Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 44
^Í4 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins BJÖRK Guðmundsdóttir var kjörin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í mynd Danans Lars Von Triers, Dancer in the Dark. Myndin hlaut Gullpálmann á hátíðinni. Björk, Catherine Deneuve sem einnig fer með hlutverk í myndinni og von Trier vöktu athygli þegar þau komu til frumsýningar kvikmyndarinnar. Björk kjörin besta leikkonan Landskjálftar á Suðurlandi HARÐUR jarðskjálfti, 6,5 stig á Richter, reið yfir Suðurland á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní. Upptök skjálft- ans voru í Holtum í Rangárvallasýslu og urðu miklar skemmdir á húsum, ekki síst á Hellu og í sveitunum í vest- ■ anverðri sýslunni. Tugir manna urðu heimilislausir. Þrennt slasaðist en enginn alvarlega. Annar skjálfti, svip- aður að stærð, varð nokkrum dögum síðar og átti hann upptök nokkru vest- ar, eða í Hestfjalli í Amessýslu. Urðu þá einnig miklar skemmdir á húsum og innbúi, einkum í austanverðri Ár- nessýslu. Verksummerki eftir þann skjáifta urðu hvað bersýnilegust í landi Bitru í Flóa, þar sem helsta skjálftasprungan hefur hreinlega sprengt jörðina á stóru svæði við sum- arbústað þeirra Grétars Kjartansson- ar og Alize Kjartansson. Verðlaunahafi á Ólympíuleikum VALA Flosadóttir varð þriðja í stang- arstökki á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu í haust. Er það í þriðja skipt- ið sem íslendingar vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einars- son varð annar í þrístökki 1956 og Bjami Friðriksson þriðji í júdó 1984. Eftir að Vala steig á verðlaunapallinn og fékk bronsverðlaunin afhent veifaði hún til áhorfenda í þakklætisskyni. Fréttamyndir af innlendum vettvangi Morgunblaðið/Einar Falur Gekk á norðurpólinn HARALDUR ÖRN Ólafsson gekk á norðurpólinn. Náði hann mark- jniði sínu rétt fyrir klukkan hálf- aíu að kvöldi 10. maí, eftir átta vikna göngu. Það urðu fagnaðar- fundir þegar unnusta Haraldar, Una Björk Ómarsdóttir, hljóp til hans hans úr flugvélinni sem kom til að sækja göngugarpinn á norð- urpólinn. Morgunblaðið/Fanney Gunnarsdóttir Giftusamleg björgun úr Jökulsá á Fjöllum ÞRETTÁN manns biðu björgunar í liðlega þrjá tíma á þaki rútu sem fest- ist í vaði á Lindaá þar sem kvíslar úr Jökulsá á Fjöllum flæða í hana. At- burðurinn átti sér stað í ágúst og var úrhellisrigning og rok meðan fólkið beið á þakinu. Fólkinu var bjargað eftir að ökumaðurinn synti í land og sótti hjálp. Bíllinn festist í ánni þegar vegkantur gaf sig en veginum hafði verið lokað fyrr um daginn vegna vatnavaxta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.