Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ
60 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
J-------------------------------
BFQTI I
lo I U
MagnoRa
(Paul Thomas Anderson)
Aðgát skal höfð í nærveru sál-
ar. Það er drama hversdags-
ins, bíómyndin sem við erum
öll að leika í, rétt eins og fram-
úrskarandi leikarar þessarar
myndar. Anderson tekur á
efni og einstökum persónum
af innsæi, dýpt og smekkvísi
án þess að dæma einn eða
neinn. Húmor, súrrealismi og
mannleg átök í mynd þar sem
mannlegar athafnir og tilflnn-
ingar eru svo sannarlega bíó.
East Is East
(Damien O’Donnell) í bestu
gamanmynd ársins liggur
húmorinn ekki síður í trag-
ískari atriðunum, þar sem
Pakistaninn George hefur
ákveðnar hugmyndir um
framtíð breskra barna sinna
sem sífellt reyna að fela fyrir
karli hver þau eru og vilja
vera. Menningarheimar rek-
ast harkalega á í mynd um
virðingu með breiðri skírskot-
un og klikkuðum bröndurum.
Amerícan Beauty
(Sam Mendes) Saga af
svekktum eiginmanni á
miðjum aldri sem gerir upp-
reisn gegn öryggi smáborg-
araháttar ameríska draums-
ins. Strákurinn Ricky sér
aftur á móti fegurðina í öllu
saman og nýtur vel. Einstakar
og raunsæjar lýsingar á fólki
sem man ekki eða veit ekki
hvar á að leita að hamingj-
unni. Frábærlega skemmtileg
en svoh'tið sorgleg mynd.
Man on the Moon
(Milos Forman) Andy
Kaufman segist hafa verið at-
ferlisfræðingur, ekki grínisti.
Hann glotti í kampinn þegar
hann horfði á mannfólkið úr
fjarlægð; smámuna- og
íhaldssemi þess. Snillingur
eða... ? Myndin hefði getað
orðið miklu betri, en hún er
bara svo einstaklega eftir-
minnileg og það er án nokkurs
efa Jim Carrey að þakka.
Hann er Andy Kaufman.
Stórkostlegur, heillandi og
einlægur.
Sánger frán andra váningen
(Roy Andersson) Ótrúleg
kvikmynd á allan hátt, sérlega
fersk og frumleg, en um leið
sterk innihaldslega og flott út-
litslega séð. Handritið er
magnað, en höfundurinn velt-
ir fyrir sér sálarlegu ástandi
okkar vesturlandabúa á bæði
kómískan og íronískan hátt;
hversu auðtrúa, ginnkeypt og
metnaðarlaus við erum þegar
kemur að lífi okkar og örlög-
um. Æ, það er svo erfitt að
vera manneskja.
In the Mood
for Love
(Kar-wai Wong) Án efa
formfegursta kvikmynd árs-
ins. Hún er hæg, þokkafull og
áhorfandi svífur í gegnum
innri átök aðalpersónanna.
Fullkomið útlit; kvikmynda-
taka og litir í fullu samræmi
við tímabilið sem myndin ger-
ist á, og það sem var að gerast
í evrópskri kvikmyndagerð á
þeim tíma. Býsna tilkomumik-
ið.
Dancer in the Dark
(Lars von Trier) Þrátt fyrir
að vera sérlega áhrifarík og
sterk - helsti grátvaldur kvik-
myndahúsa heimsins í ár -
finnst mér þessi mynd síst í
trílógíunni hans Lars, sem ég
dáist einatt mikið að. Björk er
bara svo frábær og ber algjör-
lega uppi þessa kvikmynd
sem fjallar um vináttu, ást og
fórnfýsi á frumlegan og fal-
legan hátt. Og tónlistin er dá-
semd.
Englar alheimsins
(Friðrik Þór Fríðriksson)
Falleg kvikmynd, full af
innsæi og lýrik, byggð á
magnaðri skáldsögu Einars
Más Guðmundssonar um um-
komuleysi geðsjúkra og að-
standenda þeirra og skiln-
ingsleysi umheimsins á
erfiðum sjúkdómi. Ingvar er
frábær í aðalhlutverkinu, og
Hilmir Snær í einu aukahlut-
verkinu. Sérlega áhrifamikil
tónlistarnotkun sem gefur
myndinni fjórðu víddina.
Boys Don’t Cry
(Kimberley Pierce) Sönn
saga af ungri konu, Teenu
Brandon, sem klæðir sig sam-
kvæmt því sem henni finnst
hún vera, karlmaður. Brand-
on reynir að finna sig á eilífum
flækingi, og eignast bæði
kærustu og vini, en þegar upp
kemst um gervið fer illa.
Hrollvekjandi og sorgleg
mynd um umburðarleysi og
hatur, og hér er ekkert dregið
undan heldur grófustu og
hrottafengnustu atriði sýnd
einsog er þau eru - eða voru.
Erfið að horfa á, en virkilega
þess virði. Frábær leikur.
Nurse Betty
(Neil LaBute) Betty bless-
unin lifir meira og minna í
heimi sápuóperunnar og held-
ur til Hollywood að leita að
stóru ástinni sinni þegar mað-
urinn hennar er drepinn. Ren-
ée Zellweger er stórkostleg í
aðalhlutverki í þessu nútíma-
ævintýri með sérstæðum og
fáránlegum undirtóni. Frá-
bær skemmtun, fersk og ein-
læg.
Richard Farnsworth í „The Straight Story“.
The Straight Story
(David Lynch) Lynch hefur
gert óvenjulegar myndir en
þessi er sú óvenjulegasta.
Segir frá gamalmenni sem
keyrir á sláttuvél vikum sam-
an eftir þjóðveginum að hitta
bróður sinn. Byggð á sönnum
atburðum. Richard Farns-
worth glóir af mannlegri hlýju
í sínu síðasta hlutverki.
Magnolia
(Paul Thomas Anderson)
Utskriftarverkefni Andersons
úr Altman-skólanum. Feiki-
lega áhrifamikil mósaíkmynd
af bandarísku mannlífi undir
lok aldar þar sem dauðinn er
alltaf nálægur. Svipmyndir
A sem hverfa ekki svo auðveld-
lega úr huganum.
The Insider
(Michael Mann) A1 Pacino
og Russell Crowe fara á kost-
um í sannsögulegri mynd um
vísindamann hjá stóru tóbaks-
fyrirtæki, sem ákveður að
kjafta frá, og framleiðanda
fréttaþáttarins 60 mínútur,
sem ákveður að gera frétt úr
því. Magnaður leikur og svið-
setning sem lýsir vel baráttu
litla mannsins gegn stórfyrir-
tækjunum.
Cosy Dens
(Heima er best)
'V
(Jan Hrebejk) Tékknesk
gamanmynd sem gerist
skömmu fyrir vorið í Prag
1968 og segir frá fjölskyldum í
lítilli blokk þar sem ólík sjón-
armið ráða ríkjum. Frábærar
manngerðir og mannlegur
húmor gerir Heima er best að
skemmtilegustu gamanmynd
ársins.
American Beauty
( Sam Mendes) Eiginmaður
í bandarísku úthverfi segir
skilið við lífsgæðakapphlaupið
og ákveður að gerast sinn eig-
in herra um leið og hann gim-
ist bráðunga vinkonu dóttur
sinnar. Líklega jafn áhrifa-
mikil fyrir sinn tíma og The
Graduate; atriðið með plast-
pokann í vindinum eins og af
öðrum heimi.
The Limey
(Steven Soderbergh)
Breskur krimmi kemur til
Los Angeles í hefndarhug
þegar dóttir hans finnst myrt
og lítur yfir farinn veg fullur
eftirsjár en lætur samt á engu
bera. Terence Stamp er mesti
harðjaxl ársins í bestu glæpa-
myndinni undir stjóm Soder-
berghs, sem púslar lífi hans
saman af stöku listfengi þar til
krimminn stendur berskjald-
aður frammi fyrir okkur - en
heldur samt öllu sínu.
Englar alheimsins
(Friðrik Þór Friðriksson)
Ingvar E. Sigurðsson í hlut-
verki Páls hverfur inn í land
geðveikinnar í áhrifamikilli og
magnaðri kvikmyndaútgáfu
af verki Einars Más Guð-
mundssonar. Mynd sem naut
gríðarlegra vinsælda á árinu
og átti þær skilið.
Being John Malkovich
(Spike Jonez) Sérkennileg
og sérviskuleg gamanmynd
um mann sem kemst inn í
hugsanir leikarans John
Malkovich. Þrátt íyrir góðan
leikarahóp, John Cusack þar á
meðal, stelur titilpersónan
senunni auðveldlega. Hug-
myndin er súrrealísk en
gengur upp á einhvem furðu-
legan hátt - líklega vegna
þess að hún gerist í höfðinu á
Malkovich.
Crouching Tiger, Hidden Dragon
(Ang Lee) Heilmiklir loft-
fimleikar í bland við sterka
ástarsögu úr gamla Kína gera
Krjúpandi tígur að sérstæðu
listaverki undir stjóm Lees.
Þjóðsagnakennd og dulmögn-
uð.
Man on the Moon
(MiJos Forman) Jim Carrey
hleypir engum að sér í hlut-
verki grínistans Andy Kauf-
mans og viðfangsefnið, hinn
óútreiknanlegi Kaufman,
verður jafn mikil ráðgáta eftir
sem áður en þetta er ævisögu-
leg mynd sem þorir að taka
áhættu, rétt eins og Kaufman
sjálfur, og hefur sigur.
Amerícan Beauty
(Sam Mendes) Nýstárleg,
kaldhæðin ádeila á hefðbundið
mannlíf í bandarísku úthverfi
þar sem íbúarnir hafa sökkt
sér langt upp fyrir höfuð í inn-
antómt lífsgæðakapphlaup og
týnt sjálfum sér í atganginum.
Ovenjuvel skrifuð og háðsk
skoðunarferð undir huggulegt
yfirborð millistéttarinnar með
óaðfmnanlegum leik í öllum
aðalhlutverkum.
The insider
(Michael Mann) Mann sýnir
enn og aftir hæfni sína sem
leikstjóri/handritshöfundur
með því að skapa rafmagnaða
spennu úr ólíklegum efnivið
málaferla og baktjaldamakks
tóbaksframleiðenda. Nýtur
leikstyrks Russels Crowe, Als
Pacino, Christophers Plumm-
er, o.íl. góðra leikara.
Magnolia
(Paul Thomas Anderson)
Afdrifaríkur sólarhringur í
lífi nokkurra, ólíkra persóna
sem tengjst á einn eða annan
hátt áður en yfir lýkur. Mögn-
uð, litrík og vel leikin, frá ein-
um athyglisverðasta kvik-
myndagerðarmanni Banda-
ríkjanna í dag.
Buena Vista Social Club
(Wim Wenders) Gamlingj-
arnir í kúbanskri hljómsveit
eru ekki komnir að fótum
fram í spilamennskunni og
leika og syngja betur en flestir
aðrir og beint frá hjartanu,
öðrum og ekki síst þeim sjálf-
um til óblandinnar ánægju.
Frábært hjá körlunum,
Wenders og ekki síst tónlist-
arsnillingnum Ry Cooder.
EngJar alheimsins
(Friðrik Þór Friðriksson)
Leikstjórinn, handritshöfund-
urinn, leikhópurinn, tónskáld-
ið, tökustjórinn, í raun allir
sem að henni koma, eiga heið-
ur skilið fyrir eina bestu, ef
ekki albestu íslensku kvik-
myndina til þessa. Brothættu
efni gerð óaðfinnanleg skil
með fullri virðingu fyrir inn-
takinu og komið heilu og
höldnu á leiðarenda.
Being John Malkovich
(Spike Jonze) Snargeggjuð
og fersk um undarlegustu
ferðalög kvikmyndasögunnar.
Sem hefjast á hæð 714 , í skrif-
stofubyggingu í New York,
með millilendingu í kollinum á
hinum ágæta Malkovich, áður
en ævintýrinu lýkur á vegar-
kanti í New Jersey.
Sweet and Lowdown
(Woody Allen) Besta Allen-
myndin á löngum uppsveiflu-
kafla á ferli kvikmyndagerð-
armanns sem er sá skemmti-
legasti og skarpasti þegar sá
gállinn er á honum. Penn
óborganlegur sem uppskáld-
aður djassgítarleikari og
magnaðir meðleikarar lítið
síðri.
Boys Don’t Cry
(Kimberley Pierce) Átakan-
leg mynd um forheimsku og
fordóma og afleiðingar þeirra
fyrir pasturslitla stúlku sem í
eðli sínu er karl, njörvaður í
kvenlíkama. Hilary Swank
stingur aðrar leikkonur af á
árinu í minnisstæðri túlkun á
píslarvotti grimmdar og um-
burðarleysis.
The Green Mile
(Frank Darabont) Dara-
bont finnur rétta tóninn í sög-
um Stephens King, árangur-
inn afbragðsskemmtun með
mannlegu og yfirnáttúrlegu
ívafi. Hanks engum líkur í far-
arbroddi skothelds leikhóps.
The Limey
(Steven Soderbergh) Harð-
soðinn krimmi í fremstu röð
sem minnir á forvera sína frá
Warner frá fjórða og fimmta
áratugnum og seinni meist-
araverk greinarinnar eins og
Point Blank. Þungamiðjan er
stórleikur Terence Stamp sem
grjótharðs og miskunnarlauss
fangelsislims sem heldur vest-
ur um haf til þess að komast
að hinu sanna um fráfall dótt-
ur sinnar. Gefur engin grið.
Julianne Moore og Jason Robards í Magnolia.
og Thora Birch í hlutverkum sínum.
Amencan Beauty" með Kevm Spacey
Hildur Loftsdóttir
Arnaldur Indriðason