Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tekjuöfl-
un verði
endur-
skoðuð
Morgunblaðið/Ásdís
Ferðamenn sem ætluðu með hdpferðabil að Flugstöð Leifs Eiríkssonar urðu að ganga með farangur sinn milli vegatálma þar sem annar bíll beið.
Umferð um Reykjanesbraut stöðvuð í 3 ¥2 tíma til að knýja á um tvöföldun
Hundruð manna kom-
ust ekki leiðar sinnar
HÓPUR fólks lokaði í gær Reykja-
nesbraut í 3'/2 klukkustund með því að
stöðva og leggja bifreiðum sínum fyr-
ir veginn. Á tímabili voru vel á þriðja
hundrað bifreiða í bílalestum við
Grindavíkurafleggjara. Þórir Mar-
onsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík,
segir lögregluna Hta málið alvarleg-
um augum og ljóst að gerist slíkt aft-
ur verði viðbrögð lögreglu mun harð-
ari. Hann telur að um hundrað manns
hafi tekið þátt í mótmælunum.
KreQast tvöföldunar strax
Þórir segir mótmælendur hafa lok-
að veginum um kl. 14:30. Fólkið lagði
bflum sínum á veginn beggja vegna
Grindavíkurvegar og lokaði þannig
umferð.
„Þjóðbraut dauðans hefur verið
lokað (tímabundið frá 15:00 til 18:00).
Við sem notum Reykjanesbrautina
krefjumst tvöföldunar strax,“ stóð á
ljósrituðu bréfi sem mótmælendur
dreifðu til vegfarenda. Enginn gaf sig
fram sem forsvarsmaður mótmæl-
anna. Þau svör fengust að „hópur
fólks af Suðumesjum“ hefði á sunnu-
daginn ákveðið aðgerðimar.
Nokkrii’ þeirra sem Morgunblaðið
ræddi við sögðu að bflvelta, sem varð
á gatnamótum Grindavíkurvegar og
Reykjanesbrautar á sunnudags-
morgni, hefði orðið til að hreyfa við
fólki. SMS-skilaboð um fyrirhuguð
mótmæli gengu manna á milli þá um
kvöldið og í gær.
Bjami Daníelsson, íbúi í Keflavík,
var einn mótmælenda. Hann sagði til-
gang mótmælanna vera að flýta fyrir
tvöfóldun Reykjanesbrautar. „Við
þurfum að sýna samstöðu, t.d. eins og
Frakkamir. Þeir gefast ekki upp
heldur standa saman þangað til lausn
finnst," sagði Bjami. Ljóst væri að
möguleikinn væri fyrir hendi. Verk-
takar hefðu lýst því yfir að þeir gætu
leyst verkefnið á mun skemmri tíma
en gert væri ráð fyrir í vegaáætlun.
Okumenn tóku mótmælunum mis-
jafnlega, margir voru ósáttir og létu
gremju sína í ljós. Vegfarendur
spurðu mótmælendur hvaða rétt þeir
teldu sig hafa tii þess að loka veginum
og lýstu efasemdum um að þessi að-
ferð myndi skila árangri.
Vegfarandi, sem Morgunblaðið
ræddi við, sagðist hafa orðið var við
talsverðan hraðakstur skömmu fyrir
mótmælin. Bflstjórar hefðu aukið
hraðann til þess að ná á áfangastað
áður en brautinni var lokað. Til rysk-
inga kom þegar bflstjóri hópferðabfls
reyndi að komast framhjá vegatálm-
anum með því að aka út fyrir veginn.
Valdbeiting ekki skynsamleg
Þórir Maronsson yfirlögregluþjónn
segir það hafa komið lögreglunni á
óvart hve stór hópur tók þátt í mót-
Til harðra orðaskipta kom og lá
við handalögmálum þegar bíl-
stjóri hópferðabfls reyndi að aka
fram hjá vegatálmunum.
mælunum. Um hundrað manns á tug-
um bfla lokuðu Reykjanesbraut.
Hann segir Ijóst að lögreglan hefði
þurft að hafa mikinn viðbúnað ef
ákveðið hefði verið að ryðja Reykja-
nesbraut.
„Við mátum það svo að valdbeiting
væri ekki skynsamleg og hún myndi
ekki bera tilætlaðan árangur,“ sagði
Þórir. Hann telur að hefði lögreglan
ákveðið að beita valdi til að stöðva
mótmælin hefði verið hætta á harka-
legum átökum með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Þá væri Ijóst að lögregl-
an í Keflavík hefði þurft mikinn liðs-
auka og tækjabúnað til þess að ryðja
veginn.
Þórir segir alveg ljóst að verði aftur
reynt að loka Reykjanesbrautinni
muni lögreglan grípa til harðari að-
gerða. Bílar sem stöðvi umferð verði
dregnir á braut eða þeim rutt af veg-
inum eftir viðvörun. Lögreglan skrif-
aði niður skráningarnúmer fjölda bif-
reiða en ekkert hefur verið ákveðið
um hvort eigendur þeirra verði kærð-
ir.
Nokkrir ökumenn brugðu á það ráð
að aka gömul Reykjanesbrautina um
Stapann. Þórir segir lögregluna hafa
ákveðið að beina umferðinni ekki um
þá leið þar sem hætta hefði verið á að
ökumenn skemmdu bfla sína en veg-
urinn væri illfær nema stærri bílum.
Slíkt hefði aðeins aukið á öngþveitið.
Kristján Pálsson, alþingismaður
Reyknesinga, kom að vegartálmun-
um í gær. Hann sagði í viðtali við
Morgunblaðið að hann væri fylgjandi
því að vekja athygli á öiyggismálum á
Reykjanesbraut og að flýta fram-
kvæmdum við tvöfoldun hennar.
Hann gæti hinsvegar ekki stutt ólög-
legar aðgerðir; þær hjálpuðu ekki
málstaðnum. „Eg get hinsvegar skilið
tilfinningar þessa fólks. Suðuraesja-
menn eru almennt mjög slegnir yfir
því hversu alvarleg þessi slys [á
Reykjanesbraut] hafa verið og mörg
dauðaslys á þessu ári,“ sagði Kristján.
STJÓRNARNEFND Landspítala -
háskólasjúkrahúss hvetur til þess, í
bókun sem gerð var á fundi nefnd-
arinnar í síðustu viku, að tekjuöflun
spítalans verði tekin til heildarend-
urskoðunar og jafnframt að leitað
verði allra leiða til að selja eða
leigja eignir spítalans og verja sölu-
andvirðinu til uppbyggingar á
stofnuninni. Að sögn Guðnýjar
Sverrisdóttur, formanns stjómar-
nefndar, er þar fyrst og fremst vís-
að til landeigna stofnunarinnar í
Kópavogi.
I bókuninni segir m.a.: „Stjóm-
amefndin hvetur til þess að tekju-
öflun spítalans verði tekin til heild-
arendurskoðunar, þar á meðal
gjaldtaka, og tillögur að breyting-
um verði sem fyrst lagðar fyrir
stjómamefnd og ráðuneyti. I þeim
verði Ieitast við að gæta hagsmuna
hinna efnaminni." Ennfremur segir
að stjómamefndin hvetji til þess að
leitað verði allra leiða til að selja
eða leigja eignir spítalans og verja
andvirði sölunnar til uppbyggingar
á stofnuninni.
Spurð um sölu eða leigu eigna
spítalans sagði Guðný að þar væri
fyrst og fremst vísað til lands í eigu
spítalans í Kópavogi, í grennd við
Kópavogshælið. Ekki væri búið að
meta verðmæti þess. Hún sagðist
t.d. gjaman vilja að því fé sem
þannig aflaðist yrði fyrst og fremst
varið til að bæta bágborinn húsa-
kost slysadeildar spítalans.
Um það hvort stjórnamefndin
væri að mælast til þess að aukin
þjónustugjöld yrðu lögð á með vís-
an til endurskoðunar á tekjuöflun
sem hafi hagsmuni hinna efnaminni
að leiðarljósi, sagði Guðný að breyt-
ingar á gjaldtöku væru ekki ein-
göngu mál stjómamefndarinnar
heldur pólitísk spuming og margir
fletir á málinu. „En eins og þetta
kemur mér fyrir sjónir er ekki sam-
ræmi í gjaldtökunni," sagði hún en
sagðist vænta þess að það yrði
skoðað hvort breytinga væri þörf.
Að sögn Guðnýjar liggur fyrir,
eftir afgreiðslu fjárlaga á Alþingi í
gær, að stofnunina vantar 4-500
m.kr., eða um 2%, til að endar náist
saman í óbreyttum rekstri hennar á
næsta ári.
-------*-*-*-------
Gallup-könnun á
fylgi flokkanna
Vinstri-
grænir með
20% fylgi
FYLGI Sjálfstæðisflokksins er nú
45% samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Gallups sem fram fór 8. til 29. nóv-
ember. Vinstrihreyfingin - grænt
framboð nýtur stuðnings 20% kjós-
enda.
Spurt var hvaða flokk eða lista fólk
myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í
dag, hvaða flokkur yrði Hklegast fyrir
vaHnu og hvort Hklegra væri að Sjálf-
stæðisflokkurinn yrði kosinn eða ein-
hver hinna flokkanna. Samfylkingin
nýtur stuðnings 19% kjósenda og
Framsóknarflokkurinn fengi 13%
fylgi. í Þjóðarpúlsi Gallups kemur
firam að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi
verið nokkuð stöðugt í síðustu mæl-
ingum en fylgi Framsóknarflokksins
sveiflist nokkuð og hefði lækkað
nokkuð frá síðustu könnun. Þá kemur
fram að Samfylkingin og Vinstri-
hreyfingin - grænt framboð hefðu
haft áHka fylgi í síðustu mælingum.
Rúmlega 23% vora ekki viss um
hvað þau myndu kjósa eða neituðu að
gefa það upp og tæplega 5% sögðust
myndu skila auðu eða ekki kjósa ef
kosningar færa fram nú.
Jólasveinar
ganga um gatt
Leikþættir og lög
við kvæði
Jóhannesar
úr Kötlum.
Ástsælustu
leikarar þjóðarinnar
bregða sér í gervi
gömlu íslensku
jólasveinanna
á þessum
bráðskemmtiLega
diski.
Mál og menning
Laugavegl 18 • Slmi 515 2500 • Slðumúla 7 • Sfml 510 2500
Andlát
SIMON PÁLSSON
SÍMON Pálsson, for-
stöðumaður markaðs-
og sölusviðs Flugleiða
á íslandi, lést á Land-
spítalanum sl. sunnu-
dag, 52 ára að aldri.
Hann fæddist í
Reykjavík 30. apríl
1948, sonur hjónanna
Jóhönnu Símonardótt-
ur og Páls Þorsteins-
sonar.
Símon lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri
og hóf störf hjá Flug-
félagi íslands árið
1969 og vann þar og síðar hjá Flug-
leiðum alla sína starfsævi.
Símon gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Flugleiðir innanlands
og erlendis, var m.a.
svæðisstjóri í Washing-
ton frá 1985-1987,
svæðisstjóri á Norður-
löndum frá 1987-1992
og svæðisstjóri á Bret-
landseyjum frá 1992-
1994. Frá 1994 og til
dauðadags var hann
forstöðumaður mark-
aðs- og sölusviðs Flug-
leiða á íslandi.
Símon starfaði að
ýmsum félagsmálum og
átti m.a. sæti í stjóm
bresk-íslenska verslun-
arráðsins við fráfall sitt.
Eftirlifandi eiginkona Símonar er
Þuríður Vilhjálmsdóttir. Þau eignuð-
ust tvo syni en einnig lætur Símon
eftir sig dóttur af fyrra hjónabandi.