Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Iland með slas- aða skip- verja „ÞETTA voru smáóhöpp eins og oft vill verða á sjó,“ sagði Grétar Rögn- varsson, skipstjóri á Jóni Kjartans- syni, í samtali við Morgunblaðið en tveir menn slösuðust lítillega á mið- unum á sunnudag. Var gert að sár- um þeirra á heilsugæslustöðinni á EskÖu-ði eftir að skipið kom í land í gærmorgun. „Það var bræla og leiðindaveður á miðunum þegar smáskvetta kom á skipið um hádegisbilið með þeim af- leiðingum að einn skipverji skarst lítillega í andliti og fékk högg á háls- inn. Við klemmdum sárin saman og eitthvað þurfti að sauma eftir að í land var komið. Við vorum síðan að hífa trollið, sem tók um tvær stundir vegna veðursins, þegar rúlla í spili brotnaði með þeim afleiðingum að annar skipverji hlaut skurð aftan á fæti. Það var gert að sárum beggja á heilsugæslunni eftir að við komum í land,“ sagði Grétar. Jón Kjartansson var staddur syðst í svonefndum Rósagarði þegar óhöppin urðu, eða um 110 mílur frá Esldfirði. Heimferðin gekk seint vegna veðurs, að sögn Grétars. „Við vorum nýkomnir á miðin og búnir að taka tvö höl og fá um 320 tonn er við snerum heim. Það var komin leið- indabræla og það er spáð leiðindum þarna næstu daga,“ sagði Grétar. -------------------- Aðstoðar forsætisráð- herra ILLUGI Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráð- herra en Orri Hauksson lét fyrir nokkru af því starfi. Illugi er 33 ára hagfræðingur frá Háskóla Islands og lauk nýverið prófi íi rekstrar- hagfræði frá London Business SchooU'*' __________ Á námsárum Illugi sínum sat Illugi í Gunnarsson Háskólaráði fyrir hönd stúdenta og í Stúdentaráði sem fulltrúi Vöku - félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Þá hefur hann tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna, m.a. sem formaður Heimdallar. Áður en hann hélt til náms í Bretlandi starfaði hann m.a. hjá Háskóla íslands og Vestfirskum skelfiski á Flateyri. Sambýliskona Iluga er Brynhildur Einarsdóttir. Bráðabirgðauppgjör Seðlabankans janúar-september 2000 Hlutabréfaeign erlendis jókst um 53 milljarða HLUTABRÉFAEIGN Islendinga erlendis jókst um 53,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins og nam um 177 milljörðum kr. í lok september. Á sama tíma dróst hlutabréfaeign útlendinga á Islandi saman um 2,7 milljarða kr. og nam 2,1 milljarði kr. í septemberlok. Þetta kemur fram í bráðabirgða- uppgjöri Seðlabanka Islands á greiðslujöfnuði við útlönd á tíma- bilinu janúar-september 2000. Bein fjárfesting íslendinga er- lendis jókst úr 31,4 milljörðum kr. í Eign útlendinga íslandi minnkaði tæpa 40 milljarða á fyrstu níu mán- uðum ársins en á sama tíma nam bein fjárfesting erlendra aðila á Is- landi 500 milljónum kr. Erlendar skuldir 402 milljarðar umfram eignir Erlendar skuldir þjóðarinnar námu tæpum 700 milljörðum kr. í lok september sl. en erlendar eign- í hlutabréfum á um 2,7 milljarða ir námu alls um 297 milljörðum. Voru erlendar skuldir þjóðarinnar því um 402 milljarðar kr. umfram eignir. Hrein skuldastaða versnaði um 93 milljarða kr. frá ársbyrjun og hækkaði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 50% í 59%. 46,2 milljarða kr. viðskiptahalli var við útlönd á fyrstu níu mánuðum árs- ins samanborið við 33,6 milljarða á sama tíma í fyrra. Er helsta skýr- ingin á hækkun erlendra skulda umfram viðskiptahalla rakin til gengislækkunar krónunnar og hækkunar á gengi Bandaríkjadals á þessu ári, að því er fram kemur í bráðabirgðauppgjöri Seðlabank- ans. Þar kemur einnig fram að hreint fjárinnstreymi nam rúmum 50 milljörðum á umræddu tímabili sem skýrist af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu í útlöndum. Unnið að undirbúningi þess að flytja ÍR-húsið af Landakotstúninu Húsið verði notað í almanna- þágu UNNIÐ er að undirbúningi þess að fjarlægja IR-húsið við Túngötu af lóð sinni og fljótlega eftir ára- mót verður það flutt á geymslu- svæði Reykjavíkurhafnar til bráðabirgða, en ekki er búið að taka ákvörðun um hvar húsinu verður endanlega komið fyrir. „Reykjavíkurborg á húsið og hefur gengið til samstarfs við Minjavernd um að finna því stað,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Viðhorf Minjaverndar er að það verði þar sem það er í almanna- notkun og notað í almannaþágu.“ Þorsteinn segir mögulegt að húsinu verði komið fyrir í Laug- ardal og að einnig séu staðir í miðbænum sem komi til greina, bæði í Grófinni og við Tryggva- götu. Einnig segir hann að ýmsar hugmyndir séu uppi um starfsemi í húsinu. „Þetta er stór salur og býður upp á fjölbreytta möguleika. Til dæmis væri gaman að þarna yrði einhvers konar menningarstarf- semi. Einnig hafa menn verið að skoða þann möguleika að þarna yrði íþróttaminjasafn af ein- hverjum toga.“ Með stærri húsum sem ákveðið hefur verið að flytja Þorsteinn segir að nú sé verið Morgunblaðið/Asdls Bergur Þorsteinsson og Pétur Oddbergur Heimisson við vinnu í IR-húsinu í gær. að skoða það og meta með hvaða hætti eigi að flytja húsið, en heppilegast væri að reyna að flytja það í heilu lagi. Grunn- flötur hússins er um 170 fermetr- ar og segir Þorsteinn að þetta sé með stærri húsum sem ákveðið hafí verið að flytja hér á landi. Hann segir að ýmsir aðrir þættir geri það að verkum að erfitt sé að flytja húsið. Til dæmis sé þyngdarpunkturinn í því frekar ofarlega, þvi húsið sé hátt og lofthæð í því nokkuð mikil. Ekki í fyrsta sinn sem húsið er flutt Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem húsið er flutt, en þegar það var byggt árið 1897 var það reist mun austar á Landakotstúninu. „Húsið var byggt sem fyrsta kaþólska kirkjan eftir siðaskipti hérlendis og á þeim tíma hét hús- ið Jesú heilags anda kirkja. Eftir að Kristskirkja var tekin í gagnið var húsið gert að íþróttahúsi, ár- ið 1929 og var það flutt á núver- andi stað. Þá var það dregið á stórum keflum og tók flutning- urinn nokkra daga. Fyrst að menn gátu þetta árið 1929 viljum við láta á það reyna hvort ekki takist að flytja það núna, með nú- tímatækni," segir Þorsteinn. Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Galant Stw 2500 nýskráður 7.11. 2000, ekinn 16.000. 16 tommu álfelgur, spoil- er, geislaspilari. Ásett verð 2.270.000. Ath. skipti á ódýrari Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 laugardagar kl. 10-14 BÍLAÞING ÉEKLU Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500 Ntíwe-r eíit í noiv^uiv iíluiYil Laugavegi 174,105 Reykjavfk, slmi 569 5500 www,bilathiiKj.i.s - www bilathiiig.i.s - www hílathinfjjs Vandamál tengd áfengisneyslu í flugvélum afar fátíð Sala áfengis hluti af góðri þjónustu SPURNINGAR um hvers vegna áfengi sé veitt í fiugvélum hafa vaknað í kjölfar óspekkta fjögurra ölvaðra farþega Úrvals Útsýnar á leið með Flugleiðavél til Mexíkó í síðustu viku. Guðjón Amgrímsson, talsmaður Flugleiða, svaraði þessari spum- ingu svo, að líkt og önnur flugfélög í heiminum iitu Flugleiðir á sölu áfengis um borð í vélum sínum sem hluta af því að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu. „Vandamál því íylgjandi eru afar fátíð, langflestir farþeganna nota áfengi í hófi í tengslum við máltíðir. Það er regla að veita ekki ofurölv- uðu fólki áfengi, vandamál eins og það sem upp kom nú á dögunum eiga sér aðrar ástæður en veitinga- þjónustuna um borð,“ sagði Guðjón. Fara ekki heim nema í lögreglulylgd Að sögn Guðjóns fá fjórmenning- amir ekki að fljúga heim með Flug- leiðum nema í lögreglufylgd en .slíkt sé regla í málum sem þessu. Guðjón segir að lögfræðingar Flugleiða séu nú að fara yfir skýrslur flugáhafnarinnar og að í framhaldi af því verði tekin ákvörð- un um hvort höfðað verði mál á hendur farþegunum. Guðjón segir að reglur segi til um að ekki megi veita fólki sem er áber- andi ölvað áfengi í flugvélum og að þessum reglum fylgi flugfreyjur og -þjónar strangt eftir. Hins vegar séu farþegar gjaman með eigið áfengi með sér og vissulega erfiðara að hafa eftirlit með því og það hafi tii dæmis átt við í þessu tilfeúi. Heimildir Morgunblaðsins herma að fólkið hafi komið sér eftir eigin leiðum á áfangastað og þeirra sé von aftur heim til íslands á mánudaginn kemur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.