Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 58
58 B SUNNUDAGUR 81. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
INNLENDAR PLÖTUR
Mínus - Jesus Christ, Bobby
Mínus var hljómsveit ársins og í forsvari
fyrir endurreisn íslensks rokks. Platan
Jesus Christ, Bobby var framúrstefnuleg
á slnn hátt, ekki bara hardkjarnf heldur
framsækinn harðkjarni sem undir-
strikar að heilmikið er að gerast hjá
sveitinni. Næstu skífu sveitarinnar
er beðið með eftirvæntingu.
Botnleðja - Douglas Dakota
Botnleðjumenn breyttu nokkuð um stíl
og stefnu á sinni fyrstu plötu í tvö ár.
Tónlistin var öllu mýkri en menn eiga að
venjast en rokkið ólgaði undir niðri
Piatan ber það með sér að hljómsveitin
er að feta nýjar slóðir og hugmyndir á
köflum ómótaðar en eigi að síður
framúrskarandi plata og hljóm-
sveitinni til sóma þótt þetta sé
Skymaster.
Megas - Svanasöngur á leiði
Magnús Þór Jónsson, sem kallarsig
Megas, er mistækur listamaður en allt-
af forvitnilegur. Svanasöngur á leiði er
líkast til einfaldasta plata Megasar, en
á sama tíma ein af hans helstu plötum
meó laga- og textasmiðum í hæsta
gæðaflokki ogfrábærum undirleik
Jóns Ólafssonar.
Egill Sæbjörnsson - The Tonk of the Lawn
v
Egill Sæbjörnsson kom, sá og sigraði
með sinni fyrstu breiðskífu en áður
hafði hann gefið út sérkennilega smá-
skífu. Plata Egils stingur nokkuð í stúf
við þad sem er annars á seyði í ís-
lensku poppi, fellur ekki undirharð-
kjarna, gleðipopp eða gáfu-
mannarokk, er í sérflokki.
, : ■ . . *á0#***^
Heiða - Svarið
Ragnheiði Eiríksdóttur þekkja líkast til
‘feióu í Unun þótt Unun sé
löngu búin að leggja upp laupana. Það
er eins og frelsið frá Unun hafi fyllt
Heiðu sköpunargleði og hugmyndum
því að Svar hennar er Ijölbreytt og
brádskemmtilegt, eins konar sýn-
isbók af því sem gaman er ad
gera í tónlist.
V
PLOTUR
Nýliðið ár var mikið rokkár; danstónlist og rapp lét
undan síga fyrir rokki í sínum fjölbreytilegustu
myndum, Arni Matthíasson leit yfír liðinn veg og
tínir til þær hljómplötur sem honum þótti skara
framúr á árinu, innlendar sem erlendar.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Hljómsveit ársins, Mínus, ásamt sérlegum hjálparkokki sínum og upptökustjóra, Birgi Erni Thoroddsen,
\
200.000 naglbítar - Vögguvísur fyrir skuggaprins
Plata 200.000 naglbíta nánast gleymdist á
árinu fyrir einhverjar sakir og það óverð-
skuldað því að hún er tvimælalaust með því
besta sem út kom, kraftmikið grípandi ís-
lenskt rokk og gott mótvægivið amerískan
iðnvarning.
Selmasongs er tónlist úr kvikrriynd sem var
hræðilegri en orð geta lýst en á
undursamlegt listaverk fyrir leik E
Guðmundsdóttur. Á diskinum eru
lög hennar og önnur tónlist; kvikmyndaplata
sem lýtur öðrum lögmálum en aðrar plötur
Bjarkar en afbragð engu að síður. Lagið
Cvalda, einskonar napur einkabrandari fvri
íslendinga, gefur fyrirheit um næstu skí
Bjarkar.
Pop Kings - The Master Pop
Poppkóngarnir biðu í aldarfjórðun
með að senda frá sér plötu en þeg
hún loks kom var hún vel biðarinnar
virði. Ödrum þrædi er platan lang-
þráð breiðskífa Dr. Gunna, en elnnig
sýnisbók þess hvernig hann heyrði
þá tónlist sem hæst bar fyrir 25 ár-
umeðasvo.
Neðan úr níunda heimi er ekki e
breiðskífa, heldur frekar kynninga
en gefur samt góða mynd af því hvað liðs-
menn eru að fást við. Vígspá er með
skemmtilegri tónleikasveitum og ekki síð-
ur skemmtileg á plasti. Hljómurinn á plöt-
unni er hæfilega hrár og þótt heyra megi
hnökra er það bara krydd.