarið hafa starfs-
menn SL verið um 200. Konur eru um
80% fastráðinna starfsmanna SL og
að sögn Guðjóns er hlutfall þeirra
sem hætta srípað eftir kynjum. Guð-
jón segir fækkun starfsmanna ganga
jafnt yfir allar deildfr og þrí muni
stjómendum fækka sem almennum
starfsmönnum.
í tilkynningu sem send var Verð-
bréfaþingi í gær segir að meg-
inástæða þessara aðgerða sé sú að
ákveðið hafi verið að draga saman
sætaframboð á árinu 2001 frá árinu í
ár. Einnig bjóði nýtt húsnæði við
Borgartún upp á vinnuhagræðingu og
aukna framleiðni í framtíðinni.
Guðjón segir í samtali við Morgun-
blaðið að fækkunin nemi nokkur þús-
und sætum frá þrí sem verið hefur.
Áætlanir fyrir þetta ár gerðu ráð fyrir
55 þúsund farþegum í hópferðum á
vegum SL.
„Sætin deilast jafnt yfir þá áfanga-
staði sem ríð höfum farið á. Við erum
að nýta vélar frá Atlanta sem eru
minni og hagkvæmari en við notuðum
í fyrra, sem gefur okkur möguleika á
hagræðingu. Það er mat okkar að
sætaframboðið í heild hafi verið of
mikið á árinu, markaðurinn hefur
ekki verið fyrir hendi,“ segir Guðjón,
sem tekur formlega við starfi fram-
kvæmdastjóra af Helga Jóhannssyni
hinn 1. desember næstkomandi.
Verkalýðsfélög ráðandl
í tilkynningunni frá SL segir jafn-
framt að fyrirtækið ætli sér áfram að
vera í fararbroddi ferðaþjónustufyrir-
tækja á íslandi. ,Árið 2001 verður
boðið upp á nýja og spennandi
áfangastaði á vegum Samvinnuferða-
Landsýnar hf„ auk ferða á hefð-
bundna staði. Þá mun félagið starf-
rækja Flugfrelsi, en þeirri viðbót við
íslenskan ferðamai-kað var vel tekið
af Islendingum sl. sumar,“ segir í til-
kynningunni.
Samvinnuferðir-Landsýn urðu til
við samruna Samvinnuferða, ferða-
skrifstofu í eigu SÍS, og Landsýnar,
sem var í eigu ASÍ, fyrir 22 árum.
Starfsmenn vora þá 12 talsins. Síðan
hafa orðið miklar breytingar á eignar-
haldi og er ferðaskrifstofan nú í eigu
nokkurra stærstu verkalýðsfélaga og
-samtaka í landinu, auk fyrirtækja og
einstaklinga. í stjórn SL sitja Axel
Gíslason, forstjóri VÍS, sem er for-
maður, Grétar Þorsteinsson, forseti
ASI, varaformaður stjómar, Bene-
dikt Valsson, framkvæmdastjóri Far-
manna- og fiskimannasambandsins,
Geir Magnússon, forstjóri Olíufélags-
ins, Haukur Halldórsson, Bænda-
samtökunum, Gylfi Ambjömsson,
framkvæmdastjóri Eignarhaldsfé-
lagsins Alþýðubankans, EFA, og Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB,
og alþingismaður.
Ögmundur segir við Morgunblaðið
að ferðaskrifstofan hafi ekki átt ann-
arra kosta völ en að draga saman
seglin. Það hafi í för með sér minna
mannahald. Ögmundur segist vilja
leggja ííka áherslu á að starfsmenn
njóti starfsaldurs. Þegar fækka eigi
hjá fyrirtækinu sé reynt að gera það
eins og kostur er með þrí að ráða ekki
í störf þeirra sem hætta. Reynt sé til
hins ýtrasta að komast hjá uppsögn-
um. Fyrir liggi að til einhverra upp-
sagna komi og telur Ögmundur að
sýna þurfi sem mesta tillitssemi í garð
starfsfólks.