Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 50
, 50 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Lánasérfræðingur
Íslandsbanki-FBA hf. óskar eftir að ráða lánasérfræðinga
í útibú bankans
Umsækjandi þarf að hafa viðskiptafræðimenntun eða sambærilega menntun, góða skipulagshæfi-
leika og eiga gott með að umgangast samstarfsmenn og viðskiptavini útibúsins. Hann þarf auk
þess að eiga gott með að vinna í hópvinnu og vera sjálfstæður í vinnubrögðum.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Björnsson, forstöðumaður útibúaviðskipta, Kirkjusandi, í síma
560 8000.
Umsóknir sendist til Guðmundar Eiríkssonar, forstöðumanns starfsmannaþjónustu (slandsbanka-
FBA, netfang: gudmundur.eiriksson@isfba.is, fyrir miðvikudaginn 10. janúar.
Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar.
Öllum umsóknum verður svarað.
Islandsbanki-FBA er framsækið og traust fyrirtæki í forystu með nýjungar í fjármálaþjónustu á íslandi. Starfs-
fólk Islandsbanka-FBA er ein helsta auðlind fyrirtækisins og því er lögð áhersla á að fjárfesta í þekkingu þess
og skapa einstaklingum tækifæri til frumkvæðis og framfara.
Boðið er upp á fjölbreytt starfsumhverfi, góðan starfsanda
og spennandi verkefni.
ISLANDSBANKI
x /
mMSKVBÐJA
Óskum viðskiptavinum okkar velfarnaðar
á nýju ári og þökkum frábærar móttökur
og samstarf á árinu sem er að líða.
Maimafl
RÁÐNINGAR OG RÁÐGJÖF
Ráðningarstofur Gallup og Ráðgarðs sanicinast í Manriafli
Tannlæknastofa
Aðstoð óskast nú þegar á tannlæknastofu í
miðborginni eftir hádegi.
Umsóknir með almennum upplýsingum send-
isttil auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Aðstoð
— 10534", fyrir 5. janúar.
Vappaðu í vinnuna
wap.radning.is
—=—■" ■ —— -
Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
Árbæjarskóli
íslenskukennara vantar á unglingastigi.
Vegna forfalla til loka skólaársins 2000-2001.
Um er aö ræöa kennslu i 8. og 9. bekk, samtals 31 kennslustund
á viku. Stöðunni fylgir umsjón í 9. bekk.
Upplýsingar gefa Þorsteinn Sæberg, skólastjóri, í símum 564 4565
og 899 0915 og Ingvar Einarsson, aöstoðarskólastjóri, í síma
557 6740.
Einholtsskóli, sérskóli fyrir unglinga
Kennara vantar eftir áramót.
Upplýsingar gefur Guðlaug Teitsdóttir, skólastjóri, í síma 552 9647.
Hólabrekkuskóli
Starfsfólk vantar nú þegar í skóladagvist.
Um er að ræða 100% starf, en einnig mætti
skipta stöðunni í tvær 50% stöður.
Upplýsingar gefa Sigurbjörg Pétursdóttir, forstöðukona, sími
557 4466 og Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri, sími 898 7089.
Langholtsskóli
Heimilisfræðikennara vantar í 2/3 starf.
Kennsla eftir hádegi.
Upplýsingar gefa Erna M. Sveinbjarnardóttir, skólastjóri í síma
553 3188.
Umsóknir ber að senda í skóla.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar
við viðkomandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar um laus störf við grunn-
skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir
job.is .
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Bamgóð og
hjartahlý
Hefur þú gaman af börnum?
Langar þig að koma að
uppeldi tveggja barna?
• Starfið
Fjölskylda í Kópavogi leitar aö
barngóðum og umhyggjusömum
einstaklingi til að hugsa um tvö
yndisleg börn frá 13.30 til ca
17.00/18.00. Annað er 7 mánaða
gömul stúlka sem þarf að sækja til
dagmömmu kl. 14.00 í næstu
götu. Hitt er 7 ára gamall drengur
sem þarf að taka á móti úr skóla
nokkra daga vikunnar.
• Ef þú hefur áhuga...
Upplýsingar eru gefnar í síma 895
5758.
Nauðsynlegt að umsækjandi gefi
upp a.m.k. tvo meðmælendur.
Jflorðtmblabib
Blaðbera
vantar
í Fossvog í Reykjavík og
afleysingar á Arnarnesi.
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
4 Uwd,7
o