Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐID FBA spáir 5,5% verðbólgu FBA spáir því að verðbólgan í ár verði 5,1% en 5,5% á næsta ári. Frá upphafi til loka þessa árs ger- ir FBA ráð fyrir því að verðbólgan verði 4,5% og einnig yfir næsta ár. Spáin gerir því ráð fyrir að á næsta misseri komi verðbóga til með að aukast en um og eftir mið- bik næsta árs fari hún að hjaðna að/iýju. I spánni felst óveruleg breyting frá þeirri spá sem bankinn gaf út um miðbik októbermánaðar. Þá spáði bankinn því að verðbólgan í ár yrði 5,2% en 5,5% á næsta ári. Einnig gerði sú spá ráð fyrir að verðbólgan yfir árið í ár yrði 4,2% en 5,4% yfir næsta ár. Megin mun- urinn á spánum felst í því að sam- kvæmt hinni nýju spá koma þau gengisáhrif sem spáð var í október fyrr inn í verðlagið. Gengisvísitala krónunnar var 116 þegar spáin var gerð í október og byggðist spáin á því að vísitalan yrði komin upp í 120 í lok næsta árs. Gengisvísitala krónunnar er nú tæplega 120 og gengur hin nýja spá út frá því að gildið verði hið sama í lok næsta árs. í spá FBA er gert ráð fyrir lægri kjarasamningsbundnum hækkunum á næsta ári en á þessu ári í takt við umsamdar hækkanir á almennum vinnumarkaði. Einn- ig er gengið út frá því að það dragi úr launaskriði samhliða því að það slaknar á spennu á vinnu- markaði. Gert er ráð fyrir því að heldur dragi úr verðbólgu í við- skiptalöndum íslands og þar með úr hækkunum innflutningsverðs í erlendri mynt. Þá er gert ráð fyr- ir því að framleiðni á vinnustund vaxi hægt í sögulegum og alþjóð- legum samanburði bæði í ár og á næsta ári. „Rætist þessi spá mun verð- bólgan í upphafi árs verða mjög viðlíka því sem hún var í upphafi þessa árs. Tvísýnt er því um hvort forsendur þeirra kjara- samninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði haldi. Samningarnir byggjast m.a. á forsendu um stöðugt verðlag og að verðbólgan fari minnkandi. I febrúar á næsta ári mun nefnd skipuð fulltrúum Alþýðusam- bands íslands og Samtaka at- vinnulífsins skoða hvort þessi for- senda heldur og ef það reynist ekki vera má segja launalið samn- ingsins upp með þriggja mánaða fyrirvara. Nokkur óvissa ríkir því um launaforsendu spárinnar. Leiði endurskoðun nefndarinnar til frekari hækkunar launa mun það merkja að verðbólgan verði meiri en hér er spáð,“ að því er fram kemur í nýju markaðsyfirliti FBA. Axapta og Navis- ion áfram í boði NAVISION Damgaard a/s, sameinað fyrirtæki Navision Software a/s og Damgaard a/s, mun halda áfram mark- aðssetningu á núverandi við- skiptakerfum fyrirtækjanna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Concorde Ax- apta íslandi, sem er dreifing- araðili fyrir Navision Dam- gaard á Islandi. Ákveðið hefur verið að við- skiptakerfið Axapta verði boðið sem lausn fyrir með- alstór og stærri fyrirtæki, þar sem tækni og virkni séu ráð- andi þættir. Navision Sol- utions og Damgaard XAL verði hins vegar áfram boðin sem lausnir til meðalstórra og minni fyrirtækja. Navision Solutions er hann- að með 5-300 samtímanotend- ur að leiðarljósi en Damgaard Axapta 5-1.000 notendur. Tilkynnt var í síðasta mán- uði að stjórnir Navision Software a/s og Damgaard a/s hafi lagt til að fyrirtækin sameinist undir nafninu Navi- sion Damgaard a/s. Tillaga um sameininguna verður tek- in fyrir á hluthafafundi beggja fyrirtækjanna 21. des- ember næstkomandi. í tilkynningu Concorde Ax- apta Island ehf. kemur fram að fyrrgreind sameining sé mjög jákvæð fyrir viðskipta- vini Navision Damgaard a/s þar sem þróun, þekking og þjónusta við viðskiptavini og samstarfsaðila eflist til muna. Þá segir að meirihluti ís- lenskra fyrirtækja noti við- skiptahugbúnað frá Navision Damgaard a/s, sbr. Damga- ard Axapta, Navision Fin- ancials, Damgaard XAL og Fjölni. Síminn semur við Tölvu- miðstöð spari- sjóðanna SÍMINN og sparisjóðirnir hafa gert þriggja ára þjónustusamning um talsímaþjónustu, gagnaflutn- inga og fjarvinnslulausnir fyrir öll útibú sparisjóðanna og dótturfyr- irtæki þeirra. Um er að ræða víð- tækt samstarf í talsíma- og gagna- flutningum. Samningurinn er gerður við Tölvumiðstöð sparisjóð- anna, í umboði allra sparisjóða í landinu. Fyrirtækin munu einnig vinna saman að þróun nýrra lausna. í tilkynningu frá Símanum segir að sparisjóðirnir séu um þessar mundir að uppfæra gagnaflutn- ingskerfi sín með það að markmiði að auka hraða þeirra og öryggi. Með þessu geti sparisjóðirnir bætt þjónustu sína við viðskiptavini og samstarfsfyrirtæki. Samningurinn við Símann tryggi að sparisjóðirnir verði ávallt með bestu fáanlegu lausnir á þessu sviði og traust og öruggt samband gegnum fjar- skiptakerfi Símans. Þá segir að sparisjóðirnir vænti jafnframt mik- ils af þróunarsamstarfi við Símann. í tilkynningunni segir að þessi samningur við Tölvumiðstöð spari- sjóðanna sé afar mikilvægur fyrir Símann. Tölvumiðstöðin hafi um árabil verið í fremstu röð á sviði upplýsingatækni fyrir fjármálafyr- irtæki og saman hafi fyrirtækin unnið að mörgum verkefnum. Þar megi nefna GSM-bankann, sem sé útbreiddasta fjármálaþjónustan fyrir farsíma á íslandi í dag. Það verkefni hafi verið eitt af þeim fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Gagnagrunnur Microsoft eða Orade Markaðsmái Epiphany eða Orade Sala Síebei eða Orade Netverslun IBM eða Orade Innkaup Commerce one eða Orade Framleiðsia SAP eða Oracle Dreifing i2 eða Orade Fjármái SAP eða Orade Starfsmannastjórnun PeopieSoft eða Orade Stuðningur Cíarify eða Oracle www.teymi.is Oracle T-businesssuite Fáðu þér heildar- lausn frá Oracle Eða reyndu að púsla saman 10 ölíkum kerfum (engar ieiðbelningar innifaldar) /T Þitt er valið - - TEYMI HUGBÚNAÐUR KNÝR INTERNETIÐ ™ S í m i 5 5 0 2 5 0 0 w w w. t e y m i. i s
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.