Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 B 4
Morgunblaðið/Golli
Iðrunarganga
á kristnihátíð
ÞÚSUNDIR manna voru á
kristnihátíð á Þingvöllum í byrjun*
júlí en einmuna blíða ríkti alla
helgina. Fjöllireytt dagskrá var
frá morgni til kvölds en hápunktur
hátíðarinnar var hátíðarmessa á
sunnudag. Á laugardag tóku nokk-
ur hundruð manns þátt í helgi-
göngu, svokallaðri iðrunargöngu,
sem var syndajátning fyrir hátíð-
armessuna. Karl Sigurbjörnsson,
biskup Islands, og Edward Cass-
idy kardináli, fulltrúi Páfagarðs,
leiddu gönguna en það teygðist
verulega úr henni á stígnum milli
áfangastaðanna.
Skammvinnt gos
var í Heklu
ELDGOS var í Heklu í febrúar. Gos-
ið hófst klukkan 18.17 laugardaginn
26. febrúar. Vísindamenn sáu gosið
fyrir. Hálftíma áður en það hófst
sýndu þenslumælar breytingar sem
þeir túlkuðu þannig að kvika væri að
þrýsta sér hratt upp í efstu gosrás
Heklu. Gosið var öílugast íyrstu tvo
klukkutímana. Skammvinnt þeyti-
gos lyfti gosmekkinum í um það bil
níu kílómetra hæð. Gosið stóð til 8.
mars og reyndist í minna lagi af
Heklugosum að vera, miðað við það^
hraun sem það skildi eftir sig.
’
Morgunblaðið/Ómar
Menningarnótt í Reykjavík
TALIÐ er að um 50 þúsund manns
hafí verið í miðbæ Reykjavíkur á
menningarnótt í ágúst, þegar mest
var, til þess að njóta menningar og
mannlífs. Fjölbreytt menningar- og
listadagskrá var allan daginn, eins
og raunar allt árið vegna þess að
Reykjavík var ein af menningar-
borgum Evrópu árið 2000. Menning-
arnóttinni lauk með stærstu flug-
eldasýningu sem haldin hefur verið
hér á landi.
Morgunblaðið/RAX
£t§Í
Morgunblaðið/Einar Falur
GUNNAR Marel Eggertsspn og
áhöfn hans á víkingaskipinu Islend-
ingi sigldi frá íslandi til Ameríku í
sumar til þess að minnast siglinga
Eiríks rauða, Leifs heppna og ann-
íslendingur í New York
aira norrænna víkinga sem leiddu til
landafundanna fyrir þúsund árum.
í Ferðin hófst í Reykjavík 17. júní, síð-
an var lagt upp frá Búðardal, komið
til Brattahlíðar í Grænlandi, Leifs-
búða á Nýfundnalandi, Kanada og
Bandaríkjanna. Siglingunni lauk í
New York 5. október og hér sést Is-
lendingur sigla undir Brooklyn-
brúna.
'jtf
Morgunblaðið/Ásdís
Landafundanna fyrir þúsund árum
minnst í Hvíta húsinu
ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norður-
landanna sátu hádegisverðarboð
bandarísku forsetahjónanna í
Hvíta húsinu í Washington í apríl.
Tilefni boðsins var að minnast
landafunda norrænna manna í
Vesturheimi fyrir þúsund árum og
viðamikillar víkingasýningar í
Smitsonian-safninu. Hillary Rod-
ham Clinton, forsetafrú Bandaríkj-
anna, ávarpaði boðsgesti. Næst
forsetafrúnni situr eiginmaður
hennar, Bill Clinton Bandaríkja-
forseti, þá Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Islands, og við hlið
hans Dorrit Moussaieff, vinkona
forsetans. í forgrunni eru Björn
Bjarnason menntamálaráðherra oafc
Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
seti Norðurlandaráðs.