Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 13 FRÉTTIR Fjölmennur hópur samstúdenta sótti aðventumessu í Fella- og Ilólakirkju. Skólafélagar hittast á jólaföstunni Morgunblaðið/Sverrir ÚTSKRIFTARÁRGANGUR ársins 1955 frá Menntaskólanum í Reykja- vík hefur haft það fyrir sið í um 20 ár að hittast snemma á jólaföstunni í messu hjá skólabróður sínum, Hreini Hjartarsyni, presti í Fella- og Hólakirkju. Ekki var brugðið út af vananum í ár og það var fjölmennur hópur menntskælinga sem heim- sóttu kirkjuna annan sunnudag í að- ventu og hlýddu á sérstaka tónlist- armessu og gæddu sér á kaffi og kökum í safnaðarheimilinu á eftir. „Þessi hópur hefur alltaf verið sérstaklega samheldinn og hist á hverju ári frá útskrift," segir Eh'einn og hlær við þegar hann við- urkennir að umræðuefnið hafi breyst lítillega í gegnum áratugina. „Fyrstu árin var talað um hverjir væru búnir að trúlofa sig, næstu ár- in þar á eftir var farið að tala um börnin og nú er svo komið að barna- börnin, gönguferðirnar og eilífð- armálin eiga hug okkar allan." Sérstök skemmtinefnd starfar til að skipuleggja ferðir og samkomur sem hópurinn sækir. Nefndina situr einn úr hverri bckkjardeild, valinn til fimm ára í senn. Guðrún Hall- dórsdóttir, formaður skemmti- nefndarinnar, segir að þrátt fyrir að sumir samstúdentanna séu bú- settir erlendis komi það ekki f veg fyrir að þeir hitti gömlu skólasystk- inin, heldur leggi fólk bara Iand undir fót til að geta tekið þátt í há- tíðunum. „Nefindin sér til þess að við hitt- umst alla vega einu sinni á ári - en oftast að minnsta kosti þrisvar. Þeg- ar við vorum (jörutíu ára stúdentar notuðum við tækifærið og hittumst mörgum sinnum til að athuga hvernig við ætluðum að halda upp á herlegheitin.“ Aðventmessan hjá séra Hreini er að sögn Guðrúnar fastur liður í jóla- undirbúningi skólasy stkinanna og kærkomin stund til að hitta alla gömlu félagana. „Það hefur verið okkur dýrmætt að geta hist og við þetta hafa skapast með okkur eig- inleg systkinabönd en trúföstustu vinimir eru oft þeir sem maður kynntist á táningsárunum," segir Guðrún og hlakkar til næsta fundar á nýju ári þegar hópurinn ætlar að líta á sýningu Herranætur, leik- félags Menntaskólans í Reykjavík. Fauk út af við Hafurs- fell ÁÆTLUNARBIFREIÐ frá Hópferðabílum Helga Péturs- sonar fauk út af veginum á sunnanverðu Snæfellsnesi í gærmorgun. Mikið rok var og undir Hafursfelli skall sviptivindur á bílnum sem þeyttist út af veginum. Snarræði bílstjórans, Sverris Ulfssonar, þegar hann hreinlega ók út af veg- inum kom í veg fyrir veltu og meiriháttar skemmdir, að því að talið er. Þegar aðstæður höfðu verið kannaðar komst bíllinn, lítils- háttar skemmdur, upp á veg- inn aftur og gat haldið áfram akstri til Reykjavíkur. Enginn slasaðist í þessum sviptingum en með bílnum voru tveir farþegar. Urskurður um umgengni móð- ur óhaggaður HÆSTIRÉTTUR hefur fellt dóm undirréttar úr gildi og dæmt að ekki skuli ógilda úrskurð barnaverndar- ráðs Islands í máli móður sem vildi aukinn umgengnisrétt við tvær dæt- ur sínar. Þeim hafði verið komið í fóstur þegar önnur var rúmlega tveggja ára og hin 9 mánaða. Móðirin eignaðist tvær dætur, 1990 og 1992, með þáverandi eigin- manni sínum. Vegna erfiðleika á heimilinu samþykktu hjónin að dæt- umar færu í varanlegt fóstur, eða til 16 ára aldurs. Samkvæmt fóstur- samningum áttu dæturnar, sem fóru hvor á sitt heimilið, rétt á umgengni við foreldra sína tvisvar á ári í tvo tíma í senn. Eftir skilnað foreldr- anna 1995 breyttist umgengnin þannig að foreldrarnir komu hvort í sínu lagi. I september 1996 óskaði móðirin eftir aukinni umgengni við dæturn- ar. Bamavemdamefnd Reykjavíkur úrskurðaði í júlí 1997 að umgengni við hvora dóttur skyldi sem fyn1 vera tvisvar á ári í tvær stundir í senn. Hún skaut úrskurðinum til barna- verndarráðs íslands, sem staðfesti umgengnistíma en ákvað að fyrri umgengnistíminn skyldi vera sam- eiginlegur með þeim systrum og var konunni heimilað að taka með sér núverandi eiginmann og son þeirra. Móðirin vildi fá þessum úrskurði hnekkt og höfðaði mál. Hún hélt því fram að ekkert hefði komið fram, sem réttlætti svo takmarkaða um- gengni. Löggjafinn hefði metið það svo, að böm í varanlegu fóstri skyldu hafa umgengni við kynforeldra sína. Augljóst væri, að slík umgengni ætti ekki að vera svo lítil, að áhrifa henn- ar gætti nánast ekki. Tilgangur með fóstri, hvort sem það væri tímabund- ið eða varanlegt, væri sá, að bamið færi aftur til kynforeldra sinna. Framkvæmd barnavemdaryfirvalda hefði aftur á móti orðið á þann veg að þrengja umgengnisrétt. Væri það andstætt alþjóðasáttmálum, sem Is- land er aðili að, svo sem samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá sagði móðirin barna- verndaryfirvöld hafa brotið meðal- hófsreglu stjórnarfarsréttar með því að úrskurða umgengni svo knappa. Málið rannsakað ítarlega Hæstiréttur sagði það ekki vera hlutverk dómstóla að kveða á um inntak umgengnisréttar, en þeir ættu úrskurð um það, hvort ákvarð- anir barnaverndaryfirvalda væru byggðar á lögmætum grunni. „Gögn málsins bera með sér, að barna- verndamefnd Reykjavíkur hafði rannsakað mál þetta ítarlega, áður en hún kvað upp úrskurð sinn 1. júlí 1997. Skýrslur félagsráðgjafa og sál- fræðings, sem kannað höfðu allar að- stæður, lágu fyrir, og virðist undir- búningur allur hafa verið faglegui- og traustur," segir Hæstiréttur og vísar til samdóma álits allra kunnáttu- manna um að hagsmunir telpnanna mæltu með því, að umgengnisréttur skyldi vera óbreyttur. Rétturinn féllst ekki á, að með vistun barns í varanlegt fóstur til sjálfræðisaldurs væri almennt að því stefnt, að fósturbarn hyrfi til for- eldra sinna að nýju, heldur að bamið fengi gott uppeldi og aðbúnað hjá fósturforeldmm allt til sjálfræðis- aldurs. Lögum samkvæmt ætti barn í fóstri rétt á umgengni við kynfor- eldra og aðra, sem því væm nákomn- ir. Bamavemdarnefnd ætti úrlausn- arvald um umgengni barna í fóstri við kynforeldra sína, og samkvæmt lögum gæti nefndin úrskurðað að umgengnisréttar nyti ekki við, ef sérstök atvik yllu því, að umgengni barns við foreldra væri andstæð hag þess og þörfum. Það væri því ekki efnislega ólögmætt að takmarka um- fang umgengnisréttar. Þá vísar Hæstiréttur til að í barnarétti sé það grundvallarregla, að hagsmunir barnsins séu í fyrir- rúmi við allar ákvarðanir, sem það snerta. Telpumar hafi verið settar í fóstur eftir að önnur vægari úrræði höfðu verið reynd, eins og skylt sé lögum samkvæmt. Málið hafi hlotið traustan undirbúning og m.a. verið rætt á sex fundum barnavemdar- ráðs áður en úrskurður þess var kveðinn upp. Verði ekki annað séð en hann hafi verið faglega unninn og undirbúinn og brjóti ekki í bága við lögeða alþjóðasamninga. Enn eitt umferðarslysið á Reykj anesbraut Sex slös- uðust í bílveltu SEX slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar b£U valt á gatnamótum Reykja- nesbrautar og Grindavíkurvegar snemma á sunnudagsmorgun. Um var að ræða fólksbíl gerðan fyrir fimm manns en sex ungmenni á leið heim úr gleðskap í Reykjavík vora í bílnum þegar hann valt. Sá yngsti í bílnum var fæddur 1986 en sá elsti 1961. Að sögn lögreglu í Keílavík er ekki ljóst hver tildrögin vora en ekki var hálka á veginum og aðstæður góð- Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Bíllinn er talinn ónýtur eftir slysið. ar. Flestir fengu að fara heim eftir að- Hann var fastur inni í bílflakinu og hlynningu og skoðun á sjúkrahúsi en var meðvitundarlaus þegar að var ökumaðurinn er meira slasaður. komið. Málið er í rannsókn. Lœrðu að njóta tónlistar: ‘IónCistamámsHgið ItigóCfs Tónlist er samofin öllu lífi manns, en samt kunna fœstir að njóta hennar tilfulls. Námskeið Ingólfs hafa veitt mörgum innsýn í töfraheim hœstu listar. r Ur þakkarbréfi: „Þessum lokuðu dyrum lauk hann upp fyrir mér á frábœran, hrífandi hátt og ég öðlaðist nýtt mat á gildi fagurlista til aukinnar lífsnautnar og gleði. “ K.H. AÐEINS EITT NÁMSSKEIÐ FRAMUNDAN þriðjudagskv. 30. jan.-2 7. feb. 2001 - 5 skipti 2 klst. kl. 20-22 í Safnaðarsal Háteigskirkju. Nokkrir komast enn að sépantað núna í síma 562 0400: Frá MOZART til Mahlers + létt Vínartónlist. Námsskeiðið er styrkt af LISTASJÓÐI HEIMSKL ÚBBS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.