Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 76

Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndasamkeppni ptonkmiUiiMb Ll.<__OnHH KrÍKctL lKCt\C<K m stHyimim si *V r i rvn“f rv MRNNIN <S A RROIO IVIÓIU ARI* 2000 blað menningarborgarársins 2000 fafefP 2000^ GÓÐAR MINNINGAR Sendu inn Ijósmynd og þú átt möguleika á að fara í menningarferð til Evrópu Reykjavík-Menningarborg 2000, Morgunblaöið - blað menningar- borgarársins, Hans Petersen og Kringlan efna til Ijósmyndasam- keppni um góðar minningar sem festar hafa verið á filmu frá menningarborgarárinu sem er að líða. Efnt verður til Ijósmynda- sýningar á innsendum myndum í Kringlunni 3.-12. febrúar. Þú gætir unnið! Tíu myndir verða verðlaunaðar og þú gætir haft heppnina með þér 1. verólaun: 2. verðlaun: 3. -10. verölaun helgarferð fyrir tvo, flug og bíll, til Amterdam Stafræn myndavél frá Kodak Miðar fyrir tvo í leikhús ásamt gjafabréfi frá Kringlunni og ein- nota myndavél með framköllun > Öllum er heimil þátttaka og frjálst er að senda fleiri en eina mynd. > Skilafrestur er til 15. janúar 2001. > Myndum má skila inn í verslanir Hans Petersen í Reykjavík og á aðra Kodak Express sölustaði um land allt, merktar 2000 minningar, og eiga myndirnar að vera á pappír. Einnig má skila myndum inn á tölvutæku formi á slóöinni www.hanspetersen.is. > Innsendum myndum veróur ekki skilað til baka og áskilja að-standendur keppninnar sér rétt til að nota myndirnar í auglýs- ingar á sínum vegum. FRÉTTIR Síðasti bærinn í dalnum á myndbandi MYNDIN Síðasti bærinn í dalnum er komin út á myndbandi. Þetta rammíslenska og sívinsæla æv- intýri eftir Loft Guðmundsson er í leikbúningi Hafnarfjarðarleikhússins og upptöku Sjúnvarpsins. Sagan segir frá systkinunum Sól- rúnu og Bergi, sem búa í sveit með pabba sínum og mömmu og leika sér að legg og skel. En einn daginn vakna þau upp við vondan draum þegar þau komast að því að það búa tröll í fjöllunum sem eru við það að flæma alla bændur burt úr dalnum. Það er þá sem álfamir koma til sögunnar með hinn ráðagóða Rin- dil í fararbroddi. Það hefst spenn- andi og skemmtileg barátta og má vart á milli sjá hvort Iiðið muni sigra þegar tröllin loka börnin ofan í kistu sem flýgur með þau á brott. Þetta er saga sem er þeim ógleymanleg, sem sáu hana í kvik- mynd Óskars Gíslasonar á sínum tíma, og hér gengur hún í end- urnýjun lífdaga í leikgerð Hilmars Jónssonar og Gunnars Helgasonar, segir í fréttatilkynningu. Leikarar $íð \si>i bæ, irtft í dain Ífh eru Gunnar Helgason, Björk Jak- obsdóttir, María Ellingsen, Jón Stefán Kristjánsson, Halldór Gylfa- son og Hildigunnur Þráinsdóttir. Egill Eðvarðsson stjórnaði þessari upptöku Sjónvarpsins. Mynd- bandið fæst í verslunum Bónuss og Hagkaups. Tryggingastofnun ríkisins Rafrænt ör- orkuskírteini í notkun TRYGGINGASTOFNUN er nú að taka í notkun nýja gerð örorkuskír- teinis fyrir örorkulífeyrisþega. Nýja skírteinið er rafrænt með ljósmynd af handhafa líkt og debet- og kred- itkort. A skírteininu eru einnig upp- lýsingar á ensku, sem gera notend- um mögulegt að nota það erlendis. Aður voru örorkuskírteini prentuð og afhent í plasthulstri. Skírteinið veitir sjúkratryggðum einstaklingum, sem metnir eru til 75% örorku eða meira, afslátt af læknis- og lyfjakostnaði samkvæmt lögum um almannatryggingar Skírteinið er gjaldfrítt í upphafí og við endurmat örorku en ef það glat- ast þarf að greiða lágmarksupphæð fyrir endurnýjun. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bifreiðaplani við Blómaval í Sigtúni, laugardaginn 9.12. á tíma- bilinu 18:30- 20:15. Þama var ekið utan í bifreiðina KV-251af gerðinni MMC Galant, hvíta að lit og síðan ekið af vettvangi. Föstudaginn 8. desember um kl. 18.30 var ekið á dökkrauða Ford Es- cort fólksbifreið þar sem hún stóð við Hagamel 44, á móts við Melabúðina. Tjónvaldur fór á brott af vett- vangi. Þann 11 desember 2000 var ekið á bifreiðina YY.643, sem er MMC Gal- ant dökkgræn að lit. Þar sem hún stóð mannlaus á bifreiðastæði norð- an við slysadeild Landsspítalans í Fossvogi. Þetta muna hafa átt sér stað á milli kl. 10,00 til 11,00. Tjón- vaidur ók af vettvangi, tjónvaldur svo og sjónavottar era beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík Þeir sem kynnu að geta veitt upp- lýsingar varðandi þessi atvik eru vin- samlega beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Aðventutón- leikar í Víði- staðakirkju KARLAKÓRINN Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar halda að- ventutónleika í Víðistaðakirkju á morgun, miðvikudag, kl. 20. Fundað um Orkubúsmálið ALMENNUR kynningarfundur um málefni Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Stjómsýsluhúsinu á Isa- firði í kvöld, klukkan 21. Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar boðar til fundarins. Á fundinum verður fjallað um mál- efni Orkubúsins, breytingar á félags- formi og eignarhald og þær breyt- ingar sem ný orkulög munu hafa í för með sér. Jafnframt verður fjallað um fjárhag ísafjarðarbæjar í ljósi hugs- anlegrar sölu á eignarhlut hans. Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, ræðir um starfsumhverfi orkufyrir- tækja eftir gildistöku nýrra orku- laga, Gylfi Guðmundsson, innkaupa- stjóri Örkubúsins, gerir grein fyrir viðhorfum starfsmanna fyrirtækis- ins og Halldór Halldórsson bæjar- stjóri fjallar um fjárhagslega stöðu ísafjarðarbæjar. Áð loknum fram- söguerindum verða almennar um- ræður. Aðventukvöld í Háskólakapellu VOX academica, kammerkór Há- skóla íslands, heldur aðventukvöld í Háskólakapellunni, aðalbyggingu Háskóla íslands, þriðjudaginn 12. desember klukkar 20:00. Kórinn flytur jólasálma í bland við trúarleg kórverk frá 20. öld eftir ís- lensk og erlend tónskáld. í hléi verð- ur boðið upp á kaffi og með því. Allir sem vilja eiga notalega tónlistar- stund í önnum aðventunnar eru vel- komnir en aðgangur er ókeypis. Vox academica var stofnaður árið 1996 af Hákoni Leifssyni sem stjóm- ar honum í dag. Frekari upplýsingar um kórinn er að finna á heimasíðu hans, http:// www.habil.is/vox. Fólagsfundur Tourette- samtakanna TOURETTE-SAMTÖKIN halda félagsfund í kvöld klukkan 20 í sal ÖBI að Hátúni lOb, fyrstu hæð, en gengið er inn frá austurhlið hússins. Á fundinum verður greint frá ráð- stefnu Toruette Syndrome Assoc- iation í Bandaríkjunum, sem haldin var í nóvember síðastliðinn. Lúsíuhátíð á Seltjarnarnesi LÚSÍUHÁTÍÐ verður í Seltjarnar- neskirkju á morgun, miðvikudag, kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.