Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 73

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN geta einnig orðið til þess að ýta þeim svæðum, löndum eða hópum til hlið- ar sem ekki geta nýtt sér nýja tækni eða geta ekki skipulagt sig innan- lands sem og í alþjóðlegri samvinnu svo að þau geti nýtt sér breyting- arnar. Samstaða okkar má því ekki taka endi við ytri mörk Evrópu. Við verð- um að taka á okkur alþjóðlega ábyrgð. Það er best að gera í gegn- um sterka og samstæða Evrópu. Svæðasamvinna er nauðsynleg forsenda öflugra alþjóðasamstarfs. Vera Noregs í svæðisbundnum evr- ópskum samvinnusamtökum styrkir möguleika okkar á að hafa áhrif á mótun alþjóðaleikreglna. Evrópa, með ESB í broddi fylkingar, er mik- ilvægasti di’ifkrafturinn til að vinna að betur skipulögðum heimi. Við viðurkennum samtímis að með því að standa utan ESB á Nor- egur möguleika á því að taka upp eigin frumkvæði í málum þar sem ESB-ríkin eru bundin af sameigin- legri afstöðu. Þetta getur í ein- stökum tilfellum veitt okkur meiri áhrif og meiri möguleika á að brúa bil í alþjóða samningaviðræðum. EES-samningurinn - nýjar áskoranir Tengsl Noregs við ESB stjórnast fyrst og fremst af EES-samningn- um en einnig öðrum samvinnufyr- irkomulögum sem eru til viðbótar. EES-samningurinn er góður eins langt og hann nær en hann var gerð- ur í upphafi síðasta áratugar. Samn- ingurinn var svar við þeim áskor- unum sem við stóðum frammi fyrir vegna stofnunar innri markaðar ESB. Frá þeim tíma hafa orðið grundvallarbreytingar í Evrópu sem einnig hafa haft áhrif á þróun ESB- samvinnunnar á fjölda sviða. í fyrsta lagi öryggis- og varnar- málastefnan. Þróun æ nánari örygg- issamvinnu ESB-ríkjanna styrkir sameiginlegt öryggi okkar. Hér ber Noregur einnig ábyrgð. í öðru lagi með því að koma á evr- ópska myntsamstarfinu og evrunni, sem leiðir til mun nánari samein- ingar á viðskiptasviðinu innan ESB og gerir samræmdari efnahags- stefnu óhjákvæmilega. Þar að auki koma hin pólitísku skilaboð frá leið- togafundinum í Lissabon í mars um atvinnu, efnahagsvöxt og félagslega samstöðu í hinu nýja upplýsinga- samfélagi - Evrópu. í þriðja lagi réttar- og lögreglu- samstarfið, sem er næsta stóra sam- einingarsviðið innan ESB. Noregur verður eins háður því og flest önnur Evrópuríki til að berjast m.a. gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Ráðherraráðið og Evrópuráðið hafa á sama tíma unnið að því að breikka samvinnusviðin innan ESB. Hin mikla pólitíska þýðing Evrópu- ráðsins í ESB-samvinnunni felur í sér að hlutverk og starf ráðherra- ráðsins hefur styrkst gagnvart framkvæmdastjórninni. Bæði frum- kvæðið að stefnumótun og setningu reglugerða á í vaxandi mæli upphaf sitt í pólitískri samvinnu ríkisstjórna ESB-ríkjanna. EES-samstarfið nær aðeins að takmörkuðum hluta yfir þessi nýju samráðsform. Eftir því sem ESB mætir fleiri áskorunum alþjóðavæðingar með því að taka frumkvæðið, því oftar munu Noregur og EFTA/EES Rafsuðuvélar Pinnasuðuvélar Hagstætt verð ÞÓR HF Reyk)*vflc Armúla II . Sknl S8S-IB00 fttaaawli LAmbJldi* ■ «knl 481-1070 lenda í þeirri aðstöðu að vera ætlað að láta reglugerðir taka gildi án þess að hafa tekið þátt í því ferli innan ESB sem leiddi til þeirra. Þetta krefst þess í auknum mæli að Nor- egur verður að tala máli sínu í höf- uðborgum og gagnvart stofnunum sambandsins. Noregur hefur mikilvæga hluti fram að færa í ESB-samstarfinu og á mikilla hagsmuna að gæta. EES nær aðeins til hluta þeirra og í æ minni mæli hvað varðar samvinnu ESB-ríkjanna í málum er skipta Noreg miklu. Nýjar viðskiptaáskoranir EES-samningurinn tryggir norsku atvinnulífi jafnan aðgang að innri markaðnum í öllum aðalatrið- um. Hins vegar breytast markaðirn- ir í kjölfar nýrra þarfa og neyslu- mynstra, breyttra ytri aðstæðna eða vegna nýrrar tækni, rannsókna og þróunar. Til að tryggja áframhald- andi velferð og öryggi skiptir öllu máli fyrir Noreg að mikilvægir hlut- ar atvinnulífisins njóti stöðugra og fyrirsjáanlegra ytri aðstæðna fyrir útflutning og þátttöku í alþjóðavið- skiptum. EES-samningurinn hefur skipt sköpum til að tryggja þetta. Þegar við metum EES sem tæki til að gæta norskra hagsmuna ber okkur einnig skylda til þess að horfa fram á veg. Að mínu mati munum við mæta miklum áskorunum á kom- andi árum sem tengjast ytri aðstæð- um er varða mikilvæga hluta norsks viðskiptalífs, s.s. gas og fisk. Það skiptir meginmáli fyiir Noreg hvernig ramminn um eldsneytis- þáttinn þróast og verður endurskoð- aður á næstu árum, einkum gas- markaðinn. Gas er nú um 20% norsks eldsneytisútflutnings og er búist við að það hlutfall aukist veru- lega. Langstærstur hluti norsks ga- sútflutnings er til ESB og landa sem hafa sótt um aðild að ESB. Tæknilegar og efnahagslegar að- stæður takmarka möguleikana á út- flutningi til markaða sem standa ut- an hins stækkaða ESB. EES-samn- ingurinn veitir hvorki Noregi né öðrum EFTA-ríkjum sérstaka möguleika þegar ESB-þjóðirnar ræða nýja og breytta tillögu um reglugerðir er varða eldsneytisþátt- inn. Við verðum því að gæta norskra hagsmuna með því að eiga viðræður við ESB og ESB-löndin. Hvað varðar fiskveiðar og sjáv- arútvegsmál bendir ýmislegt til þess að verðmæti norsks útflutnings auk- ist frá 30 milljörðum norskra kr. eins og nú er, upp í 100-150 millj- arða á næstu 20 árum. Þar með mun hann á afgerandi hátt koma í stað- fyrirsjáanlegs samdráttar í olíuiðn- aði og veita mikla mörguleika á vexti og atvinnutækifærum í hinum mörgu og smáu sveitarfélögum á strönd Noregs. Ég tel að núverandi markaðsað- stæður til útflutnings á fiski og fiski- afurðum til ESB séu ekki nægilega góðar til þess að Noregur geti nýtt sér til fullnustu þá möguleika sem liggja í sjávarútvegi. Þetta mun koma skýrar í ljós þegar ríki Mið- Evrópu, sem Noregur hefur gert frí- verslunarsaminga við, verða með- limir ESB. Norskur útflutningur mun þá heyra undir EES-samning- inn. Hvernig Noregi verður bætt það tap sem hlýst af endalokum frí- verslunarsamninganna verður að ákveða í viðræðum Noregs og ESB. Evrópa breytist Við viljum að Noregur verði þátt- takandi og leggi sitt af mörkum í evrópskri samvinnu og sem slíkt taki landið á sig hluta ábyrgðarinnar á þróuninni í Evrópu. Við viljum nýta EES-samvinnuna vel í þessu sambandi. Til að ná þessum mark- miðum dugir EES ekki til eitt og sér. í auknum mæli verða að koma til loforð mikilvægra þjóða til að tryggja raunverulega þátttöku Nor- egs í evrópskri samvinnu á sviði efnahags- og stjómmála svo að hagsmuna Noregs sé gætt á viðun- andi hátt. Aðild að ESB er ekki á dagskrá í Noregi nú. Því hlýtur spurningin að vera hvernig Noregur geti sem best gætt þjóðarhagsmuna sinna, unnið að stöðugleika og velferð í allri Evr- ópu og unnið að samstöðu innan nú- verandi rammaskilyrða. Við verðum einnig að horfa fram á veg. Eftir nokkur ár kunnum við að standa frammi fyrir ESB, sem hefur 30 aðildarríki. ESB, sem í huga margra verður æ meiri samnefnari fyrir Evrópu. ESB, sem mun í raun leika aðalhlutverk hvað varðar norska hagsmuni, þróunina í Evrópu og alþjóðaþróun. Það er í ljósi þessa sem við bjóðum norsku þjóðinni til að taka þátt í víðtækri og opinni um- ræðu um afstöðu Noregs til Evrópu og norska Evrópustefnu á komandi árum. Það er í Ijósi þessa sem Nor- egur verður að hafa athafnafrelsi hvað varðar tengslin við ESB. Höfundur er utauríkísráðherra Noregs. Jólatilb Eldvarnarteppi slökkvitæki, reykskynjari (7.995- læg bílastæði Opið alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og laugardagurinn 16.des frá kl. 10:00-22:00 Grandagarði 2 | Reykjavlk | sími 580 8500 L ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 73 ^Nýtt - nýtt k§3í Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16 Expresso kaffikönnur Klapparstíg 44, sími 562 3614 fyrir raf- magnshellur og gas. 6 stærðir. Verð frá kr. 995. PÓSTSENDUM Þúertá réttri leið með þessari gjöf! Kr. 17.500 stgr. UmboBsmenn um allt land Fóst í helstu útivistarverslunum www.mbl.is Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerðina - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn -þáwLítíÁ! Himneskur í salatið, sem meðlæti . eða snarl. §Wa'-<T$we' Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. Stów/-&)(monÍ Ómissandi j>egar vanda á tll veislunnar. Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. Á kexið, brauðii í sósur og ■Bjta). ídýfur. 9{aUUvi/ka&tali Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. Góð ein sér og sem M fyliingíkjöt-ogílsku-lli. .] Bragðast mjög || vel djúpsteikt. ^flascmpone/ Góður einn og sér og tilvalinn í matargerðina. lmwM ^aia/^ljija/ Sígildur veisluostur, fer vel á ostabakka. Alltaf góður með brauði og kexi. ^ont/ Salut- Bestur með ávöxtum, brauði ogkexi. ^ Tilvalinn til matargerðar í súpur, sósur eða til fyllingar í kjði og fiskrétti. Góður einn og sér. CfÚMlauítsime' Kærkominn á ostabakkann, með kexi, brauði og ávöxtum. ISLENSKIR *t» OSTAR, y ‘IflextÁéostuv Kryddar hverja veíslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.