Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BALDUR SIGURÐSSON,
Álfatúni 17,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt
10. desember sl.
Unnur Þóra Þorgilsdóttir,
Þorgils Baldursson, Inga Jónsdóttir,
Sigurbjörg Baldursdóttir, Ásgeir Beinteinsson,
Hallur A. Baldursson, Kristín S. Sigtryggsdóttir,
Sigurður Baldursson, Borghildur Sigurbergsdóttir
og barnabörn.
t
Faðir okkar,
KRISTJÁN GUÐBJARTSSON
fyrrv. bóndi og hreppstjóri
á Hólakoti,
Staðarsveit,
lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sunnu-
daginn 10. desember.
Elsa Kristjánsdóttir,
Kristlaug Karlsdóttir,
Heiðbjört Kristjánsdóttir.
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir,
frændi og vinur,
ENGILBJARTUR GUÐMUNDSSON,
lést á Hrafnistu I Hafnarfirði sunnudaginn
10. desember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni I Hafnarfirði
föstudaginn 15. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Þór Engilbjartsson, Ólafía Guðrún Halldórsdóttir,
Hreiðar Sigurjónsson, Fríða Ragnarsdóttir
og fjölskyldur.
t
Bróðir minn,
ELÍAS ÞÓRÐARSON
frá Fit,
lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar mánudaginn 11. desember.
Marta Þórðardóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og systir,
BERGLJÓT RAFNAR,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn
11. desember.
Bjarni Rafnar,
Björg Rafnar, Össur Kristinsson,
Haraldur Rafnar, Rósa Þorsteinsdóttir,
Kristín Rafnar, Gunnar Stefánsson,
Þórunn Rafnar, Karl Ólafsson,
Jónas H. Haralz.
t
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar móður minnar og ömmu,
ELÍNAR SKÚLADÓTTUR ELLEFSEN,
Kirkjuvegi 17,
Keflavlk.
Guðrún Vilhelmsdóttir Benner
og böm.
+ Hólmfríður Þor-
steinsdóttir
fæddist 21. maí 1937.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 19. nóvember
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Seltjarnaraes-
kirkju 24. nóvember.
Jarðsett var á Þor-
valdsstöðum í Breið-
dal.
„Ég er betri í dag en í
gær“ eru orð sem ég
mun ávallt tengja minn-
ingu Hólmfríðar Þorsteinsdóttur eða
Fíu eins og hún var oftast kölluð. Nú
er hún farin, laus við allar þær miklu
þjáningar sem yfir hana gengu frá
því hún var komung kona. Þá veiktist
hún af liðagigt, sem jafnt og þétt hel-
tók líkama hennar.
Hugur minn reikar aftur til ársins
1960 þegar ég flutti, rúmlega tvítug,
ásamt fjölskyldu minni í nýju byggð-
ina sem þá var að rísa vestast á Sel-
tjarnarnesinu. Fyrir mig sem var
uppalin í miðri Reykjavík, var það
nánast eins og að flytja upp í sveit.
Ég man hvað það gladdi mig þá að
hitta einhvem sem ég þekkti, þegar
ég rakst á Fíu úti á götu með yngsta
soninn af þremur í fanginu, hann
Guðjón litla eða Jónka, eins og ég
kallaði hann á þessum ámm.
Fía bauð mér inn í tíu dropa, sem
áttu eftir að verða fleiri næstu ára-
tugina. Við höfðum kynnst þegar við
unnum í saltfiski hjá BÚR, þá á ferm-
ingaraldri. Á þeim tíma höfðum við
báðar misst feður okkar og þá þótti
sjálfsagt að við legðum mæðmm okk-
ar lið í lífsbaráttunni.
Og þó ég flytti mig um set á Nesinu
var aÚtaf þráður á milli okkar. Við
skutumst stundum yfir Valhúsahæð-
ina, hvor til annarrar eða áttum löng
samtöl í gegnum síma. Það var ekki
að spyrja að því, að segði hún mér
fréttir af sér og sínum
þá vom þær allar á einn
veg, góðar.
Nú þegar ég minnist
Fíu minnar, sé ég að
sjálfsmynd hennar var
ekki bara hún sjálf,
heldur hún og fjölskyld-
an, svo samofin vom
þau. Jákvæðni, bjart-
sýni, ástúð, þrautseigja
og trygglyndi em þeir
persónueiginleikar sem
ég tel að lýsi Fíu allra
best. Þeir sem þekktu
hana muna glettnis-
glampa augna hennar,
jafnvel á þeim stundum sem hún var
þjáð.
Frá Melabrautarámnum rifjast
ýmislegt upp. Þegar litla skottið
hennar, hann Steini, var til í að kyssa
hana „Nandísi" (undirritaða) ef hann
fengi „túkall“ að launum. Eða þegar
hann Binni fæddist, þá varð einhverj-
um að orði að Fía og Óskar væm að
safna í fótboltalið. Eða þegar bam
númer fimm fæddist og stórfréttin
barst um eins og eldur í sinu, allir
stukku út til Fíu að berja undrið aug-
um, það var fædd stúlka á Melabraut
57. Ög ekki má gleyma fmmburðin-
um, Guðna Má, fjörmiklum hnokka,
sem eins og flest Nesbörnin á þessum
tíma, sást varla inni í húsi, því æv-
intýrin vom við hvert fótmál, frá holti
til fjöra.
Éleiri minningar hrannast upp. Fía
hafði sérstakt næmi fyrir bömum
enda hændust þau að henni. Minn-
ingar elstu dóttur minnar staðfesta
það. Með því skemmtilegasta sem
henni þótti þegar hún var lítil var að
kíkja með mér til Fíu, sem hún gerði
ósjaldan, þar mátti hún leika sér með
alvöra dót. Fía dró fram hælaskóna
sína, slæðumar, hanskana og fleira
sem sú stutta gat leikið með, enda var
það í þá daga þegar ekkert stelpudót
var þar til á þeim bænum.
Og einu gleymi ég aldrei, þegar
Fía leit út um eldhúsgluggann sinn
og sá sér til skelfingar hvar sonur
minn fjögurra ára, stóð úti á götu,
beint fyrir framan kyrrstæðan
strætó, sem staldrað hafði við á bið-
stöðinni. Hún sagði ekki orð, en ég sá
undir iljamar á henni, þar sem hún
hentist ofan af annarri hæð og út á
götu til að bjarga stráksa. Þegar ég
kom að, sá ég að þar hafði hurð skoll-
ið nærri hælum.
Ég fylgdist með hvernig Fía, þessi
hugprúða og látlausa kona, sigldi í
gegnum lífið. Hún átti sér fjársjóð
eins og áður sagði, sem var henni sá
dýrmætasti, en það var fjölskyldan,
eiginmaður hennar Óskar, sem stóð
eins og klettur við hlið hennar gegn-
um súrt og sætt, synimir fjórir, þeir
Guðni Már, Þorsteinn, Guðjón og
Brynjólfur, og dóttirin, Hlíf. Seinna
jókst svo innstæðan með tengda- og
bamabörnunum. Stoltið skein úr
andliti hennar er hún svo mikið sem
nefndi þau á nafn.
Ef einhver manneskja tileinkaði
sér gleðileikinn hennar Pollýönnu þá
var það hún Fía. Og ef einhver mann-
eskja hefði síst átt að geta tileinkað
sér hann, þá var það Fía. Heilsa
hennar skilaði henni ekki dýrum
sjóðum og ekki átti hún auðæfi í ver-
aldlegum skilningi þess orðs. En einn
af hennar sterkustu eiginleikum var
um leið fjársjóður sem hún gaf sam-
ferðamönnum sínum af, hún sá alltaf
björtu hliðamar.
Elsku Óskar, Guðni, Steini, Gaui,
Binni og Hlíbba ásamt fjölskyldum
ykkar. Þið hafið misst mikið. Ég og
fjölskylda mín vottum ykkur dýpstu
samúð. Megi góður guð styrkja ykk-
ur og vernda í sorginni. Megi minn-
ingin um góða stúlku, sem elskaði
ykkur falslaust, vaka, alltaf. Megi
minningin um stúlku sem sagði:
„Ég er betri í dag en í gær“, lifa.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsinsdegi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi.
Og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnastþér.
(Ingibjörg Sig.)
Valdís Samúelsdóttir.
HOLMFRIÐUR
ÞORSTEINSDÓTTIR
Formáli
minning-
argreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
LILJA ELISABET
A UÐ UNSDÓTTIR
TORP
+ Lilja Elísabet
Auðunsdóttir
Torp fæddist í Stein-
nesi á Akranesi 24.
júlf 1933. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
16. nóvember síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Fella- og Hólakirkju
27. nóvember.
í G. ^XliLÓM ~ ^ A.RÐH EIMyð ABÚÐ • STÉKKJARBA SÍMI 540 3320
Margs er að minnast
margterhéraðþakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast
margseraðsakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Það er þetta sem við
skólasystur Elísabetar
(eins og við kölluðum
hana) segjum þegar við
hittumst og tölum um
þann tíma sem við átt-
um saman í Kvenna-
skólanum á Hvera-
bökkum. Við minnumst
Elísabetar sem elsku-
legrar stúlku sem gam-
an var að vera með. Því
miður tvístraðist hóp-
urinn út um landið svo
samverustundirnar
urðu færri en við hefð-
um viljað, en þegar við
hittumst tók hún alltaf á móti okkur
með sínu fallega brosi, sem hún átti
nóg af. Hennar var sárt saknað sl.
vor þegar við héldum upp á 50 ára af-
mælið en þá var hún þegar orðin svo
veik.
Hún er sú þriðja af okkur sem út-
skrifuðumst úr skólanum sem fellur
frá og biðjum við Guð að blessa
minningu þeirra.
Við viljum þakka Elísabetu fyrir
yndislegar samvemstundir sem við
áttum og biðja algóðan Guð að
styrkja og styðja eiginmann hennar
og börn og aðra vandamenn.
Blessuð sé minning hennar.
Skólasystur 1949-1950.
Biómabúðin
öaúðskom
v/ Possvo^skiVkjw^a^ð
Símii 554 0500