Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ELDUR í ÍSFÉLAGINU Hraðfrystistöð Vestmannaeyia stórskemmdist í eldi á árinu 1950 og fór undir hraun í gosinu Þriðja stórtjónið á 50 árum Hús Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja stórskemmdist í bruna fyrir 50 árum og þau urðu eldi og hrauni að bráð í Vestmanna- eyjagosinu. Bruninn um helgina veldur því þriðja stórtjóninu hjá þessu fyrirtæki á hálfri öld. Hús ísfélags Vestmannaeyja skemmdust einnig mikið í gosinu. ÍSFÉLAG Vestmannaeyja er elsta hlutafélag landsins, stofnað 1901. Það sameinaðist Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og Bergi-Hugin í byrjun árs 1992, undir nafni ís- félagsins. Bergi-Hugin var fljót- lega skipt út úr félaginu og eftir það eignuðust eigendur Hraðfrysti- stöðvarinnar mikinn meirihluta hlutafjár. Sigurður Einarsson, sem nýlega er látinn, var framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvarinnar og síðan ísfélagsins eftir sameiningu. Stofnað til að geyma beitu Þegar línuútgerð hófst í Vest- mannaeyjum rétt fyrir aldamót voru sífelldir erfíðleikar með að geyma beitu. Á almennum fundi í kauptúninu í nóvember 1901 var ákveðið að stofna til hlutafélags til að hrinda íshúshugmyndinni í framkvæmd. Stofnfundur félags- ins, sem hlaut nafnið ísfélag Vest- mannaeyja, var haldinn 1. desemb- er og fyrsta frosthús félagsins reist árið eftir. Félagið réðst síðan í að byggja nýtt íshús á Nýja- bæjarhellu og búa það frystivélum. Tók það til starfa 1908 og er fyrsta vélknúna frystihús á íslandi. Félagið byggði hraðfrystihús á sama stað, hóf heilfrystingu físks um 1940 og síðar á þeim áratug var því breytt í útflutningsfyrir- tæki. Tómas Guðjónsson var stjórnarformaður á þessum árum, alls í sautján ár. Á árinu 1956 gengu nokkrir útgerðarmenn til liðs við félagið. I framhaldi af því tók Bjöm Guðmundsson við stjórn- arformennsku og gegndi henni í 25 ár. Starfsemi Isfélagsins stóð í blóma þegar Vestmannaeyjagosið hófst 1973. Nýbyggt saltverkunar- hús eyðilagðist í gosinu en hraunið stöðvaðist við vegg vélasalar frysti- hússins. Stjórnendur ísfélagsins tóku þá sögulegu ákvörðun að kaupa frystihús á Kirkjusandi í Reykjavík af Tryggva Ofeigssyni útgerðarmanni. Starfsfólk félags- ins, sem búsett var víða á höf- uðborgarsvæðinu, hóf nú vinnu þar. Strax og gosinu lauk var haf- ist handa við uppbyggingu að nýju í Vestmannaeyjum og hófst starf- semi þar réttu ári eftir að gosið hófst. Frystihúsið á Kirkjusandi var þó rekið í tvö ár, eða þar til það var selt Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Íslandsbanki-FBA hefur nú höfuðstöðvar sínar á Kirkjusandi. Sjávarútvegsfyrirtækin sameinast ísfélagið hóf útgerð með þátt- töku í smíði togarans Klakks sem kom heim 1977 og varð fljótlega einn stærsti rekstraraðili skuttog- ara í Eyjum. Kristinn Pálsson og Magnús sonur hans eignuðust meirihluta í ísfélaginu 1988. Krist- inn varð stjórnarformaður þegar Björn hætti og Magnús tók síðan við af honum. Rekstrarerfiðleikar útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja í Vestmanna- eyjum leiddu til mikillar uppstokk- unar. Til urðu tvö stór fyrirtæki 1. janúar 1992. Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja hf. og útgerðarfélagið Bergur-Huginn hf. sameinuðust Is- félaginu undir nafni þess. Sam- starfið gekk ekki upp og níu mán- uðum siðar var félaginu skipt upp þannig að Magnús Kristinsson fór út úr rekstrinum með skip, kvóta og aðrar eignir sem námu eign- arhluta fjölskyldunnar. Eigendur Hraðfrystistöðvarinnar, Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri og fleiri afkomendur Einars Sigurðs- sonar, áttu eftir þessi skipti 80% hlutafjár en eldri hluthafar Is- félagsins 20%. Upphaf hraðfrystingar í Eyjum Einar Sigurðsson, kaupmaður og útgerðarmaður, oft nefndur Einar ríki, stofnaði Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja 1939. Hann keypti Goodthaabeignina, hóf hraðfryst- ingu 1940 og byggði upp frystihús. Markar sú framkvæmd upphaf hraðfrystingar í Vestmannaeyjum. Hraðfrystistöðin var í áratugi eitt stærsta og öflugasta hraðfrystihús landsins. Frystihús félagsins stór- skemmdist í bruna á árinu 1950 og stór hluti þess fór undir hraun í Vestmannaeyjagosinu 1973. Aðfaranótt sunnudagsins 8. janúar 1950 kviknaði í geymslu- húsnæði sem kallað var Kumbaldi og stóð við aðalbyggingu Hrað- frystistöðvarinnar. I frétt Morg- unblaðsins kom fram að ekki hefði tekist að verja aðalbygginguna að öllu leyti, enda var ofsaveður. I brunanum gereyðilagðist um 300 fermetra geymslu- og aðgerðarhús og efsta hæð Hraðfrystistöðvarinn- ar, langstærsta hraðfrystihúss landsins. Einnig eyðilagðist mikið af fiski, vélum, veiðarfærum og alls konar áhöldum. Ekkert tjón varð á mönnum í eldsvoðanum. Aftur á móti fórst vélskipið Helgi við Faxasker, utan við hafnarmynnið, í óveðrinu og tíu menn með því. Byggt upp á nýjum stað Eftir að frystihús Hraðfrysti- stöðvarinnar eyðilagðist í Vest- mannaeyjagosinu í janúar 1973 var nýtt frystihús byggt suður af Frið- arhöfn. Mikið hefur verið byggt við það síðan. Húsin stórskemmdust í brunanum um helgina. Félagið var með alla sína fiskvinnslu í þessari eign, bæði frystingu á bolfiski, loðnu og síld, og saltfiskverkun. Isfélagið á átta fiskiskip, þar af fimm loðnuskip, tvo skuttogara og eitt togveiði- og nótarskip. Hefur Morgunblaðið/Brynjólfur ísfélag Vestmannaeyja hf. tók við frystihúsi Júpiters og Marz hf. á Kirkjusandi 31. mars 1973 og borgaði um leið útborgunina, 30 milljónir kr. af 195 milljóna kr. kaupverði. Á myndinni sem tekin var við athöfnina sést að Tryggvi Ofeigsson útgerðarmaður lítur með velþóknun á ávísunina sem hann tók við úr hendi Björns Guð- mundssonar, stjórnarformanns ísfélagsins. Á milli þeirra er Einar Sigurjónsson, forstjóri ísfélagsins. Vinstra megin á myndinni eru Bjarni Ingimarsson, Páll Asgeir Tryggvason og Haukur Jónasson sem er við hlið Tryggva. Hægra megin, á bak við Björn, eru Bergur Guðjónsson, Sigurður Stefánsson, Kristinn Pálsson, Martin Tómasson, Ólafur Ófeigsson og Eyjólfur Martinsson. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Frystihús Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, nú ísfélags Vestmannaeyja, var byggt upp á nýjum stað eftir Vestmannaeyjagosið. Það stórskemmdist í bruna á laugardagskvöld. fyrirtækið yfir að ráða 4.500-5.000 þorskígilda kvóta í heildina. Bol- fiskskipin eru skuttogarinn Bergey og togveiðiskipið Heimaey en auk þess á félagið skuttogarann Álsey sem hefur verið lagt tímabundið. Fyrirtækið gerir út loðnuskipin Antares, Sigurð, Hörpu og Guð- mund og á auk þess Gígju sem hef- ur verið lagt. Hraðfrystistöðin var með mikla loðnuútgerð og vinnslu á uppsjáv- arfiski og hélt ísfélagið þeirri starfsemi áfram eftir sameiningu. Það byggði til dæmis upp loðnu- bræðsluna sem er á hinu gamla at- hafnasvæði Hraðfrystistöðvarinn- ar. Á síðasta ári bættist loðnu- verksmiðjan í Krossanesi á Akureyri við starfsemi félagsins en þá sameinaðist Krossanes hf. Is- félaginu. ísfélagið hefur yfir að ráða 10,5% úthlutaðs loðnukvóta í landinu og sex síldarkvótum. Þá rekur ísfélagið vélaverkstæði og á Netagerðina Ingólf ehf. Sigurður Einarsson, sonur Ein- ars Sigurðssonar, tók við rekstri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja á árinu 1975 og var framkvæmda- stjóri hennar og síðan Isfélags Vestmannaeyja eftir sameiningu félaganna. Sigurður féll frá í byrj- un október síðastliðins, 49 ára að aldri. Starfsmenn ísfélagsins voru að meðaltali 250 á árinu 1999 og námu launagreiðslur til þeirra um 710 milljónum kr. Ellefu slökkviliðsmenn með þyrlu til slökkvistarfa í Eyjum Höfðu með búnað sem nýttist vel ELLEFU slökkviliðsmenn frá höf- uðborgarsvæðinu tóku þátt í slökkvistörfum í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Fimm slökkviliðsmenn fóru með TF Líf, þyrlu Landhelg- isgæslunnar, upp úr miðnætti og sex í seinni ferðinni um tveimur klukkustundum síðar. Þeir tóku með sér mikinn búnað til slökkvi- starfa. Gunnar Pétursson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að aðkoma þeirra sem fóru í fyrri ferðinni hefði verið nöturleg. Hann segir að ekki hafi orðið við neitt ráðið. Staðan hafi í raun verið sú að tekin var ákvörð- un strax um hvað ætti að brenna og hvað ætti að veija. Gífurlegur hiti myndast þegar eldsmaturinn er fiskikassar og þama hafi verið mik- ið magn kassa. Nánast óframkvæm- anlegt sé að slökkva slíkan eld. Hann segir þó ekki unnt að meta það hvort það hefði breytt miklu ef fjölmennara slökkvilið en er til stað- ar í Vestmannaeyjum hefði verið til taks þegar eldsins varð vart. Sprengihætta af ammoníaksgeymum Gunnai- segir að mikilvægt hafi verið að verja ammóníaksgeymi á svæðinu. Aukist þrýstingurinn í tankinum upp að vissum mörkum blæs tankurinn frá sér ammómaki og þá hefði þurft að rýma afar stórt svæði. Sprengihætta geti verið frá ammóníaktönkum en þó ekki þeim sem eru með búnaði til að tappa af sér við yfirþrýsting. Einnig geti kviknað í ammóníaki en það er þó ekki bráðeldfimt eins og bensín- gufur, að sögn Gunnars. Hann segir að slökkviliðsmenn hafi tekið með stóra byssu sem tengd var við tvær þriggja tommu lagnir og dælir yfir 2.000 lítrum af vatni á mínútu. Reykkafarar kom- ust með hana inn í bygginguna í gott færi þar sem hún nýttist afar vel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.