Morgunblaðið - 12.12.2000, Qupperneq 74
MORGUNBLAÐIÐ
74 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
HESTAR
4
Einar Öder Magnússon tanuli Otur á íjórða vetri og Otur og Eiríkur Guðmundsson á Melgerðismelum 1987,
reið honum til sigurs á landsmóti 1986.
Otur frá Sauðárkróki seldur til Þýskalands
Fj örgammur
áförum
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Eiríkur Guðmundsson tók við Otri af Einari og heillaðist mjög af honum
og voru þeir báðir einlægir aðdáendur hestsins síðan. Hér leiðir Eiríkur
vin sinn og félaga úr sköpulagsdómi á Melgerðismelum.
hýSÍ; '
|
Aldrei fór það svo að stóðhesturinn Otur
kæmist ekki til útlanda. Allt stefnir í að
hann eyði jólunum í Þýskalandi og þykir
mörgum skaði að missa þennan kostagrip
úr landi. Ferill Qturs rifjaðist upp fyrir
Valdimar Kristinssyni þegar honum varð
ljóst að ekki myndi hann halda undir
klárinn á ári komanda eins og til stóð.
OTUR frá Sauðárkróki á að baki
skrautlegan feril sem stóðhestur í ís-
lenskri hrossarækt. Óhætt er að
segja að alltaf hafi gustað í kringum
hann sem er mjög í takt við atgervi
hans og útgeislun. Otur hefur verið
ímynd hins villta óbeislaða vilja ís-
lenska hestsins, kraftsins og rýmis-
ins. Mörgum þótti eiginlega nóg um
orkuna í þessum kattmjúka öskuvilj-
uga gammi og var ekki laust við að
sumum stæði ógn af honum. A hans
tamningarárum gengu sögur um að
hann væri hrekkjóttur og viðsjár-
verður til ræktunar af þeim sökum.
Einar Öder Magnússon tamdi Ot-
ur á Stóðhestastöðinni í Gunnars-
holti veturinn 1986 þegar hann var á
fjórða vetur og sagðist hann vera
tilbúinn að rétta tíu fingur upp til
guðs því til staðfestingar að hrekkir
hefðu ekki verið til í Otri árið sem
þeir áttu samleið. „Ég var oft spurð-
ur um þá hálfbræður Otur og Kjar-
val sem ég tamdi veturinn sem ég
var á stóðhestastöðinni. Svaraði ég
því gjaman á þann veg að ég væri
hrifinn af Kjarval en ástfanginn af
Otri. Hann var alltaf þægur en mjög
næmur og kvikur frá því fyrst var
farið honum á bak. Viljinn var einnig
kraumandi strax frá byijun og vil ég
skilgreina hann sem ósvikinn fjör-
hest eins og það var kallað hér áður
fyrr. Töltið var alla tíð mjög gott og
öruggt, skeiðið opið og eðlislægt en á
brokki gat hann verið háll sem áll.
Ekki var alltaf hægt að ganga að því
vísu en í góðu tómi var ekkert mál að
láta hann brokka og þá var það líka
gott. Otur var strax frá fyrstu
stundu sem farið var á bak honum
þessi mikli höfðingi, svipmikill,
faxprúður og ólgandi í fjöri. Mér
fannst ég alla tíð sitja fullþroska hest
með sterkum persónuleika en ekki
tnppi á fjórða vetur,“ sagði Einar
Öder sem var mjög brugðið þegar
hann heyrði þau tíðindi að klárinn
væri á leið úr landi. „Ég hefði helst
kosið að sjá þennan höfðingja enda
ævi sína á íslandi því hann býr yfir
og gefur af sér verðmæta eiginleika
sem við höfum full not fyrir þau ár
sem hann á eftir ólifuð og vil ég þar
nefna töltið, úrvals hófa og alvöru
vilja eða fjör. Alla þessa eiginleika
hefur hann gefið í mjög ríkum mæli,“
bætti Einar við.
Minnsta mál að klúðra Otri
Einar sýndi Otur á landsmótinu á
Gaddstaðaflötum 1986 og stóð hann
þar efstur í flokki fjögurra vetra
stóðhesta. Vakti hann þá mikla at-
hygli fyrir mikinn vilja og kraft en
einnig mátti heyra lágværar gagn-
rýnisraddir þar sem fundið var að
frambyggingu hans, þótti nokkuð
þykkvaxinn. Það má til gamans geta
þess að á þessum tíma fór Einar ekk-
ert í grafgötur með hrifningu sína á
hestinum og þegar leið að vori höfðu
gárungar breytt millinafni Einars,
sem er Öder, og hann gjarnan kall-
aður Einar Otur Magnússon.
Eiríkur heitinn Guðmundsson
sem tamdi mörg ár á stóðhestastöð-
inni tók við Otri veturinn eftir að
Einar skilaði honum af sér og hreifst
Eiríkur mjög af honum. Líkt og Ein-
ar tengdist hann hestinum mjög
sterkum böndum. Sýndi Eiríkur
hestinn fimm vetra um vorið og síðar
á fjórðungsmóti á Melgerðismelum
1987. Segist Einar hafa verið mjög
ánægður með þróun Oturs hjá Eiríki
og talar um góða lendingu hjá þess-
um fjörhesti. „Það hefði verið
minnsta mál að klúðra Otri og gera
hann að yfirspenntum rokuhesti en
Eiríki fórst þetta mjög vel úr hendi
eins og hans var von og vísa. Ég sá
hann nokkrum sinnum hjá Eiríki og
fannst hann sérstaklega góður á
Melgerðismelum og svo tveimur ár-
um síðar á landsmótinu á Vind-
heimamelum 1990. Við Eiríkur átt-
um margar áhugaverðar samræður
um þetta sameiginlega áhugamál
okkar sem Otur var,“ segir Einar að
endingu.
A landsmótinu 1990 gekk ekki eins
vel hjá Otri en þá varð hann í þriðja
sæti á eftir þeim Kolfinni frá Kjarn-
holtum og Gassa frá Vorsabæ sem
einmitt hafði orðið að lúta í lægra
haldi á Gaddstaðaflötum fjórum ár-
um áður. Sveinn Guðmundsson á
Sauðárkróki, eigandi og ræktandi
Oturs, sagði það vissulega hafa verið
vonbrigði að klárinn skyldi ekki hafa
staðið efstur því þetta væri nú sá
hestur sem mest hefði snert sig af
öllum þeim hestum sem hann hefði á
bak komið. „Ég hef aldrei fyrr né
síðar fundið slíkt fjör með þessari
dásamlegu eftirgjöf ef svo má að orði
komast," segir Sveinn.
Vonbrigði og vegsauki
Otur kom aldrei í einstaklingsdóm
eftir þetta en hann sýndur með af-
kvæmum 1993 á fjórðungsmóti á
Vindheimamelum þar sem hann
stendur að baki hálfbróður síns
Kjarval. Hlaut Otur þar 132 stig og
fyrstu verðlaun. Árið eftir var haldið
landsmót á Gaddstaðaflötum og virt-
ist ekki annað sýnt en Otur ætti
greiða leið í heiðursverðlaunaflokk-
inn á mótinu. Mörkin voru 125 stig
fyrir stóðhesta með 50 afkvæmi
dæmd eða fleiri. En þá voru gerðar
breytingar á kynbótamati Bænda-
samtakanna ásamt því að nokkur
fjöldi lélegra hrossa undan honum
komu fram í dóm um vorið. Við það
hrundi hann niður í 123 stig og sú
blákalda staðreynd blasti við að Otur
fengi ekki heiðursverðlaun. Sveinn
segir þetta að sjálfsögðu hafa verið
mikil vonbrigði en þeir feðgar, hann
og Guðmundur, hafi ákveðið að
mæta með hóp undan klárnum á
landsmót og sýna hann þar til fyrstu
verðlauna því til var mjög álitlegur
hópur afkvæma undan klárnum og
líklegt að þrátt fyrir þessi skakkaföll
myndu þau gefa klárnum góða kynn-
ingu á mikilvægri stundu. Komu
fram sex afkvæmi hans og þar fór að
sjálfsögðu fremstur Orri frá Þúfu
sem þá sigraði í B-flokki gæðinga á
mótinu. Einnig voru í þessum hópi
Kjarkur frá Egilsstaðabæ, Ótta frá
Grafarkoti, Dagsbrún frá Hrapps-
stöðum, Snotur frá Bjargshóli og
Hjörvar frá Ketilsstöðum. Má segja
að Otur hafi gert góða ferð á lands-
mótið, afkvæmin stóðu sig með mik-
illi prýði og orðstír hans fór heldur
vaxandi.
Meðal annarra góðra klára undan
Otri má nefna stóðhestana Storm frá
Bólstað, Gamm frá Tóftum, Hugin
frá Bæ, Hrafnfaxa frá Grafarkoti,
töltarann fræga Ofsa frá Viðborðs-
seli og gæðingshryssuna Eiri frá
Fljótsbakka sem er líklega með fal-
legustu afkvæmum Oturs.
Farsæll og frjósamur
Sveinn á Sauðárkróki segir að frá
fyrstu tíð hafi verið góð notkun á
Ótri. Hann hafi alltaf verið pantaður
fram í tímann og góð aðsókn verið
með hryssur til hans. Þá hafi frjó-
semi hans verið mjög góð utan fyrra
gangmál síðast liðið sumar. Þá hafi
þetta styrka krosstré brugðist af
einhverjum óskiljanlegum ástæðum
en hann síðan skilað góðu hlutfalli
seinna gangmál í sumar.
Það er athyglisvert að skoða
afkvæmalista Oturs sem er með 727
skráð afkvæmi og þar af hafa hlotið
dóm 168. Þar má sjá að margir rækt-
endur hafa haldið tryggð við klárinn
og haldið ítrekað undir hann með
nokkurra ára bili. Þá hefur hann ver-
ið notaður mjög víða um land og er
nánast að finna afkvæmi undan hon-
um í öllum landshlutum.
Einhverju sinn var sagt um Otur
að hann væri bæði grjót og gull. Víst
er að undan honum hefur komið þó
nokkuð af lélegum hrossum en það
sem hærra ber er að hann hefur
einnig gefið úrvalsgóða reiðhesta.
Ekki er hægt að segja að Otur hafi
verið sköpulagsbætir þótt þar megi
finna góðar undantekningar. Hann
hefur gefið frábærlega góða hófa og
flaggskipið í afkvæmaflotanum, On-i
frá Þúfu, er í þeim efnum föðurbetr-
ungur. Þá hefur Otur gefið góða
háls- og skrokkmýkt. Háls margra
afkvæmanna hefur þótt frekar stutt-
ur og þykkur þótt ekki fari þetta sem
betur fer alltaf saman en á móti veg-
ur að góð mýkt er í hálsi sem gefur
möguleika á góðum háls- og höfuð-
burði. Þá þykir burður og bakmýkt
oft sérlega góð í afkvæmum hans
þótt ekki virðist bak þeirra mjúkt að
sjá. Með þessum kostum og hinum
góða vilja skila afkvæmin svo oft
góðri spyrnu og hreyfingu sem gefa
knapanum einstaka tilfinningu á að
sitja.
I dag liggur ljóst fyrir hvernig
hryssur henta best á móti Otri. Þær
þurfa að vera myndarlegar og helst
Avallt íleiðinni ogferftarvirði
Milli manns og hests...
... er
g átmœjmm flSTUHD ÁSTUnDarhnakkur
FREMSTIR FYRIR GÆÐI