Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 47 ELDUR í ÍSFÉLAGINU Þingmenn Suðurlandskjördæmis Gífurlegt áfall „ÞAÐ er gífurlegt áfall að fá svona skell í eitt öflugasta fiskvinnslufyr- irtæki landsins, fyrii’tæki sem er annar burðarásinn í atvinnulífmu í Eyjum. Þetta raskar auðvitað mörgu en mestar eru áhyggjurnar í byrjun af vinnu fólksins," sagði Arni John- sen, fyrsti þingmaður Suðuriands, í samtali við Morgunblaðið um brun- ann hjá ísfélagi Vestmannaeyja. Arni fór á vettvang aðfaranótt sunnudagsins og fylgdist með bar- áttu slökkviliðs við eldinn og kynnti sér ástandið. „Þetta fyrirtæki er þekkt að því að standa vel að sínu svo maður vonar að það verði færi á því að byggja það hratt upp. Fyrirtækið hefur líka haft mjög gott starfsfólk í öllum stöðum og það er von mín að stjómendur þess sjái færi á þvf að koma hluta af því af stað strax. Það má segja að það hafi verið lán í óláni að tækin sem vinna síld og loðnu stóðu uppi þó svo að frystikerf- ið færi svo einhverju má koma fljótt í gang. Þá eru líka önnur færi sem fyr- irtækið hefur í sambandi við fryst- inguna sjálfa. Það er mín trú að það sé hægt að gera mikla hluti þarna á ótrúlega skömmum tíma ef allir end- ar hnýtast upp,“ sagði Árni einnig. Verða að takast á við áfallið Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi, skoðaði hús Isfélagsins á sunnudag en Lúðvík er einnig frá Vestmanna- eyjum. Hann sagði að íbúai’ Vest- mannaeyja yrðu að takast á við það áfall sem eldsvoðinn væri en sem betur fer hefði ekki orðið manntjón og fyrir það bæri að þakka. Þá vh-tist sem minni skemmdir hefðu orðið á uppsjávarvinnslulínunni en á horfði í fyrstu en loðnu- og síldarvinnsla væru næstar í tíma. Lúðvík sagðist eiga von á að þessir atburðir yrðu til þess að stóru fisk- vinnslufyrirtækin í Vestmannaeyj- um skoðuðu hvaða möguleikai’ væru á að auka samvinnu þeirra. Tvívegis hefur verið áformað að sameina Is- félagið og Vinnslustöðina en í bæði skiptin hafa þær tilraunir farið út um þúfur. „Eyjamenn hafa gengið saman gegnum súrt og sætt og þeir verða að þjappa sér saman þegar svona at- burðir verða,“ sagði Lúðvík. ---------------- Einn af elstu starfs- * mönnum Isfélagsins Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri fsfélags Vestmannaeyja Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Horft til austurs og er húsnæði Isfélagsins fremst á myndinni. Austan við það eru hús Vinnslustöðvarinnar og Fiskimjölsverksmiðjan. Strandvegur er til hægri á myndinni, sunnan við hús ísfélagsins. Allt hús- næðið er í raun ónýtt AÐ SÖGN Jóhanns Péturs Ander- sen, íramkvæmdastjóra ísfélags Vestmannaeyja, er tjónið af völdum stórbrunans nær einum milljarði króna en tveimur, en eftir á að meta það nákvæmlega. Bolfisklínan og frystiklefar eru ónýtir, sem og kara- geymsla. Það sem er heillegt og nýt- anlegt sem bráðabirgðahúsnæði er suðvesturhluti byggingarinnar. Þai’ eru vélar til pökkunar á síld og loðnu. Móttökuhús er einnig heillegt, að sögn Jóhanns, og vonir bundnai’ við að koma því í lag. Þá er töfluherbergi heillegt. Jóhann Pétur segir að þetta veki vonir um að stuttan tíma taki að koma upp viðunandi aðstöðu áður en loðnu- vertíðin hefst í febrúar á næsta ári, þannig að hægt verði að frysta loðnu og loðnuhrogn næsta vor. „Við höíúm ekki langan tíma til að komast að niðurstöðu og gera þetta klárt. Ljóst er að innan þess tíma þurfum við að ná okkur í frystiskápa og koma þeim upp. Annað vonumst við til að ná að þrífa, stilla og leggja rafmagn í. Ailar raflagnir að þessum tækjum eru að sjálfsögðu ónýtar,“ segir Jóhann Pétur í samtali við Morgunblaðið. Hann telur að i raun sé allt húsið ónýtt, þótt reynt verði að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir næstu ver- tíð. Um lausnir til framtíðar segh’ hann ákvarðanir ekki liggja fyrir. Jó- hann Pétur vonast til að fyrirtækið geti leyst sín mál sjálft, ekki þurfi að koma til þess t.d. að fyrirtækið fái inni með aðstöðu hjá Vinnslustöðinni í Eyjum. Hann segir Eyjamenn ekki þekkta fyrir að gefast upp, samtaka- máttur fólks sé mikill. En til að móta framtíðarstefnu þurfi menn nokkra daga. Hann segir brunann koma upp á slæmum tíma, þeim næstversta, en verst hefði verið ef svona lagað hefði komið upp í lok janúar. Loðnuvinnsla hafi borið uppi rekstur félagsins til þessa. Isfélagið gerir nú út sex skip, þar af fjögur nótaskip. Eitt nótaskip- anna kom til Eyja í fyrrinótt með síld- arafla og tveir togarar eru á bolfisk- veiðum. Hjá fyrirtækinu starfa um 115 manns og þegar hann er spurðm- um atvinnuhorfur segist Jóhann Pét- ur vonast til þess að einhverjir fái vinnu við hreinsunarstörf á næstu dögum. Ljóst sé að bruninn komi harðai’ niður á sumum fjölskyldum þai’ sem kannski tveir til þrír ættliðfr starfi hjá ísfélaginu. Fyrstu dagamir fari í það að loka því húsnæði sem hægt er að nýta undir loðnufryst- inguna. Um leið og leyfi fáist verði farið í að hreinsa aðra hluta bygging- arinnar. Finnum fyrir samtakamætti Jóhann segist hafa fengið hring- ingu vegna brunans um tíuleytið og verið sagt að kviknað væri í vinnslu- stöð fyrirtækisins. „Ég leit út um gluggann heima hjá mér og sá að eld- tungur stigu upp úr þakinu. Ég dreif mig á staðinn og var þar meira og minna fram undir morgun. Þetta er óskemmtileg reynsla. Manni finnst maður svo vanmáttugur þegar svona lagað á sér stað,“ segir Jóhann Pétur en ásamt eigendum félagsins og öðr- um stjómendum fylgdist hann með slökkvistarfi á vettvangi fram eftir nóttu aðfaranótt sunnudags. Jóhann Pétur vill koma þakklæti á framfæri við þá fjölmörgu aðila sem hafi sýnt ísfélaginu velvilja og stuðn- ing. Nefnir hann einkum Vestmanna- eyjabæ, Eimskip, Vinnslustöðina, Tryggingamiðstöðina og verkalýðs- félögin í Eyjum en að auk þess hafi fjölmargir aðrir boðið fram aðstoð við þessar erfiðu aðstæður. „Við finnum fyrfr miklum stuðningi og samtakamætti. Vestmannaeyingar hafa ávallt komið sterkir út úr álollum sem þessum,“ segir Jóhann Pétur. Enn eitt áfallið sem dynur yfír HALLDÓR Haraldsson hefm’ verið starfsmaður ísfélagsins í rúm 20 ár og er meðal þeirra elstu í dag. Byrjaði fyrst hjá Hraðfrystistöðinni, sem síð- ar sameinaðist Isfélaginu sem kunn- ugt er. Hann hefur verið starfsmaður í landi á lyfturum og vörubílum. I samtali við Morgunblaðið segh’ hann það ömurlegt að hafa horft upp á byggingu fyrfrtækisins brenna. Hann var staddur í afrnælisboði þegar fregnir bárust af brunanum. „Þegar við vorum búin að fá þetta staðfest fór maður strax heim að hafa fataskipti en maðm- gat ekkert gert, annað en að horfa á þessi ósköp. Þetta var alveg voðalegt. Það hefur verið gott að starfa hjá eigendum félagsins. Þetta er enn eitt áfallið sem dynur yf- ir og var ekki til að bæta ástandið. Én mér heyrist að allir séu sammála um að drífa í hlutunum og byggja upp að nýju,“ segir Halldór, en hann mun fá vinnu við hreinsunarstarfið á næstu dögum. Sonur hans vinnur einnig hjá Isfélaginu, við hausunarvél, og segir Halldór óvíst með atvinnuhorfur hans. Gefðu Petil HÖFU0UÖS fyrir jeppamenn og göngugarpa Verð frá 1.010 kr Lofoten fóðraðir KULDAGALLAR í 3 Litum Pilot loðfóðraðir MITTISJAKKAR með vasa fyrir GSM síma GÖNGUSKÓR, vaxborið leður og öndunarfilma VASAUÓS, níðsterk og vatnsþétt allt fyrir öryggið SKEIFAN 3 REYKJAVÍK S(MI 588 5080 FAX 568 0470 Peltor HEYRNARHLÍFAR með innbyggðu FM útvarpi fyrir tónelska Verð 9.649 kr. nytsama gjöf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.