Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BENEDIKT
ODDSSON
+ Benedikt Odds-
son fæddist í
Keflavík 8. maí 1970.
Hann lést af slysför-
um 30. nóvember sið-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Kefla-
víkurkirlgu 7. des-
ember.
Það er kannski
skrýtið hvað sumt fólk
getur verið manni mik-
ils virði, enda þótt
samband við það sé lít-
ið svo árum skipti, en
þannig er því farið með
vin minn, Bensa eins og hann var
alltaf kallaður.
Síðustu daga hafa ótal minningar
um hann streymt fram í huga mér,
og langar mig til að kveðja hann með
nokkrum fábrotnum orðum og
þakka þau ánægjulegu kynni sem
við áttum.
Kynni okkar Bensa hófust árið
1988 á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
þar sem ég innfæddur Vestmanna-
eyingur fór með hann í tjaldið til
fjölskyldu minnar. Mér er einstak-
lega minnisstætt, þar sem mikið er
rætt um íþróttir og fótbolta í minni
fjölskyldu, hve Bensi hafði lúmskt
gaman af að tala um og æsa alla upp
með því að segja frá hve KR-ingar
væru miklu betri en ÍBV, þá var
Gunnar bróðir hans að spila með KR
og sýndi það sig hve stoltur hann var
af bróður sínum, Bensi sá sér strax
leik á borði og náði að æsa alla upp í
tjaldinu, án þess að mikil alvara væri
þar á bak við.
Upp frá þessu kom Bensi á hverja
þjóðhátíð næstu árin og gisti hann
þá heima hjá mér og foreldrum mín-
um , enda þekkti hann orðið alla í
fjölskyldunni og var orðinn ómiss-
andi í tjaldið og grilimatinn heima
áður en haldið var af stað inn í dal,
og naut hann þess að segja félögum
sínum hve notalegt og gott hann
hefði það.
Þó samband okkar hafi ekki verið
mikið hin síðari ár, þá ylja ég mér
við minningarnar frá ótal gleði-
stundum og sé Bensa fyrir mér sól-
brúnan og brosandi, þennan
skemmtilega og hressa félaga og
vin, sem við fylgdumst með úr fjar-
lægð hin síðari ár. Nú síðast í sumar
hitti hann frænku mína sem vinnur
hjá Atlanta og bað fyrir kveðju til
okkar, og yljaði það okkur um
hjartarætur.
Elsku Bensi, það var alltaf jafn
notalegt að hitta þig og alltaf leið
mér vel í návist þinni, þakka þér
elsku vinur fyrir þær stundir sem
við áttum saman og mun ég aldrei
gleyma þér. Þú munt ávallt eiga
vissan stað í hjarta mínu.
Allri fjölskyldu hans og aðstand-
endum votta ég mína dýpstu samúð
og bið Guð að styrkja þau í þeirra
miklu sorg og söknuði, því að þeirra
er missirinn mestur.
Þó að kali heitur hver
Hylji dali jökull ber
Steinar tali og allt hvað er.
Aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Anna Sigga Grímsdóttir.
Ég hlustaði á frétt-
ina í útvarpinu. Mig
setti hijóða, eitt slysið
enn á „Brautinni". Það
sótti að mér mikill
kvíði. Þekki ég fólkið?
Stundu síðar hringir
Óli sonur minn og til-
kynnir mér að Bensi
vinur sinn hafi dáið í
bílslysi á Reykjanes-
brautinni. Það er
skelfilegt að öll þessi
slys skuli verða á þess-
um vegi. Hvað veldur?
Hvað er til úrbóta?
Þessar og ótal aðrar
spurningar vakna. Það hafa of marg-
ar fórnir verið færðar á þessum fjöl-
farna vegakafla, nú þarf að fara að
framkvæma aðgerðir til úrbóta.
Ég kynntist Bensa ungum dreng,
fallegum og góðum. Ég sá hann vaxa
og þroskast, verða ærslafenginn
ungling og ungan stoltan sjómann,
sem brenndi lífskertið í báða enda.
Ég fylgdist alltaf með honum úr
fjarska, fékk fréttir af honum frá
Ola syni mínum og síðar kveðjur frá
honum með manninum mínum, en
þeirra leiðir lágu saman við störf í
seinni tíð. Óli og Bensi brölluðu
margt saman í æsku og ekki allt í
þökk foreldranna, en brosið hans
Bensa og faðmlagið var alltaf jafn
hlýtt. Hann Bensi breytti lífsstíl sín-
um fyrir sjö og hálfu ári, sneri
blaðinu við líkt og ég hafði gert 15
árum áður. Eftir það töluðum við
sama tungumálið og áttum sameig-
inleg áhugamál um að njóta þess að
vera til og lifa heilbrigðu lífi. Fjar-
læg búseta gerði það að verkum að
við hittumst ekki eins oft, en er leiðir
okkar lágu saman sá ég hvað hann
blómstraði og fallegu augun, hlýja
brosið og faðmlagið innilegra en
nokkru sinni fyrr. Ég hitti Bensa um
það leyti, sem hann ákvað að fara til
Tulsa í Oklahoma og læra flugvirkj-
un, þaðan sem hann útskrifaðist með
góðum vitnisburði eftir að hafa
stundað mámið af dugnaði og sam-
viskusemi. Ég man er ég hitti hann á
kaffihúsi með dóttur sína, hvað hann
var stoltur faðir, bjartsýnn á fram-
tíðina. Augun ljómuðu af gleði og
áhuga. Bensi fékk góða vinnu og var
vel liðinn í starfi. Hann var þakk-
látur fyrir og kunni að meta allan
þann lærdóm og reynslu, sem hann
öðlaðist við störf sín í Sádi-Arabíu,
þótt hann hefði kosið að vera meira
með dóttur sinni, sem hann elskaði
svo heitt. Bensi var nýkominn í frí
eftir langa fjarveru frá íslandi.
Hann var á leiðinni heim eftir að
hafa náð í sína elskulegu dóttur.
Enn eitt slys á Reykjanesbraut,
þrjár manneskjur í blóma lífsins
deyja og við biðjum öll þess að elsku
litla stúlkan, sem ein lifði þennan
hrylling, megi ná heilsu á ný að fullu.
Bensi lifði yndislegu lífi síðustu
ár, hann var svo sáttur, hann
blómstraði hreinlega. Ég hef ekki
séð neinn sem bar svona mikla ham-
ingju utan á sér. Hann hafði tekið
tilsögn í einu og öllu og uppskar
dásamlegt líf.
Elsku Bensi, hafðu þökk fyrir allt,
þú kenndir mér mikið, hjartkæri
strákurinn minn.
Handrit afmælÍB- og minningargreina skulu vera vei frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsima 5691116, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fyígi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Hýasintuskreytingar - Jólagjafir
Kertaskreytingar
Opið til kl. 22 til jóla
Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Guð veri með elsku dóttur þinni,
foreldrum, bróður og mágkonu og
litlu bömunum þeirra og Huldu
ömmu, sem var svo stolt af Bensa
sínum.
Ég bið almáttugan Guð að vera
með öllum þeim, sem eiga í sorg á
þessari stundu eftir þetta hörmu-
lega slys á Reykjanesbrautinni.
Ég kveð þig elsku Bensi minn
með bæninni, sem gaf okkur svo
mikið.
Guð gefi mér æðruleysi
tilaðsættamigviðþað,
semégfæekkibreytt,
Kjark til að breyta því,
seméggetbreytt
og vit til að greina þar á milli.
Guð blessi minningu þína.
Heiða Ámadóttir.
Elsku Bensi, ég trúi því ekki enn
að þú sért farinn. Ég gleymi aldrei
þeim degi er ég fékk fréttimar um
að þú hefðir látist í bílslysi á Reykja-
nesbraut. Ég var í vinnunni þennan
dag og vissi að það hafði orðið slys á
brautinni og ég man að ég sagði við
stelpumar hve ég óskaði þess að
enginn sem ég þekkti hefði verið í
því. En svo kem ég heim og er ný
sest í sófann þegar vinkona mín
hringir í mig og segir mér frá slys-
inu og að þú hefðir farist í því. Ég
gat engan veginn trúað því, ekki
Bensi því hann var svo ódauðlegur.
Svo í vantrú minni hringdi ég í sím-
ann þinn en það var ekkert svar. Og
þá vissi ég... Það er djúpt skarð sem
þú skilur eftir, Bensi minn, skarð
sem verður aldrei fyllt og þú munt
alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu.
Ég gleymi því ekki þegar þú varst
hjá mér eitt kvöldið í sumar, hve mig
langaði að segja þér hvað mér þætti
vænt um þig en einhvem veginn var
það bara á vörunum á mér og fór
aldrei lengra. Ég vona að þú vitir
það núna, Bensi, hvað mér þótti
vænt um þig. Ég man hve oft þú
sagðir við mig að það væri eins og
við hefðum þekkst alla ævi því við
gátum talað saman um allt milli him-
ins og jai-ðar þótt við hefðum þekkst
í aðeins stuttan tíma. Það er alveg
öruggt að við höfum þekkst í öðm lífi
og munum kynnast aftur í því næsta.
Og öll bréfin sem þú sendir mér
meðan þú varst að vinna í París,
hvað mér þótti vænt um þau og ég
mun geyma þau alla ævi. Hvernig
getur lífið verið svona ósanngjarnt,
því varstu tekinn í burt svona
snemma? Þú varst engan veginn á
leiðinni að fara, það var allt of mikið
líf í þér. En ég veit að það tekur eitt-
hvað annað við og þér var ætlað ann-
að hlutverk þar sem þú átt að auðga
líf annarra eins og þú gerðir meðan
þú varst hér. Þú varst besti vinur
sem nokkur hefði geta hugsað sér og
umhyggja þín fyrir öðram og fyrir
lífinu sjálfu fylgdi þér hvert sem þú
fórst. Þú áttir til alveg óþrjótandi
hvatningarorð fyrir hvem sem var
og lást aldrei á þeim, enda held ég að
fáir hafi átt eins marga vini og þú.
Og þú varst svo einlægur á allan
hátt og áttir svo auðvelt með að tjá
tilfinningar þínar á svo skemmtileg-
an hátt að það var alveg öfundsvert.
Það era því alveg orð á tæra að þeir
deyja ungir sem guðirnir elska og
Guð hefur svo sannarlega elskað þig.
Ég trúi því að þú hafir verið engill
sem var kallaður heim og nú vakirðu
yfir þeim sem eftir lifa og átt ekki í
vandræðum með það. Þó að sökn-
uðurinn sé sár og erfitt að skilja
þetta allt saman og sætta sig við það
er það léttir í hjarta mínu að vita
það, að þú verður þarna til þess að
taka á móti mér þegar minn tími
kemur. Elsku hjartans Bensi, það er
með með söknuð í hjarta sem ég
kveð þig og ég þakka Guði fyrir
þann allt of stutta en dýrmæta tíma
sem við áttum saman í sumar. Guð,
viltu halda verndarhendi þinni yfir
fjölskyldu Bensa á þessum erfiðu
tímum og þá sérstaklega litla sól-
argeislanum hans, henni Sesselju
litlu, sem er alveg lifandi eftirmynd
föður síns og ég vona að hún fái að
heyra það á hverjum degi hversu
yndislegan föður hún átti.
Ó, engillinn ungi ég ann þér svo heitt,
en í vængi þér blása ég verð,
svo brjóstið þitt vaxi og verði svo breitt
að það beri þig þangað sem Ijósið þú sérð.
Láttekki villast burt veginum frá,
ekki álfana í þig ni
Því öll djásn í heiminum gleðja ei geð,
ef engan þú hefur að deila því með.
En hvað sem þú gerir og hvert sem þú
ferð,
hjá þér í huganum alltaf ég verð,
hjá þér í huganum ætíð þú ert hjá mér,
í mínum huga þú ert.
(Ari Harðarson.)
Þín vinkona,
Brynja.
Guð gefi mér æðruleysi
tilþessaðsættamigvið
það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til þess að breyta
þvísem éggetbreytt
og vit til að greina þar á milli.
Hvernig á ég að geta sætt mig við
það að þú ert farinn, kæri vinur?
Þegar hringt var í mig og mér til-
kynnt að þú hefðir verið einn af þeim
sem látist höfðu í stórslysi á Reykja-
nesbraut fannst mér það ekki passa.
Þú varst nýkominn heim en nú ert
þú farinn til annarra heimkynna. Við
hittumst fyrir nokkram dögum þeg-
ar ég fór að horfa á Fitness-keppn-
ina sem þú varst þátttakandi í. Þar
sem ég stóð og horfði á þig fannst
mér þú eins og styrkur tijástofn
sem var ekki að fella blöðin á þess-
um árstíma heldur varst þú eins og
tré í fullum blóma. Lífsgleði þín var
svo mikil, útgeislun og kraftur að
óneitanlega hreifstu mann með þér,
enda vannst þú tímaþrautina. Þú
sagðir við mig: „Gunnar, nú verður
tekið á því“ og það gerðir þú svo
sannarlega.
Þennan dag ákváðum við að fara
saman á vaxtarræktarkeppnina eftir
nokkra daga. Við ætluðum að eyða
kvöldinu saman vegna þess að þú
varst á föram til útlanda að sinna
þínu starfi. Þú sagðir mér líka að þú
ætlaðir að ná í sólargeislann þinn á
fimmtudaginn, hana Sesselju Ernu,
og hafa hana hjá þér þar til þú færir
út. En svona er þetta líf, elsku vinur,
við mennirnir ráðum svo litlu þegar
upp er staðið.
Það sem ég er svo þakklátur fyrir
á þessum dökku dögum sem mér
finnst vera núna, er það að hafa átt
þig sem vin og félaga, bæði í fjar-
lægð og nálægð.
Lífshlaup okkar og samvera-
stundir geymi ég í hjarta mínu um
ókomin ár. Ég er einnig þakklátur
foreldram þínum fyrir að lofa mér
að vera svo nálægt þér þessa síðustu
erfiðu daga.
„Guð gefi okkur æðraleysi til þess
að sætta okkur við það sem við fáum
ekki breytt."
Vertu sæll, kæri vinur, Kæra fjöl-
skylda, Oddur, Ema, Sesselja Erna,
+ Einar Örn Birgis
fæddist í Reykja-
vík 27. september
1973. Hann lést 8.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Hallgríms-
kirkju 23. nóvember.
Einar Örn, elsku
vinur.
Blómknappurinn er tákn
alls,
líka þess sem ekki
springur út,
því að allt blómstrar inn-
an frá fyrir sjálfsblessun;
stundum er samt nauðsynlegt
að rifja upp góðleikann,
að leggja hönd á blómkrónuna
og segja blóminu með orðum og snertingu
að það sé yndislegt
uns það blómstrar á ný innan frá fyrir
sjálfsblessun.
(Galway Kinnell.)
Systkini er eitt það besta sem
maður á í þessu lífi og oft sagt að
þau fylgi manni líka í næsta lífi.
Gunnar og fjölskylda, ég bið góðan
guð að geyma ykkur.
Valdimar Gunnar
Kristjánsson.
Nei ég trúi því ekki, það getur ein-
faldlega ekki verið, vora mín fyrstu
orð þegar ég fékk þær fréttir að
Bensi vinur minn hefði verið einn af
þeim sem látist höfðu í þessu hörmu-
lega slysi á Reykjanesbrautinni.
Mér fannst á þeirri stundu og finnst
kannski enn að þar færi hið full-
komna óréttlæti. Ég kynntist Bensa
fyrst þegar hann var að feta sín
fyrstu spor innan samtaka okkar og
held ég að ekki sé hallað á neinn,
þótt ég segi að þar hafi verið mætt
einhver eftirminnilegasta persóna,
sem ég man eftir, risastór, vöðva-
mikill og ljóshærður enda ekki að
ástæðulausu, að hann var kallaður
hvíti víkingurinn. Það kom líka fljót-
lega í ljós að nafngiftin átti svo sann-
arlega við hann, því hann gerði aldr-
ei neitt lítið, hvort sem það var að
vinna í sjálfum sér eða stunda nám.
Það var einfaldlega framkvæmt með
þeim hætti að eftir var tekið.
Það verður lengi að fenna í sporin,
sem hann Bensi skilur eftir sig og í
hugum margra mun það aldrei ger-
ast, að minnsta kosti ekki hjá þeim
ungmennum sem leitað höfðu hafnar
hjá okkur eftir erfiða útivist, niður-
brotin, rifin og tætt eftir harða
rimmu við Bakkus, því ef einhver
gat gefið þessu fólki von þá var það
Bensi með lýsingum sínum á því
hvemig það var, hvað gerðist, og
hvemig það er núna. Honum var
nefnilega gefinn hæfileikinn, sem
okkur langar öll svo í, þ.e. að þora að
láta drauma sína rætast. Mér er það
alltaf minnisstætt þegar ég eitt sinn
var að horfa á hann ganga með
barnavagninn á undan sér niður
Vesturgötuna. Hvað þetta var eitt-
hvað Bensalegt, edrúmennskan
kristallaðist einhvernveginn í þessu
augnabliki. Hann sagði oft að lykill-
inn að edrúmennskunni væri fólginn
í því að halda sig við sigurvegarana,
enda héldu menn sig við Bensa, því
hann hafði unnið hinn fullkomna sig-
ur. Sigurinn á sjálfum sér, stærri
sigra vinna menn einfaldlega ekki.
Fjölskyldan var honum alltaf hug-
leikin og var frábært að fylgjast með
honum eftir að dóttir hans Sesselja
Erna fæddist, því hún átti bókstaf-
lega hug hans allan. Dóttmn, for-
eldrarnir og Gunni bróðir, þetta er
fólkið sem hann Bensi talaði falleg-
ast um, og skal fólk ekki velkjast í
neinum vafa um að þetta er fólkið
sem honum þótti vænst um. Ég tel
það mikið lán og mikinn heiður að
hafa fengið að ganga þennan spöl í
lífinu með honum Bensa og veit að
ég mun búa að því alla tíð. Ég votta
öllum ástvinum hans innilega sam-
úð.
Georg (Gosi).
Góð tengsl milli
systkina era ekki sjálf-
gefin en okkar fjöl-
skyldur eru svo lán-
samar að þekkja slík
tengsl.
Þar sem þú ert horf-
inn á braut er stórt
skarð höggvið í þína
fjölskyldu. Þú varst
einn hlekkurinn í
þeirri sterku fjöl-
skyldukeðju sem var
þinn akkur og upp-
spretta.
Góður vinur, lífs-
gleði, hlátur og góð
nærvera er okkur efst í huga þegar
við systkinin tökum út úr minning-
arbankanum og öruggt er að sá
reikningur verður aldrei inni-
stæðulaus.
Við vitum að þú ert í góðum hönd-
um og lifum í þeirri von um að hitt-
ast á ný.
Hugur okkar er hjá þér og þínum
nánustu.
Elíza, Ari, Gestur Ben.,
Hjördís og fjölskyldur.
EINAR ÖRN
BIRGIS