Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 57

Morgunblaðið - 12.12.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 57 + Helgi Steinsson fæddist í Reykja- vík 27. desember 1928. Hann lést á heimili sínu 4. ágúst síðastliðinn og fér útför hans fram frá Fossvogskirkj u 11. ágúst. Elsku pabbi minn. Nú eru liðnir nokkrir mánuðir frá því að ég missti þig. Ég get ekki lýst þv£ hvað þetta hef- ur verið sárt og erfitt. Mig langar rétt aðeins að minnast þín í nokkrum orðum. Yið pabbi upplifðum tímana tvenna. Við fórum úr því að vera ágætlega vel stæð fjölskylda yfir í það að eiga ekki neitt. Við upplifðum erfiðar aðstæður sem settu sitt mark á okkur bæði og restina af fjölskyld- unni. Ég minnist þess þegar ég var ung og pabbi var alltaf á sjónum hvað það var alltaf mikil tilhlökkun þegar hann kom í land. Ég vildi ekki gera neitt annað en að vera nálægt honum þann stutta tíma sem hann var heima. Og svo var hann farinn aftur. En síðan kom hann í land. Hóf verslunairekstur og að sjálfsögðu vildi ég vera eins nálægt og ég gat. Ég gleymi því aldrei þegar pabbi sagði við einn kúnnann í versluninni að ég væri besta af- greiðslustúlkan í versl- uninni! Þvílíkt sem ég var stolt að heyra þetta, sérstaklega frá pabba þar sem ég hafði allt mitt líf reynt að gera hann stoltan af mér. Ég minnist þessa tímabils á mjög jákvæðan hátt. Pabbi var kominn í land, átti sína eigin verslun sem ég starfaði með honum í þrátt fyrir ungan aldur. Og allar sumarbústaðaferðirn- ar. Hverja einustu helgi keyrðum við í rúman klukkutíma til þess að komast í sveitasæluna í bú- staðnum sem hann var að byggja. Og ég fór alltaf í bflnum með pabba og við sungum og sungum alla leiðina. Eitt skiptið sungum við svo mikið að það sprakk á dekkinu! Æ, hvað ég sakna þessa tímabils. En síðan fór að halla undan fæti. Fjárhagserfiðleikar gerðu vart við sig, fjölskylduvandræði og annað sem setti sitt mark á okkur. Margra ára erfiðleikar urðu til þess að for- eldrar mínir skildu, en þrátt fyrir það þá var alltaf stöðugt samband og samgangur á milli. Mér þótti mjög erfitt að horfa uppá það þegar pabbi fór á eftirlaun og hætti að vinna. Hann hafði alltaf verið sterkur og mikill vinnuþjarkur. Allt í einu var hann orðinn gamall, og farinn að láta á sjá eftir erfitt ævi- starf. En hann hélt áfram að vera harður og hélt áfram að gera allt sem hann gat, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Það gladdi mig svo mikið þegar hann sagðir mér að hann væri farinn að spila golf, aðeins nokkrum mán- uðum áður en hann lést. Og það hafði glatt mig svo mikið þegar sambandið við bömin hans af íyrra hjónabandi jókst, fyrir nokkrum árum síðan, eft- ir margra ára lélegt samband. Það versta er þó að þegar fólk fellur frá svona fyrirvaralaust er oft svo margt sem er ófrágengið. Ég hafði fengið að kynnast alveg nýrri hlið á pabba síðustu árinn. Það kom meðal annars í ljós að hann var alveg yfirburða kokkur! Og ég á heldur betur eftir að sakna matar- boða hans. Það minnir mig á það að nú fara jóhn bráðum að ganga í garð, og kvíði ég því óskaplega að geta ekki eytt þeim með pabba eins og við höfð- um alltaf gert. Hann pabbi fór allt of fljótt. Ég er þó afskaplega þakklát fyrir þau aflt of fáu ár sem ég átti með honum og fyrir allt það sem hann hefur kennt mér, bæði gott og slæmt. Elsku pabbi minn, ég sakna þín al- veg óskaplega mikið. Megi minningin um þig lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Og pabbi manstu ... ég var alltaf pabbastelpan! Égerþakklát fyrir að hafa þekkt þig fyrir að hafa átt þig að fyrir það sem þú reyndir. María Kristín Steinsson. HELGI STEINSSON SIGURVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR + Sigurveig Krist- jánsdóttir fædd- ist í Klambraseli, Að- aldælahreppi, S-Þingeyjarsýslu 26. nóvember 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga 23. nóv- ember síðastliðinn og fór útfbr hennar fram frá Húsavíkur- kirkju 1. desember. Elsku systir. Nú er þrautum þín- um lokið eftir langa baráttu og sál þín kom- in í ríki Guðs, þar sem ég veit að hef- ur verið stór hópur vina og vanda- manna til að fagna komu þinni. Margar minningar koma upp í hugann. Ég man t.d. þegar ég var ung og reyndi að sauma buxur á drengina mína. Þá voru vasamir dá- lítið vandamál fyrir mér, en þú leyst- ir það mál og varst fljót að því eins og öðru, sem þú tókst þér fyrir hendur. Oft var skroppið í Skarðaborg um helgar. Þar var ætíð hlaðið borð af heimabökuðu brauði, svo ég tali nú ekki um saltkjötið, sem þú saltaðir sjálf. Það var meiri háttar gott. Þú varst 10 ára þegar ég fæddist. I aug- um ykkar systra var ég eins og dúkk- an ykkar, var mér sagt. En dúkkan stækkaði og að því kom, að hana langaði að læra að dansa. Það kom í Frágangur afmæhs- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning® mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi- þinn hlut að kenna mér þá list. Ég man vel hvernig það fór fram. Þú lést mig standa á tánum á þér og þannig lærði ég sporin og þannig fann ég taktinn best. Þessi kennsluað- ferð held ég að hafi tek- ist nokkuð vel. Síðast sá ég þig dansa í fimm- tugsafmæli mínu, að vísu af veikum mætti. En að sjá ykkur hjónin dansa hér áður fyrr var glæsilegt. Þið liðuð um gólfið í öruggum takti og geisluðuð af gleði og hamingju. Veiga mín, ég veit að þegar þið Þórarinn hittist á ný munuð þið rifja upp þessi dansspor ásamt mörgum öðrum sporum sem þið hafið gengið saman. En við þekkjum öll að stundum dregur ský fyrir sólu eins og gerðist hjá þér og allri fjölskyldu þinni. Þrátt fyrir þín erfiðu veikindi vildir þú fylgjast með öllu og spurðir mig ótrúlegra spurninga, svo sem: Hvað ætlar þú að hafa í matinn í kvöld, ert þú búin að baka fyrir jólin, ertu í nýrri kápu eða ertu í nýrri peysu, hvernig er eldhúsið þitt eða stofan á litinn? Ég sagði þér fréttir af ættingjum og vinum, sem þú síðan hugsaðir um, er ég var farin, og spurðir kannski nánar út í næst þegar ég kom. Þetta spjall okkar hefur vonandi stytt þér stundir eins og spjall hinna mörgu sem heimsóttu þig. Þú áttir stundum erfitt með mál, en hugsun þín og minni var ótrúlegt. Oft kom fyrir að bóndi þinn spurði þig, hvar þessi eða hinn hluturinn H H H H H H Erfisdrykkjur L A N Sími 562 0200 Iiiiiiiiiii ixxxxí! væri geymdur heima og þú svaraðir kannski: „Hann er í efstu hillunni í herbergisskápnum", og kom í ljós að þar var hann. Hafðir þú þá ekki get- að gengið sjálf um þínar hirslur ár- um saman. Þegar ég sá eftirfarandi erindi fannst mér eins og það hefði verið ort um þína ævi: Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna, þú vildir rækta þína ættarjörð. (Höf.ók.) Elsku Doddi, Nonni, Stína, Krist- ján, Siggi og fjölskyldur. Guð geymi ykkur öll. Ég vil að endingu þakka starfs- fólki Heilbrigðisstofnunar Þingey- inga fyrir alla þá umönnun og hlýju, sem Veiga fékk öll þau ár sem hún dvaldi þar. Guð blessi ykkur öll. Ásdís Kristjánsdóttir. Varanleg minning er meitluð ístein. S. HELGASOIM HF STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is ERNA ARADÓTTIR + Erna Aradóttir fæddist á Pat- reksfirði 12. mars 1934. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 23. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Há- teigskirkju 29. nóv- ember. Margs er að minnast og hugurinn hvarflar til okkar fyrstu kynna í ferð okkar til Lanz- arote fyrir um 18 árum síðan. Þá voru byrjaðar ferðir fyrir psoriasissjúklinga til þessarar ynd- islegu eyjar Kanaríeyjaklasans til meðferðar á psoriasissjúkdómnum. Það var eins og við manninn mælt, við smullum saman og kunnings- skapurinn breyttist í vináttu sem varað hefur ætíð síðan. Erna var ald- ursforsetinn í hópnum, en við fund- um aldrei fyrir þeim mun því aldur var afstætt hugtak þegar Ema var annars vegar. Hún var iðulega létt í lund þó heilsan hafi ekki alltaf verið upp á það besta. Erna var einstak- lega vel af Guði gerð, falleg að innan sem utan og alltaf var stutt í hlát- urinn og glensið þegar við hittumst og eigum við margar minningar um yndislegar samverustundir sem munu ylja okkur um ókomin ár. Við vottum fjölskyldu Emu okkar innilegustu samúð. Elsku Erna okkar, við þökkum forsjóninni fyrir að hafa átt þig að vini, hafðu þökk fyrir allt og allt og megi al- mættið vemda þig og blessa á eilífðarbraut. Elín, Elínborg og Kristín. Sjá grasið sprettur, gleðstu, mundu að þú grerir sjálfur fyrrum líktogþað, þó innra með þér blikni sef og blað gef beyg og trega engan griðastað! (Snorri Hjartarson.) Um leið og við kveðjum góða vin- konu, hana Ernu, minnumst við góðra stunda á heimilum okkar, ferðalögum og síðast en ekki síst ógleymanlegra stunda á heimili Ernu og Hafsteins á Patreksfirði. Þar ólu þau upp sex mannvænleg börn sem bera foreldrum sínum fag- urt vitni. Það verður tómlegt að sjá sætið hennar autt næst þegar við hittumst. En við emm þakklátar fyrir að hafa •* fengið að njóta vináttu hennar þessi ár og kveðjum hana með virðingu og söknuði. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ernu Aradótt- ur. Hjördís (Hadda) og Edda. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, GUÐMUNDUR PÁLL PÉTURSSON frá Núpi, Fljótshlíð, lést laugardaginn 9. desember. Útför hans fer fram frá Breiðabóistaðarkirkju i Fljótshlíð laugardaginn 16. desember kl. 14.00. Hrund Logadóttir, Logi Guðmundsson, Oddur Pétur Guðmundsson, Dögg Guðmundsdóttir, Anna Guðjónsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFRÍÐ EINARSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, til heimilis á Hrafnistu Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 2. desember síðast- liðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. desember kl. 13.30. Erna Kristjánsdóttir, Hrefna Krisfjánsdóttir, Kjartan Sveinsson, Sigfríð Þórisdóttir, Álfheiður Kjartansdóttir, Arndís Kjartansdóttir, John Kristján Whitehill, Lee Eugene Whitehill og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, ÁRNI INGÓLFUR ARTHURSSON frá Sólbergi, Reyðarfirði, Huldulandi 1, Reykjavík, sem lést föstudaginn 1. desember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 14. desemberkl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en bent er á líknar- félög. Fyrir hönd vina og ættingja, Ásdís Arthursdóttir, Guðni Arthursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.