Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 48

Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 49 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. REIÐARSLAG FYRIR VESTM AN NAEYJ AR BRUNINN hjá ísfélagi Vest- mannaeyja á laugardagskvöld er reiðarslag fyrir Vestmanna- eyjar og íbúana þar. A annað hundrað manns í byggðarlaginu misstu þar með atvinnu sína. Þetta er í annað sinn á rúmum aldarfjórðungi, að byggingar á vegum ísfélagsins gjör- eyðileggjast. í gosinu í Vestmanna- eyjum, í janúar 1973, fór hluti bygg- inga félagsins undir hraun. Tjónið í eldsvoðanum á sunnudag er gífurlegt, talið nema á annan milljarð króna, en lán varð þó í þessu óláni, að engir mannskaðar urðu. Vestmannaeyingar hafa orðið fyrir miklum áföllum áður og ávallt snúið bökum saman þegar það hefur gerzt. Athafnalíf þeirra hefur risið á ný og þá oft margeflt. í því sambandi eru eft- irtektarverð ummæli höfð eftir Guð- jóni Hjörleifssyni, bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag eftir að hann hafði sótt fund, sem haldinn var með starfsfólki ísfélags- ins. Bæjarstjórinn segir: „Mér fannst athyglisvert það sem framkvæmda- stjóri félagsins sagði í lokin á fund- inum, að vandamálin í dag gætu verið tækifæri framtíðarinnar. Menn eiga að horfa á þá möguleika, sem bjóðast. Það kostar tíma en það gæti skilað sér þegar horft er fram á veginn.“ „Þetta er skelfilegt áfall fyrir bæj- arfélagið og lamar allt,“ sagði Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjar- stjórnar í Eyjum. Sigrún sagði að væntanlega yrði kannað strax til hvaða aðgerða væri hægt að grípa. Um 120 manns hafa starfað að jafnaði í húsinu. Bolfisklínur félagsins eru gjörónýtar. Hluti af uppsjávar- vinnslulínu í húsum ísfélags Vest- mannaeyja virðist þó lítið skemmdur, að sögn Harðar Oskarssonar, fjár- málastjóra fyrirtækisins. Sömuleiðis er síldarflökunarsalur að mestu heill. Hugsanlegt er að fyrirtækið hefji vinnslu í Fiskiðjunni, sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar og staðið hefur ónotuð. Þá er um 100 tonna fram- leiðslugeta tiltæk í gamla ísfélagshús- inu. Að sögn Harðar er frystilínan öll í húsunum ónýt. Vonir standa til að unnt verði að koma vinnslu loðnu og síldar í gang fyrir komandi vertíð, sem er mjög mikilvægt, því að í Eyjum er mikil kunnátta í vinnslu þessara af- urða og góð aðstaða vegna nálægðar við miðin. Bruninn í Isfélaginu á sunnudag, sem er með mestu eldsvoðum sem orðið hafa á Islandi á síðustu árum, er mikið áfall fyrir fyrirtækið sem slíkt og byggðarlagið í heild en alveg sér- staklega fyrir starfsfólkið. Tilfinningu þess lýsir Guðný Óskarsdóttir, sem verið hefur í forystu verkalýðsfélag- anna í Vestmannaeyjum, með þessum orðum í samtali við Morgunblaðið í dag: „Ég upplifði gosið líka 1973 og ég ætla ekki að lýsa því hvað þetta var erfítt að horfa á þetta fyrirtæki brenna. Ég vinn þarna líka þannig að þetta rífur úr manni hjartað.“ Þegar mestur hluti íbúa Vest- mannaeyja fluttist á brott nóttina þegar gosið hófst 1973 spurðu margir sig þeirrar spurningar hvort Eyjarn- ar mundu byggjast á ný. Það var gert með glæsibrag. Þessi mikli bruni er gífurlegt áfall fyrir byggðarlagið en það er rétt, sem forystumenn Vestmannaeyinga hafa sagt að þeir taka höndum saman þeg- ar á reynir eins og komið hefur í ljós. Þess vegna er hægt að ganga út frá því sem vísu, að þetta myndarlega fyr- irtæki, sem er að verða aldargamalt og hefur notið forystu margra merkra og hæfra manna og þá ekki sízt Sig- urðar heitins Einarssonar, mun rísa upp á ný og verða sá burðarás í at- vinnulífi Vestmannaeyinga, sem metnaðarfullir forystumenn þess hafa jafnan lagt áherzlu á. Það kemur dag- ur eftir þennan dag eins og íbúar Vestmannaeyja eiga eftir að upplifa. ARANGURSRIKUR LEIÐTOGAFUNDUR ESB LEIÐTOGAR Evrópusambands- ins náðu samkomulagi um það aðfaranótt mánudags í Nice í Frakk- landi, hvernig stjórnskipan þess verð- ur í framtíðinni í ljósi fjölgunar aðild- arríkja næstu árin. Stækkun sambandsins kallar á miklar og víðtækar breytingar á stjórnkerfinu og var erfiðasti hjallinn sá, að núverandi aðildarríki áttu erfitt með að gefa eftir völd sín. Þó var ákveðið, að þau gefi eftir annan af tveimur fulltrúum sínum í fram- kvæmdastjórninni og ríkin muni öll fá einn fulltrúa þar. Stærð fram- kvæmdastjórnarinnar verður endur- skoðuð þegar samrunaferlinu lýkur. Atkvæðahlutföllin í ráðherraráðinu taka mið af stærð ríkjanna, þau stærstu fara með 29 atkvæði hvert, en þau minnstu 3-4 atkvæði. Ekki þarf lengur að taka allar ákvarðanir ein- róma og neitunarvald aðildarríkja verður að mestu leyti afnumið. Þó hafa einstök ríki heimild til að beita neitunarvaldi í örfáum málaflokkum. Ákvarðanir verða framvegis teknar af meirihluta, en hann verður aukinn í ýmsum málum, m.a. til að tryggja hagsmuni smærri ríkja og koma í veg fyrir, að stóru ríkin geti þvingað fram ákvarðanir, sem ganga gegn mikil- vægum hagsmunum þeirra. Smærri ríkin geta heldur ekki í krafti fjölda tekið ákvarðanir, sem ganga gegn hagsmunum þeirra stóru. Ráðstafan- ir eru og gerðar til að reyna að hindra, að ríkjahópur innan sambandsins geti með samstarfi ráðið ferðinni án tillits til annarra aðildarríkja. Samkomulagið í Nice gerir ráð fyr- ir, að undir lok ársins 2002 geti næstu ríki fengið aðild, en það verða vænt- anlega Pólland, Ungverjaland og Tékkland. Aðildarviðræður við næstu níu ríki til viðbótar taka lengri tíma, svo og hefur verið fallizt á aðildarum- sókn Tyrklands, þegar landið hefur uppfyllt skilyrði um umbætur í mann- réttindamálum. Gangi þær breytingar eftir, sem leiðtogarnir ákváðu í Nice, fer ekki á milli mála, að næstu árin og áratugina mun Evrópa taka á sig nýja mynd. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir álf- una í heild er of fljótt að segja til um. ELDUR í ÍSFÉLAGINU Morgunblaðið/Sigurgeir Rafmagnslyftarar f tengibyggingu ísfélagshússins gjöreyðilögðust sem og annað í þeirri byggingu þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Rannsókn á eldsupptökunum hófst í gær þegar starfsmenn tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík mættu á svæðið. Talið er að þeir verði að störf- um í rústunum næstu daga, svo umfangsmikill er bruninn. Starfsfólk ísfélagsins á fundi með stjórnendum í gær Stefnt að kauptryggingu í stað atvinnuleysisbóta Starfsfólk ísfélags Vestmannaey.ia fékk þau skilaboð frá stjórnendum félagsins á fundi í gær að þrátt fyrir stórbrunann á laugardagskvöld yrði stefnt að loðnufryst- ✓ ingu á komandi vertíð. Ovissa er í huga margra starfsmanna en verkalýðsfélagið reynir að stappa stálinu í fólk sitt. Morgunblaðið/Sigurgeir Starfsmenn ísfólagsins í Eyjum þurftu að rífa niður klæðningu á norðurvegg hússins sem brann til að geta hafið hreinsunarstarf dag- inn eftir stórbrunann. TJÓRNENDUR ísfélags Vestmannaeyja og nýstofn- að sameinað verkalýðsfélag í Eyjum, Drífandi - stéttar- félag, boðuðu starfsfólk félagsins til fundar í Alþýðuhúsinu um miðjan gærdaginn vegna stórbrunans um helgina. Er talið að velflestir starfs- menn, um 115, hafi mætt á fundinn, sem stýrt var af sr. Kristjáni Bjöms- syni, sóknarpresti í Vestmannaeyj- um. Auk stjómenda félagsins vom viðstaddir Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, stjómarformaður, og fjöl- skylda Sigurðar heitins Einarssonar, eklya hans og synir. A fundinum upplýstu stjómendur félagsins að stefnt væri að því að hefja loðnuvinnslu og frystingu eftir áramót en ekki lægi fyrir hvað af tækjabúnaði væri nothæft. Megin- hluti húsa og tækja hefði eyðilagst í eldinum, þar á meðal allur búnaður til bolfiskvinnslu svo og öll frystitæki. Stjómendumir sögðu að næstu vikur fæm í hreinsun á bmnastað og að móta stefnu félagsins til frambúðar. Fram kom á fundinum að til greina kæmi að Isfélagið greiddi starfs- mönnum kauptryggingu, sem það fengi endurgreidda hjá Atvinnuleys- istryggingasjóði, í stað þess að þeir fæm á atvinnuleysisskrá og fengju bætur. Til þess að svo megi verða þarf stjóm Atvinnuleysistrygginga- sjóðs að veita undanþágu frá lögum og vegna þessa kemur stjóm sjóðsins saman til fundar í dag í félagsmála- ráðuneytinu. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að hluti starfsmanna félagsins fái kauptryggingu og annar hluti fari á bætur, en þær em um 15% lægri en kauptryggingin. Stefnt að svipaðri afkastagetu Fundurinn var lokaður fjölmiðlum en að honum loknum sagði Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri ísfélagsins, að stjómendur félagsins hefðu á þessu stigi ekki getað sagt starfsfólkinu margt. „Við stefnum að því að setja loðnu- frystingu í gang í vor og vonumst til að afkastagetan verði svipuð og áð- ur,“ sagði Jóhann Pétur. Þegar ver- tíð hefur staðið sem hæst hefur ís- félagið náð að frysta 300 tonn af loðnu á dag. Fyrirtækið hefur einnig 100 tonna framleiðslugetu í gamla ísfélagshúsinu, sem ekki hefur verið nýtt undanfarin ár. Varðandi launamálin sagði Jó- hann Pétur það ekki liggja ljóst fyrir hvort af greiðslu kauptryggingar yrði. Hann minnti á að samkvæmt kjarasamningum fellur fólk af launa- skrá við óhöpp sem þetta og ætti rétt á atvinnuleysisbótum. Hann sagði ísfélagið hafa boðist til, ef verka- lýðsfélagið gæti komið því í kring, að annast greiðslu á bótunum til fólks- ins, þannig að það fái bætumar af launaskrifstoíú félagsins. Á móti myndi ísfélagið fá endurgreiðslu frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Amar Hjaltalín, fráfarandi for- maður Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja, sem sameinaðist Verka- kvennafélaginu Snót um helgina í Drífandi, sagði fundinn hafa komið vel út. Léttara væri yfir flestu starfsfólki en vissulega kæmi brun- inn hart niður á sumum fjölskyldum. Margir væm enn í áfalli en svo virt- ist sem tekist hefði að halda fólkinu saman. „Ég hef trú á því að þetta fari vel. Eins og einn fundarmanna sagði þá geta vandamálin, sem við eigum við að glíma í dag, orðið tækifæri fram- tíðarinnar. Vonandi fáum við gott, nýtísku frystihús upp úr þessu. Við gerum okkur grein íyrir því að við þurfum að taka afleiðingunum á vinnumarkaðnum fram til næsta hausts. Hlutimir skýrast betur á næstu dögum,“ sagði Amar. Hann vildi koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu aðila sem styrkt hefðu starfsfólkið og verkalýðsfélag- ið. Sem dæmi hefði einn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, styrkt verkalýðsfélagið um dágóða upp- hæð. í næstu viku ætla Drífandi - stétt- arfélag og ísfélagið að standa fyrir jólatrésskemmtun fyrir böm starfs- manna félagsins, en að sögn Amars hefur slík skemmtun ekki verið haldin áður. „Bömin vita af þessum brana og era áhyggjufull. Það er um að gera að lyfta þeim upp og foreldr- unum um leið,“ sagði Amar. Ekki komast allir í loðnuna Petra Ólafsdóttir hefur starfað hjá ísfélaginu í fimmtán ár, einkum í eftirliti á bolfiski. Hún er uggandi um sinn hag í ljósi þess að bolfisks- vinnsla fyrirtækisins er í mikilli óvissu. Hún var meðal fjölmargra starfsmanna sem mættu á fundinn í Alþýðuhúsinu í gær. „Mér líst vel á að a.m.k. verði hægt að vinna loðnuna, það gæti gef- ið fólki góðan pening. En það era ekki allir sem komast í það. Annars var fundurinn ágætur. Þeir vfija fá okkur til að taka þátt í uppbygging- unni og það er auðvitað það sem við viljum öll. Andinn hefur alltaf verið góður hjá ísfélaginu, við eram eins og ein stór fjölskylda. Ef eitthvað hefur bjátað á hjá einum höfum við safnað peningum og stutt við bakið á honum. Áfallið núna er mikið en það var jafnvel enn meira áfall þegar Sigurður Einarsson féll frá. Maður fann ekki betri vinnuveitanda. Hann bar hag starfsfólksins það mikið fyr- ir brjósti. Við vonum að stjómendur félagsins í dag geri það áfram,“ sagði Petra. Að fundinum loknum í Alþýðu- húsinu í gær mátti sjá óvissu á svip margra starfsmanna. Sumh* vora í mikilli geðshræringu enda liggur íyrir að braninn kemur mishart nið- ur á starfsfólkinu. Nokkur dæmi era um hjón sem starfa hjá Isfélaginu, ásamt bömum sínum, þannig að tekjumissir þeirra heimila er mikill, nú skömmu fyrir jól. Fólk tilbúið að rífa sig upp þrátt fyrir reiðarslagið Bærinn býðst til að stöðva fram- kvæmdir við íþróttahús Vestmannaeyjabær hefur boðið forsvarsmönnum ísfélags Vestmannaeyja alla mögulega aðstoð vegna branans um helgina. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segjr í við- tali við Morgunblaðið að ef ísfélag- ið þurfi á því að halda muni bærinn stöðva framkvæmdir við íþrótta- húsið þannig að verktakinn sem þar er geti aðstoðað við uppbygg- inguna eftir brunann. Samkomulag hefur náðst um þetta við verktak- ann, Steina og Olla hf. „Það era allir reiðubúnir að leggja fram hjálparhönd við þessar aðstæður. Við höfum átt gott sam- starf við forsvarsmenn Isfélagsins og í samfélagi sem þessu er það lykilatriði. Tíminn í Vestmannaeyj- um hefur verið mjög erfiður að undanförnu, mörg áföll dunið yfir, en mér finnst núna vera kominn mildll hugur í fólk. Það er tilbúið að rífa sig upp. Þetta er versta áfallið sem gengið hefur yfir okkur frá gosinu 1973 en reynsla mín er sú að þegar svona lagað gerist þá fæst ekki meiri og betri samstaða meðal fólksins en hér. Samfélagið er lok- að og samhugur hefur alltaf verið mikill þegar á hefur reynt,“ segir Guðjón. Auðvitað var manni brugðið Hann var meðal þeirra sem komu fljótlega á vettvang eftir að tilkynnt var um eld í Isfélagshús- inu á laugardagskvöldið. Guðjón segist ekki hafa farið frá branastað fyrr en um fimmleytið um nóttina. „Auðvitað var manni svakalega bragðið. Fyrirtækið er annað af tveimur helstu burðarásum í at- vinnulífinu í Eyjum. Margir vinna hjá félaginu og einnig margir sem þjóna því. Ég held að fáir geri sér grein fyrir því hvað margfeldis- áhrifln geta verið mikið í sjávarút- vegsplássi eins og Vestmannaeyj- um. Þetta er reiðarslag fyrir bæjarfélagið, sérstaklega fólkið sem starfar hjá ísfélaginu. Vonandi verður tekið á þessu mál þannig að haldið verði áfram að byggja upp. Það er eðlilegt að menn noti tæki- færið og skoði sín mál. Ef þetta er skoðað á landsvísu hefur bolfiskvinnslan ekki verið að gefa mikið af sér. Ég hugsa að for- svarsmenn félagsins staldri við og skoði þá tæknilegu möguleika sem era í stöðunni. Samhliða uppbygg- ingunni held ég að menn fái þann tíma sem þarf,“ segir Guðjón. Hann fylgdist með slökkvistarf- inu og segist hafa vonað á tímabili að búið væri að ráða niðurlögum eldsins. En síðan hafi hann blossað upp á ný. Guðjón telur engan vafa leika á því að hefði viðrað verr en gerði hefði byggingin fuðrað upp á skömmum tíma. Vandamálin í dag tækifæri framtíðarinnar? Guðjón leit við í Alþýðuhúsinu í gær þegar starfsfólk ísfélagsins kom þar saman og sat einnig fund- inn sem forsvarsmenn félagsins héldu síðar um daginn ásamt verkalýðsfélaginu. Að þeim fundi loknum sagði Guðjón hann hafa verið nauðsynlegan íyrir starfs- fólkið og stjórnendur ísfélagsins. Staðan í dag hefði verið skýrð út en framtíð bolfiskvinnslunnar kæmi ekki betur í ljós fyrr en síðar í vik- unni. „Fólkið kom til að hlusta og mun eflaust spyrja fleiri spurninga á næsta fundi. Rannsókn á bran- anum stendur enn yfir. Mér fannst athyglisvert það sem fram- kvæmdastjóri félagsins sagði í lok- Morgunblaðið/Sigurgeir Guðjón Hjörleifsson bæjarsljóri, annar frá hægri, var á vettvangi brunans alla nóttina og fram á morgun á sunnudag og fylgist hér, ásamt starfsmanni slökkviliðsins, með Jóhannesi Ólafssyni lögregluvarðstjóra og Tryggva Ólafssyni lögreglufulltrúa að störfum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jón Svansson yfirverkstjóri ræðir við starfsfólk sitt á opnu húsi í Al- þýðuhúsinu í gærmorgun. in á fundinum, að vandamálin í dag gætu verið tækifæri framtíðarinn- ar. Menn eiga að horfa á þá mögu- leika sem bjóðast. Það kostar tíma en það gæti skilað sér þegar horft er fram á veginn,“ sagði Guðjón. Nokkram klukkutímum áður en braninn kom upp í Isfélagshúsinu var gengið frá sameiningu verka- lýðsfélaganna á staðnum, Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja og Verkakvennafélagsins Snótar, á stofnfundi í Alþýðuhúsinu. Félagið hlaut nafnið Drífandi - stéttar- félag, en formaður þess hefur ekki verið kosinn. Fráfarandi formenn gömlu félaganna hafa komið að brananum og veitt félagsmönnum sínum upp- lýsingar og stuðning síðustu tvo daga, þau Amar Hjaltalín og Guðný Óskarsdóttir. Þau hóuðu starfsmönnum Isfélagsins saman í Alþýðuhúsinu strax klukkan átta í gærmorgun með það að markmiði að þjappa þeim saman og veita fyrstu upplýsingar um framtíðar- horfur. Starfsfólkið datt sjálfkrafa út af launaskrá vegna branans og þarf að skrá sig atvinnulaust til að fá bætur. Guðný sagði að fólk ætti erfitt þessa dagana í Eyjum. Það þyrfti að byggja hvert annað upp og styðja næstu daga. „Eg upplifði gosið líka 1973 og ég ætla ekki að lýsa því hvað þetta var erfitt að horfa á fyrirtækið brenna. Ég vinn þarna líka þannig að þetta rífur úr manni hjartað. Maður fylgdist með slökkvistarfinu ásamt mörgum öðram. Fólk var skiljanlega í misjöfnu ástandi og þá komum við Arnar okkur saman um að við yrðum að gera eitthvað," sagði Guðný. Eigum marga góða að Arnar sagði að starfsfólki ís- félagsins hefði orðið að finna ein- hvern samastað, nógu erfitt hefði það verið fyrir hann að sjá fólkið horfa á vinnustaðinn brenna til kaldra kola. Því hefði verið ákveðið að koma saman í Alþýðuhúsinu í gærmorgun. Þar var ákveðið að starfsfólkið kæmi saman kl. 9 næstu morgna, byrjaði daginn á göngutúr um bæinn og fengi sér kaffi að því loknu. Guðný og Amar sögðu að það þýddi ekkert annað en að vera bjartsýnn. Forsvarsmenn ísfélags- ins væra búnir að gefa þau skila- boð að uppbyggingin myndi fara fram. Þau vonuðust til þess að ein- hver hluti starfsmanna fengi vinnu við hreinsunarstarfið en þau gerðu sér jafnframt grein fyrir því að uppbyggingin gæti tekið allt upp í eitt ár ef ekki lengur. Arnar sagði að áherslu þyrfti að leggja á að finna úrræði handa þeim sem kæmust ekki að strax með vinnu. „Við höfum ekki áhyggjur af því að það takist ekki. Við eigum marga góða að, Vestmannaeyingar, sem era tilbúnir að aðstoða okkur. Við eram líka tilbúin að aðstoða hvem þann einstakling sem leitar til okk- ar,“ sagði Arnar en vegna branans hefur ASÍ heitið verkalýðsfélaginu í Eyjum stuðningi og ráðgjöf. Þá hefur Rauði krossins og sóknar- presturinn í Eyjum, sr. Kristján Bjömsson, veitt starfsmönnunum stuðning. Verkalýðsfélög og fyrir- tæki hafa sent starfsfólkinu og ís- félaginu kveðjur og samúðarskeyti, auk þess sem sumar versianir í Eyjum hafa boðið starfsfólkinu af- slátt af vöra og þjónustu sinni til áramóta. „Við munum gera allt sem við getum fyrir fólkið okkar. Á þessari stundu getum við stutt við bakið á þeim og veitt þeim þann stuðning sem þarf,“ sagði Guðný. Slæm staða í atvinnumálum Fram kom í máh þeirra að at- vinnumál hefðu ekki verið í góðu lagi fyrir branann. Síðastliðinn föstudag vora 46 manns á atvinnu- leysisskrá og að auki fékk áhöfn Bylgjunnar VE uppsagnarbréf í síðustu viku, alls 17 skipverjar. Að sögn Arnars er þetta í heild um 5% af vinnuafli í Eyjum þannig að staðan versnar veralega með bran- anum hjá ísfélaginu og atvinnu- lausir verða vel á annað hundrað næstu daga og vikur. # Arnar sagði að verkalýðsfélögin hefðu komið að máli við þingmenn Suðurlands og bent þeim á að grípa þyrfti til einhverra úrræða í at- vinnumálum. Hann vonaði að nú færi að rofa til þeim efnum og nefndi áform um fjarvinnslu og lax- eldi í Eyjum sem gætu skapað fólki atvinnu. t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.