Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 96

Morgunblaðið - 12.12.2000, Page 96
 Maestro MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJiSMBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Tjónið í brunanum í Isfélaginu f Eyjum á annan milljarð króna Morgunblaðið/Ámi Sœberg Eldhafíð var gríðarlegt í brunanum í húsi ísfélagsins á laugardagskvöld. Slökkvistarf var erfitt og því lauk ekki fyrr en í gærmorgun. STJÓRNENDUR ísfélagsins í Vestmannaeyjum lýstu því yfir á fundi með starfsfólki sínu í gær í Alþýðuhúsinu að hreinsunar- og uppbyggingarstarf yrði hafið, eftir stórbrunann á laugardagskvöld, þannig að loðnufrysting gæti hafist á komandi vertíð. Stefnt er að svip- aðri afkastagetu í frystingunni og 4ður, eða um 300 tonnum á sólar- ring. Aðstaða til bolfiskvinnslu gjöreyðilagðist í eldinum og óvíst um þá vinnslu félagsins. ísfélagið varð fyrir gíðarlegu tjóni, sem met- ið er á annan milljarð króna og er þetta í þriðja sinn á fímmtíu árum Morgunblaðið/Sigurgeir Flestir starfsmenn mættu á fund þar sem stjórnendur ísfélagsins skýrðu stöðuna og helstu framtíðarhorfur. Á fremsta bekk situr fjölskylda Sigurðar heitins Einarssonar, sem var forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins. sem fyrirtækið verður fyrir miklu brunatjóni. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn hófst í rústunum í gær með aðstoð tæknideildar lögregl- unnar í Reykjavík. Eldsins í fisk- vinnsluhúsi ísfélagsins varð vart um tíuleytið á laugardagskvöld og var slökkvistarf gríðarlega erfitt. Þegar mest lét komu um 100 manns að slökkvistarfinu og lauk því í raun ekki fyrr en í gærmorgun þegar tókst að slökkva endanlega í síðustu glæðunum. Bruninn er reiðarslag fyrir Vest- mannaeyjar þar sem Isfélagið er einn stærsti atvinnurekandi bæjar- ins. Starfsmenn félagsins eru um 115 og fjölmenntu þeir á fundinn, sem Isfélagið stóð fyrir ásamt sam- einuðu verkalýðsfélagi í Eyjum. Við stórbruna sem þennan eiga starfsmenn að falla af launaskrá og fara á atvinnuleysisskrá til að fá bætur, en forráðamenn ísfélagsins hafa lýst sig reiðubúna að greiða starfsfólkinu kauptryggingu í stað atvinnuleysisbóta, sem fengist end- urgreidd hjá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. Að sögn Jóhanns Péturs Andersen, framkvæmdastjóra ís- félagsins, er félagið með rekstrar- stöðvunartryggingu, sem dekkar mögulegt framlegðartap. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að allir séu reiðubúnir að leggja fram hjálparhönd við þessar erfiðu að- stæður. Hann segir að ef ísfélagið þurfi á aðstoð að halda við upp- byggingarstarfið muni bærinn stöðva framkvæmdir við nýtt íþróttahús, sem staðið hafa yfir, þannig að verktakinn geti aðstoðað við uppbygginguna. ■ Eldur í ísfélaginu/ 2,16 og 46-49 Byggja á upp aðstöðu fyrir loðnufrysting’u Unnið að því að starfsmenn fái kauptryggingu í stað bóta Mótmælaaðgerðir á Reykjanesbraut Seinkun á milli- landaflugi FRESTA varð millilandaflugi vegna mótmælaaðgerða á Reykjanesbraut seinnipartinn í gær. Flugleiðir brugðu á það ráð að senda áhafnir flugvélanna með Fokker-flugvél Flugfélags íslands frá Reykjavík til Keflavíkur. Guðjón Amgrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að áætlunarvélar til Bandaríkjanna hafi tafist um allt að Í-IV2 klukkustund á meðan beðið var eftir farþegum. Um 15 farþegar misstu af flugi síðdegis í gær en Guð- jón sagði það litlu meira en venjulegt er. Guðjón sagði að áætlun Flugleiða raskist h'tið af þessum völdum. Erlendir ferðamenn sem ætluðu með flugi til Bandaríkjanna komust ekki leiðar sinnar þegar hópur fólks lokaði Reykjanesbraut til að knýja á um tvöföldun hennar. Karl Bjama- son, bflstjóri hjá Kynnisferðum sf., sagði að fyrirtækið hefði frétt af mót- mælunum í fjölmiðlum um morgun- inn og gert ráðstafanir vegna þeirra. Mótmælin hefðu hins vegar hafist fyrr en hann hafði ætlað og því sæti hann nú fastur í bílalest. Fyrirtækið brá þá á það ráð að láta farþegana ganga frá eystri vegtálmanum til hins vestari þar sem hópferðabíll beið þeirra. ■ Hundruð manna/6 -------------- / Asthildur at- vinnumaður vestanhafs ÁSTHILDUR Helgadóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, mun leika með liðinu Carolina Tempest í at- vinnudeild í kvennaknattspyrnu í Bandaríkjunum sem hleypt verður af stokkunum í apríl á næsta ári. Liðin átta, sem leika munu í deildinni, hafa valið sér leikmenn síðustu tvo daga úr hópi 198 kvenna sem boðið var til æfinga vegna þess. Alls komust 128 kvennanna að. Með liði Ásthildar munu einnig leika tvær af þekkt- ustu knattspyrnukonum heims, Michelle Akers frá Bandarfkj- unum og Hege Riise frá Noregi. ■ Ásthildur/Cl 5TÍ«JAKSTAC/R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.