Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 15 Umboðsmaður Alþingis telur að ákvörðun um setningu lyfjamálastjora hafí verið dlögleg Ekki heimilt að meta umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að taka umsókn er barst að liðnum auglýstum umsóknarfresti um starf lyfjamálastjóra ráðuneytisins til efnislegrar meðferðar. Viðkomandi umsækjandi var settur í embættið. Umboðsmaður fullyrðir ekki að ofangreindur annmarki leiði til ógildingar ákvörðunarinnar. Embætti skrifstofustjóra á lyfja- málaskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, svo- kallaðs lyfjamálastjóra, var auglýst laust til umsóknar í júlí á síðasta ári. Um er að ræða afleysingastöðu vegna tímabundins leyfis skipaðs skrifstofustjóra. Tvær umsóknir bárust fyrir 6. ágúst þegar umsókn- arfrestur rann út. Þriðja umsóknin var dagsett 5. ágúst en mótttekin af ráðuneytinu 12. ágúst. Sá umsækj- andi var settur í embættið til eins árs. Annar af þeim tveim umsækjend- um sem lögðu inn umsókn fyrir til- settan tíma kvartaði til umboðs- manns Alþingis 2. september 1999 og lauk hann málinu með úrskurði 21. nóvember síðastliðinn. Fram kom í skýringum ráðuneyt- isins til umboðsmanns, sem reynd- ar bárust ekki fyrr en rúmum átta mánuðum eftir að eftir þeim var leitað, að allir umsækjendur hafi uppfyllt þau menntunarskilyrði sem gerð voru. Hins vegar hafi sá umsækjandi sem settur var í starfið verið talinn standa hinum umsækj- endunum mun framar ef litið hafi verið til reynslu og þekkingar á sviði lyfjamála. Ráðuneytið hafi ekki talið koma til greina annað en að ráða hæfasta umsækjandann. I málinu kom fram ágreiningur milli lögmanns þess sem kvartaði og ráðuneytisins um túlkun laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lögmaðurinn vakti athygli á því að í starfsmannalögum frá 1954 hafi verið sérstaklega tekið fram að heimilt væri að taka til greina umsóknir sem bærust að liðnum umsóknarfresti. í núgild- andi lögum væri slíkt ákvæði hins vegar ekki að finna og taldi lögmað- urinn að það hefði verið fellt úr lög- um við gildistöku núgildandi laga. Ráðuneytið benti aftur á móti á að ekkert hefði verið minnst á þessa breytingu í greinargerð með frum- varpi til nýrra starfsmannalaga og það benti ekki til þess að ætlunin hefði verið að gera efnisbreytingu. Umboðsmaður sagði í áliti sínu að umrætt ákvæði laganna hefði að nokkru leyti vikið frá almennum sjónarmiðum um jafnræði borgar- anna til að sækja um störf og ályktaði sem svo að við lagabreyt- inguna hefði heimild til að taka við umsóknum eftir auglýsta fresti ver- ið felld úr lögum. Umboðsmaður segir í áliti sínu að ráðuneytinu hafi verið heimilt að auglýsa framlengdan umsóknar- frest og taka þá allar umsóknirnar til greina. Slíkt geti meðal annars komið til álita þegar álitleg umsókn berst eftir að umsóknarfrestur er runninn út. Það var ekki gert og var það niðurstaða umboðsmanns að ákvörðun ráðuneytisins um að taka umsóknina til efnismeðferðar án slíkrar auglýsingar hefði ekki haft fullnægjandi stoð í lögum. Tók umboðsmaður fram að með hliðsjón af eðli veitingar á opinberu starfi og hagsmunum þess er veit- ingu hlýtur teldi hann að ekki yrði fullyrt að ofangreindur annmarki á setningu í embætti skrifstofustjóra leiddi til ógildingar á ákvörðuninni. Hann beindi þeim tilmælum til heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins að í framtíðinni tæki það mið af þeim sjónarmiðum sem rakin eru í álitinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Skamman túna tók að slökkva eldinn f Funahöfða. Grunur um íkveikju í bílaverkstæði ELDUR kom upp aðfaranótt sunnu- dags í bílaverkstæði við Funahöfða í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins tók skamman tíma að slökkva eldinn en talsverðar skemmdir urðu vegna sóts og reyks. Eldurinn kom upp á tveimur stöðum í húsinu sam- tímis og leikur grunur á að um íltveikju hafi verið að ræða. Þá var kveikt í rusli við leikskóla í vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags en litlar skemmdir hlut- ust af. Erill og pústrar í miðborginni ÁTTA voru teknir fyrir ölvunar- akstur í Reykjavík aðfaranótt sl. sunnudags. Lögreglan sagði að nokkur erill hefði verið í mið- bænum og ölvun talsverð. Áætl- að er að milli 700 og 1.000 manns hafi verið í miðbænum þegar mest var. Eitthvað var um pústra milli manna en án teljandi árekstra. í Hafnarfirði voru sex ökumenn stöðvaðir fyr- ir ölvunarakstur. Þá hafði lög- reglan tekið fjóra ölvaða öku- menn nóttina á undan og því búin að ná til 10 ökumanna yfir helgina. stólar hefðu ítrekað bent á að við gjaldtöku opinberra aðila yrði að gæta þess að hún væri ekki hærri en sem næmi kostnaðinum við að veita þjónustuna, annars væri um ígildi skattheimtu að ræða og til þess þyrfti lagaheimild. Arðgreiðsla Orkuveitu Reykjavíkur í borgarsjóð og fyriiTennara hennar um áratuga- skeið væri brot á þessari reglu, að hans mati, en það væri yfirlýst mark- mið að sá rekstur sem það fyrirtæki hefði með höndum skilaði hagnaði og hann rynni í borgarsjóð. Ættu að geta krafist endurgreiðslu „í raun ættu borgararnir að geta krafist endurgreiðslu á ofgreiddu fé. Ég teldi ekki útilokað að þeir gætu unnið rétt þar. Mín skoðun er sú að þarna sé um ólögmæta gjaldtöku að ræða,“ sagði Birgir. Hann sagði að í þessum efnum breytti engu þó Orkuveita Reykja- víkur væri að selja íbúum annarra sveitarfélaga en Reykjavík þessa þjónustu. Hún mætti heldur ekki hagnast á þeim viðskiptum. Fyrir- tæki borgarinnar hefðu alveg sömu stöðu gagnvart íbúum annarra sveit- arfélaga og gagnvart íbúum Reykja- víkur nema hvað þetta væri ennþá meira íþyngjandi íyrir íbúa annarra sveitarfélaga, sem ekki nytu góðs að sama marki af arðgreiðslunni í borg- arsjóð. Sum nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hefðu framselt heimild sína til að sinna þessum verkefnum samkvæmt sérstakri heimild í lögum og það ætti ekki að gera stöðu þeirra neitt verri en annarra. Það væri þannig til dæm- is ekki hægt að selja íbú- um Reykjavíkur orkuna á kostnaðarverði og íbúum annarra sveitarfélaga orkuna dýrari, þar sem Reykjavik- urborg hefði ekki heimild til að standa í rekstri í hagnaðarskyni. Birgir bætti því við að Orkuveitan hefði ekki bara greitt arð í borgar- sjóð heldur hefði hún notað fjárhags- legt bolmagn sitt til þess að stofna fjarskiptafyrirtæki. Hann spyrði sjálfan sig að því með hvaða heimild Reykjavíkurborg réðist í slík verk- efni. „í fyrsta lagi staðfestm þetta, eins og arðgreiðslurnar, að menn eru að borga hærra gjald fyrir vatn og raf- magn heldur en það kostar að veita þá þjónustu úr því efni eru til þess að láta fé renna til óskyldra verkefna. í öðru lagi verður maður að spyrja sig hvaðan kemur heimild Orkuveitunn- ar til að reka fjarskiptafyrirtæki. Mér þykir mjög merkilegt að menn skuli ekki hafa vakið athygli á þessu fyrr og enn merkilegra þykh- mér að þetta opinbera fyrirtæki var einka- vætt í kyrrþey að hluta til,“ sagði Birgir. Hann benti á að hlutafé hefði verið selt í fjarskiptafyrirtækinu Línu.neti til ýmissa íyrirtækja. Hann hefði skoðað þetta dæmi sérstaklega og hann hefði ekki fundið neina laga- heimild fyrh’ þessu verkefni. Sér- staklega sé tekið fram að markmið fyrirtækisins sé að starfa á sam- keppnismarkaði sem virðist eiga skila eigendum sínum hagnaði og það brjóti gegn öllum þeim megin- reglum sem gildi í þessum efnum. „Eg fæ ekki annað séð en að þetta brjóti gegn lögmætisreglunni og einnig þeirri reglu sveitarstjórnar- réttarins að heimildir þurfi til at- vinnurekstrar í ágóðaskyni,“ sagði Birgir. Hann segir að það sé mikilvægt að tryggja gagnsæi hins opinbera og að þar sé starfað eftir ákveðnum reglum. „Upplýsingar um verkefni þurfa að vera aðgengilegar og hvaða heimildir hið opinbera hefur til að út- færa þau. Þeir búa í draumaheimi sem halda að vernd borgarans gegn geðþóttaákvörðun sveit- arfélags, hvort sem það er á sviði atvinnulífs eða einhvers staðar annars staðar, sé best varin með því að sveitarstjórnar- mennirnir beri pólitíska ábyrgð. Einhver annar verði bara kosinn næst. En menn hafa enga tryggingu fyrir því að sama ákvörðun verði ekki bara tekin aftur. Þess vegna þurfa menn að hafa skýrar línur um það hvað sveitar- félögin mega gera og getað leitað réttar síns ef sveitarfélagið skríður yfir þær línur,“ sagði Birgir Tjörvi að lokum. Mikilvægt að tryggja gagnsæi BÆTT HETLSA - BETRA LÍF - Blóðflolcka matreiðslubóldn er lcomin í verslanir. Hún er fulikominn förunautur metsölubókarinnar „Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokkw. í bókinni er meðal annars að finna: * T’rjátíu daga matseðla íyrir hvern blóðflokk. * Hátt í 200 frábærar uppskriftir. * Fæðulista og leiðbeiningar um innkaup. :i: Fæðuáætlun sem auðvelt er að fylgja r ásamt nýjum upplýsingum frá dr. D’Adamo sem rannsóknir hans hafa leitt í ljós og eru þær frábær viðauki við hinn greinargóða upplýsingagrunn sem finna má í RETT MATARÆÐI FYRIR l’INN BLÓÐFLOKK. I»að hefur sannast að blóðflokkamataræðið virkar sannarlega. Nú geta allir fengið mat við sitt hæfí. Nánari upplýsingar á www.hellnar.is og smelltu á leiðarljós Sími 435 6810, 698 3850, fax 435 6801.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.