Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 36
-36 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ samkeppnis- og út- flutningsgreina. Sam- tök iðnaðarins hafa undanfarin ár varað við þenslu, viðskiptahalla og verðbólgu. Hér stöndum við í svipuð- Jum sporum og svo oft áður. Verðbólgupúkinn fitnar en við því er ein- ungis brugðist með sí- endurteknum vaxta- hækkunum, sem auka kostnað innlendra fyr- irtækja og heimila og skerða samkeppnis- stöðuna. Við látum eins og hér sé allt í góðu lagi þótt alþjóðlegur samanburður sýni að við stönd- umst ekki samanburð við þær þjóð- ir sem við viljum helst bera okkur saman við, keppa við og versla við. Vaxtamunur inn- og útlána er t.d. óvíða meiri en hér á landi, þjóð- hagslegur sparnaður allt of lítill og gengisskráning hefur verið afar óhagstæð útfiutningi. Keppt um fjármagn og fólk íslensk fyrirtæki, sem starfa á alþjóðlegum markaði, hafa stækk- að að undanfómu. Það er gleðiefni. Hitt er áhyggjuefni ef aðstöðumun- ur hér á landi og erlendis vex okk- ur í óhag. Þá er fátt sem hindrar að blómlegustu fyrirtækin okkar flytji starfsemi sína utan. Slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf og almennt mann- w líf hér á landi. í opinni og óheftri samkeppni má engu muna því að fjármagn og framleiðslu má flytja óhindrað á milli landa. Sama á raunar í vaxandi mæli við um vinnuafl. Miklar umbætur í starfs- skilyrðum fylgdu EES-samningn- um og ljóst er að hagvöxt und- anfarinna ára má að verulegu leyti rekja til þeirra. Nýleg könnun sýn- ir að mikill meirihluti forráða- manna iðnfyrirtækja telur ótvíræð- an hag af ESB-aðild. Því er enn á ♦•ný full ástæða til að hvetja stjórn- völd til þess að vakna af Þyrnirós- arsvefni og skoða með opnum huga aðild að ESB. Við verðum að búa við sömu starfsskilyrði og aðrar Evrópuþjóðir. Svo einfalt er það. Drifkraftur frumkvöðla Nýsköpun, frumkvæði og þróun í atvinnulífinu eru uppspretta hag- vaxtar íramtíðarinnar. íslenska þjóðin á því láni að fagna að eiga frumkvöðla á borð við þá bestu eins og þátttaka í verkefninu „Europe’s 500“ sýnir ljóslega. Nið- urstaðan úr þessu árlega vali fram- sæknustu frumkvöðla Evrópu er sérlega ánægjuleg fyrir íslendinga. Við eigum á þessum lista ótrúlega ''mörg fyrirtæki, miðað við frægan höfðatölureikning. En þessi árang- ur er ekki sjálfgefinn. Sjálfbirg- ingsháttur og andvaraleysi getur gert hann að engu. Það þarf nefni- lega að gæta þess vel að búa frum- kvöðlum okkar viðeigandi starfs- skilyrði. Við eigum það til að setja skringilega mælikvarða á alþjóða- og tæknivæðingu landsins. Inter- net-tengingar og farsímaeign eru óvíða meiri í heiminum en hér á landi og það er notað sem vitn- isburður um að við stöndum þarna fremstir í flokki. Rétt er það að við erum nýjungagjöm og dugleg að nota nýja tækni en fráleitt í 'fremstu röð í framleiðslu og sölu á þessum sviðum. Væntanlega dettur engum í hug að meta tæknivæð- ingu þjóða eftir því hvað lands- menn kaupa marga tölvuleiki. Almennur framfaravilji hér á landi er samoftnn sjálfstæðisbar- áttunni. Sá vilji er afar verðmæt eign sem ekki má sóa vegna lakari skilyrða hér á landi samanborið við þau sem keppinautar okkar búa við. Meðal þess, sem ekki er í lagi hjá okkur, er óhagstætt fjármála- umhverfi og óskilvirkt mennta- kerfi. Góð menntun er arðbær Menntamál skipta atvinnulífið æ meira máli. Fyrirtækin eiga allt sitt undir hæfileikum starfsmanna. Hæfileikaríkt fólk verður ekki til af sjálfu sér. Menn þurfa að hafa fyr- ir því að afla sér reynslu og þekk- ingar til þess að verða gjaldgengir á vinnumarkaðnum. Góð menntun skiptir hér sköpum. Fjárfesting í flóknum tækjum og fram- leiðsluferlum er lítils virði ef menntun, þjálfun og færni starfsfólks til að vinna í kröfuhörðu starfsumhverfi er ekki tryggð. Kröfur um betur menntað starfsfólk hafa af þessum sökum vaxið mikið á undanförnum árum. Um leið hafa orðið til verðmætari störf. Víst er að mennta- kerfið hefur ekki brugðist nógu skjótt við vaxandi kröfum atvinnulífsins um menntun við hæfi. í raun hafa veikleikar menntakerfisins afhjúpast nú síð- ast í verkfalli framhaldsskólakenn- ara. Það er óverjandi að ungt fólk, frumkvöðlar framtíðarinnar, sé verklaust svo vikum skiptir. Það er á hinn bóginn sorglegt að sjá hvernig samskipti ríkis og fram- haldsskólakennara hafa þróast undanfarinn áratug. Ekki hefur tekist að gera nauðsynlegar breyt- ingar á skólakefinu til að gera það í senn skilvirkt og eftirsóknarvert fyrir hæfileikaríka kennara. At- gervisflótti úr skólunum er brost- inn á og sérstaklega þar sem síst skyldi. Það er raunalegt að tækni- menntun er á undanhaldi og mikill skortur á tæknimenntuðu fólki fyr- irsjáanlegur á næstu árum. Þetta er fólkið sem á að starfa í nýju fyr- irtækjunum sem eiga að vera drif- krafturinn í „Nýja hagkerfinu" margumtalaða. Við þessu verður að bregðast. Það er hagur fyrirtækja í land- inu að gagnger uppstokkun menntakerfisins eigi sér stað og að til verði nýtt fyrirkomulag skóla- rekstrar sem leyfir að umbunað sé fyrir gott starf. Þetta kann að kosta aukna fjármuni. En í þessu sem öðru skal hafa að leiðarljósi arðsemi fjárins, bæði fyrir einstak- linga og atvinnulíf. Að öðrum kosti má búast við að íslenska mennta- kerfið verði hemill á framþróun at- vinnulífsins. Vettvangur Islendinga á nýrri öld er allur heimurinn en ekki að- eins heimahagarnir. Til þess að gera ungu fólki framtíðarinnar kleift að byggja upp öflugt at- vinnulíf hér á landi þurfum við nýja byggðapólitík sem snýst hvorki um höfuðborg né lands- byggð heldur um ísland og um- heiminn. Við þurfum að kappkosta að skapa sambærilegar eða betri aðstæður hér á landi en fólki bjóð- ast annars staðar. Þá verður gott að búa á Islandi um langa framtíð og það er okkar meginmarkmið. Eg óska félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. Kristján Ragnarsson, formaður LIU Við ára- mót í UPPHAFI nýrrar aldar er fyllsta ástæða til að vera bjartsýnn um framtíð sjávarútvegsins. Fyrir rúm- um áratug stóðu samtök útvegs- manna að gerð metnaðarfullra heimildarmynda um íslenskan sjáv- arútveg sem lýsa vel þeim breyt- ingum sem áttu sér stað á öldinni. Þetta var gert í tilefni 50 ára afmæl- is samtakanna. Myndirnar báru samheitið „Verstöðin ísland.“ I fyrstu myndinni, sem heitir „Frá árum til véla“, er lýst útgerð- arháttum á tímum árabáta sem stóð samfellt yfir frá landnámsöld og fram til síðustu aldamóta. Fjallað er um þilskipaútgerð sem var í mest- um blóma á 19. öld og upphaf vél- væðingar fiskiskipaflotans á Islandi í byrjun 20. aldarinnar, nánar til- tekið á ísafirði árið 1902. Önnur myndin kallast „Baráttan um fiskinn." Hún lýsir baráttu okk- ar íslendinga fyrir tilverugrund- velli okkar, fiskinum í sjónum. Vilmundur Jósefsson Myndin spannar tímabilið frá 1950 til 1989. Þetta er tímabil mikilla sveiflna í aflabrögðum, sem aftur varð til þess að úthafsveiðar komu til sögunnar. Þetta er tímabilið þeg- ar Islendingar eru í forystu strand- ríkja til að verja auðlind sína og færa landhelgina út í áföngum úr 3 mílum árið 1952 í 200 mílur árið 1975 með tilheyrandi átökum við aðrar þjóðir sem nýtt höfðu sér fiskimiðin. Þriðja myndin, „Ár í útgerð", gef- ur nokkra mynd að fjölþættum út- gerðarháttum Islendinga á níunda áratug aldarinnar. Þessar myndir eru talandi dæmi um þær miklu og öru framfarir sem orðið hafa á öldinni í sjávarútveg- inum. A þeim tíu árum sem liðin eru frá gerð þessara heimildarmynda hafa orðið enn meiri breytingar í sjávar- útveginum. Þar skiptir mestu að í upphafi áratugarins voru sett ný heildstæð lög um stjórnun fiskveiða. Byggt er á því grund- vallaratriði að útgerð- um er úthlutað afla- heimildum á fiskiskip, sem þeim er heimilt að framselja tímabundið og varanlega sín á milli. Opinberum af- skiptum af verðlagn- ingu fisks lauk þegar verðlagsráð sjávarút- vegsins var lagt niður árið 1992 en það hafði annast verðlagningu á afla upp úr sjó í þrjá áratugi. Samhliða miklum breytingum í umhverfi sjávarútvegarins urðu miklar breytingar í efnahagsmálum á ís- landi. Þjóðinni tókst að ná tökum á áratuga verðbólgu í efnahagslífinu. Síðast en ekki síst hefur vaxandi frelsi í viðskiptum og á fjármála- markaðnum einnig haft mikil áhrif í sjávarútveginum. Á aðeins tíu árum hafa orðið svo stórstígar breytingar í greininni að óhætt er að fullyrða að allar aðstæður hafa gjörbreyst. í lifandi og framsækinni atvinnugrein hlýtur starfsemin að miðast við það að tekið sé tillit til síbreytilegra að- stæðna. Sjávarútvegurinn verður áfram mikilvægur þótt margt bendi til þess að úr vægi hans dragi og er það vel ef unnt reynist að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf og fleiri komi til ábyrgðar á velferð þjóðarinnar. Þegar litið er til framtíðar skiptir meginmáli að okkur auðnist að nýta fiskistofnana á sjálfbæran og hag- kvæman hátt. Vitneskja okkar um lífríkið í hafinu er nú með þeim hætti að það á að vera unnt að ná til- settum markmiðum. Niðurstöður vísindalegra athug- ana um afrakstursgetu fiskimið- anna verður það sem miðað verður við í framtíðinni. Það verður að leggja allt kapp á það að auka og bæta þann fræðilega þekkingar- grunn sem þessi fræði byggja á. Með þetta að leiðarljósi samþykkti stjóm LÍÚ að mæla með því við stjórnvöld að keypt yrði nýtt og fullkomið hafrannsóknaskip. Það kom til landsins á þessu ári. Útvegs- menn greiða að stærstum hluta kostnað við smíði þessa skips. Þann- ig vilja útvegsmenn leggja áherslu á að áfram verði unnið að því að afla betri vitneskju um ástand og horfur lífríkisins í hafinu. Það er freistandi á tímamótum sem þessum að staldra aðeins við og horfa til liðinna ára eins og hér hef- ur verið gert með nokkrum orðum og reyna jafnframt að skyggnast aðeins inn í framtíðina. Það eru ávallt ýmsar blikur á lofti sem vert er að hafa í huga og geta orðið til þess að valda tímabundnu bakslagi sem takast þarf á við. Það er áhyggjuefni að minna er um stóran þorsk á fiskislóðinni en undanfarin ár. Nýliðun í þorsk- stofninum hefur tekist vel síðustu ár og fréttir berast af því að mikið sé af smáfiski á miðunum. Þessi staða getur leitt til þess að tíma- bundið verði erfiðara árferði fyrir togaraútgerðina á meðan smáfisk- urinn er að vaxa. Þá valda tíðar ol- íuverðshækkanir undanfarin miss- eri því að sá kostnaðarliður er orðinn verulega íþyngjandi í grein- inni. Óhætt er að fullyrða að olíu- kostnaður er að sliga margar út- gerðir. Útgerðir sem stunda loðnu-, síld- ar-, kolmunnaveiðar og veiðar á rækju hafa átt við mikla erfiðleika að stríða undanfarin ár. Bæði hefur veiði gengið erfiðlega og jafnvel brugðist eins og í rækjunni. Mark- aður fyrir afurðirnar hrunið eins og mjöl- og lýsismarkaðurinn og verðið lækkað á rækjuafurðum. Þessi staða hefur sett mark sitt á mörg byggðarlög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi og orðið til þess að veikja samkeppnisstöðu margra sjávarbyggðanna gagnvart höfuð- borgarsvæðinu. Á þessu ári hafa mörg fyrirtæki í sjávarútvegi sameinast, eins og undanfarin ár. Þannig bregðast stjómendur í sjávarútvegi við breyttum aðstæðum með því að sameina rekstrareiningar og hag- ræða eins og kostur er innan grein- arinnar. Sameiningar af þessu taki eru óhjá- kvæmilegar þótt vissu- lega fylgi því ávallt nokkur söknuður þeg- ar rótgróin fyrirtæki hverfa af sjónarsviðinu og aðilar sem hafa ver- ið máttarstólpar í at- vinnugreininni marga undanfarna áratugi leggja árar í bát. Þótt á ýmsum svið- um sé erfitt í sjávar- útveginum um þessar mundir er óþaifi að mála of dökka mynd af stöðu mála. Töluverðar fjárfestingar í nýjum skipum og endurnýjun eldri skipa vitnar um það að al- mennt ríkir bjartsýni á framtíðina í greininni. Nauðsynlegt var orðið að huga að endumýjun fiskiskipaflot- ans þannig að hann sé í stakk búinn til að mæta kröfum tímans varðandi nýjustu tækni og aðstöðu áhafnar um borð. Að vísu er nokkuð um það að góð fiskiskip séu seld úr landi og vegna ýmissa aðstæðna. Það er sárt að sjá á eftir skipum sem selja verð- ur vegna þess að úreltir kjarasamn- ingar fást ekki lagaðir að nýjum og breyttum aðstæðum. Mikilvægt er að ná sátt um fisk- veiðistjómunina. Það felst ekki í því að útgerðinni verði gert að greiða ný gjöld þegar aðstæður era eins og nú í greininni. Það mun aðeins leiða til erfiðleika fjölda fyrirtækja með til- heyrandi atvinnuleysi og byggðaröskun. Til þess að greiða auð- lindagjald, umfram þann tæpa milljarð sem nú er greiddur, verða tekjur að vera hærri en gjöld. Að lokum vil ég leggja á það megin- áherslu að verkefnin era til þess að takast á við þau. Útvegsmenn og sjómenn hafa sýnt það og sannað á und- anförnum áram að þegar ná þarf sam- stilltu átaki til þess að sigrast á aðsteðjandi vandamálum hefur það tekist með ágætum. Það er einlæg von mín að svoi verði áfram. Ég óska útvegsmönnum, sjó- mönnum, fjölskyldum þeirra, svo og landsmönnum öllum, farsæls kom- andi árs. Ari Teitsson, for- maður B^enda- samtaka Islands Umhverf- ismál í brenni- depli SÍFELLT fleirí þegnar þessa þjóð- félags jafnt sem annarra vest- rænna þjóðfélaga láta sig varða vemdun umhverfis. Bændur era í þeim hópi og hafa þeir á und- anförnum áram starfað ötullega á mörgum sviðum umhverfismála. Unnið er að skipulegum skógrækt- arverkefnum í öllum landsfjórð- ungum og fjöldi bænda ræktar skóg á bújörðum sínum. Markvisst hefur verið unnið á vegum bænda og sveitarfélaga að hreinsun ónýtra girðinga, eyðingu húsarústa, fjöra- hreinsun og fleiri umhverfisverk- efnum. Um 500 bændur vinna að sérstökum landbótaverkefnum á jörðum sínum auk fjölda annarra sem bæta landgæði með nýtingu úrgangs frá búrekstri. Þá er ótal- inn samningur um framleiðslu sauðfjárafurða sem undirritaður var í mars sl. en ákvæði hans um skipuleg beitarnot og sjálfbæra landnýtingu er eitthvert stærsta skref sem stigið hefur verið á þessu sviði á öldinni sem nú er að kveðja. Áhrif veðurfarsbreytinga Sá þáttur umhverfismála sem helst veldur bændum áhyggjum era mögulegar loftslagsbreytingar. Of hægt gengur að ná samkomu- lagi meðal þjóða um staðfestingu Kyoto-samkomulags og æ fleiri hallast að því að breytt veðurfar af völdum gróðurhúsaáhrifa sé stað- reynd. Breytingar í veðurfari hafa birst okkur sem snjóléttur vetur og langt og hlýtt sumar sem glatt hef- ur margan bóndann og létt honum róðurinn. Varla mun fyrr í sögu þjóðarinnar hafa fengist meiri upp- skera jarðargróða ef saman er lagður heyfengur, kornuppskera og afurðir garðræktar og ylræktar. Breytt veðurfar virðist þannig hafa styrkt landbúnaðinn en eftir stend- ur að loftslagsbreytingum af manna völdum fylgir slík óvissa um hnattræn langtímaáhrif að sporna verður gegn þeim af krafti og festu. Gæði búvaranna viðurkennd Á liðnu ári hafa ekki komið upp alvarleg gæðavandamál í íslenskri búvöraframleiðslu og sú staðreynd að sala búvaranna hefur verið meiri en nokkra sinni fyrr stað- festir traust neytenda á framleiðsl- unni. Aukning í kjötsölu er nær 5%, aukning í mjólkursölu um 3% og aukning í sölu á grænmeti vera- leg. Aukin sala á sér efalaust margar skýr- ingar. Kaupmáttur þorra þjóðfélagsþegn- anna er mikill og inn- lend búvara hefur hækkað minna í verði en flestar aðrar vörur. Mestu ræður þó að gæði og öryggi var- anna era þekkt og við- urkennd. Þá virðast hafa orðið þáttaskil í umræðu um næringar- fræði og hollustu og öryggi fæðunnar. Sí- fellt fleiri hallast að því að ofneysla sykurs sé eitthvert alvarlegasta heilsufarsvandamál vestrænna þjóða og neysla kornmetis, próteins og fitu í hóflegum mæli þyrfti að koma í stað sykurs. í þessu ljósi er nú reynt að auka mjólkurneyslu í skólum landsins á kostnað sætra drykkja. Viðvarandi gæðavandamál virðast í landbúnaði margra landa hins vestræna heims, flest tengd kröfum um lækkandi búvöruverð sem kallað hefur á stækkun ein- inga og ódýrari framleiðsluhætti. Þetta hefur opnað augu æ fleiri fyrir því að matvælaöryggi og gæði era ekki sjálfsögð en jafnframt svo mikilvæg heilsu einstaklinga og þjóða að rétt getur verið að slaka á kröfum um áframhaldandi lækkun matvælaverðs. Búvara er í raun ekkert frábrugðin annarri vöru að því leyti að gæðin kosta. Vísindi sniðgengin Það umrót sem kúariða hefur valdið í matvælaframleiðslu Evr- ópu á síðustu vikum og viðbrögð valdhafa hlýtur að vera mörgum áhyggjuefni. Vitað er að opinn al- þjóðamarkaður með búvörar, með Kristján Ragnarsson Ari Teitsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.