Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samkomulag; um samruna Austurbakka hf. og Thorarensen Lyfja ehf. Aætluð velta yfir 4 milljarða Morgunblaöiö/Þorkell Náðst hefur sanikomulag um að sameina Austurbakka og Thorarensen Lyf. Austurbakki verður með 42% hlut og Thorarensen Lyf með 58% hlut. STJÓRNARFORMENN Austur- bakka hf. og Thorarensen Lyfja ehf. undirrituðu samkomulag um sam- runa félaganna í meginatriðum sunnudaginn 10. desember síðastlið- inn. Fjármálaráðgjöf Landsbanka Islands hf. hefur unnið að samruna- ferlinu í samstarfi við félögin að und- anfömu. Stefnt er að því að ljúka formlegu samkomulagi fyrir 21. des- ember. í tilkynningu frá félögunum segir að við sameiningu þeirra verði til öfl- ugt og kraftmikið fyrirtæki með áætlaða veltu yfir 4 milljarða og mjög áhugaverður kostur á hluta- bréfamarkaði. Ljóst sé að sameinað félag verði leiðandi á lyfja- og hjúkr- unarvörumarkaði auk þess sem staða félagsins verði mjög sterk á íþróttavörumarkaði, í víndreifingu og almennum smásölumarkaði. Sam- eining félaganna muni leiða til veru- legrar hagræðingar í rekstri. Áætluð vörusala félaganna án virðisaukaskatts á árinu 2000 er u.þ.b 1.850 milljónir hjá Austur- bakka hf. og 2.250 milljónir hjá Thor- arensen Lyfjum ehf. og samstæðu- félögum þess, sem eru Lyfjadreifing og J.S. Helgason. Thorarensen Lyf ehf. eiga 87% í Lyfjadreifingu og 100% hlutafjár í J.S. Helgasyni ehf. Náðst hefur samkomulag um skiptihlutfall í sameinuðu félagi, þannig að Austurbakki hf. verður með 42% hlut og Thorarensen Lyf ehf. með 58% hlut. Austurbakki hf. er nú þegar skráð á Verðbréfaþingi íslands hf. Bæði fyrirtæki leituðu samruna á sama tíma Ámi Þór Ámason, framkvæmda- stjóri Austurbakka hf., segir að stjómendum fyrirtækisins hafi verið boðið á fund í Landsbankanum 20. nóvember síðastliðinn. Þar hafi þeim verið kynntur áhugaverður kostur að mati bankans og Thorarensen Lyfja ehf., sem væri hugsanleg sam- eining fyrirtækjanna. Á sama tíma hefði Búnaðarbankinn hins vegar fengið þau tilmæli frá Austurbakka að kanna hvort stjómendur Thor- arensen Lyfja hefðu áhuga á að tala við Austurbakka. Bæði fyrirtækin hafi því verið að stefna að sama marki. Með samrana fyrirtækjanna verði hægt að beita styrknum til að bæta þjónustuna en hátt þjónustu- stig skiptir miklu máli í dag. Ami segir að hjá hvom fyrirtæki fyrir sig starfi rúmlega 60 manns og að ekki sé gert ráð fyrir fækkun starfsfólks. Stefán Bjamason, framkvæmda- stjóri Thorarensen Lyfja ehf., segir að Austurbakki hafi verið sterkt fyr- irtæki á sjúkrahúsa og spítalamark- aði eins og Thorarensen Lyf og því verði hægt að nýta krafta fyrirtækj- anna saman. Austurbakki hafi hins vegar einnig verið á sviðum sem Thorarensen Lyf hafi ekki verið á en þeim finnist í lagi að bæta við starf- semina í þeim efnum. Hann segir að því stefnt að starfsemi fyrirtækisins verði undir einu þaki er fram líði stundir. Tryggingastofnun semur við VKS TRYGGINGASTOFNUN nkisins (TR) hefur ákveðið að endumýja tölvu- og upplýsingakerfi fyrir TR og bað Ríkiskaup um að óska eftir tilboðum í tímagjald fyrir ráðgjafa- vinnu í þetta verkefni. TR ákvað að ganga að tilboði Verk- og kerfis- fræðistofunnar hf. og voru samn- ingar undirritaðir um síðustu mán- aðamót. í tilkynningu frá TR segir að áætlað sé að endumýjun kerf- isins taki allt að þrjú ár. Kerfið á meðal annars að halda utan um mál- efni tengd lífeyristryggingum og tekur tillit til sla-áningar, úrskurða, greiðslna og upplýsinga um greiðsluþega vegna mála, sem unnin em á lífeyristryggingasviði og í um- boðum TR víðs vegar um landið. Kerfið mun reikna vélrænt út öll réttindi og greiðslur við skráningu í sívinnslu, þannig að bæði starfs- menn og viðskiptavinir vita strax um væntanlegar upphæðir sem greiddar verða út. Inneignir og of- greiðslur eiga að reiknast vélrænt út og í vissum tilvikum verður vél- ræn skuldajöfnun á milli þeirra. Ein af kröfum til kerfisins er að fyrirspurnahluti skuli vera í því. Þetta er vegna sívaxandi fyrir- spurna frá opinberum aðilmn s.s Al- þingi. Núverandi tölvu- og upplýs- ingakerfi fyrir TR keyrir í stór- tölvuumhverfi Skýrr hf. í gegnum skjáherma. Kerfið er ekki notenda- vænt og viðmót þess er nú talið gamaldags. Kerfið hefur auk þess verið þungt og kostnaðarsamt í við- haldi og sveigjanleiki þess er ekki í samræmi við þær kröfur sem nú em gerðar til kerfisins. Með nýjum tölvu- og upplýsingakerfum fyrir TR verður unnt að veita viðskipta- vinum Tryggingastofnunar betri þjónustu auk þess sem rekstrarör- yggi og hagræðing mun aukast með tilkomu þeirra. Fyrir golfkonuna Gardeur-golfbuxur í jólapakkann! Uáutttv Opiö daglega frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-18, sunnudaga frá kl. 13-17. VR og fleiri tengj- ast ^ósleiðara- neti Islandssíma ÍSLANDSSÍMI hefur samið við Verslunarmannafélag Reykjavíkur um yfirtöku allra fjarskipta sam- takanna, en samningur þessa efnis var nýverið undirritaður. Samning- urinn tryggir að skrifstofa VR verður tengd ljósleiðaraneti Is- landssíma. Gagnaflutningssamband VR í Húsi verslunarinnar í Reykjavík er nú 10 Mb, sem er fimmföldun frá því sem var. Öll millilandasímtöl VR hafa farið um símstöð íslands- síma um nokkurt skeið en nú fer öll talsímaþjónusta, innanlands sem millilanda, gagnaflutningar og tenging við Netið um fjarskipta- kerfi Íslandssíma. í tilkynningu frá Íslandssíma er haft eftir Magnúsi L. Sveinsyni, formanni VR, að heimsóknum á vefsíðu VR hafi fjölgað til muna upp á síðkastið og að Netið gegni æ stærra hlutverki í samskiptum við félagsmenn. „Við væntum þess að samningurinn tryggi aukið öryggi og að sú þjónusta verði skilvirkari af okkar hálfu,“ segir Magnús. „Með bættu gagnaflutningssam- bandi verður hægt að koma til móts við þessar þarfir félagsmanna og tryggir samningurinn einnig að kostnaði verði haldið í lágmarki.“ Fjöldi tenginga langt umfram markmlð Samkvæmt tilkynningunni hafa fjölmörg fyrirtæki hafið viðskipti við og tengst ljóleiðarakerfi Is- landssíma á síðustu vikum. Þar á meðal séu Thorarensen Lyf, J.S. Helgason og Lyfjadreifing. Sömu sögu megi segja um hugbúnaðar- húsið i7 og Heklu. Þá segir að Íslandssími hafi sam- ið við um 200 fyrirtæki um teng- ingu við fjarskiptakerfi sitt. Yfir 140 fyrirtækjanna séu þegar tengd kerfi Íslandssíma og sé það langt umfram þau markmið sem fyrir- tækið setti sér á fyrsta starfsári. Að sögn Péturs Péturssonar, upp- lýsinga- og kynningarstjóra ls- landssíma, era þá ótalin þúsundir fyrirtækja og heimila sem hafi fært símaþjónustu sína til Íslandssíma en nota til að mynda grunnnet Landssímans áfram. Þannig séu t.d. um 50 þúsund notendur sem noti frínetsþjónustu ýmissa stofn- ana og fyrirtækja og notist við inn- hringikerfi Íslandssíma. FIOTTAR NÝJAR VÖRUR BAÐSTOFAN BÆJARUND 14. SlMI 564 57 OO Álit opnar nýjan vélasal Aukin áhersla á kerf- isleigu ÁLIT hefur opnað einn fullkomnasta og öraggasta vélasal landsins í Múla- stöðinni við Armúla en Álit leigir vélasalinn af Landssímanum. Álit er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa og óháðri ráðgjöf. Álit býður upp á rekstrar- og ráð- gjafaþjónustu sem er óháð hagsmun- um tiltekinna vöramerkja. Hom- steinn starfseminnar er rekstur upplýsingakerfa undir formerkjum fastra rekstrarsamninga og kerfis- vistunar (ASP). Með opnun starf- seminnar í Múlastöð leggur Álit grann að aukinni þjónustu í rekstri tölvukerfa fyrir viðskiptavini og býð- ur nýja þjónustu sem felst í vistun tölvukerfa (ASP). Vaxandi eftirspurn eftir kerfisleigu I tilkynningu frá Áliti segir að til- gangurinn með rekstri vélasalarins sé að mæta sívaxandi eftirspurn fyr- irtækja um að fela þriðja aðila rekst- ur og umsjón tölvukerfa sinna. Fyr- irtæki sem tengjast vélasal Álits munu þannig fá afnot af miðlægum búnaði og notendakerfum sem stað- sett era í vélasalnum. Álit veitir síð- an þjónustu sem felur í sér daglega umsjón og rekstur á hug- og vélbún- aði. Þannig geta fyrirtækin einbeitt sér frekar að kjarnastarfsemi í stað þess að byggja upp slíka aðstöðu sjálf með tilheyrandi kostnaði og aukinni þörf fyrir sérfræðinga við uppbyggingu og rekstur tölvukerfa. Þessi þróun er að ryðja sér til rúms í þróuðum upplýsingasamfélögum víðs vegar um heim. Vélasalurinn er tengdur við fullkominn varaaflsbún- að og er með sjálfvirkt eldvamar- kerfi, upphækkað kerfisgólf og full- komið kæli- og öryggiskerfi sem tryggir að kerfin halda áfram vinnslu þrátt fyrir rafmagnsleysi eða truflanir. Við hönnun og uppbygg- ingu kerfa í salnum var öryggi, skal- anleiki og sveigjanleiki hafður að leiðarljósi. Til að tryggja rekstrarör- yggi í upplýsingavinnslu era allur búnaður og grannþjónustur höfð tvöföld. Ráðstefna um tetra- kerfið Fjarskiptafyrirtækið Stikla ehf., í samvinnu við Nokia, stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Kea á Akureyri á fimmtudaginn um eiginleika og notagildi tetra-fjarskiptatækninnar fyrir viðbragðsaðfia, yfirvöld og fyr- irtæki hér á landi. Ráðstefnan verður endurtekin á Hótel Loft- leiðum í Reykjavík á föstudag. Meðal fyrirlesara á ráðstefn- unni er Lars Nordstrand, við- skiptastjóri Nokia Networks fyrir tetra-tæknina. Tetra-kerfi Stiklu er framleitt af Nokia og náið samstarf hefur verið með fyrirtækjunum um uppsetningu og rekstur kerfisins hér á landi. Einnig mun Amgrímur Her- mannsson frá ferðaskrifstof- unni Addís fjalla um notagildi tetra-kerfisins fyrir fyrirtæki sitt, en Addís festi nýlega kaup á tetra-þjónustu Stiklu fyrir sína starfsemi. Fulltrúar íslenskra hugbún- aðarfyrirtækja munu einnig kynna lausnir sem þróaðar hafa verið fyrir tetra-kerfið. Ráðstefnan hefst kl. 14.30 báða dagana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.