Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 77

Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 77
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 77 FRETTIR Ur dagbók lögreglunnar 18 stöðvaðir vegna gruns um ölvun Helgina 8. til 11. desember Umferðarmálefni Ökumaður á vöruflutningabif- reið með tengivagn ók á umferð- arvita á Vesturlandsvegi við Suð- urlandsveg um hádegisbil á föstudag. Tildrög óhappsins voru þau að fólksbifreið var ekið í veg fyrir vöruflutningabifreiðina með fyrrgreindum afleiðingum. Ekið var á 7 ára dreng í Skeif- unni um hádegisbil á föstudag. Pilturinn kom út milli kyrrstæðra bíla út á götu sem liggur samsíða stóru bílastæði. Meiðsli piltsins voru minni háttar og þurfti ekki að flytja hann á slysadeild. Ástæða er til að biðja ökumenn að vera sér- staklega á varðbergi á þessum tíma árs í umferðinni því það er margt sem keppir um athygli veg- farenda annað en umferðin. Karlmaður sem var á reiðhjóli var fluttur á slysadeild eftir að hafa hjólað á hurð á bifreið sem opnuð var í veg fyrir hann. Atvikið átti sér stað á Laugavegi síðdegis á föstudag. Ekið var á ljósastaur á Strand- vegi við Víkurveg á föstudags- kvöldið. Ökumaðuiinn var fluttur á slysadeild en hann er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Um helgina voru 18 ökumenn stöðvað- ir vegna gruns um ölvun við akstur og 12 vegna hraðaksturs. Einn ökumaður var stöðvaður en bif- reiðin hafði merkingu um æfínga- akstur. Leiðbeinandi er grunaður um ölvun við akstur og þannig brot á reglum sem gilda um æfinga- akstur. Lögreglu var tilkynnt um und- arlegt aksturlag bifreiðarstjóra á Miklubraut á laugardagsmorgun. Við athugun lögreglu fundust ætl- uð fíkniefni og tæki til slíkrar neyslu. Tveir karlmenn fluttir á stöð og annar vistaður til frekari yfirheyrslu. Tveimur skjávörpum stolið Brotist var inn í fyrirtæki í Faxafeni á föstudag og stolið skjá- varpa. Öðru slíku tæki var síðan stolið síðdegis á föstudag úr fyr- irtæki í Mjódd. Eins og fram hefur komið áður hjá lögreglu er talsvert um slíka þjófnaði í borginni og full ástæða til að forráðamenn fyrir- tækja og stofnana sem hafa slíkan búnað að vera á varðbergi og huga að vörslu þeirra. Þá er einnig til- efni fyrir þá sem boðin eru slík tæki til kaups að gera lögreglu að- vart ef ástæða er til að ætla að varningurinn sé illa fenginn. Brotist var inn í húsnæði í Þing- holtum á föstudag og stolið skart- gripum, snyrtivörum og geisla- diskum. Karlmaður var hand- tekinn aðfaranótt laugardags grunaður um þjófnað á fatnaði og fjármunum af heimili í miðbænum. Fjármunum var stolið í innbroti í fyrirtæki á Langholtsvegi. Þá var stolið myndbandstökuvél frá kvik- myndafélagi á Laugaveginum. Þjófnaðurinn hefur átt sér stað um helgina en um talsverð verðmæti er að ræða. Brotist var inn í fyrirtæki á Tangarhöfða og stolið tölvu og skiptimynt. Þá var brotist inn í tvö ökutæki á sunnudagskvöldið og stolið geislaspilara og hljómdisk- Ofbeldisbrot Ráðist var að konu á föstudags- kvöld er hún var að setjast í bifreið sína í Þverholti. Karlmaður, talinn um 20 ára gamall, ógnaði henni með hnífi og tók frá henni tösku með ýmsum fjármunum. Manns- ins hefur verið leitað án árangurs en þeir sem einhverjar upplýsing- ar geta gefið lögreglu eru beðnir að hafa samband. Brunar Lögreglu var tilkynnt um bruna í leikskóla við Drafnarstíg á laug- ardagskvöldið. Þarna hafði verið lagður eldur að rusli og auk þess logaði í girðingu á staðnum. Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um bruna í húsnæði við Funahöfða. Nokki-ar skemmdir urðu á húsnæðinu og bíl sem var þar inni. Rannsókn er hafin á hugsanlegum eldsupptökum. Annað Að venju var talsvert eftirlit haft með því að útivistarreglur barna og ungmenna væru virtar. í nokkrum tilvikum var ungmenn- um ekið til foreldrahúsa. Lögregl- an gerði athugasemdir vegna ung- menna undir aldri á tveimur veitingastöðum um helgina. Við- komandi leyfishafar mega vænta viðbragða af hálfu embættisins vegna þessara mála. Lögreglu var tilkynnt um liggjandi mann við bensíndælu á Vesturlandsvegi snemma á laugardag. Lögreglan fór á staðinn og reyndist maðurinn vera sofandi og amaði ekkert að honum annað en þessi mikla þreyta og hann hafði hreinlega sofnað við að dæla eldsneyti á bíl- inn. Talsverður mannfjöldi sótti úti- sýningu við Þjóðleikhúsið síðdegis á laugardag. Lögreglan takmark- aði umferð á svæðinu nokkuð með- an á sýningunni stóð. Svipaðar að- gerðir voru síðan þegar fjölmargir sendibilar frá gosdrykkjaframleið- anda óku um borgina og dreifðu sætindum til ungi-a borgara. Ein 12 ára stúlka var flutt á slysadeild eftir að hafa orðið undir í troðningi mannfjölda á Lækjartorgi. 1 Blindrafélagið styður Iþróttasamband fatlaðra STJÓRN Blindraféiagsins bauð 30. nóvember síðast liðinn ólympíu- förum fatlaðra, sem nýverið komu frá Sydney í Ástralíu, til móttöku í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17. Árangur hópsins á leikunum var mjög góður og öðrum íþrótta- mönnum hvatning til frekari af- reka. Við þetta tækifæri afhenti stjórn Blindrafélagsins fþróttasambandi fatlaðra peningagjöf að upphæð 150.000 kr. til styrktar frekari upp- byggingu íþróttastarfs fatlaðra. Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, afhenti Sveini Áka Lúðvíkssyni, formanni íþróttasambands fatlaðra, peningagjöf. Ráðstefna um laxastofna og laxeldi Landssambandið hætti við þátttöku MORGUNBLADINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurði Guðjónssyni, forstjóra Veiðimála- stofnunar: „I Morgunblaðinu 7. desember er viðtal við sjálfskipaðan talsmann fiskeldismanna, Guðmund Val Stef- ánsson, framkvæmdastjóra Sæsilf- urs. Þar gagnrýnir Guðmundur nýaf- staðna ráðstefnu Veiðimálastofnunar um framtíð villtra laxastofna og lax- eldi á íslandi. Það skal tekið fram að Guðmundur Valur kom ekki nálægt undirbúningi ráðstefnunnar, né kom hann á hana. Líkt og Landssambandi veiðifélaga og Landssambandi stang- veiðifélaga var Landssambandi fisk- eldis- og hafbeitarstöðva gefinn kost- ur á þátttöku í ráðstefnunni. TU stóð að Jónatan Þórðarson, framkvæmda- stjóri Silungs ehf., flytti þar erindi sem hann nefndi „framþróun í ís- lensku laxeldi“. Landssamband fisk- eldis- og hafbeitarstöðva kaus hins vegar að draga til baka sína þátttöku, sem okkur þótti miður. Þeim var í sjálfsvald sett hvern þeir völdu til að flytja þar erindi. Nafn þess manns, sem Guðmundur nefnir, Ole Torri- sen, kom aldrei upp, en ekki hefði verið nein fyrirstaða af hálfu Veiði- málastofnunar, ef svo hefði verið. Það eru því hrein ósannindi hjá Guð- mundi að við höfum neitað Lands- sambandinu um að kalla hann til, frernur en aðra sem þeir vildu. Til- gangur ráðstefnunnar var að skapa faglega umræðu um sambýli laxeidis og villtra laxastofna. Það tókst. Guðmundur sótti ekki ráðstefn- una. Betur væri að Guðmimdur hefði hlýtt á fyrirlesara, þá hefði hann vit- að hvað þeir höfðu fram að færa. Þess í stað reynir hann á ærumeiðandi hátt að rakka niður fyrirlesarana, tvo virta erlenda vísindamenn þá dr. Ian Flemming sem starfar hjá NINA (Norsku náttúrurannsóknastofnun- inni) og dr. Fred Allendorf, prófessor i stofnerfðafræði við Háskólann í Montana í Bandaríkjunum. Þetta gerir Guðmundur með þvi að spinna upp éitthvað sem hann telur að þeir hafi sagt og illa grunduðum ásökun- um um að þeir hagræði sannleikan- um og fleira í þeim dúr. Slíkt er alvar- legt og segir mest um þann sem það gerir, þetta dæmir sig einfaldlega sjálft. Guðmundi væri nær að átta sig á vísindalegum staðreyndum. Laxeldi getur verið hættulegt náttúnilegum stofnum, vegna vistfræðilegra áhrifa, erfðafræðilegra áhrifa og vegna sjúk- dóma og sníkjudýra. Því verður að fara að öllu með ýtrustu varfæmi. Þar ættu menn að vera samstiga í að leita allra leiða. Ein er sú leið sem Guðmundur nefnir og það er notkun á geldstofnum. Þar erum við sam- mála og ætti að kappkosta að þróa aðferðir til að búa til slíka stofna og nota. Það væri framfaraspor í að lax- eldi gæti þróast hér í sátt við okkar dýrmætu villtu laxastofna." » 4 ♦ Stuttmyndir frumsýndar KVIKMYNDASKÓLI íslands efnir til frumsýningar á fjórum stutt- myndum laugardaginn 16. desember í Háskólabíói á útskriftardegi nem- enda. Myndimar vom gerðar af nemendum skólans á haustönn 2000. Myndirnar heita: Amma raglaða, Svæsnar vonir, Standpína og Vladi- bær, era allar um 15 mín. að lengd og unnar frá upphafi til enda af nem- endum skólans. Útskriftarnemendur era 22 að þessu sinni og verður efnt til aukasýningar á myndunum fyrir áhugasama sunnudaginn 17. des- ember kl. 14. ------------- Skífan afgreiðir myndlykla fyrir Stöð 2 VEGNA anna hjá þjónustuveri ís- lenska útvarpsfélaginu verða mynd- lyklar eftirleiðis einnig afgreiddir í verslunum Skífunnar í Kringlunni og á Laugavegi 26. Þar geta áskrifend- ur ennfremur gengið frá greiðslu fyrir áskrift að Stöð 2, Sýn, Fjölvarpi og Bíórás, segir í fréttatilkynningu. Cu ul Q l Q c_ 2 g uá o i Q Q Develop 10 NAGLAVÖRUR KYNNING mmm \ Borgar Apóteki og Hringbrautar W Apóteki W í dag og á morgun I kl. 14-18 I NÝTTÁ MARKAÐINUM I naglaherðir án formalíns KYNNINGARTILBOÐ • Þú kaupir tvennt og færð naglalakk í kaupbæti. • Handáburður fylgir naglabandanæringu. DEVELOP 10 fæst í öllum verslunum Lyfju. Hringbrautar Apótek Borgar Apótek o rn 2 a I § Q DevelopIO DevelopIO DevelopIO o NettOi^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR FATASKAPAR á fínu verbi ALLTAÐ 30% AFSLÁmm Friform | HÁTÚNI6A (i húsn. Ffinix) SÍMI: 552 4420 Frábær í bakstur ogmatargerð (180°) 1! i . , Ekkert aukabragð t. I r^=====rrr:l ^rfaggjntaeiningar í NÓVUS* FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT Italskar, spánskar og franskar sælkeravörur Suðurlandsbraut 6 • s. 568 3333 Klapparstíg 40, sími 552 7977. Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Verð frá 1.990-30.000 kr. Jólagjöfín í ár Stækkunargler með ljósi Stækkar tvöfalt Með innbyggðu ljósi Fæst í bóka- og raftækjaverslunum K-Form s. 698 8002 ■M
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.