Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ehud Barak segir af sér og forsætisráðherrakosningar boðaðar í Israel í febrúar
N etanyahu ekki
kj örgengur
Jerúsalem. AFP, AP.
BENJAMIN Netanyahu, fyrrver-
andi forsætisráðherra fsraels og
leiðtogi Likudflokksins, reyndi
hvað hann gat í gær að koma til
leiðar lagabreytingum, sem gerðu
honum kleift að gefa kost á sér í
forsætisráðherrakosningunum,
sem boðað hefur verið til í febrúar.
Samkvæmt skoðanakönnunum
myndi Netanyahu bera sigurorð af
Ehud Barak, leiðtoga Verka-
mannaflokksins, sem sagði af sér
forsætisráðherraembætti á sunnu-
dag, en þar sem hann á ekki sæti á
þingi er hann ekki kjörgengur.
Tíminn til lagabreytinga
er nauraur
Barak tilkynnti fyrirhugaða af-
sögn sína á fréttamannafundi á
laugardagskvöld og boðaði for-
sætisráðherrakosningar eftir sex-
tíu daga. Hann kvaðst myndu
sækjast eftir endurkjöri og umboði
ísraelsku þjóðarinnar til að semja
um frið við Palestínumenn.
Stjórnmálaskýrend-
ur telja að það hafi
vakað fyrir Barak að
komast hjá því að etja
kappi við Netanyahu,
en sá síðarnefndi
sagði af sér þing-
mennsku og leiðtoga-
stöðu í Likud-flokkn-
um eftir að Barak
sigraði hann í kosn-
ingunum vorið 1999 og
getur því ekki gefið
kost á sér í forsætis-
ráðhen-akosningum,
samkvæmt lögum
ísrael. Netanyahu til-
kynnti engu að síður á
sunnudag að hann myndi verða í
framboði, og stuðningsmenn hans á
þingi hétu því að reyna að ná fram
lagabreytingum, sem gerðu honum
kleift að gefa kost á sér.
En tíminn er naumur, því lög
gera ráð fyrir að skila þurfi inn
framboðum eigi síðar en tveimur
vikum eftir að boðað
hefur verið til kosn-
inga, eða fyrir 25.
desember. Ef laga-
breytingar ná ekki
fram að ganga er lík-
legast að harðlínu-
maðurinn Ariel Shar-
on, núverandi leiðtogi
Likud-flokksins, verði
frambjóðandi flokks-
ins í kosningunum, en
nær öruggt er talið að
Barak beri sigurorð
af honum.
Eftir ósigurinn fyr-
ir Barak í kosningun-
um á síðasta ári leit út
fyrir að stjórnmálaferill Netany-
ahus væri á enda, og mannorð hans
virtist auk þess hafa beðið óbæt-
anlegan hnekki eftir að kærur voru
lagðar fram á hendur honum og
konu hans fyrir spillingu og trún-
aðarbrest í stjórnartíð hans. En
eftir að ríkissaksóknari ísraels
Benjamin
Netanyahu
AP
Ehud Barak tilkynnir afsögn sína á blaðamannafundi í Jerúsalem.
ákvað í september að falla frá
ákæru hefur orðrómurinn um end-
urkomu Netanyahus í eldlínu
stjórnmálanna orðið sífellt hávær-
ari. Hann nýtur töluverðra vin-
sælda meðal þjóðarinnar, ekki síst
þeirra ísraelsmanna sem telja
stjórn Baraks og Verkamanna-
flokksins hafa sýnt linkind gagn-
vart Palestínumönnum.
Frumvarp rætt í næstu viku
Ef svo fer að Netanyahu verði í
framboði er ljóst að harðari afstaða
gegn Palestínumönnum yrði helsta
stefnumál hans í kosningabarátt-
unni. „Maðurinn sem lofaði friði
hefur fært okkur fram á barm
styrjaldar,“ sagði Netanyahu um
Barak á fréttamannafundi á sunnu-
dag.
Stjórnarskrár- og laganefnd
ísraelska þingsins mun í næstu
viku taka til umfjöllunar frumvarp
Likud-flokksins um að þingið verði
leyst upp og boðað verði til þing-
kosninga. Frumvarpið var sam-
þykkt við fyrstu umræðu í þinginu
í síðasta mánuði, en ekki þykir
öruggt að svo fari við aðra eða
þriðju umræðu. En ef frumvarpið
verður að lögum mun það ógilda
boðun forsætisráðherrakosning-
anna í febrúar og verða þær þá
haldnar samhliða þingkosningum,
væntanlega næsta vor. Netanyahu
gæti þá gefið kost á sér í hvorum
tveggja kosningunum.
Iliescu kjörinn forseti Rúmeníu með miklum mun
Segir Rúmena hafa
hafnað ofstæki
Búkarest. Reuters.
VINSTRIMAÐURINN Ion Iliescu
bar sigurorð af þjóðemisöfgamann-
inum Comeliu Vadim Tudor í síðari
umferð forsetakosninganna í Rúm-
eníu á sunnudag, samkvæmt íyrstu
kjörtölum í gær.
Þegar atkvæðin höfðu verið talin í
rúmlega 80% kjörstaðanna var
Iliescu með um 67% atkvæðanna en
Tudor 33%.
Tudor hafnaði þessum tölum, sak-
aði yfirvöld um kosningasvik og
kvaðst ætla að höfða mál til að krefj-
ast þess að úrslitunum yrði hnekkt.
Tudor er mikill aðdáandi Nicolae
Ceausescu einræðisherra, sem var
steypt af stóli og tekinn af lífi 1989,
og málgögn hans hafa veist að gyð-
ingum, sígaunum og ungverska
minnihlutanum í landinu. Flestir
fjölmiðlar Rúmeníu fögnuðu ósigri
Tudors og sögðu að landið hefði ein-
angrast enn meira ef hann hefði far-
ið með sigur af hólmi. „Tudor er of-
stækisfullur leiðtogi sem hefði getað
valdið borgarastyrjöld og algjörri
einangrun landsins frá Evrópusam-
bandinu, NATO og hinum siðmennt-
aða heimi,“ sagði stjórnmálaskýr-
andinn Dan Pavel í dagblaðinu Ziua.
Iliescu er sjötugur fyrrverandi
kommúnisti og gegndi forsetaemb-
ættinu á árunum 1990-96. Hann
sagði í gær að Rúmenar hefðu hafn-
að „ofstæki, útlendingahatri og ein-
ræðistilhneigingum" og tekið stórt
skref í átt að aðild að Evrópusam-
bandinu.
Hyggjast mynda minni-
hlutasljórn
Iliescu og forsætisráðherraefni
hans, Adrian Nastase, fyrrverandi
utanríkisráðherra, hafa þegar hafið
viðræður um myndun næstu stjórn-
ar. Hún tekur við af stjóm miðju-
manna, sem varð svo óvinsæl vegna
misheppnaðra efnahagsumbóta að
Tudor komst auðveldlega í annað
sætið í fyrri umferð forsetakosning-
anna 26. nóvember.
Flokkur Iliescus, Sósíalíski lýð-
ræðisflokkurinn (PDSR), fékk tæp-
an helming þingsætanna í kosning-
Reuters
Ion Iliescu faguar sigri sínum í forsetakosningunum í Rúmem'u í höf-
uðstöðvum flokks síns, Sósialíska lýðræðisflokksins, í Búkarcst.
unum í nóvember og Stór-
Rúmeníuflokkurinn, undir forystu
Tudors, fékk 25% sætanna. Margir
þingmanna Stór-Rúmemuflokksins
hafa enga reynslu af stjómmálum
og nokkrir þeirra hafa verið sakaðir
um glæpi. „Komið hefur upp athygl-
isverð staða því með því að ná kjöri
á þingið njóta þeir nú friðhelgi,“
sagði rúmenskur stjórnmálaskýr-
andi.
Flokkur Iliescus kvaðst ætla að
mynda minnihlutastjórn og sagði að
ekki kæmi til greina að semja um
samstarf við Stór-Rúmeníuflokk-
inn. Tudor gaf til kynna að flokkur
sinn myndi berjast með kjafti og
klóm gegn stjóm Iliescus á þinginu.
Iliescu sagði að forgangsverkefni
Sósíalíska lýðræðisflokksins yrði að
semja fjárlög næsta árs og hefja við-
ræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
(IMF) til að rétta efnahaginn við.
IMF hefur frestað afgreiðslu lána,
sem Rúmenía hafði fengið vilyrði
fyrir, vegna þess að stjórn miðflokk-
anna tókst ekki að ná þeim efna-
hagslegu markmiðum sem samið
hafði verið um.
Rúmenía er næstfjölmennasta
ríkið sem sótt hefur um aðild að
Evrópusambandinu og jafnframt hið
fátækasta. Um 40% íbúanna lifa í fá-
tækt og verðbólgan er um 45%.
•>lkA hlKClk V ./<-bj0Ri.'S|uN
fÓN CUDMCNDSSON " ‘
THOfíODDSlN - ^
kJ CMHHDUK ÞÓRDARDÖl liP
PÁLL GÍSLASON
bókíyrh alla
sem unm &óoam
nunning,i
jfgafan is
Flokksbræður Motz-
feldts vilia sjálfstæði
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SIUMUT-flokkurinn á Grænlandi
stendur frammi fyrir verstu kreppu
frá stofnun flokksins árið 1977.
Fylgi kjósenda fer stöðugt minnk-
andi samkvæmt skoðanakönnunum
og æ fleiri flokksmenn hafa snúist
gegn formanninum, Jonathan Motz-
feldt, sem þeir telja allt of hallan
undir Dani. Hefúr flokksfélagið í
höfuðstaðnum Nuuk nú gengið
þvert á vilja Motzfeldts og kraflst
þess að Grænland segi sig úr ríkja-
sambandinu við Dani, að því er segir
f frétt Ritzau.
Siumut, sem er jafnaðarmanna-
flokkur, hefur verið við völd frá því
að heimastjóm var komið á fót árið
1979. Samkvæmt skoðanakönnun
sem birt var í gær í blaðinu Sermitsi-
aq, hefur flokkurinn tapað 3,4%
fylgi frá kosningunum á síðasta ári.
Hinn stjórnarflokkurinn, Inuit
Ataqatigiit, vinnur hins vegar á.
Motzfeldt hefúr verið formaður
Siumut í 15 ár og segjast margir
flokksfélagar hans nú búnir að fá sig
fullsadda á þvf að allt sé á dönskum
forsendum í heimastjóminni. Hópur
flokksmanna, flestir úr flokksfélag-
inu í Nuuk, hefur krafist þess að
hætt verði að tala dönsku í opinber-
um stofnunum á Grænlandi, hætt
verði að þýða fundi landssljóm-
arinnar yfir á dönsku og að hætt
verði að texta grænlenska sjón-
varpið á dönsku, „þar sem aðeins 9%
þjóðarinnar skilja hana hvort eð er“,
segir Jess G. Berthelsen, varafor-
maður stærstu launþegasamstaka
Grænlands. Berthelsen hefur enn-
fremur kraflst þess, fyrir hönd hóps
kjósenda að ríkjasambandinu við
Dani verði slitið.
Motzfeldt gagnrýndur
í síðustu viku lýsti Motzfeldt því
yfir að Grænlendingar sæktust ekki
eftir sjálfstæði eins og Færeyingar.
Á opnum fundi um framtíð Græn-
lands sl. þriðjudag hófu flokksmenn
hans, öllum að óvömm, að gagnrýna
hann, sögðu heimastjómina hafa
bragðist og að Motzfeldt væri of
hallur undir Dani. Gagnrýni þeirra á
heimastjómina byggist einkum á því
að skólakerfið sé í molum en um 300
grunnskólakennara vantar til starfa.
Þá er mikill skortur á húsnæði og
fúllyrða andstæðingar Motzfeldt að
óánægja almennings fari vaxandi.