Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓRA K.
SIG URÐARDÓTTIR
+ Halldóra K. Sig-
urðardóttir
fæddist í Görðum,
Sæbóli, Aðalvík 6.
desember 1920 en
hólst upp í Súðavík.
Hún lést í Hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ í
Reykjavík 1. desemb-
er síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Hallvarðs-
son, f. 14. febrúar
1892 í Skjaldarbjam-
arvík á Ströndum og
kona hans, Ólöf Hall-
dórsdóttir, f. 9. mars
1896 í Neðri-Miðvík í Aðalvfk.
Systkini Halldóru eru Júh'ana, f. 9.
október 1922; Þorsteina, f. 22.
febrúar 1924; Ingunn, f. 31. júlf
1926; Þorsteinn, f. 24. febrúar
1930, og Kári, f. 15. júní 1937, d.
24. febrúar 1999. Eftirlifandi eig-
inmaður Ilalldóru er Baldur Sig-
urjónsson, f. 14. júlí 1922. Foreldr-
ar Baldurs voru Sigurjón Ámi
Ólafsson, f. 29. október 1884 og
kona hans Guðlaug Gfsladóttir, f.
26. september 1892.
í dag verður til moldar borin
tengdamóðir mín, Halldóra K. Sig-
urðardóttir. Það er ávallt sárt að
kveðja og þá sérstaklega þá sem með
nærveru sinni og framkomu hafa
gegnt stóru hlutverki til góðs í tilveru
manns og fjölskyldu. Við vitum að
dauðinn er framhald af lífi og þrátt
fyrir sársaukann þá var svo komið
þjá Dóru að dauðinn var hrein líkn og
lausn því að í átta ár er hún búin að
berjast við mikil veikindi. Þessi tími
hefur verið henni afar erfiður ekki
síst andlega því það var ekki henni að
skapi að þurfa að vera upp á aðra
komin. Dóra var sérlega falleg kona,
dökkhærð og dökkeygð og hún er
einhver sú sjálfstæðasta kona sem ég
hef kynnst. Frá unga aldri þurfti hún
að takast á við erfiða lífsbaráttu og
standa sig og það mótaði hana fyrir
lífstíð. Það er ekki auðvelt fyrir okk-
ur að gera sér í hugarlund það álag
sem sett er á 15 ára ungling að vera
send til kaupmannsins á Isafirði í tæp
tvö ár því með þeirri vinnu gat hún
best aðstoðað foreldra sína. Bara
þessi lífsreynsla myndi marka djúp
spor í sálarlíf sérhvers manns. Þetta
þurfti Dóra að reyna og þótti víst
ekkert tiltökumál á þessum árum því
það þurftu allir að leggja sitt af mörk-
um hreinlega til þess að lifa af. Dóra
lét þetta ekki buga sig en ég fann að
hún var ávallt ósátt við þessa ráð-
stöfun og fannst hún óréttlát gagn-
vart sér. Hún lét þetta ekki buga sig
nema síður sé því réttlætiskennd og
hreinskilni urðu hennar aðalsmerki.
Af þessari „vist“ dró hún djúpan lær-
dóm og Dóra varð tákn þess sem
marga dreymir um sem er traust og
staðfesta því Dóra var ein af þeim
sem gat það sem hún ætlaði sér. Ég
gleymi aldrei þeirri hlýju og virðingu
sem ég fann fyrir þegar ég kom í
fyrsta skipti inn á hið fallega og hlý-
lega heimili þeirra hjóna árið 1973.
Þannig hafa samskipti okkar Dóru
ávallt verið síðan þá og þess vegna
langar mig til að þakka henni fyrir
allt sem hún gerði fyrir mig og mína
fjölskyldu því kærleikur hennar og
fómfysi í okkar garð var óendanleg-
ur. Það er einkennilegt að þurfa að
viðurkenna að þrátt fyrir að Dóra sé
farin frá okkur þá er það ekki sorgin
sem finnur sér stað í hjarta mínu
heldur óendanlegt þakklæti fyrir allt
sem hún gerði fyrir okkur og ég veit
að ég get aldrei endurgoldið það að
fullu.
Megi góður Guð varðveita minn-
* ingu Halldóru K. Sigurðardóttur.
Gústaf Helgi Hermannsson.
Hún Dóra, okkar kæra systir var
að kveðja. Aðeins vantaði fimm daga í
áttræðisafmælið hennar. Dóra var
elst af okkur sex systkinum og nú er-
um við fjögur eftir en Kári yngsti
bróðir okkar lést fyrir tæpum tveim-
ur árum.
Halldóra og Baldur
giftu sig í Rcykjavík
3. nóvember 1945 og
hafa búið í Reykjavík
allan sinn búskap.
Dóttir Halldóru og
Baldurs er Ólöf S.
Baldursdóttir, f. 15.
nóvember 1945. Hún
var gift Gústaf H.
Hermannssyni, f. 13.
maf 1947. Böm Ólaf-
ar og Gústafs eru
Baldur Freyr, f. 2.
apríl 1975, Laufey
Helga, f. 5. janúar
1977, og Gústaf Hall-
dór, f. 27. apríl 1981.
Halldóra fékk hefðbundna skóla-
göngu í Súðavík en 1937 fluttist hún
til Reykjavíkur og vann þá lengst af
í Farsóttarhúsinu. Fyrstu átta hjú-
skaparárin helgaði hún sig ein-
göngu heimilisstörfum en þegar hún
fór út á vinnumarkaðinn aftur vann
hún á Hrafnistu í Reykjavík og síðar
þjáLögreglustjóranum í Reykjavík.
Útför Halldóru fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefet athöfnin klukk-
an 13.30.
Það er ekki alltaf sem systkim fá
að lifa öll fram á efri ár og njóta sam-
vista hvort við annað í jafnríkum
mæli og við fengum.
Á milli okkar systkinanna er afar
sterk taug og þess vegna er missirinn
enn sárari þegar eitthvert okkar
kveður. Við systumar fjórar vomm í
sambandi á hveijum degi a.m.k. í
gegnum síma. Það er margs að minn-
ast frá bemsku og fram á þennan
dag. Við ólumst upp í Súðavík og átt-
um þar góða daga hjá foreldrum okk-
ar og föðurömmu sem við elskuðum
öll.
En við stækkuðum og í þá daga
fóm unglingar fyrr að heiman að
vinna fyrir sér, eins og sagt var. Hún
Dóra systir okkar var ekki gömul
þegar hún fór fyrst að heiman en hún
stóð sig áreiðanlega vel þá eins og
siðar. Hún var fíngerð kona og falleg
svo tekið var eftir og vomm við
systkinin ákaflega stolt af henni.
Dóra var sömuleiðis afar sterkur per-
sónuleiki og viljasterk kona. Dóra fór
ung til Reykjavíkur og við systur síð-
an hver af annarri. Þar hófst alvara
lífsins og bámm við mikla umhyggju
og ábyrgð hver á annarri. Hélst það
alla tíð. Bræðurnir vora svo mikið
yngri að þeir vora okkur ekki sam-
ferða fyrr en seinna.
Þegar foreldrar okkar fiuttu frá
Súðavík til Reykjavíkur var Dóra bú-
in að kynnast mannsefninu sínu,
Baldri Siguijónssyni. Þau tóku á
móti fjölskyldunni þegar suður kom.
Það átti eftir að vera traust og góð
kynning á piltinum. Dóra og Baldur
giftu sig og eignuðust eina dóttur,
Olöfu Sigríði hjúkrunarfræðing. Þau
byggðu sér hús á Austurbrún 25
ásamt bróður Baldurs. Þar bjuggu
þau í 42 ár og gerðu sér fallegt og
gott heimili. Dóra og Baldur höfðu
gaman af því að ferðast. Einkum
heilluðu þau sólarlöndin og fóm þau
margar slíkar ferðir með ættingjum
og vinum. Steina systir okkar var
með þeim í för oftar en einu sinni og
þakkar hún nú kærlega fyrir sig.
Það var alltaf gótt og gaman að
heimsækja Dóra og Baldur á Aust-
urbrú enda bæði glaðvær og gestris-
in. Minnumst við nú ótal góðra boða
sem þar voru haldin. Sömuleiðis allra
sunnudagsbíltúranna og skemmti-
legra ferða um landið. Það er nú allt
þakkað og era það góðar gjafir í
minningunum.
Dóra var svo óheppin að detta og
slasast fyrir fimm árum síðan og náði
hún aldrei heilsu upp frá því. Hún
gekkst undir tvær aðgerðir sem ekki
bára þann árangur sem vonast var
eftir. Hún þurfti að líða mikið þessi ár
og var sárt að sjá henni hraka ár frá
ári. Hún var þó heima lengst af en
síðastliðið ár dvaldi hún á sjúkrahúsi
og loks á hjúkranarheimilinu Skóg-
arbæ. Dóra og Baldur fluttu af Aust-
urbrúninni eftir slysið og áttu heimili
í sama húsi og dóttirin Olöf. Hún tók
að sér umönnun móður sinnar, ásamt
foður sínum. Ólöf reyndist móður
sinni einstaklega vel og gerði allt sem
í hennar valdi stóð til að vel færi um
hana. Dóra átti erfitt með að sætta
sig við fötlun sína og líkaði illa að vera
upp á aðra komin með allt en hún
vissi að hún yrði að taka því eins og
aðrir.
Okkur systkinin tók það afar sárt
að geta ekki gert neitt til að létta
henni lífíð. Hana skipti mestu að hafa
dóttur sína og eiginmann sér við hlið
og stóðu þau þar fram á hinstu
stundu. Sömuleiðis gladdist hún yfir
fréttum af dótturbömum sínum
þremur og þótti gott að fá þau í heim-
sókn. Hafði hún velferð þeirra ætíð í
huga og fylgdist með þeim á meðan
hún gat.
Nú er komið að kveðjustund en
bara í bili vonum við. Við söknum
elskulegrar systur okkar sárt og
þökkum henni jafnframt fyrir langa
og góða samfylgd. Við þökkum Guði
fyrir að hún er nú leyst frá sínum
þrautum og trúum því að við hittumst
hinum megin. Við sendum Baldri,
Ólöfu, bamabömunum og tengda-
fólki öllu, innilegustu samúðarkveðj-
ur og biðjum Guð að gefa þeim styrk
og okkur öllum sem elskuðum hana
og að við megum lifa með góðar
minningar um öll góðu árin sem við
áttum með henni.
Hvíl þú í friði, elsku systir okkar,
og Guð blessi þig.
Þín systkini.
Svoerþvífarið
sá er eftir lifir
deyrþeimsemdeyr
enWnndánillfir
íþjartaogmiimi
mannaerhanssakna.
Þeireruhimnamir
honumyfir.
Dáinnerégþér,
enþúmunthfa
undirhimnimínum
þartilmyrkvasthann.
Missahlýtégþá
einsogþúhefurgert
Ljósdagsins,
land, sogu hvem mann.
(H.P.)
Kær vinkona mín, Halldóra Sig-
urðardóttir, er látin eftir erfið veik-
indi. Nú síðustu árin var mikið af
henni dregið, hún sem alltaf var
tilbúin að rétta öðram hjálparhönd
gat illa sætt sig við sinn vanmátt.
En mig langar að muna hana eins
og hún var þegar við kynntumst.
Við Dóra vorum búnar að þekkjast
lengi. Sem ungar stúlkur unnum við
saman á Farsóttarhúsinu í Reykjavík
þar sem þá var farsóttarheimili fyrir
berklasjúklinga, í dag hefðum við
verið kallaðir sjúkraliðar.
Þetta starf átti einkar vel við Dóra,
hún var hlý í viðmóti, ákaflega þrifin,
rösk til verka og samviskusöm. Hún
var glaðvær og sá oft spaugilegu hlið-
amar á lífínu og hafði það góð áhrif á
sjúklingana sem hún sinnti af alúð.
Árin liðu og hún kynntist ungum
manni, Baldri Sigurjónssyni, og hófu
þau búskap um svipað leyti og ég
kynntist mínu mannsefni. Við héld-
um hópinn og fórum oft út að
skemmta okkur saman. Um tíma
bjuggum við öll saman í lítilli íbúð og
deildum eldhúsi, mennirnir okkar
vora góðir vinir og samveran gekk
vel.
Undirrituð hafði ekki mikla
reynslu í matseld enda nýkomin af
skólabekk en þar reyndist Dóra mín
betri en enginn. Var hún öll af vilja
gerð að leiðbeina og gefa góð ráð. En
svo kom að því að íbúðin varð of lítil
því þá hafði bæst smáfólk í fjölskyld-
una. Þau hjónin stofnuðu fallegt
heimili þar sem var hlýlegt og gott að
koma. Við hjónin fluttumst austur í
Öræfasveit með syni okkar. Þegar
þeir fóra að stunda framhaldsskóla
með viðkomu í Reykjavík þá áttu þeir
alltaf vísan samastað hjá Baldri og
Dóru. Það er mér ógleymanlegt og
get ég aldrei fullþakkað alla þá um-
hyggju sem sýnd var elsta syni okk-
ar. Hún annaðist hann sem væri hann
sonur hennar. Fyrir allt þetta og
miklu meira er ég ævinlega þakklát.
Þegar öldrað og sjúk manneskja,
eins og Dóra okkar, fellur frá er því
ekki að leyna að maður þakkar guði
fyrir að hafa kallað hana til sín.
Hennar þrautir era á enda, hitt er
annað að söknuðurinn situr eftir hjá
okkur hinum sem minnast hennar
með þakklæti fyrir það gildi sem hún
gaflífiokkar.
En líkt og sorgin kemur gleði á ný
og líkt og dauðinn kemur líf á ný.
Hvíl þú í friði, elskulega vinkona.
Aðstandendum votta ég samúð mína.
Guðveig Bjarnadóttir,
Skaftafelli.
Nokkram dögum fyrir 80 ára af-
mæli sitt kvaddi hún Gagga þennan
heim. Við systkinin kölluðum hana
ávallt Göggu hans Baldurs eða bara
Göggu. En Baldur er bróðir föður
okkar og saman byggðu þeir ásamt
fjölskyldum sínum húsið við Austur-
brún 25. Við systkinin flugum úr
hreiðrinu smátt og smátt en öll áttum
við okkar góðu uppvaxtarár í Aust-
urbrúninni í mikilli nálægð við Bald-
ur, Göggu og Lólu því samgangur var
miMlL
Þetta var eins og ein stór fjöl-
skylda sem á þessum áram bjó í
Austurbrún.
Göggu þótti ekki alltaf leiðinlegt að
hafa á efri hæðinni fimm ólátabelgi
og seinna sex unglinga þar sem
frænka okkar kom inn á okkar heim-
ili.
Stundum var henni þó ofboðið þeg-
ar hávaðinn frá efri hæðinni var orð-
inn ærandi, kom hún þá upp og sagði
að ljósakrónan væri að detta niður
því lætin væra svo mikil. Gagga
fylgdist vel með högum okkar þegar
við bömin breyttumst í unglinga og
síðar í fullorðið fólk og eigum við öll
mjög góðar minningar frá ýmsum at-
vikum sem upp komu.
Eftir að foreldrar okkar féllu frá
og við systkinin höfðum selt eftri
hæðina breyttist mikið í Austurbrún
25. Var það Göggu mikill söknuður
og hafði hún oft á orði hvað allt hafði
breyst mikið. Því eins og við munum
það kom hún upp á hveijum degi til
móður okkar í kaJffi.
Við vissum alltaf þegar Gagga var
að koma því hún opnaði dymar og
kallaði: „Gunna mín!“
Gagga hafði um nokkurt skeið átt
við veikindi að stríða en hún vissi
hvert förinni var heitið. Gagga, við
viljum kveðja þig með þessum lín-
um.
Eg þakka þau ár sem ég átti
þáauðnuaðhafaþighér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Baldur, Lóla og fjölskylda.
Guð veri með ykkur.
Systkinin í Áusturbrún,
Ingibjörg, Sigurjón, Hafdis,
Theódóra og Óli Rúnar.
+ Jónína Björk Vil-
hjálmsdóttir
fæddist í Hafnarfirði
14. ágúst 1970. Hún
lést á Grensásdeild
Landspítalans í
Fossvogi 2. desemb-
er síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ásta Lovísa
Leifsdóttir, f. 15.5.
1951, d. 24.6. 1984,
og Hilmar H. Gunn-
arsson, f. 28.11.
1949, en Nína var
ættleidd af Vilhjálmi
Þór Vilhjálmssyni, f.
6.1. 1953.
Hálfsystkini Nmu sammæðra
eru: Daði Þór Vilhjálmsson, f.
29.9. 1973, sambýliskona hans er
Elva Björg Jónasdóttir, f. 15.5.
1972. Barn þeirra er Sara Mar-
grét, f. 2.9. 1998. Ásta Lovísa Vil-
hjálmsdóttir, f. 9.8. 1976. Böm
hennar eru Kristófer Daði Krist-
jánsson, f. 8.12. 1995, og Embla
Eir Kristjánsdóttir, f. 18.9. 1998.
Hálfsystir Nínu samfeðra er
Kristjana Lind Hilmarsdóttir, f.
4.12. 1971, sambýlismaður henn-
ar er Benedikt Þór Guðmunds-
son, f. 7.2. 1967. Böm: Benedikt
Gabrfel Benediktsson, f. 1.5.
Með storminn í fangið og myrkrið
framundan höfum við reist höfuðið
hátt og barist af lífs og sálar krafti.
Þetta varð hlutskipti Nínu, sem og
annarra í móðurfjölskyldu minni.
Yndisleg var samt hátíðarstundin
1997, og Kristófer
Hilmar McCoIlough,
f. 12.8. 1991.
Nína giftist hinn
25. nóvember síðast-
liðinn Þórsteini
Pálssyni, f. 12.12.
1968. Foreldrar
hans eru Lilja Hall-
dórsdóttir, f. 11.11.
1939, og Páll Vil-
hjálmsson, f. 25.8.
1939.
Barn Þórsteins er
Kristín Björg, f.
14.7. 1989.
Nina ólst upp hjá
móður sinni og fósturföður
fyrstu ár ævi sinnar, þar til móð-
ir hennar og fósturfaðir slitu
samvistir. Þá fluttist hún til móð-
urafa síns, Leifs Steinarssonar,
og konu hans Ingibjargar Brynj-
ólfsdóttur og þar ólst hún upp
frá níu ára aldri.
Að skólanámi loknu vann Nina
ýmis umönnunar- og verslunar-
störf en rak siðan söluturn um
tíma ásamt Lilju tengdamóður
sinni. Síðustu árin vann hún hjá
Skeljungi hf.
Útför Nínu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
sem við áttum á Hofteignum hinn
25. nóvember sl. er þú gekkst í
hjónaband með honum Steina þín-
um, sem hefur fylgt þér í mörg ár og
sér nú á eftir fallegri og góðri konu.
Guð gefi honum styrk.
Við vonum að nú sé stormurinn
liðinn hjá og að við taki logn um
sinn. Við lútum höfði í sorg og um-
vefjum ykkur öll í huga okkar, móð-
ur mína Jónínu, systur mínar, Ástu,
Ásdísi, Sigrúnu, Árnýju og Unni,
systrabörnin mín, Eyrúnu Björgu,
Leif Orra og okkar ástkæra Nínu,
mág minn Þórð, Inga Garðar og öll
hin sem farin era.
Við vitum að móttökurnar hljóta
að hafa verið góðar og við kveðjum
þig að sinni Nína mín. Hvíl þú í friði.
Dagný Hildur Leifsdóttir.
Þeir sem guðinir elska deyja ung-
ir er oft sagt og kemur okkur það í
hug þegar við nú kveðjum Jónínu.
Það var í ágúst 1997 sem Jónína
kom til starfa hjá Skeljungi. Strax
kom í Ijós að hér var einstaklingur
sem geislaði af trúmennsku og
tryggð. Vinnuviðhorf Jónínu var
einstaklega heilbrigt og jákvætt,
sem er ekki algengt í dag. Hún gerði
ávallt miklar kröfur til sjálfrar sín
og gekk það mjög nærri henni ef
henni einhverra hluta vegna tókst
ekki að uppfylla þær. Að eiga sam-
leið með Jónínu þennan stutta spöl
var mikill heiður og hefur dvöl henn-
ar örugglega skilið eftir spor í hug
og hjarta þeirra sem urðu þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast henni.
Það var aðdáunarvert að sjá þann
mikla styrk sem í henni bjó í þeim
veikindum sem hún stríddi við á síð-
ustu mánuðum.
Kæri Steini, mundu ávallt að Jón-
ína vakir yfir þér og tíkinni henni
Tönju, sem vora gimsteinarnir
hennar í þessum heimi. Innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsfélaga á
Skeljungi, Vesturlandsvegi,
Bryndís Snorradóttir,
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir.
JÓNÍNA BJÖRK
VILHJÁLMSDÓTTIR