Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 70
t^P ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLADIÐ Guði er fyrir að þakka I MORGUNBLADINU 14. nóv- ember víkur Guðríður Bryndís Jónsdóttir í greininni „Mikil menn- ingarveisla" nokkuð að kærunni í sumar fyrir siðanefnd presta á hendur Sigurbirni Einarssyni biskupi egna orða hans um agnrýnendur kristnihátíðar. Hún segir: „Sigurbjörn Einarsson varð fyrir ómaklegum árásum fyrir það eitt að verja það sem hverjum kristnum manni er heilagt og svara eins og honum bjó í brjósti, þegar hann var spurður, sem síðar Sigurður Þór var lagt út á hinn Guðjónsson versta veg.“ Og einnig skrifar Guðríður: „Vegna úrskurð- ar siðanefndar presta ... vona ég að þeim sem í henni sitja verði fyr- 4 Fjölmiðlun Enginn lét í sér heyra til varnar virðingu þess fólks, segir Sigurður Þór Guðjónsson, er hleypidómarnir slógu. irgefið með orðum frelsarans: „Guð lyrirgefi þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.““ Enginn myndi segja að Sigur- björn biskup hafi orðið fyrir „ómaklegum" árásum ef ekki hefði verið lögð fram kæran. Það er hún sem er upphaf og endir á hneyksl- unarhellunni. Það var ég sem kærði og nú ætla ég að leyfa mér að sleppa kurteisisserimóníunum og tala hreint út. Mér finnst sann- arlega kominn tími til. Líklega verður það þó illa séð að kærand- inn hafi sig í frammi þó sjálfsagt þyki að velunnarar biskupsins láti að sér kveða. En varla hefur linnt látum í skrifum um þessa kæru þar sem snúið hefur verið út úr for- sendum hennar og nánast fjallað um hana leynt og ljóst sem sjald- gæft óþokkabragð. Það var Morgunblaðið sem reið á vaðið með því að birta fyrstu greinargerð Sigurbjarnar til siða- nefndar presta sem skrifuð var meðan enn var verið að fjalla um málið en slík gögn ættu auðvitað að vera innanhúsmál nefndarinnar. Þar með rauf blaðið formhefðir sem eru líftaug allrar umfjöllunar fyrir úrskurðaraðilum. Allt annars eðlis eru skrif gegn niðurstöðunum þegar þær eru fengnar. í grein- argerð biskupsins var fjallað um kærandann eins og hann væri kjáni eða lítill drengur. Síðan hafa aðrir einmitt fet- að í þau spor. Alls engin virðing er borin fyrir hinu hugsunar- lega innihaldi kær- unnar, að það kunni að hafa hvílt á mik- ilvægum samfélags- legum leikreglum sem hafa verði í heiðri. Það er látið sem siða- nefndin hafi ekki haft á neinu að byggja. Áð- ur hafði Morgunblaðið í leiðara látið uppi vanþóknun á því að einhver merkasti and- legi leiðtogi þjóðarinnar fengi ekki að vera „í friði", rétt eins og um persónulega áreitni væri að ræða og fór blaðið blygðunarlaust fram á sérhelgi og forréttindi honum til handa frá leikreglum samfélagsins. Ekki minntist Morgunblaðið þó einu orði á það að formlega kæra hafi verið lögð fram fyrr en það skýrði frá niðurstöðu siðanefndar. Og þá var kærandinn vægast sagt settur í leiðinlegt samhengi. Eng- inn fjölmiðill annar en Morgun- blaðið lætur sig hafa það að grípa til svona ráða þegar henta þykir. Páll Vilhjálmsson segir í grein í Morgunblaðinu 15. nóvember að í gagnrýnislausri blaðamennsku á Islandi gerist atvik sem minni á austantjaldsríkin fyrrum. Viðbrögð Morgunblaðsins við kærunni á biskupinn voru einmitt þannig. Blaðið var hlutdrægt og duttlungar ritstjóra virðast hafa ráðið ferðinni en ekki fagleg blaðamennska. Þannig gaf blaðið tóninn fyrir þá hugsunarlausu og heiftúðugu um- fjöllun biskupsvina sem enn eru að sýna þá mynd af kærunni að hún hafi verið nokkurs konar óhæfu- verk. Ekki vilja menn svo skilja að kæran fjallaði ekki um mannkosti eða starfsferil biskupsins heldur einungis tiltekin ummæli hans. Og þau koma kristindómnum andskot- ann ekkert við. En hér eru rök einskis metin en tilfinningaþrungin vanþóknun einráð. í þessu ljósi verður að lesa skrif Guðríðar Bryndísar Jónsdóttur og margra annarra. Það er þó ástæða til að fjalla dálítið nánar um eitt atriði málsins af því að það sýnir sam- félagið vægast sagt í ískyggilegu ljósi. Biskupinn var nefnilega ekki kærður að tilefnislausu. Siðanefnd presta þótti til dæmis ekki heppi- Fékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn Búðu til skrípamynd af sendandanum“. Notaðu kartöfluna sem haus, klósettrúllu sem búk og sveskjur sem fætur. Teiknaðu síðan andlit á sveinka og límdu svolitla bómull þar sem skeggið á að vera. Þínirvinir íslenskir kartöflubændur legt að gera lítið úr málflutningi í deilumálum með því að gefa í skyn að andstæðingarnir væru ekki and- lega heilbrigðir enda er varla hægt að sýna fullveðja manneskjum meiri lítilsvirðingu. Og það er ónærgætnislegt gagnvart því fólki sem raunverulega á við geðræn vandamál að stríða eins og segir í niðurstöðu siðanefndar. Samtökin „Geðhjálp" eru alltaf að vekja at- hygli á þessu. Flestir munu líka viðurkenna það við „eðlilegar að- stæður“. En þegar einn biskup segir svona þá eru einmitt verstu og sjálfvirkustu fordómarnir, að þetta sé gömul og gild venja, not- aðir til að réttlæta athæfið og til harðra árása á þá sem gera sam- félagslega kröfu um virðingu og til- litssemi við geðsjúkt fólk. Fordóm- ar byggjast einmitt á vana- hugsunum sem aldrei eru dregnar í efa. Úrskurður siðanefndar presta var svo hreinlega hafður í flimtingum af ýmsum stuðnings- mönnum biskups. Þegar nógu miklir hagsmunir eru í húfi, „vald, vegsemd og virðing" mikillar stofn- unar sem vill hafa áhrif í þjóðfélag- inu, verður allt undan að láta, jafn- vel örgustu fordómar breytast þá í sjálfsagða hluti. Og enginn lét í sér heyra til varnar virðingu þess fólks er hleypidómarnir slógu, ekki for- seti alþingis, enginn framámaður í pólitík, heilbrigðismálum, listum, vísindum eða viðskiptum, að ekki sé nú minnst á presta íslensku þjóðkirkjunnar eða ritstjóra Morg- unblaðsins. Þetta er miklu meira áhyggjuefni en allar deilurnar um kristnihátíð. Það var aðeins siða- nefnd presta sem bjargaði siðferð- islegri virðingu þjóðarinnar og það hugrekki mun verða mikils metið þegar tímar líða. Og svo er guði fyrir að þakka að nefndin vissi upp á hár hvað hún var að gera. Höfundur er rithöfundur. LAX þykir ekki að- eins góður, heldur er hann einnig holl fæða fyrir fólk sem vill forð; ast æðasjúkdóma. í Norður-Atlantshafi er að finna lax af tegund- inni Salmo salar. Dreg- ur hann nafn sitt af ánni Salar á vestur- strönd Noregs. Þar töldu líffræðingar að væri að finna þann lax sem ber flest þau útlits- merki sem einkenna lax í Norður-Atlants- hafi. Þess vegna var tekið eintak af laxi úr ánni Salar þegar ákveðið var að gera lýsingu á teg- undinni sem við köllum lax. í Kyrra- hafi er að finna laxategundir sem eru frábrugðnar laxinum í Norður-Atl- antshafi og bera ættkvíslarheitið On- corhynchus. Hér á landi finnum við Oncorhynchus mykiss (regnbogasil- ung) sem hefur verið fluttur til landsins og verið alinn hér í áratugi, m.a. í kvíaeldi. Þá hafa Oncorhynch- us-tegundir synt hingað úr Kyrra- hafi eins og Pálmi Gunnarsson lýsti fyrir nokkru. Af þessu má sjá að lax- inn fer víða og ratar ekki alltaf á heimaslóðir til þess að hrygna. Erfðabreytileiki laxa er mun meiri innan hvers stofns en á milli stofna. Þetta gerir stofnum kleift að laga sig að breyttum aðstæðurn á búsvæði sínu og bendir jafnframt til erfða- fræðilegs samgangs á milli stofna. Náttúrulegur breyti- leiki laxa gerir eldis- mönnum tiltölulega auðvelt að velja út fjöl- skyldur laxa sem hafa heppilega eiginleika til eldis. Þeir sem hafa stundað eldi á laxi til áframeldis, eða til veiða á ný í laxveiðiám, hafa lengi reynt að velja þá einstaklinga til undan- eldis sem hafa þótt æskilegir sláturfiskar. Á íslandi sem í Noregi hafa eldismenn valið laxa til eldis úr mörg- um stofnum og alið til undaneldis. Um er að ræða fiska sömu tegundar og hafa ís- lensk seiði verið seld til Noregs í talsverðu magni hér áður fyrr. ís- lenski laxinn þótti ekki frábrugðinn þeim norska að öðru leyti en að hann varð kynþroska fyrr en þeir kyn- bættu í Noregi. Kynbætur eru óijúfanlegur þátt- ur í öllum landbúnaði. Kynbætur hafa einnig verið stundaðar á „villt- um“ laxastofnum í íslenskum ám í langan tíma, bæði af áhugamönnum og fagfólki. Kvíaeldi á laxi er atvinnugrein sem getur stórlega bætt stöðu margra byggðarlaga sem hafa farið halloka vegna þess að matvælafram- leiðsla hefur færst nær þéttbýli. Laxeldi er útflutningsgrein sem hentar vel á síður viðkvæmum svæð- um sem víða er að finna bæði á Vest- Laxarækt á Islandi Skúli Guðbjamarson Enginn er eyland ÉG trúi því að sér- hver íslendingur unni íslenskri náttúru. Væri þess nokkur kostur hygg ég að flestir vildu varðveita þá fegurð ósnortna og óbreytta. Illu heilli er það óraunhæft mark- mið. Þarf ekki annað en skoða þær breyt- ingar sem orðið hafa á náttúru okkar frá því mannskepnan festi hér rætur. Um leið og hinn gráðugi maður hefur tekið sér ból- festu markar hann spor í náttúruna. Veg- ir, íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, flugvellir, hafnarmannvirki, brýr og önnur mannanna verk eru í raun öll ágangur á náttúruna. Ný- leg dæmi má nefna: Norræna hús- ið, Náttúrufræðihús Háskólans (byggt á mýrum), Bláa lónið, Skeiðarárbrú, tvöföldun Vestur- landsvegar, ný brú yfir Elliðaár og önnur slík dæmi sýna hvernig árekstrar manns og óspilltrar nátt- úru eru óhjákvæmilegir. Ég trúi því líka að allir íslend- ingar vilji halda uppi hér velsæld og stöðugleika á sviði atvinnulífs, efnahagslífs, velferðarkerfis, sam- gangna og þar fram eftir götunum. Vandinn er hins vegar sá hvem- ig samræma megi andstæð sjón- armið. Meðan íbúum fjölgar og krafa um veraldleg gæði eykst þá erum við í vanda. Við göngum stöð- ugt meira á náttúruna. Spurningin verður hvar er hægt að draga mörk. Um það mun ávallt verða deilt. Með vinnu á vegum ríkis- stjórnarinnar undir heitinu maður, MEÐGÖNGUBELTI brjóstahöld, nærfatnaður. Þumalfna, Pósthússtræti 13. nýting, náttúra er ver- ið að gera tilraun til þess að finna þessa jafnvægislínu þar sem væntanlega verður slegin skjaldborg utan um tilteknar náttúru- perlur en um leið teknir frá staðir sem óhjákvæmilega verður að fórna í þágu vel- sældar þjóðarinnar. Undirtónn þeirrar umræðu eru umhverf- issjónarmið. Slíkar fórnir hefur þjóðin stöðugt fært allt frá landnámstímum og er óhjákvæmilegur fylgi- fiskur sambýlis manns við náttúru. ísland fyrir umheiminn alian Of mörgum hættir til að skoða umhverfismál frá þröngu sjónar- horni. Fyrir vikið getur umræðan lent á villigötum og beinst frá kjarna málsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að umhverfismál verða aldrei skoðuð öðruvísi en hnattrænt. Nýlega átti ég viðræður við nokkra þingmenn Græningja úr Evrópu þar sem þeir lögðu einmitt þunga áherslu á hin hnattrænu áhrif umhverfismál- anna. Jörðin er nefnilega aðeins ein og veðurhvolfið er aðeins eitt. Áhrif útblásturs á umhverfi okkar geta aldrei verið metin öðruvísi en sem heild, þ.e. hin hnattrænu áhrif. Tal um annað er í raun ekkert ann- að en ómerkileg blekking og út- úrsnúningur. Gott dæmi um þetta er umræðan um álframleiðslu á ís- landi. Spyrja má hvað gerist í um- hverfismálum heimsins ef íslend- ingar banna framleiðslu áls á íslandi úr vistvænum orkugjöfum? Margir hafa alltaf vikið sér undan því að svara þessari einföldu spurningu. Svarið er einfalt. Verði álið ekki framleitt hér mun það verða framleitt annars staðar. Og hvar getur sú framleiðsla farið Umhverfi Umhverfísmál, segir Hjálmar Arnason, verða aldrei skoðuð öðruvísi en hnattrænt. fram? Ný álver í Ástralíu og Mós: ambík svara þeirri spurningu. í framhaldinu er síðan rétt að spyrja hvaða orkugjafar skyldu vera not- aðir þar? Svar: Kol og olía. Meng- un af þeim orkugjöfum er margfalt meiri en framleiðsla áls með vist- vænum orkugjöfum íslendinga. Þá er líka rökrétt að spyrja: Hvaða hnattræn áhrif hefur það? Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumála- stjóri, hefur birt tölur í þessu sam- hengi (Tafla 1). Rétt þykir mér, þó ekki ætti að vera nauðsynlegt, að Jakob Björnsson á engra hags- muna að gæta í máli þessu. Hann einfaldlega dregur fram blákaldar staðreyndir. Verði þetta magn áls framleitt með kolum/olíu í stað vistvænna orkugjafa samsvarar það 15% aukningu íslands í útblæstri en sömu lækkun ef notast er við vist- væna orkugjafa. Um þetta snýst málið. í raun þarf ekki fleiri orð um þetta mál. Við verðum einfaldlega að svara því hvort við viljum firra okkur þeirri ábyrgð að bæta um- hverfi alheimsins og okkar eða hvort við viljum standa hjá „hrein og fín“ og eftirláta öðrum að menga heiminn. Umhverfismál eru hnattræn. I ljósi þess er líka skýrt að yfirborðskennd slagorð eru í senn óraunhæf og óábyrg gagnvart umhverfi veraldar. Þetta finnst mér einfaldlega ábyrgðarlaus póli- tík. Víst er að hvorki þjóðin né um- hverfi veraldar styrkjast af slíkum málarekstri. Höfundur er nlþingismaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.