Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 64

Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ <54 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 GRACE ROSNER Kvensíöbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100, (biáu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. I FÁKAFENI 11, s. 568 8055 ■M http://www.kerfisthroun.is/ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Nettoú^ x Babinnréttingar fh *■«* Bókerbamagaman BókatíðiiJdi 2000 kominút Fálag íslenskra bókaútgefenda UMRÆÐAN ASI tekur forystuna í Evrópuumræðunni ÞRÁTT fjrrir að síð- asta þing ASÍ hafl feng- ið á sig stimpil sem þing átaka og sundrungar á það ekki fullkomlega rétt á sér. Á þinginu fór fram merkileg stefnu- mörkun í ýmsum mála- flokkum og um flest mál ríkti eindregin sátt. Einn þessara mála- flokka var utanríkis- málin, þar sem sérstak- lega var vikið að Evrópumálunum. Á þinginu ríkti mikil sátt og einhugur um þau mál og var stefnumörk- un í málaflokknum samþykkt einróma. Öflugt starf að Evrópumálum innan ASÍ Þetta kann að hafa komið ein- hverjum á óvart, sérstaklega vegna þess að fyrir þingið var Ijóst að þær tillögur sem lágu fyrir voru nokkuð róttækar og um þær hafði verið fjallað töluvert í fjöl- miðlum þar sem því var spáð að Evrópu- málin yrðu eitt af stóru deilumálunum á þinginu. Öðrum kom þessi niðurstaða ekki svo mikið á óvart þar sem unnið hefur verið mikið að þessum mála- flokki innan ASÍ í rúm- an áratug eða allt frá því að samningavið- ræðurnar um EES hófust. Þá var tekin um það ákvörðun inn- an ASI að EES-samningurinn, ef af yrði, myndi hafa áhrif á allt okkar þjóðlíf, og þá ekki síst vinnumark- aðinn. Þess vegna væri það algert ábyrgðarleysi af samtökum eins og ASI að vinna ekki ötullega á vett- vangi hans. Þetta hefur verið gert ESB-aðild * Að mati ASI, segir Ari Skúlason, verður að taka umræðuna um aðild að ESB á dagskrá. síðan. í upphafi þegar samningavið- ræðumar stóðu yfir var reyndar um að ræða töluverða hræðslu innan ASI gagnvart EES-samningnum, t.d. var ákveðið á þingi sambandsins árið 1992 að taka ekki afstöðu til samningsins. Á þinginu núna var hins vegar undirstrikað að þessi hræðsla hefði ekki verið á rökum reist og að þær spár sem vom uppi fyrir tíu árum um neikvæð áhrif EES-samningsins hefðu alls ekki ræst. Á þinginu núna var því hins Ari Skúlason Einkavæðing Lands- símans - óhappaverk EINS og legið hef- ur í loftinu að und- anförnu eru einka- væðingaröflin að ná sínu fram í Lands- símamálinu. Fram- sóknarflokkurinn hef- ur lekið niður og stafíímgir talsmenn flokksins sem áður töluðu um að ekki kæmi til greina að selja grunnnetið með Landssimanum, ekki síst vegna hagsmuna landsbyggðarinnar, skýla sér nú á bak við það aumlega yfirklór að fjarskiptalög eigi að tryggja fullnægjandi sam- keppni. Með væntanlegri einkavæðingu Landssímans kemst einkavæðing- arherferðin hér á landi á nýtt stig. í fyrsta sinn stendur fyrir dymm að einkavæða almenningsþjónustu- fyrirtæki í einokunaraðstöðu. Þeg- ar hafin er einkavæðing slíkra fyr- irtækja eru nánast öll vígi fallin og ekkert eftir nema að einhverju leyti kjarninn í velferðarþjónust- unni, heilbrigðis- og menntamál- um. Að þeim kjarna er reyndar einnig sótt hart þessa dagana. Einkaeinokun Staðan eins og hún verður eftir að Landssíminn er orðinn að Veður og færð á Netinu S' mbl.is _ALLTAf= £ITTH\/AO tJÝTT stóram hluta eða al- veg að einkafyrirtæki er grafalvarleg. Reynslan annars stað- ar frá af sambærilegri aðstöðu er ekki góð. Almennt er talið að versta tegund rekstr- ar sem fyrirfinnist í heiminum frá sjónar- hóli neytenda sé einkaeinokun. íslendingar þekkja úr sögu sinni, bæði fyrr og síðar, vel dæmin um slíkt rekstrarfyrirkomulag. Hin illræmda einok- unarverslun sem þjakaði landsmenn um aldabil var einmitt einkaeinokun. Nýleg dæmi eins og frá Bretlandi, Nýja-Sjá- landi og víðar, um það sem gerist þegar opinber þjónusta er einka- vædd í því tilviki að um einokunar- aðstöðu er að ræða, eru mjög slæm. Vatnsveitur, orkuveitur, járnbrautir o.s.frv. voru einka- væddar í Bretlandi á Thatcher- tímanum og nú viðurkenna flestir og þar með talið íhaldsmenn sjálfir að þar hafi verið farið offari. Ofstæki íhaldsins Einkavæðingaröflin í Sjálfstæð- isflokknum sem hér ráða ferðinni skipa sér með þessu í raðir hinna ofstækisfyllstu. Á seinni ámm hafa menn víðast farið varlega í að einkavæða starfsemi þar sem upp myndi koma einkaeinokun eða a.m.k. mikil fákeppni í einka- rekstri. Reynslan hefur leitt til þess að breskir íhaldsmenn jaíht sem einkavæðingarsinnar í Nýja- Sjálandi, Bandaríkjunum og víðar hafa endurskoðað afstöðu sína. Dæmi eru jafnvel um að slík einkavædd einokunarstarfsemi hafi verið þjóðnýtt á nýjan leik. Löngu eftir að ofstækisfyllstu Síminn Frekari uppbygging grunnnetsins út um landið, segir Stein- grímur J. Sigfússon, stöðvast með öllu. Thatcher-Reagan hugmundir 9. áratugarins hafa verið endurmetn- ar í nágrannalöndunum eru þær óumdeilt trúaratriði íslenskra einkavæðingarpostula. Samanburður við einkavæðingu í fjarskiptageiranum í erlendum stórborgum og hjá milljónaþjóðum í þéttbýlum löndum á hér ekki við og er óraunhæfur. Framsókn lekur niður Framsóknarflokkurinn hafði uppi tilburði til þess að standa í ístaðinu gagnvart fyrirhugaðri einkavæðingu Landssímans. Orða- lag í stjórnarsáttmála er opið og gefur Framsóknarflokknum allt svigrúm sem hann þarf til þess að standa á móti einkavæðingunni eins og nú stefnir í að hún verði, þ.e. að einkavæða Landssímann með grunnnetinu og öllu saman. En eins og venjulega lekur Fram- sóknarflokkurinn niður þegar á á að herða. Herleiðing hans í þess- um efnum er satt best að segja ömurleg í hverju málinu á fætur öðru. Atlaga að landsbyggðinni Alvarlegust er fyrirhuguð einka- væðing Landssímans frá sjónarhóli landsbyggðarinnar. Landssíminn er eini aðilinn sem hefur tæknilega möguleika ó að veita þjónustu út um allt land og mætti hún þó svo sannarlega vera betri. Ekki er fyr- irsjáanlegt að á næstu áram komi nokkur annar aðili til sögunnar sem hafi yfir að ráða dreiflkerfi eða grunnneti sem í aðalatriðum taki til landsins alls. Það að skjóta sér á bak við ákvæði í fjarskipta- lögum um að aðila í slíkri aðstöðu sé skylt að opna aðgang að neti sínu fyrir öðrum segir ekki nema hálfa sögu. Eftir situr að fyrirtæk- ið sem hefur yfir að ráða þessu æðakerfi fjarskiptanna um landið er jafnframt með nánast 100% Handunnir massífir viðarbarir í úrvali 20% afsláttur Sigurstjama Urval af glæsilegri gjafavöru Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 45451 Steingrímur J. Sigfússon vegar slegið föstu að EES-samning- urinn hefði haft ýmislegt jákvætt í för með sér, ekki síst fyrir íslenskt launafólk. Veikari EES-samningur - tvíhliða samningi hafnað 39. þing ASÍ lýsti hins vegar yfir miklum áhyggjum yfir því að EES- samningurinn væri að veikjast og að sífellt fleira af því sem er að gerast á Evrópuvettvangi sé utan gildissviðs hans. Þingið benti á að veikari EES- samningm- og þar með veikari staða íslands hlyti að kalla á svör við því hvemig væri réttast að bregðast við. Þingið hafnaði einnig alfarið að tví- hliða samningur við ESB gæti verið raunhæf leið fyrir okkur til þess að halda uppi samstarfi við ESB. Þingið benti á að tvíhliða samningur myndi eðli málsins samkvæmt aðeins snú- ast um viðskipti, en EES-samning- urinn snerist í rauninni um allt okkai' þjóðlíf þannig að margir mikilvægir málaflokkar þar sem EES-samning- urinn hefur fært okkur réttarbætur yrðu útundan. Þarna má t.d. nefna málaflokka eins og félags- og vinnu- markaðsmál, neytendamál, mennta- mál, rannsókna- og þróunarmál og umhverfismál, svo eitthvað sé tekið til. Þingið sló því föstu að afturhvarf til tvíhliða samnings við ESB væri stórt skref aftur á bak. markaðshlutdeild. Þessi staða guf- ar ekki upp á einni nóttu. Auk þess rísa ýmis álitamál sem líkleg eru til að valda langvinnum deilum og klögumálum hjá samkeppnisyf- irvöldum sem of langt mál yrði að fara út í í stuttri blaðagrein. Með hinu einkavædda fyrirtæki koma ný sjónarmið inn í myndina. Ráðamenn Landssímans sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur troðið þangað inn hafa lýst því sem meg- inmarkmiði fyrirtækisins að græða peninga en ekki veita þjónustu. Ljóst er að slík viðhorf munu í framhaldinu verða allsráðandi þeg- ar nýir eigendur eða meðeigendur að hinu einkavædda fyrirtæki fara að heimta sinn arð út úr rekstr- inum. Mikið verk er enn óunnið við að byggja upp dreifikerfi með full- nægjandi flutningsgetu fyrir fjar- skipti um allt land. í því ljósi er fráleit og algerlega ótímabær ákvörðun að hefja nú einkavæð- ingu Landssímans. Það sem á að gera er að beita Landssímanum og afli hans með viðbótar opinbemm tilstyrk ef á þarf að halda til að ljúka fullnægjandi uppbyggingu dreifikerfisins um allt land. I öðra lagi á að tryggja í lögum og fram- kvæmd að landið allt verði eitt gjaldsvæði í öllum fjarskiptum eins og það er orðið í almennri símaþjónustu. Með slíkum aðgerð- um kunna raunhæfari forsendur að skapast fyrir samkeppni og þjón- ustu fleiri aðila sem tæki til lands- ins alls innan einhverra ára en þær forsendur em ekki fyrir hendi í dag. Líklegasta afleiðing af þessu óhappaverki; fyrirhugaðri einka- væðingu Landssímans nú, er sú að frekari uppbygging gmnnnetsins út um landið stöðvist með öllu. Fjarskiptafyrirtækin muni öll, að einkavæddum Landssímanum meðtöldum, einbeita sér að sam- keppni á höfuðborgarsvæðinu en láti frekari uppbyggingu þjónust- unnar úti um landið mæta algerum afgangi. Sú niðurstaða sem nú stefnir í í þessu máli er afleiðing þeirrar ógæfulegu málsmeðferðar að gefa sér niðurstöðu fyrir fram og fara svo að velta því fyrir sér hverjar afleiðingarnar verði. Það er svo til að kóróna allt saman að nú er það orðið sérstakt markmið í sjálfu sér, ekki bara að einkavæða Landssímann, heldur að einka- væða hann til útlanda. Slíkt er skammgóður vermir því væntan- lega verður heimilissilfrið ekki selt nema einu sinni og þegar það er búið standa vandamálin eftir óleyst þótt menn kunni að hafa keypt sér örlítinn viðbótartíma. Höf. er formaður Vinstrihreyfíng- arinnar - græns framboðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.