Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra á Alþingi í gærmorgun Övissa ríkir um framlagningu frumvarps um sameiningu VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði við upphaf þingfundar á Alþingi í gærmorgun að mikil óvissa ríkti um það hvort lagt yrði fram á Alþingi fyrir jól frumvarp til laga sem miðaði að sam- einingu Landsbanka íslands og Bún- aðarbanka íslands. Lagði hún þó áherslu á að mikilvægt yrði að sam- þykkja slíkt frumvarp fyrir jól verði niðurstaða samkeppnisráðs á þá leið að unnt verði að sameina bankana. Um það af hverju lægi á að afgreiða málið fyrir jól benti ráðherra á að bankamir væru fyrirtæki sem skráð væra á markaði og að ekki væri æskilegt að slík fyrirtæki væru „í op- inbei-ri umræðu vikum saman“. Valgerður lét þessi ummæli falla eftir að þingmenn stjórnarandstöð- unnar höfðu kallað eftir upplýsing- um um stöðu málsins í ljósi þess að gert er ráð fyrir því að hlé verði gert á störfum þingsins nú á föstudaginn samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Sögðu stjórnarandstæðingar að hér væri stórt mál á ferðinni og því ekki boðlegt að ætla þingmönnum að ræða það á þeim tíma sem eftir lifði fram að jólahléi. Þá gæfi hnútukast milli formanns bankaráðs Búnaðar- bankans, Pálma Jónssonar, og Val- gerðar Sverrisdóttur í fjölmiðlum um helgina ekki tilefni til að ætla að sátt ríkti um sameiningarferlið hjá stjórnarflokkunum. „Mér fmnst í sjálfu sér mjög eðli- legt að háttvirtir þingmenn taki þetta mál hér upp í upphafi fundar,“ sagði viðskiptaráðherra, „þar sem mikil óvissa ríkir í málinu. En því miður get ég ekki létt á þeirri óvissu á þessari stundu vegna þess að ég veit ekki hvort málið kemur inn á þing.“ Sagði ráðherra að málið væri til umfjöllunar hjá samkeppnisráði og að afgreiðsla þess væri komin í tímaþröng vegna þess að samkeppn- isráð þyrfti að taka sinn tíma. „En ég hef hins vegar undirbúið málið þannig í mínu ráðuneyti að það verður ekkert að vanbúnaði að leggja fram frumvarp hér á háttvirtu Alþingi strax og niðurstaða fæst verði hún á þá lund að sameining sé möguleg." ítrekaði ráðherra að hún gerði sér fulla grein íyrir því að tím- inn væri naumur en kvaðst vona að þingmenn væru tilbúnir að vinna að afgreiðslu málsins yrði niðurstaða málsmeðferðarinnar sameiningunni ívil. Síðar sagði ráðherra: „Ég vil segja um þá umræðu sem fór fram hér um helgina ... að ég taldi nauðsynlegt að grípa inn í það mál.“ Vísaði hún þar Morgunblaðið/Arni Sæberg Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra í ræðustóli á Alþingi. ALÞINGI til umfjöllunar fjölmiðla um að hún hefði óskað eftir því við formann bankaráðs Búnaðarbankans, Pálma Jónsson, að Þorsteinn Þorsteinsson, yfirmaður verðbréfasviðs bankans, tæki við stjórn viðræðnanna fyrir hönd Búnaðarbankans. „Ég sem fer með eignarhlut rík- isins, sem er yfir 70% í bankanum, hlýt að hafa fullan rétt á því að kalla formann bankaráðs á minn fund og beina tilmælum til hans. Hann er skipaður af mér. Ég hef ekki farið fram á neitt við bankaráðið. Ég kall- aði formanninn á minn fund vegna þess að ég hafði áhyggjur af vinnu- brögðum Búnaðarbankans í málinu af því að tíminn er svo skammur sem raun ber vitni. Þetta er málið. Ég lak því ekki í fjölmiðla." Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, var sá stjórnarand- stæðingur sem var málshefjandi um- ræðunnar í gær. Sagði hann m.a. að þingmönnum væru að berast þær fréttir utan úr bæ að til stæði að „henda inn í þingið" á allra síðustu sólarhringum eða jafnvel klukkutím- um fyrir jólahlé framvarpi um sam- einingu ríkisviðskiptabankanna. Það hlyti að teljast nokkuð sérstakt, ef rétt væri, í ljós þess hve stórt mál væri á ferðinni. „Ég tel það ekki eftir mér að vinna hér einhverja daga umfram starfs- áætlun,“ sagði hann og bætti því við að málið snerist ekki um það. Hér væri á hinn bóginn um stórmál að ræða sem vekti upp ótal spurningar. Málsmeðferð verði vönduð Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, benti eins og aðrir þingmenn stjómarandstöðunn- ar á, að sameining bankanna væri stórt mál sem þingmenn þyrftu að taka sér góðan tíma til að skoða. Sagði hún að það væri ekki boðlegt að ætla þingmönnum að afgreiða málið á þeim tíma sem eftir lifði af starfi þingsins fram að jólum. Þá gæfu orðaskipti „um helgina milli ráðherra og fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í bankaráði, formanns bankaráðs, ekki tilefni til að ætla að samstaða væri um þetta mál milli stjórnarflokkanna", eins og hún orð- aði það. Næstur í ræðustól var Sverrir Hermannsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Fullyrti hann að það væri ekki tímapressa sem ylli því að útilokað væri að taka málið til end- anlegrar afgreiðslu heldur væri það klúður í málsmeðferð. Benti hann á að málið væri afar viðkvæmt og sagði m.a. að starfsmönnum og við- skiptavinum bankans hefði verið haldið algjörlega utan við undirbún- ing málsins. Ennfremur sagði Sverr- ir að verði sameiningin afgreidd með þeim hætti sem nú stefndi í myndi eigandinn, ríkisstjóður, tapa stór- lega á sameiningunni. Sameinaður banki yrði þá innan árs orðinn jafn- stór eða minni en Landsbankinn væri í dag. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, taldi vart hægt að bjóða Alþingi upp á óvissu um það hvort málið komi til kasta þingsins fyrir jól eða ekki. Enn síður væri hægt að bjóða starfsmönnum bankans upp á slík vinnubrögð. Og Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylkingar- innar, sagði að ef löggjafinn ætlaði sér að afgreiða málið á þremur til fjóram dögum hætti fólkið í landinu að bera virðingu fyrir Alþingi. Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði það eins og aðrir þingmenn eðlilegt að kallað væri eftir upplýsingum um það hvort til stæði að afgreiða málið á Alþingi fyrir jól. Og Jóhann Arsælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti eins og aðrir á nauðsyn þess að málið fengi vandaða umfjölluna á þingi. „Eg geri ekki ráð fyrir því að al- þingismenn víki sér neitt undan því að vinna að þessu máli en það liggur fyrir að samkeppnisstofnun er ekki búin að skila því frá sér,“ sagði hann og ítrekaði að svo virtist sem ósam- komulag væri um vinnubrögð í mál- inu að minnsta kosti milli viðskipta- ráðherra og bankaráðs Búnaðar- bankans. Jón Kristjánsson, formaður gárlaganefndar, við afgreiðslu fjárlaga næsta árs Afkoma ríkissjóðs með því besta sem gerist í OECD ALÞINGI samþykkti í gær fjárlög ársins 2001 en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með um 33,9 milljarða króna tekjuafgangi á næsta ári. Tekjur rík- issjóðs era áætlaðar um 253 milljarð- ar króna og útgjöld um 219 milljarðar króna. Við lokaatkvæðagreiðslu fjárlag- anna lagði Jón Kristjánsson, formað- ur fjárlaganefndar Alþingis, m.a. áherslu á að afkoma ríkissjóðs væri með því besta sem gerðist í OECD ríkjunum en fulltrúar stjómarand- stæðinga töluðu m.a. um að ekki væri allt sem sýndist. Stór hluti tekjuaf- gangsins væri fenginn með sölu eigna. Fjái'lögin vora í heild samþykkt með 30 samhljóða atkvæðum. Atján þingmenn stjómarandstöðunnar sátu hjá og fimmtán þingmenn vora fjarverandi. Áður höfðu allar breyt- ingartillögur meirihluta fjárlaga- nefndar verið samþykktar en tillögur minnihlutans og einstakra þing- manna stjórnarandstöðunnar verið felldar. Breytingartillaga Sverris Hermannssonar, þingmanns Frjáls- lynda flokksins, um að Jóni Þórarins- syni tónskáldi yrði bætt við heiðurs- launaflokk listamanna, var á hinn bóginn dregin til baka. „Þau fjárlög sem hér era til loka- afgreiðslu styrkja stöðu ríkissjóðs og auka möguleika í framtíðinni til að standa undir velferðarþjónustu í landinu," sagði Jón Kristjánsson m.a. við afgreiðslu fjárlaganna. „Afkoma ríkissjóðs er nú með því besta sem gerist í OECD-ríkjunum. Þetta eru mikil umskipti eftir samfelldan halla- rekstur allt frá árinu 1993 til 1998 og þetta eru jákvæð skilaboð inn í efha- hagslífið í landinu.“ í besta falli óvissufjárlög Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sagði á hinn bóginn að fjárlögin yrðu í besta falli nefnd óvissufjárlög. „Það er ekki allt sem sýnist við afgreiðslu þeirra,“ bætti hann við. „Þannig er hinn nafntogaði afgangur að helmingi til fenginn með sölu eigna.“ Þá sagði Steingrímur að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá væra versnandi horfui' í efnahagslífi þjóð- arinnar. „Því miður breyta tilskipanir og yfirlýsingar hæstvirts forsætis- ráðherra um að allt sé í himnalagi, jafnvel þótt þær séu gefnar á Selfossi, engu til um þessa staðreynd mála.“ Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að því miður tæki framvarpið ekki á þeim meginvandamálum sem til staðar væra í efnahagslífi þjóðarinnar. Við- skiptahallinn færi enn vaxandi, verð- bólgan vær enn á ný komin á kreik og gengi krónunnar væri veikt. „Þá er ekki bættur hagur þerira sem minnst hafa fengið úr góðærinu," sagði hann. Að lokum sagði Guðjón A. Krist- jánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, að fjárlögin væru verð- þenslufjárlög. „I þeim er ekki að finna það viðnám gegn verðbólgu sem nauðsynlegt hefði verið að veita.“ Kynna sjónarmið Islands vegna hvalveiða ÍSLENSK stjórnvöld vinna nú að því að undirbúa hvalveiðar hér við land með því að kynna málstað og sjónarmið Islend- inga í þessum efnum fyrir helstu viðskiptaþjóðum okkar. Mun sú kynning halda áfram á næsta ári en gert er ráð fyrir 25 milljónum króna til þessa verkefnis á næsta ári í frurn- varpi til fjárlaga 2001 eins og það lítur út eftir aðra umræðu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Árna M. Mat- hiesen sjávarútvegsráðherra í fyrirspumartíma á Alþingi. Heimild til þessa verkefnis á fjárlögum þessa árs var 15 milljónir króna. Kynningin á sjónarmiðum íslendinga er í samræmi við ályktun Alþingis frá vorþingi 1999 um að hafn- ar skyldu hið fyrsta hvalveiðar hér við land. . Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, vakti máls á hvalveiðimál- inu í fyrirspurnartímanum og taldi að ekki væri nóg um að- gerðir til að hrinda tillögu Al- þingis í framkvæmd. Ár eftir ár væri talað um að til væri samþykkt Alþingis um hval- veiðar en lítið virtist miða í þá átt að sjálfar veiðarnar gætu hafist. Aðra þá þingmenn sem til máls tóku virtist einnig vera farið að lengja eftir því að hvalveiðar hæfust við Is- land. Jóhann Ársælsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að það ætlaði að ganga seint að hefja hvalveið- ar þrátt fyrir ályktun Alþingis og Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður títt- nefndrar tillögu, skoraði á ráð- herra að hraða kynningar- starfseminni þannig að Is- lendingai' gætu hafið hval- veiðar sem allra fyrst. Þá kvaðst Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telja óhjákvæmilegt að íslend- ingar stefndu ákveðið að því að taka upp hvalveiðar eins og þær voru áður stundaðar. Vís- aði hann þar til þess að á með- an hvalveiðar hefðu verið stundaðar frá Hval hf. í Hval- firði hefði verið haft að leið- arljósi að hægt væri að nýta allt kjöt sem veiddist til mann- eldis. í máli sjávarútvegsráðherra kom fram að Islendingar myndu, þegar að því kæmi, hátta sínum hvalveiðum á ann- an veg en Norðmenn. „Norð- menn flytja ekki afurðir sínar út en það tel ég ekki vera kost sem myndi henta okkur.“ Aiþingi Dagskrá DAGSKRÁ Alþingis hefst kl. 13.30 í dag með fyrirspurnum til ráð- herra. Kl. 14 verður siðan umræða utan dagskrár um sameiningu rík- isviðskiptabankanna. Málshefjandi verður Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra verður til andsvara. Þá verða eftirfarandi mál m.a. á dagskrá: Lyfjalög Sjúklingatrygging Blindrabókasafn Islands Skráning skipa Tekju- og eignarskattur Stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.