Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ S ARIÐ 2000 er senn á enda og víst er að það verður fólki misjafnlega eft- irminnilegt. Sumir hafa gengið í gegnum erfiða reynslu og aðrir reynt sérstaka og skemmtilega atburði. Morgunblaðið ræddi við nokkra einstaklinga sem FÓLK OG FRÉTTIR Á LIÐNU ÁRI tengdust atburðum eða komu við sögu í fréttum ársins. Morgunblaðið/Sigurgeir Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, skoðar tjónið í ís- félaginu ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Frá hægri: Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Guðbjörg M. Matthías- dóttir, ekkja Sigurðar Einarssonar, Árni Johnsen þingmaður, Guðjón, Davíð, Kristinn Sigurðsson og Einar Sigurðsson. Erfitt ár hjá Eyjamönnum „MER er efst í huga, nú í lok ársins, þau miklu áföll sem Vestmannaeyjar hafa orðið fyrir síðustu vikur og mánuði,“ segir Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Sigurður Einarsson, forstjóri ís- félagsins, féll frá langt fyrir aldur fram í október síðastliðnum. Hann var mikill athafnamaður í atvinnulífi Vestmannaeyja og forystumaður í bæjarmálapólitíkinni. Sigurðar er sárt saknað sem einstaklings og drif- krafts í bæjarlífinu. Það varð síðan gríðarlegt áfall þegar hús ísfélagsins brunnu nýlega og fjöldi manna missti atvinnuna. Það er þó gleðilegt hvernig samtaka- máttur starfsmanna ísfélagsins, for- svarsmanna fyrirtækisins og bæjar- búa allra hefur gert það besta úr málinu og vonandi verður fyrirtækið endurreist af miklum krafti á næstu mánuðum. Síðan varð átakanlegt slys þegar tveir menn létust í höfninni núna rétt fyrir hátíðirnar. Á jákvæðum nótum er uppbygg- ing Skanssvæðisins sem var vígt í sumar. Svæðið er orðið mikil bæj- arprýði og var mikill heiður að taka á móti nýsköpunarverðlaunum ferða- málaráðs um daginn vegna þess. Sé ég fyrir mér að svæðið verði lyfti- stöng íyrii- ferðamannaþjónustuna í Vestmannaeyjum um ókomna tíð. Það verður að segjast eins og er að árið í heild hefur verið erfitt hjá okk- ur Eyjamönnum en við höfum eflst við hverja raun og leið okkar liggur ekkert nema upp á við inn í nýja öld.“ Lærdómsríkt ár fyrir j ar ð vísindamenn Morgunblaðið/Ásdís Páll Einarsson við sprungumælingar eftir að seinni skjálftinn reið yfir 21. júní. „ÞETTA ár er búið að vera mjög lærdómsríkt fyrir jarðvís- indamenn. Svona jarðskjálfta- hviða hefur ekki komið síðan árið 1896,“ sagði Páll Einars- son, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Islands, en árið 2000 riðu tveir mjög stórir jarð- skjálftar yfir Suðurland. Auk þess gaus Hekla á árinu og ennfremur er talið að gosefni hafi komið upp í tengslum við Skaftárhlaup. Það var á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, sem jörð á Suðurlandi tók að skjálfa og fjórum dögum síðar reið annar skjálfti yfir. Báðir voru skjálftamir u.þ.b. 6,5 að stærð á Richter-kvarða. Páll upplifði skjálftana sjálfur. Þegar seinni jarðskjálftinn reið yfir var hann ásamt fleiri vísindamönn- um staddur á Laugalandi í Holtum og fann því mjög sterkt fýrir honum. Hann sagði að jarðskjálftamir í sumar hefðu verið eiginlegir Suður- landsskjálftar. Á því væri enginn vafi. „Þessir atburðir fylgdu furðu ná- kvæmlega þeirri forskrift sem gefin var upp fyrir um 15 áram um hvern- ig svona skjálftar myndu haga sér. Þegar litið er til baka yfir atburða- rásina kemur í ljós að skjálftarnir era í minna lagi miðað við það sem áður hefur verið. Það má því segja að þetta séu Suðurlandsskjálftar í minni kantinum, en þeir haga sér að öðra leyti mjög svipað og svona skjálftahviður hafa gert áður eins og 1896 og 1784. Þetta era þó áberandi minni skjálftar en þá.“ Páll sagði ómögulegt að segja fyrir um hvort þessari skjálftahviðu væri lokið. Það væri ekkert sem benti til þess að fleiri skjálftar kæmu á næstunni en það gæti samt alveg gerst. Páll sagði að það væri margt hægt að læra af þessum jarðskjálftum. „Sérstaklega er hægt að afla frekari þekkingar á hegðun svona jarð- skjálftasvæðis. Þarna fengu menn staðfestingu á þeim hugmyndum sem fram vora komnar um hvernig Suðurlandsskjálftar hegðuðu sér. Að því leyti er þetta mjög verðmæt lexía. Hvað mannvirkjagerð snertir er þetta einnig þýðingarmikil lexía því mannvirki stóðu sig betur heldur en menn höfðu þorað að vona áður. Við eram því á réttri leið hvað varð- ar hönnun mannvirkja. Það er einnig hægt að læra margt ann- að af þessu um hvernig menn eiga að haga sér í jarðskjálftum svo ekki verði tjón. Það varð þarna ýmislegt tjón sem hefði mátt koma í veg fyrir með litlum tilkostnaði." Heklugosið á árinu er það fjórða eða fimmta á 30 áram. Það gaus í Heklu 1970, 1980, 1990 og 2000, auk lítils goss 1981. Páll sagði að það væru hugsanlega einhver tengsl á milli jarðskjálftanna og goss- ins í Heklu. „Gosin breyta spennu í jarð- skorpunni í kringum Heklu og þar með á skjálftasvæðinu á Suðurlandi sem tengist Heklu beint. Skjálftabeltið gengur eiginlega beint undir Heklu. Þarna er því eitthvert samhengi á milli og ólíklegt að það sé alveg tilviljun að þetta kemur svona á sama tíma. Það er hins vegar greinilegt á þessari gossyrpu, sem hefur komið í Heklu síðan 1970, að Hekla hefur breytt um goshegðun. Þetta er nánari staðfesting á því. Svona tíð gos hafa ekki verið í Heklu síðan land byggðist." Páll sagði að það yrðu því að telj- ast talsverðar líkur á eldgosi í Heklu á næstu 10 áram. Hins vegar væru gossyrpur í eldfjöllum frægar fyrir að vera býsna óreglulegar og þess vegna væri erfitt að nota þær til að spá fyrir um framtíðina. Hekla hefði hins vegar sýnt alveg ótrúlega reglu- semi í gosum síðustu áratugina. „Þakklát fyrir að ekki fór verr“ „ÉG ER þakklát fyrir að ekki fór verr - og auðvitað sér maður margt í öðru ljdsi og hugsar öðruvísi en áður,“ segir Valgerður Gunn- arsddttir, 17 ára skíðakona frá Seyðisfírði, en hún lenti í alvarlegu skíðaslysi í Bad Hofgastein í Aust- urríki í janúar. Valgerður hlaut m.a. hryggbrot og vegna innvortis blæðinga varð að fjarlægja vinstra nýra hennar og milta. Síðan hefur hún verið í markvissri endurhæf- ingu og tekið gdðum framförum. Valgerður hefur æft skíðaíþrdtt- ina allt frá barnæsku, lengst af með skíðadeild Hugins á Seyðisfirði. Hún fluttist til Reykjavíkur haustið 1999 þegar hún hdf nám í Mennta- sktílanum við Hamrahlíð og fdr þá jafnframt að æfa með Skíðaiiði Reykjavíkur. Þegar slysið átti sér stað hafði hún verið við æfingar í Bad Hofgastein í tíu daga með félögum sínum í skiðaliðinu. Að lokinni æfíngu föstudaginn 14. janúar, þegar þau voru búin að ganga frá áhöldum og skíðuðu nið- ur brekkuna þar sem æfingabraut- in hafði verið, lenti Valgerður á djöfnu í brekkunni sem hún vissi ekki af, tdkst á loft og hafnaði á skúr sem var þar nálægt. Til allrar hamingju var hún með hjálm á höfðinu og telur hún hann hafa bjargað lífí sínu. Eftir hálfs mánaðar legu á sjúkrahúsi ytra var Valgerður flutt heim með sjúkraflugi og lögð inn á bæklunardeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, þar sem hún lá í viku eða þar til hún höf endurhæfingu á Grens- ásdeild, þar sem hún var fram á sumar og síðan í sjúkraþjálfun. Hryggurinn var spengdur á sjúkra- húsinu í Schwarzag strax sama dag og slysið varð en skömmu síðar var gerð á henni önnur bakaðgerð og skipt um spengingu. „I sumar kom svo bakslag en þá kom í ljds að spengingin hafði brotnað. Þá var ég lögð inn aftur og spengd einu sinni enn,“ segir hún og útskýrir mismunandi aðferðir við spengingu á sjúkrahúsunum í Austurrfki og Reykjavík: „Uti er spengt án þess að græða bein í brot- ið en hér á íslandi er alltaf tekið bein úr spjaldhrygg og grætt í brot- ið svo að það sé alveg fast.“ Valgerður segir að á vissan hátt hafí hún þurft að byija upp á nýtt eftir þriðju aðgerðina, sem gerð var 5. júlí í sumar, þd að hún hafí ekki misst ekki þann kraft sem hún var búin að vinna sér inn. „Ég var á sjúkrahúsi í viku og þurfti að vera með bolspelku næstu þijá mán- uðina,“ segir hún. „Ég held að ég megi vel við una hvað ég hef náð langt,“ segir Val- gerður, sem gengur enn við eina hækju en er þd aðeins byijuð að sleppa henni. „Ég er búin að öðlast aftur kraft í mjöðmum og lærum en vantar enn dálítinn styrk í kálfa, svo göngulagið er ekki orðið alveg eðlilegt ennþá. Það er enn dvíst með framtíðina, þvíþað er spurn- Morgunblaðið/Pétur Kristjánsaon Valgerður Gunnarsddttir í jólainnkaupum. Valgerður var flutt heim með sjúkraflugvél frá Sviss eftir að hafa legið á sjúkrahúsi ytra í hálfan mánuð. Myndin er tekin þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli 31. janúar sl. ing hversu vel taugarnar taka við sér, þ.e. hvort taugaskaðinn er var- anlegur eða ekki,“ segir hún og bætir við að það verði ekki ljdst fyrr en að þremur árum liðnum. „Ég má búast við framförum næstu þijú ár en að sjálfsögðu er mesta framförin fyrsta árið,“ segir hún. Þrjóska og þolinmæði Vegna slyssins missti Valgerður alveg úr vorönnina í sktíla, nema hvað hún tdk stærðfræði utanskóla. Nú í haust var hún svo byijuð aftur í fullu námi í MH en þá skall kenn- araverkfallið á og haustönnin fdr fyrir lítið. Nú er hún aftur flutt heim á Seyðisfjörð og hyggst hefja nám í Menntaskólanum á Egils- stöðum eftir áramót. Þar mun hún búa á heimavistinni og fara í sjúkraþjálfun á Egilsstöðum en í millitíðinni æfir hún sjálf í tækja- salnum á Seyðisfirði. Þar kemur það sér vel að Valgerður hefur ver- ið í íþróttum alla sína tíð og því í gdðri líkamlegri þjálfun. „Já, það hefur sjálfsagt haft sitt að segja. Reyndar er alls ekki víst að ég hefði lifað af slysið nema vegna þess að ég var í ágætisformi og ekki bara venjulegur túristi í skíðabrekkunum. Þá hefði ég lík- lega ekki verið með hjálminn en hann bjargaði miklu,“ segir hún. Það orð hefur farið af Valgerði að hún sé þijdsk og það hafi komið sér vel í baráttu hennar á þessu erf- iða ári sem brátt er liðið frá slysinu sem hefur sett mark sitt á líf henn- ar síðan. Aðspurð játar hún því að þijdskan hafi oft komið sér vel. „Ég er alveg jafnþijdsk og áður en hef kannski líka lært smáþolinmæöi," segir hún og er ekki frá því að það geti verið ágæt samsetning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.