Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 41
■txr" T-i’-'no.-Mf r..mTn»nr.n.T,T.T f>» MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 41 LISTIR Morgunblaðið/Hafdís Keith Reed stjórnar æfingu á Jólaoratórfu eftir Johann Sebastian Bach. „Þetta eru jólin“ TOJVLIST Eiðar og Eskifjarðarkirkja KAMMERKÓR OG KAMM- ERSVEIT AUSTURLANDS Jólaoratórían eftir Johann Sebast- ian Bach. Einsöngvarar: Þorbjörn Rúnarson, Keith Reed, Muff Word- en, Xu Wen, Herbjörn Þórðarson, Laufey Geirsdóttir, Suncana Slamning, Þorsteinn Árbjömsson, Maria Gaskell og Júlía Wramling. Kynnir: Amar Jónsson. Stjórnandi: Keith Reed. BACH lauk Jólaóratóríunni síðla árs 1734 og samanstendur hún af sex kantöntum sem hver um sig stendur sem sjálfstætt verk. Kantötumar voru ætlaðar til flutnings frá jólum fram á þrettánda og eins og titillinn gefur til kynna eru þær aðallega byggðar á jólaguðspjallinu. Oftar en ekld eru hinar þrjár fyrstu fluttar sem ein heild en stjómandinn Keith Reed ákvað að freista þess að flytja hana í heild sinni að undanteknum ör- fáum sönglesum, tveimur aríum og einu tríói. Var því um rúmlega þriggja og hálfrar klukkustundar flutning að ræða með einu hléi. Ein- hverjum kann að hafa þótt það fyr- irkvíðanlegt en ekki var ástæða til að óttast, því flutningurinn var í heild sinni afar glæsilegur og metnaðarfull- ur. Fyrstur á svið sté Amar Jónsson. Með sinni hlýju, karlmannlegu og styrku rödd, leiddi hann tónleikagesti inn í verkið, bæði efni þess og tónlist. Má segja að Arnar hafi verið lifandi efnisskrá, því hann kom inn á undan hverri kantötu og kynnti efni hennar. Að mínu mati var vel til fundið að gæða textann lífi á þennan hátt og gerði þennan fluttning allan að meiri sýningu. Enda kom það fljótlega í Ijós að jólaóratórían var hálfsviðsett. Um- gjörðin var látlaus og tveggjahæða sviðið skreytt Ijósum prýddum jóla- trjám, auk þess var lýsing notuð til þess undirstrika enn frekar sýning- argildi verksins. Þá fóra einsöngvar- ar og kór inn og út af sviðinu eftir at- vikum eins og á óperasýningum. Mér er minnistæð í senn hressileg og þokkafull innkoma kórsins undir fyrstu tónum óratóríunnar, bæði í söng og hreyfingum. Þessi innkoma gaf fyrirheit um agaðan flutning sem stóð fyllilega undir öllum væntingum, því þrátt fyrir smæðina býr hann yfir ótrúlegum krafti með þéttum og fyllt- um söng. Aldrei fyrr hefur undirrituð séð kór sem gengur inn og út af sviði á jafn hljóðlátan og fumlausan hátt og Kammerkór Austurlands. Söngur hans var í alla staði frábær og textinn svo skýr að hvert einasta orð skildist! Það er Ijóst að stjómandi kórsins, Keith Reed, hefur þjálfað þennan kór af mikilli festu og árangurinn skilaði sér svo sannarlega á þessum tónleik- um. Því héðan í frá skipar Kammer- kór Austurlands sér sess á meðal bestu kóra landsins. Einsöngvarar kórsins komu einnig á óvart. Má fyrstan telja Þorbjöm Rúnarsson, tenór, sem var í vandasömu hlutverki guðspjallamanns, auk þess söng hann tenóraríumar og í kómum. Raddir guðspjallamanna, sem þurfa að vera mjög háar og bjartar, era vandfundn- ar og stundum hafa heyrst þær raddir að þetta sé deyjandi stétt söngvara, ef svo má segja. Margir þeir söngvarar sem hafa þennan hæfileika hafa feng- ið „fastráðningu" út um allan heim í þetta hlutverk. Lengi vel þurftum við Islendingar að flytja inn slíka söngv- ara en þess þarf ekki lengur með; við höfum eignast okkar eigin guðspjalla- mann. Þorbjöm hefur fallega tenór- rödd frá náttúrannar hendi sem hann hefur mótað mjög vel og skilaði sér einkar vel í hinni erfiðu tenóraríu „Frohe Hirten eilt, ach eilt“ þar sem hver tónn í kólúratúram aríunnar var sunginn af miklu öryggi og túlkun hans mjög músikölsk. Þorbjöm söng aríuna utanbókar svo og flautuleikar- inn Jón Guðmundsson, sem spilaði móti Þorbimi í aríunni og var frammi- staða þefrra eftirminnileg. Annar ein- söngvari sem kom á óvart var banda- ríska altsöngkonan Muff Worden, sem margir hafa kynnst í hlutverki tónleikaskipuleggjanda Bláu kirkj- unnar. Hún er enn einn tónlistarmað- urinn sem sest hefur að á Austurlandi og vinnur óeigingjart starf á sviði tón- listar svo eftir hefur verið tekið. Muff Worden hefur fágæta altrödd, hlýja og dökka með flauelsáferð. Hún minnti mig einna helst á eina af mín- um uppáhalds altsöngkonum, Kath- leen Ferrier. Muff Worden söng eina af undursamlegustu aríum tónbók- menntanna, „Schlafe, mein Liebster" ógleymanlega vel, bæði hvað tækni og túlkun snertir. Það er tilhlökkunar- efni að fá að hlýða á söng hennar í framtíðinni. Þá er komið að þeim manni sem kallar ekki allt ömmu sína, Keith Reed, sem hefur með óþijótandi elju og metnaði sett hvert stórvirkið upp á fætur öðra við krappar aðstæður, má nefna Töfraflautuna, Rakarann frá Sevilla, Elías og nú Jólaóratóríuna Tveir gallagripir LEIKLIST Skagaleikflokkurinn sýnir f Rein á A kran e si ROMMÍ Höfundur: D.L. Coburn. Þýðandi: Tómas Zoega. Leikstjóri: Hermann Guðmundsson. Leikendur: Anton Ottesen og Guðbjörg Árnadóttir. Sunnudaginn 10. desember. ROMMÍ er leikrit af gamla skól- anum, haganlega smíðuð flétta og raunsæisleg persónusköpun. Við fylgjumst með tveimur einstæðing- um á elliheimili kynnast, stytta sér stundir hvor í annars félagsskap og fletta smátt og smátt ofan af skap- gerðarbrestum og óþægilegum stað- reyndum úr fortíðinni. Allt meðfram eða kannski vegna þess að þau geta ekki hætt að spila Rommí, að minnsta kosti ekki meðan nýgræðingurinn Fonsía heldur áfram að vinna hinn sjálfumglaða og þaulreynda Weller í hverju einasta spili, að því er virðist án þess að reyna það. Ef til vill ér eitthvað til í þeirri hellisbúaspeki að konur hafi það fram yfir karla að geta gert tvennt í einu, og ef Weller hefði vit á að þegja myndi hann vinna. En það getur hann ekki, og því fer sem fer. Rommí er kannski ekki dýpsta eða frumlegasta leikrit sem skrifað hefur verið, en haganlega saman sett og allnokkuð skemmtilegt. Skagaleikflokkurinn hefur enga fasta sýningaraðstöðu en er greini- lega laginn að finna sýningarstaði sem hæfa hveiju verkefni. í fyrra sýndu þau eftirminnilega sýningu í sundlaug og nú hafa þau komið sér fyrir í litlu félagsheimili sem gæti hæglega verið matsalur elliheimilis- ins sem verkið á að gerast í. Umgjörð er smekkleg og greinilega íslensk, engin tilraun gerð til að staðsetja okkur í Bandaríkjunum, þótt textinn vísi iðulega þangað. Þetta kemur ekki að sök, enda era persónur þær sem þau Anton og Guðbjörg skapa hrein- ræktuð íslensk gamalmenni. Báðir ná leikaramir á stundum að vera ísmeygilega fyndnir, sérstaklega framan af meðan samskiptin era á léttu nótunum. Texti Wellers er ríku- lega búinn af möguleikum til skemmtilegheita og nýtti Anton sér það ágætlega. Á hinn bóginn virtist mér sem hvoragt þeirra hefði enn náð full- komnu valdi á textanum. Óþarflega oft var hikað, eða svo virtist sem ver- ið væri að umorða setningar. Vænt- anlega eykst þeim þó öryggi eftir því sem sýningum fjölgar. Nokkuð skortir einnig á að sýningin haldi til skila blæbrigðum þeim og stigmögn- un sem leikritið býr yfir. Hraða- og styrkleikabreytingar era ekki nægi- lega vel útfærðar, jafnvel ekki þar sem augljóst er af textanum að eitt- hvað hafi gengið á, bræðisköst og öskur. Hér hefði leikstjóri þurft að leggja skýrari línur. Fyrir vikið er sýningin óþarflega eintóna, þróunin í samspili gallagripanna tveggja verð- ur ekki nægilega skýr og drama- tískari þræðir verksins komast lítt til skila. AJlt um það þá er léttari þáttum verksins prýðilega skilað og með auknu öryggi leikaranna getur ým- islegt gerst. Þorgeir Tryggvason nánast í heild sinni. Með dyggum stuðningi eiginkonu sinnar Ástu B. Schram er hann sem fyrr allt í senn; skipuleggjandi, raddþjálfari, stjóm- andi og einsöngvari sýningarinnar og að þessu sinni lék hann einnig semb- al-partinn á hljómborð. Þessi ótrú- lega kraftmikli maður söng enn sem fyrr af miklum glæsibrag og raddfeg- urð hans naut sín vel í hinni undur- fögra aríu, „Grosser Herr, o starker König“. Aðrir einsöngvarar úr kómum skil- uðu sínu prýðilega og sungu margar aríur utanbókar eins og Sucana Slamning og Herbjöm Þórðarson. Þá söng sópransönkonan Xu Wen aríuna „Nur ein Wink von seinen Handen“ af miklum þokka. Kammersveit Austurlands er skip- uð ungum hljóðfæraleikuram og kennuram tónlistarskóla á Austur- landi, koma víða að og þar af leiðandi er æfingatími þeirra knappur. Hljóm- sveitin lék af stakri prýði fyrir utan nokkra smávægilega hnökra í seinni hlutanum, sem í raun er óþarfi að telja sérstaklega og skrifast á stuttan æfingatíma. Upp úr stendur hversu margt efnilegt og upprennandi tón- listarfólk við eigum í þessu landi. Mér er til dæmis minnistæður yngsti pákuleikari sem ég hef séð, varia nema tólf ára, en hann skilaði hlut- verki sínu með sóma. Af öðra ungu fólki má nefna Englakórinn sem óneitanlega setti sinn svip á sýn- inguna og söng sinn part utanbókar. Enn eitt dæmið um tónlistaruppeldi Keiths Reeds, sem á væntanlega eftir að skila sér á Austurlandi í framtíð- inni. I heildina má lfkja þessum flutn- ingi við það efni sem sungið var um fæðinguna, kraftaverkið og kærleik- ann. Ný kórperla er fædd sem alin er upp undir kærleiksríkri handleiðslu Keiths Reeds. Kraftaverkið varð á tónleikum Kammerkórs Austurlands með þessum stórglæsilega flutningi á Jólaóratóríu Bachs. Auk þess var hann þörf áminning um það, að einnig þarf að næra andann í amstri jólaund- irbúningsins. Nokk er sama þó einni köku -„sortinni" færra verði á heim- ilinu, sem hugsanlega hefði verið bök- uð þetta laugardagssíðdegi. Eg tek undii- með einum tónleikagesta sem sagði: „Þetta era jólin“. Ingveldur G. Olafsdóttir Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Undir blá- himni - skagfirsk úrvalsljófl og vis- urí samantekt Bjarna Stefáns Kon- ráðssonarfrá Frostastöðum. í bókinni er að finna margar af helstu ljóðaperlum Skagfirðinga fyrr og síðar og hafa margar þeirra ekki birst áður á prenti. Á meðal höfunda era Andrés H. Valberg, Gísli Konráðsson, Guðrún V. Gísla- dóttir, Haraldur Hjálmarsson, Magnús Kr. Gislason, Sigurður Hansen, Jóhann Guðmundsson (Jói í Stapa) og Una Þ. Árnadóttir. Eru þá sárafáir nefndir. Bókin er gefin út í tilefni 30 ára afmælis Skagfirsku söngsveit- arinnar og 15 ára afmælis Söng- sveitarinnar Drangeyjar. Utgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin erprentuð íÁsprenti, 208 bls. Leiðbeinandi verð: 3.500 krónur. -------t-H-------- Afmælisrit • ÚT er komið Afmælisrit Vísinda- félags íslendinga 1918-1998. Ritið er gefið út í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Vísindafélag Islendinga var stofn- að 1. desember 1918 af nokkram kennuram Háskóla Islands. Til- gangur félagsins var, svo sem segir í fyrstu lögum þess, að styðja vísinda- starfsemi á íslandi. Á þeim tíma sem félagið hefur starfað hafa um 450 er- indi verið haldin á vegum þess. í til- efni af 80 ára afmæli félagsins gekkst það fyrir fyrirlestram er fjölluðu um vísindaleg stórmerki aldarinnar og birtust þau öll í afmælisritinu. Þau era: Þróun eðlisfræðinnar á 20. öld, eftir Jakob Yngvason, Fyrsta öld erfðafræðinnar, eftir Guðmund Egg- ertsson, Sálfræði 1918-1998, eftir Jörgen Pind, og Tölvur: fortíð nútíð, framtíð, eftir Hjálmtý Hafsteinsson. Einnig birtist í bókinni ávarp forseta Islands. í ritinu er reynt að varpa ljósi á starfsemi félagsins þau 80 ár sem það hefur starfað. Sigurður Steinþórsson sá um út- gáfuna. Verð: 1.290 krónur. Karlkona VERKAMENN í Offenburg í Þýska- landi vinna hér að því að koma upp 20 metra háum álskúlptúr eftir bandarfska listamanninn Jonathan Borofsky. Skúlptúrinn nefnist „male- female", eða karlkyns-kvenkyns og verður nú í vikunni færður borg- inni Offenburg að gjöf frá Aenne Burda, yfirmanni Burda-forlagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.