Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Það fór vel á með kínversku gestunum og íslensku gestgjöfunum. Talið frá vinstri: Þórdís Bjarnleifsdóttir, Heiðar M. Guðnason með Alfheiði Björk í fanginu, Zhu Lin, Matthias Már og Li Peng. Fyrst Alþingi gat tekið á móti Li Peng þá gát- um við það líka „ÞAÐ var ánægjulegt að fá Li Peng, forseta þjóðþings Kína, og konu hans, Zhu Lin, í heim- sókn,“ segir Heiðar M. Guðna- son. Þessi heimsókn var mjög í fréttum fyrr á árinu en heim- sóknina bar brátt að þegar kín- versku gestimir báru upp þá ósk að fá að heimsækja íslenskt al- þýðuheimili og ræða við íslend- inga um daglegt líf þeirra. Al- þingi hafði milligöngu um heimsóknina en einn starfs- manna þess þekkti Heiðar og konu hans, Þórdísi Bjarnleifs- dóttur. „Það vakti athygli okkar hvað hjónin voru þægileg í viðmóti og heimsóknin afslöppuð," segir Heiðar. „Þegar gestimir komu inn í anddyrið niðri í sambýlis- húsinu þar sem við búum stóðum við þar ásamt dóttur okkar, Álf- heiði Björk, sem er tveggja ára og tókum á móti þeim. Þegar frúin kom auga á dóttur okkar tók hún hana umsvifalaust í fangið og bar hana upp á aðra hæð og inn í íbúðina. Þegar inn var komið gaf hún sig strax að syni okkar, Matthíasi Má, sem er fimm ára, og tók hann henni vel þótt hann sé fremur hlédrægur að eðlisfari. Þau settust í sófann í stofunni og bauð hann frúnni upp á íslenskt konfekt sem henni þótti afar gott. Eftir heimsóknina fengum við að heyra ýmsar athugasemdir frá samferðarfólki okkar um þessa heimsókn. Það var eins og allir vildu fá að segja álit sitt á henni. Skoðanir fólks voru mis- jafnar. Sumum fannst það fárán- legt að taka á móti Li Peng þar eð hann er afar umdeildur mað- ur. Öðrum fannst það alveg rétt hjá okkur að bjóða honum heim fyrst við vorum beðin um að taka á móti honum. Sjálf hugsuðum við sem svo, að fyrst Alþingi fínnst sæmandi að taka á móti Li Peng og fylgdarliði hans, þá er ekkert að því að við gerum það líka. Við vorum þakklát Alþingi fyr- ir þá aðstoð sem starfsmenn þess veittu okkur meðan á heim- sókninni stóð ogjgerði heimsókn- ina auðveldari. I för með gest- unum var túlkur sem útskýrði þær spurningar sem fyrir okkur voru bomar sem voru stundum nokkuð sérstæðar eins og þegar Li Peng spurði mig úr hvaða efni dúkurinn væri sem var á gólfinu. Ég hef ekki heyrt meira frá Li Peng og konu hans en við höfum haft samband við Kínverska sendiráðið því það var búið að tala um það við okkur að við myndum fá kínversk blöð og sjónvarpsupptöku af heimsókn- inni sem var sýnd í kínverska sjónvarpinu. Við höfum áhuga á að eiga allt sem birst hefur um þessa heimsókn svona upp á seinni tírnann." > o Eina konan í níu manna áhöfn víkingaskipsins Islendmgs „Fórstu virki- lega alla leið?“ ELLEN Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, var meðal níu skipveija og að auki eina konan í víkingaskipinu íslendingi sem á fjórum mánuðum á þessu ári sigldi í kjölfar Leifs Eiríkssonar landkönnuðar milli íslands og vest- urheims. Skipið lagði upp í lang- ferðina frá Reykjavík 17. júní og kom á áfangastað í New York í byrjun október. Þá voru að baki ríflega 4 þúsund sjómílur og á leiðinni hafði skipið viðkomu á 26 stöðum. Morgunblað- ið fékk Ellen til að rifja ferðina upp og hún var fyrst spurð hvernig það kom til að hún fór. „Ég hef alltaf haft áhuga á ís- lendingasögunum og öllu sem þeim tengist. Þannig var að ég kynntist Gunnari Marel Eggertssyni, skip- stjóra Islendings, skipasmiði og fi’umkvöðli ferðarinnar, fyrir rúm- um tveimur árum þegar hann var að leggja drög að þessari miklu ferð. Þá aðstoðaði ég hann við und- irbúninginn á ýmsum sviðum. Eitt leiddi af öðru og með okkur tókst vinátta. Hann bauð mér í siglingu með sér frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Ég varð hrifin af skipinu enda burtséð frá því hvað þetta er glæsilegt skip þá er það mjög gott sjóskip. Mig minnir að ég hafi borið mig upp við Gunnar og beðið um að fá að fara í leiðang- urinn vestur um haf árið 2000. Þannig fór það,“ segir Ellen. Ævintýri frá upphafi til enda Við undirbúning ferðarinnar tók hún m.a. „pungapróf' frá Stýri- mannaskólanum. Hún segir það hafa verið kappsmál að teljast full- gildur skipverji. „Ég var að fara í ferð með átta hraustum sjómönn- um og mikið metnaðarmál fyrir mig að undirbúa mig á allan þann hátt sem ég gat,“ segir hún. En hvað skyldi hafa verið eft- irminnilegast frá ferðinni? Ellen segir þetta mjög erfiða spumingu. Ferðin hafi verið eitt ævintýri frá upphafi til enda. Hún hafi ekki að- eins eignast átta félaga og kennara í sjómennsku heldur líti hún á þá sem bræður sína og stórkostlega vini. En sem minnisstæða atburði nefnir hún sérstaklega siglinguna innan um ís við suðurodda Græn- lands. „Við lentum þar í svartaþoku. Því miður fengum við ekki réttar upplýsingar um staðsetningu íss- ins. Við vorum í tíu klukkustundir Morpunblaðið/Einar Falur Ellen um borð í víkingaskipinu íslendingi við höfn í New York. Ásamt öðrum í áhöfninni tók hún á móti gestum og svaraði spurningum þeirra um skipið og sjóferðina. Hvar sem Islendingur kom vakti skipið gríð- arlega athygli, en viðkomustaðimir voru tuttugu og sex. . > A Morgunblaðið/Ásdís Ellen Ingvadóttir að störfum sem löggilt- ur dómtúlkur og skjalaþýðandi. yfir nótt að berjast í gegn. Mér er minnisstæðastur andinn um borð við þessar aðstæður, róin og æðru- leysið," segir Ellen. Aðkoman að L’Anse aux Mead- ows á Nýfundnalandi er henni einnig minnisstæð þar sem skipið kom siglandi seglum þöndum inn í víkina þar sem biðu hátt í 20 þús- und manns eftir því. Hún segir að þar hafi áhöfnin nánast fundið fyrir nærveru víkinganna og landkönn- uðanna sem þau sigldu í kjölfarið á. í Leifsbúðum á L’Anse aux Meadows voru flestir helstu fjöl- miðlar Bandaríkjanna mættir og sjónvarpsstöðvar voru með beina útsendingu til 300 milljóna manna um allan heim. Eins og áður sagði var hún eina konan um borð í íslendingi. Hún segir þá staðreynd hafa óneitan- lega vakið nokkra athygli. Einnig að í víkingaskipum sem íslendingi hafi konur ekki siglt með á fyrri tímum. „Ég hafði gaman af því að marg- ir, ekki síst konur, spurðu: „Fórstu virkilega alla leið?“ Auðvitað var ég mjög stolt þegar ég gat svarað því játandi. Einnig var skemmtDegt að fá hvatningu frá bæði körlum og konum, hvar sem við komum.“ Skipið komi aftur til Islands Hún segir tilfinninguna, sex vikum eftir heimkomu, dálítið skrítna. Við heim- komuna hafi hún uppgötvað gríðarmikla þreytu, líkt og Gunnar Marel hafði sagt áhöfninni að myndi gerast. „Satt að segja kom ég úrvinda heim, bæði á líkama og sál. Þetta tók á, bæði vorum við að takast á við náttúruöflin og ferðalagið var langt. Stundum var það svolítið strangt en ánægjan og fullnægjan yfir þvi að hafa verið þátttakandi í leiðangri, sem lagði að baki yfir 4 þúsund sjómílur yfir hafsvæði sem stundum geta verið varhugaverð, er ólýsanleg með öllu,“ segir Ellen. íslendingur er um þessar mund- ir í varðveislu á austurströnd Bandaríkjanna og segir Ellen að framtíð skipsins sé óráðin. Aðspurð að lokum hvað hún vilji að gert verði við skipið segir Ellen það vera sína persónulegu og stað- föstu skoðun að skipið eigi að koma til Islands aftur. Það hljóti að vera metnaðarmál fyrir þjóð, sem bygg- ir menningu sína meðal annars á íslendingasögunum og afrekunum á víkindaöld, að fá skipið heim. Skipið sé ekki aðeins mikil lista- smíð og glæsilegt í alla staði heldur sé það orðið þekkt um allan heim og gera megi ráð fyrir að þeir sem heimsæki ísland vilji sjá það. Fékk ekki að fagna sætum sigri í friði ANDRI Sigþórsson knattspymu- maður var mikið í sviðsljósinu á árinu. Hann tryggði KR íslands- meistaratitilinn með mikilvægum mörkum en hann vann það afrek að skora öll mörk vesturbæjarliðs- ins þegar það sigraði Stjörnuna, 4:1, í lokaumferð deildarinnar. Andri varð markakóngur efstu deildar og gerðist siðan atvinnu- maður hjá Salzburg í Austurríki. Brottfór hans gekk ekki hljóð- lega fyrir sig því miklar deilur blossuðu upp um hvort hann væri laus allra mála hjá KR eða ekki. Að lokum náðist samkomulag og Andri hélt til Austurríkis í nóv- emberbyrjun. „Þetta er mjög eftirminnilegt ár, ekki síst vegna þess að ég missti nánast alveg af timabilinu á undan þegar KR sigraði tvöfalt. Nú var ég loksins laus við meiðsli og veikindi, ef undanskildir eru tveir leikir sem ég missti af snemma um sumarið. Það var sér- lega skemmtilegt að vinna titilinn vegna þess að á tímabili var búið að afskrifa okkur og Iiðið og sér- staklega fékk Pétur Pétursson þjálfari ósanngjarna gagnrýni. En við sýndum mikinn karakter og Morgunblaðið/Golli Andri Sigþórsson var hetja KR-inga í Garðabæ. Hér fagnar hann einu af fjórum mörkum sínum i leiknum gegn Stjörnunni. liðsanda, stuðningsmcnnirnir voru frábærir og Pétur átti tvímæla- laust stærstan þátt í því að þessi sigur vannst vegna þess hve vel honum tókst. að halda liðinu sam- an. Fyrir mig var þetta mjög eft- irminnilegt því mér tókst að skora sigurmarkið gegn Fylki í leik sem ég tel að hafi verið sá mikilvæg- asti, og síðan komu mörkin fjögur gegn Stjörnunni sem eru að sjálf- sögðu ógleymanleg," sagði Andri. Hann er hinsvegar ósáttur við það sem síðan gerðist. „Því miður fékk ég ekki að fagna í friði því það fór fyrir brjóstið á sumum innan KR að ég skyldi eiga þenn- an þátt í titlinum. Þeim tókst á skömmum tíma að spilla fyrir mér ánægjunni af þessum sigri. Sem betur fer er ég laus frá KR og er kominn í skemmtilegra andrúms- loft í Austurríki þar sem ég hef fengið frábærar móttökur, bæði hjá félaginu og hjá stuðnings- mönnum Salzburg. Mér líður mjög vel þar og von- andi tekst mér að halda heilsunni og skora nóg af mörkum í búningi Salzburg eins og ég hef gert hing- að til,“ sagði Andri Sigþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.