Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 75

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR12. DESEMBER 2000 75 fallegar með góðu stinnu brokki. Hann virðist bæta vilja í flestum til- vikum og hófa bætir hann nánast undantekningarlaust. Litlar ljótar púddur sem eru kannski öskuviljug- ar og gangsamar en flinkar eiga lítið erindi til Oturs og sama máli gegnir ef hryssur eru ör- eða spennuviljug- ar. Það má því segja að nú sé búið að finna lykilinn að Otri og að þegar bú- ið er að skilgreina erfðaeiginleika hans til hlítar sé það stór skaði að hann skuli fara úr landi. Lágt metinn gæðagripur Ekki þarf að auglýsa hann til for- kaups þar sem hann er fyrir neðan þau mörk í kynbótamati og því með engu móti hægt að koma í veg fyrir utanför hans. Hann fór í gær frá þeim feðgum Sveini og Guðmundi og vísast verður hans sárt saknað þar á bæ. Sala á Otri úr landi hefur lengi leg- ið í loftinu, frá því hann kom fyrst fram hafa bæði innlendir og erlendir hestamenn vokað í kringum hann og jafnvel hafa komið himinhá tilboð í hestinn. Kaupverð fæst ekki uppgef- ið en Otur er nú átján vetra gamall en gera má ráð fyrir að hann fari á allnokkru hærra verði en hann ætti eftir að skila í útleigu hér á landi. Þegar Otur var yngri voru gerð tug- milljónatilboð í hann en nú er hann kominn á endasprett lífshlaupsins og söluverð hans nú aðeins brot af þeim upphæðum. Varlega má reikna með að hefði hann verið áfram hérlendis ætti hann eftir að gagnast í það minnsta 200 hryssum miðað við eðli- lega endingu og ef reiknað er með að folatollurinn sé 30 þúsund krónur ætti hann eftir að skila eigendum sínum 6 milljónum króna. Er því hægt að ganga út frá því að söluverð- ið nú sé ekki undir þeirri tölu og að öllum líkindum mun hærra. f upphafi skyldi endinn skoða Salan á Otri minnir menn á að ís- lenskir hrossaræktendur verða að halda vöku sinni hvað viðkemur út- flutningi á góðum stóðhestum. Finna má mörg dæmi þess að búfjárrækt- endur víða um heim hafi glutrað nið- ur góðum stofni með hömlulausri sölu bestu kynbótagripanna úr landi. Nú hafa samtök hrossaræktenda ekki aðgang að stofnvemdarsjóði eins og áður var og hömlur á sölu góðra gripa hafa verið rýmkaðar. Markaðslega séð er nauðsyn á því að selja ræktendum í öðrum löndum góða gripi en einhvers staðar verður að draga mörkin. Hvað Otur varðar má segja að hann hafi skilað góðum fjölda til hrossaræktarinnar og þar á meðal besta stóðhesti landsins og því kannski í lagi að hann fari úr landi. Hinu má ekki gleyma að ekki er úti- lokað að hann geti enn skilað jafn- ingja Orra eða jafnvel betri kynbóta- hesti og þó er hætt við að svipurinn verði skrýtinn á íslenskum hrossa- ræktendum sem hingað til hafa lagt ofurkapp á að halda forystunni í ræktun íslenska gæðingsins í heim- inum. HESTAR Saga Gusts í máli og myndum HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gustur hefur nýverið gefíð út bókina Gustur í Glaðheimum, sem spann- ar 35 ára sögu félagsins. Það þykir kannski ahyglisvert að verið sé að gefa út bók á 35 ára afmæli en það ekki látið bíða til 40 eða jafnvel 50 ára afmælis. I aðfararorðum formanns félagsins, Guðmundar Haga- línssonar, segir að þegar betur sé að gáð megi telja það framsýni þeirra, sem komu með tillögu um skráningu á sögu félagsins, að skrá hana meðan hún var mönnum enn f fersku minni. Bókin er 176 síður að stærð, prýdd fjölda mynda úr fjöl- breyttri starfsemi félagsins. Myndirnar gefa bókinni mikið gildi og eru margar þeirra frá- bærar sem slikar. Má þar nefna myndir á blað- síðu 59, 94 og 95 og svo að sjálf- sögðu mjög góðar ferðamyndir en fá ef nokkur félög hafa verið með eins virka ferðanefnd og Gustur en nefndin fékk nafnið Ármenn á si'num tíma. Flestar myndirnar eru frá félagsmönnum en forsíðu bók- arinnar prýðir glæsilegt málverk eftir einn af félögum Gusts, Balt- asar Samper. Margir koma að gerð texta, sem gefur bókinni skemmtilegan svip, efnistök með fjölbreyttum hætti, yfírleitt fróðleg og skemmtileg lesning. Ekki bara fyrir félaga Gusts heldur og fyrir hestamenn almennt sem áhuga hafa á líflegu félagsstarfí. Bókin verður seld í hesta- vöruverslunum og kostar 3.000 krónur. barbara birgis Ijósmyndari bankastræti 14 s-551-6110 Léttur og meðfærilegur Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Tekur einnig Diners og VN kort. með innbyggðum prentara Point Transaction Systems ehf Hlíðasmára 10 • Kópavogi Sími 544 5060 • Fax 544 5061 Nú er vetur gengin í garö og tími til komin að setja vetrardekkin undir bílinn. Hjá Bílkó færðu úrvals vetrardekk af öllum stærðum og gerðum. Spólaðu ekki í sama farinu! Pantaðu tíma í síma 557 9110 eða komdu við á smiðjuvegi 34-36 og þú færð toppþjónustu á hreint ótrúlegu verði. BÍLKÓ BHF.- Blfreiðaþjónusta - Dekkjaverkstæði - Bftaþvottur Smiðjuvegur 34-36 ■ Kópavogi ■ Sfmi 557 9110 ■ Rouð gata OPIÐ 08-18 MÁN-FÖS. 0PIB 10-16 LAU. NEYÐARÞJÓNUSTAN ALLTAF OPIN SÍMI800 4949.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.