Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 21
minna a
rnoar viijum
sem ber að hafa í hug
I
Skatthlutfall í staðgreiðslu 2001
Skatthlutfall í staðgreiðslu verður 38,76%.
Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd
eru 1986 eða síðar, er 6% af tekjum um-
fram frítekjumark barna sem er kr. 86.451.
Persónuafsláttur/Sjómannaafsláttur
Persónuafsláttur er kr. 302.940 á ári, eða
kr. 25.245 á mánuði. Heimilt er að nýta
90% af ónýttum persónuafslætti maka á
árinu 2001.
Sjómannaafsláttur 2001 er 691 kr. á dag.
Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð
Lífeyrisiðgjald sem halda má utan stað-
greiðslu er 4% af launum eða reiknuðu
endurgjaldi. Heimilt er að færa að auki allt
að 4% vegna iðgjalda samkv. samningi um
viðbótartryggingavernd, enda séu iðgjöld
greidd reglulega til aðila sem falla undir 3.
mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyr-
isréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
Tryggingagjald
Tryggingagjald er óbreytt frá fyrra ári, eða
5,23% og er þá meðtalið markaðsgjald
og gjald í ábyrgðarsjóð launa. Sama
gjaldstig er fyrir allar atvinnugreinar. Hjá
útgerðum fiskiskipa vegna launa sjó-
manna bætast við 0,65% vegna slysa-
tryggingar og verður gjald þeirra alls
5,88%.
Sú breyting verður á gjaldstofni að
greiðslur launagreiðanda vegna fæðingar-
orlofs mynda ekki stofn til trygginga-
gjalds. Þessar greiðslur eru undanþegnar
gjaldskyldu, þó ekki hærri fjárhæð en
launagreiðandinn fær endurgreidda úr
Fæðingarorlofssjóði.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Verðbreytingarstuöull
Verðbreytingarstuðull fyrir árið 2000 er
1,0418.
Orðsendingar
Orðsendingar um skatthlutfall og skattmat
í staðgreiðslu verða sendar launagreið-
endum næstu daga en þar koma fram
ítarlegar upplýsingar um þessi atriði.
Við minnum á orðsendingu sem send var
launagreiðendum í nóvember þar sem er
að finna allar upplýsingar um útfyllingu
launamiða og launaframtals. Skilafrestur
vegna launamiða og launaframtals er til
22. janúar 2001.
Á upplýsingavef ríkisskattstjóra
www.rsk.is er að finna upplýsingar um
flest sem viðkemur skattamálum. Þar má
nú m.a. nálgast færslulýsingu launamiða
fyrir þá sem hyggjast skila launamiðum á
tölvutæku formi.