Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Undirbúningur fyrir fjöl- menningarlegt samfélag FYRIR stuttu ég ráðstefnu sótti sem bar heitið „Heimurinn er heima“ og fjallaði um fjölmenningarlegt sam- félag á Islandi. Þar kom fram að samfélag- ið á Islandi er þegar orðið fjölþjóðlegt, íbú- um af erlendum upp- >rana hefur fjölgað gíf- urlega á síðustu árum og ekkert lát virðist þar á. Flestir á ráðstefn- unni virtust þó vera sammála um að enn væri langt í land þar til samfélagið gæti talist fjölmenningarlegt. Hvers vegna fjölmenningarlegt samfélag? Til þess að ekki skapist vandræði og óyfirstíganlegir árekstrar í sam- félaginu, eins og gerst hefur víða um heim, þurfum við að þróast inn í fjöl- menningarlegt samfélag. Samfélag þar sem fleiri en ein menning er ásættanleg og þar sem einstak- lingarnir og menning- arbakgrunnur þeirra fá að njóta sín. Þróunin virðist þó því miður að mörgu leyti vera í öf- uga átt og neikvæð við- horf í garð útlendinga hafa aukist. Þetta kom t.d. fram í niðurstöðum könnunar sem var gerð meðal allra nem- anda í 8.-10. bekk fyrr á árinu. Búa þarf sér- Sigrún staklega börn og ung- Valsdóttir linga undir þá framtíð sem blasir við Islandi og hjálpa þeim að takast á við hana á jákvæðan hátt og tel ég skiptinema- dvöl eina leið til þess. Nauðsynlegt er að erlent fólk sem hingað flyst fái aðstoð við að aðlag- ast og fái þjónustu við hæfi. Það kostar þjóðfélagið að sjálfsögðu bæði peninga og aðlögun, en á móti SKARTGRIPA VERSL UN FYRST OG FREMST Sendum m; Plötuvefur á mbl.is Á mbl.is er að finna kynningu og umfjöllun um nær allar plötur sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið. Einnig er hægt að hlusta á tóndæmi af plötunum. Smelltu þér á mbl.is og finndu jólaplötuna í ár! TÓNLIST Á mbl.is kemur gífurlegar ávinningur, sem er mun mikilvægari og verðmætari en sá kostnaður sem þjóðfélagið þarf að greiða. Nýjar hugmyndir og þekk- ing streyma til landsins og einstak- lingarnir sem það byggja fá að njóta sín betur. Islendingar eru ekki allir eins og hafa aldrei verið það, smekk- ur manna og áhugamál eru mjög misjöfn og fjölbreyttara samfélag veitir fleirum tækifæri til að finna sig og láta sér líða vel. Ástæða þess að íslendingar flytja úr landi er oft sú sama og gerir útlendingum erfitt fyrir hér, þ.e. fábreytnin og eins- leitnin. Fjölbreytnin ætti því að vera öllum íbúum landsins til góðs. Skiptinemadvöl er ein leið Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er hvemig getum við best lagað okkur að breyttu þjóð- félagi og myndað fjölmenningarlegt samfélag á traustum gmnni? Hvaða leiðir standa okkur til boða? Þessi spurning var efst í huga mér þegar ég gekk út af ráðstefnunni og ein af þeim leiðum sem komu upp í hug- ann, eflaust vegna eigin reynslu, var skiptinemadvöl. Hvemig er betur hægt að undirbúa ungt fólk undir fjölmenningarlegt samfélag á Is- landi en að senda það út í hinn fjöl- menningarlega heim og kynnast honum á náinn hátt? Eða þá að hýsa skiptinema, að taka á móti einstak- lingum úr hinum stóra heimi og kynnast því hvernig þeir sjá íslenskt þjóðfélag, aðlagast því og læra tungumálið. Að vera skiptinemi erlendis er mjög sérstök reynsla. Þar sem skiptinemar búa hjá innfæddum fjöl- skyldum og ganga í skóla með inn- fæddum jafnöldrum sínum, ná þeir að kynnast þjóðfélaginu betur innan frá en margir aðrir sem dvelja er- lendis tímabundið í öðram erindum. Ferðamenn og þeir sem fara til náms eða vinnu, kynnast þjóðfélag- inu frekar utan frá, því að í slíkum Skiptinemadvöl Skiptinemar geta orðið hluti af þjóðfélaginu, segir Sigrún Valsdóttir, hluti af fjölskyldu og snúið heim með ný við- horf, nýja þekkingu og reynslu sem hefur mót- að þá fyrir lífstíð. tilvikum er heimilið yfirleitt íslenskt og einstaklingamir sem um ræðir því oft takmarkaðir þáttakendur í þjóðfélaginu, eru frekar áhorfendur utan frá fremur en þátttakendur innan írá. Kjami hvers þjóðfélags er oftast inni á heimilunum, í fjöl- skyldulífinu, og þessir einstaklingar fá þvi ekki mikinn aðgang að kjarn- anum sjálfum. Einstök reynsla Að sjálfsögðu er upplifun hvers og eins einstök. Ég tel hinsvegar að möguleikarnir til að komast að hin- um innri kjama samfélagsins, verða hluti þess, og þar af leiðandi mögu- leikarnir á því að snúa heim með nýja innsýn sem gagnast betur í myndun fjölmenningarlegs sam- félags, séu mun meiri þegar farið er utan til skiptinemadvalar en til annarrar tímabundinnar dvalar. Ég hef dvalið erlendis sem skiptinemi, sem námsmaður og vegna vinnu og þó svo að ég hafi í hvert skipti lært eitthvað nýtt og þroskast, þá er skiptinemadvölin sú dvöl sem hefur haft mest áhrif á mig. Það var aðeins eftir þá dvöl sem ég sneri heim og fannst ég ekki lengur vera bara ís- lendingur, ég var orðin Venesúela- búi líka. Ég sá heiminn ekki lengur eingöngu með augum Islendings, heldur einnig með augum Vene- súelabúa. Skiptinemar, sem eiga vel heppnaða dvöl erlendis, verða hluti af þjóðfélaginu, hluti af fjölskyldu og snúa heim með ný viðhorf og nýja þekkingu og síðast en ekki síst, reynslu sem hefur mótað þá fyrir lífstíð. Lykillinn að vel heppnuðu fjölmenningarlegu samfélagi er ein- mitt skilningur, víðsýni og umburð- arlyndi, nokkuð sem skiptinema- dvölin veitti mér og getur sömuleiðis veitt öðmm. Höfundur er formaður Reykjnvík- urdeildar AFS (Alþjóðleg fræðsla og samskipti) og var skiptinemi f Venesúela 1993-1994. Er afmælisbarnið nokkuð að gleymast? Á HINU merkilega hátíðarári, 2000, sem senn er á enda höfum við glaðst og fagnað og fundið okkur til- efni til hátíðarhalda af ýmsu tilefni. Menningar- og hátíðarblær hefur svifið yfir þjóðfélaginu og auðgað lífið og er það vel. 2000 ár frá fæðingu frelsarans Á þessu merkilega tímamótaári hefur þó ekki mikið farið fyrir um- ræðu, þakkargjörð eða hátíðarhöld- um vegna þess að 2000 ár em frá Aöventan Skilaboð Jesú til þín á þessum jólum eru þau, segir Sigurbjörn Átt þú ekki ömgg- lega svona? Þú verður að fá þér svona! Núna eiga allir svona! I ár er það þetta sem gengur! Þú ert ekki maður með mönnum, ekki við- ræðuhæfur á manna- mótum, nema þú hafir prófað svona eða sért búinn að fá þér svona! Allir eiga að vera með í kapphlaupinu þar sem enginn kemst í mark og allir tapa og sitja eftir með sársauka. Þorkelsson, að láta þig vita hversu óendanlega dýrmæt sköpun Guðs þú ert. fæðingu Jesú Krists, frelsara mann- anna, þess sem við miðum tímatal okkar við. Það ætti að vera rík ástæða til að gleðjast, fagna og þakka Guði fyrir að nálgast okkur með þeim hætti sem hann gerði með því að senda son sinn í heiminn til að taka á sig syndir okkar og misgjörðir. Hann kom til að afmá dauðann og gefa mönnunum líf um eilífð, já öllum þeim sem taka vilja við honum, þeim er trúa á nafn hans. Þrúgandi hefð? Fyrir mörgum em aðventan og jólin aðeins þrúgandi hefð. Árstími þar sem óþægilegum og sáram minningum er þyrlað upp. Tími þar sem minnt er óþyrmilega á vanmátt fólks í efnislegu tilliti með yfirþyrm- andi auglýsingum í blöðum, útvarpi, sjónvarpi, tilboðum og sneplum sem renna óboðnir inn um lúgur lands- manna til þess eins að fylla síðan mslakörfurnar. Skotið yfir markið Það er sjálfsagt að njóta Ijósadýrðar í skammdeginu enda minna ljósin okkur á þann sem fæddist á jólum, ljós heimsins, en öllu má nú ofgera. Þá er sjálfsagt og eðlilegt að gleðja aðra, einnig sína nánustu, þá sem við elskum mest, með gjöfum enda eiga gjafimar að minna á gjöfina stærstu sem Guð gaf okkur, frelsarann, Jesú Krist. En þegar gjafimar verða svo íþyngjandi og yfirþyrmandi, valdandi áhyggjum yfir þvi hvernig fara eigi að því að greiða kredit- kortareikninginn í febrúar hafa þær algjörlega misst marks. Þá er skotið langt yfir markið. Jólin koma Ætli blessuð jólin komi ekki þótt við notuðum tímann á aðventunni bara til að slaka á. Þótt við notuðum tímann til að tala við börnin okkar og gefa þeim af tíma okkar. Leikum við þau, segjum þeim sögur, föram með þeim í gönguferðir, lesum fyrir þau, biðjum með þeim. Það sem börnin vilja fyrst og fremst um jólin em foreldrar sem sinna þeim og virða þau viðlits sem manneskjur sem mark er takandi á, manneskjur sem hafa eitthvað til málanna að leggja. Kaupum ekki börnin okkar til að sitja allar stundir fyrir framan tölvuskjái eða sjónvörp svo við hinir fullorðnu getum fengið frið. Eyðum heldur tímanum um jólin með börn- Sigurbjörn Þorkelsson unum okkar, tíma sem ekki kemur aftur, tíma sem er svo óendanlega dýrmætur barninu og framtíð þess. Böm þurfa og vilja fyrst og fremst for- eldra, fullorðið fólk sem virðir það, talar við það, hlustar á það og sýnir þannig raun- veralega umhyggju og væntumhyggju. Er allt klárt fyrir jólin? Hvemig er svo und- irbúningi jólanna hátt- að á okkar heimilum, eða öllu heldur í okkar hjarta? Verðum við tilbúin á jólunum? Fær hinn 2000 ára frelsari, sem lifir enn í dag, rúm í hjarta okkar eða vísum við honum út í litlu köldu, skítugu og illa lyktandi dýrageymsluna eitt árið enn. Guð sendi okkur son sinn á jólum til að taka okkar tötra og nekt á sig. Hann kom til að deyja í okkar stað, frelsa okkur svo við gætum lifað og óhrædd gengið yfir frá dauðanum til lífsins. Vegna upprisu hans frá dauðum, vegna sigurs lífsins yfir dauðanum eigum við von um sigur þrátt fyrir allt. Og sigurinn er til- einkaður okkur. Sigur lífsins. Hvað ætlum við að gefa afmæl- isbarninu á þessum miklu tímamót- um, litla jólabaminu um þessi jól? Hann stendur við hjartadyr hvers manns og knýr á. Hyggst þú ljúka upp fyrir honum? Jólabarnið Jesús kom með þau skilaboð inn í þennan heim að þú og hver og einn einasti maður væri elskaður út af lífinu, af lífinu sjálfu, honum sem er vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Skilaboð hans til þín á þessum jólum em þau að láta þig vita hversu óendanlega dýrmæt sköpun Guðs þú ert. Elskuð/elsk- aður út af lífinu, af sjálfu lífinu. Kærleiksríkur Guð gefi þér og þínum sinn frið, gleðilega hátíð. Höfundur er rithöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.